Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ M ín óskastaða er sú að fóstureyð- ingar verði gerðar að ósk konunnar eins og alstaðar ann- ars staðar í heiminum og hún þurfi ekki að leita samþykkis hjá öðrum,“ segir Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar og fulltrúi félagsráðgjafa í eftirlits- og áfrýjunarnefnd með fóst- ureyðingum. Verið að búa til þröskuld „Ég var félagsráðgjafi á kvenna- deildinni í níu ár. Og hef ekki enn hitt þá konu sem gerir þetta að gamni sínu. Ég er þó sammála löggjöfinni eins og hún er og vil ekki breyta henni meðan fólk er aðeins með hug- myndir um að þrengja hana. Eins og kerfið er núna geta félagsráðgjafarn- ir verið gríðarlega góður stuðningur við þessa erfiðu ákvörðun, sem alltaf er erfið.“ Guðrún segist verða ánægð ef kon- ur fái fóstureyðingar að eigin ósk inn- an 12 vikna, án þess að þurfa að leita samþykkis annarra, og umsóknum sé vísað til nefndar milli 12 og 16 vikna. „Það skiptir máli að hafa hvata í kerf- inu sem verður til þess að konur drífi sig í þessu, ef þær ætla á annað borð.“ Hún segist ekki vilja gera ákvörð- unina frjálsari milli 12 og 16 vikna, þó konur hafi rýmra val í nágrannalönd- unum upp að 18 vikum. „Nei, ég vil ekki endilega sjá það breytast. Við erum dálítið hægfara hér. Því má ekki gleyma að þessi löggjöf er síðan 1975 og snertir hverja einustu fjöl- skyldu í landinu, ef horft er til fóstur- eyðinga frá 1975 til dagsins í dag – ég fullyrði það.“ Guðrún segir það vinnureglu á kvennadeildinni að konum sé synjað ef meðgangan sé komin fram yfir 12 vikur. Þótt færi sé veitt á áfrýjun til nefndar, „þá getur þetta auðvitað orkað tvímælis. Nefndin synjar þó ekki málum milli tólftu og sextándu viku. Það hafa fallið hæstaréttardóm- ar í þessum málum sem við verðum að styðjast við. Konu var synjað um fóstureyðingu á kvennadeild og einn- ig í nefndinni, en hún vann málið fyrir dómstólum.“ Það liggur því fyrir að þegar um- sóknum er synjað á milli 12 og 16 viku á kvennadeild Landspítalans, er tilgangurinn fyrst og fremst sá að búa til þröskuld sem knýr konuna til frekari umhugsunar. „Þær kröfur eru gerðar að félagsráðgjafinn og konan skili betri greinargerð með umsókninni en ella,“ segir Guðrún. „Auðvitað er verið að búa til þröskuld með því. En það verður ef til vill til þess að konur fari fyrr í aðgerðina en ella, sem ég tel fínt. Enda sýnir það sig að í 99,5% tilfella fara konur fyrir 12. viku.“ Guðrún segir í raun alltof mikið gert úr því ferli sem fylgi fóstureyð- ingum. „Þetta er gert óskaplega dramatískt. Málið er að þetta er ekki svona svakalegt drama. Þetta er vissulega erfiður valkostur, en maður er nú einu sinni alltaf að ganga í gegnum erfiða hluti í lífinu.“ 1.146 konur leituðu ráðgjafar Tiltölulega fá mál af félagslegum ástæðum koma til Eftirlits- og áfrýj- unarnefndarinnar, sem skipuð er lækni, lögfræðingi og félagsráðgjafa, og er einni til fjórum umsóknum synjað á hverju ári. Synjanirnar eiga það sammerkt að þá er meðgangan komin fram yfir 16 vikur. Tölur um synjun umsókna um fóst- ureyðingu eru lágar vegna þess að þegar rætt er við margar af þeim konum sem koma til viðtals og þær aðstoðaðar við að meta aðstæður sín- ar eða þeim er gerð grein fyrir því að ekki sé víst að umsókn þeirra verði samþykkt, þá hætta þær oft við að leggja fram umsókn, að sögn Reynis Tómasar Geirssonar, yfirlæknis á kvennadeild Landspítalans. Árið 2001 leituðu 1.146 konur ráð- gjafar á Landspítalanum vegna fóst- ureyðinga, en framkvæmdar voru 850 fóstureyðingar. Ástæðurnar voru margþættar fyrir því að margar kon- ur létu ekki af þessu verða, t.d. að við ráðgjöf fannst lausn á félagslegum aðstæðum, sumar reyndust ekki vera þungaðar og aðrar misstu fóstur. Styð ekki vinnureglu Landspítalans „Þó að sett sé skilyrði í lögunum, þá eru fóstureyðingar í reynd frjálsar fyrir 12 vikur,“ segir Anna M. Helga- dóttir, kvensjúkdómalæknir á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri. „Eftir það breytist aðferðin sem við notum og er áhættumeiri. Þannig að ég tel að það sé gott að skapa í þjóðfélaginu það andrúm að konurnar taki ákvörð- un fyrir þennan tíma, þ.e. tólf vikur.“ Hún segir að á milli 12 og 16 vikna hafi kvennadeild Landspítalans haft þann háttinn á að senda umsóknir á félagslegum grunni áfram til eftirlits- og áfrýjunarnefndarinnar, þótt það sé ekki alveg algild regla. „Það er þeirra háttur á, en á þessum tíma meðgöngunnar þarf þess ekki sam- kvæmt lögunum. Ég held að umsókn- irnar séu yfirleitt samþykktar hjá nefndinni.“ Ekki vísa allir læknar umsóknum um fóstureyðingar á milli 12 og 16 vikna meðgöngu áfram til nefndar- innar. „Það fer eftir læknum, þótt þeir séu auðvitað fóstraðir upp á Landspítalanum, þar sem þetta hef- ur verið vinnuregla í gegnum tíðina. Mikilvægt er konan gefi sér tíma til að hugsa sinn gang, eftir að hún upp- götvar að hún er þunguð, og æskilegt að hún fái viðtal við félagsráðgjafa. En ef ég get stutt umsókn konunnar, þá sé ég ekki ástæðu til að búa til þennan þröskuld, að vísa umsókninni til nefndar. Þannig að ég styð ekki þetta vinnuferli hjá þeim.“ Hún segir að þessi þröskuldur að synja umsóknum á félagslegum grunni eftir tólf vikna meðgöngu, hafi orðið til á kvennadeild Landspítalans við samþykkt núgildandi laga árið 1975. „Það jákvæða við það að mínu mati er að það mótaði það siðgæði hjá þjóðinni að konur færu í fóstureyð- ingu fyrir 12 vikur. Enda er það æskilegt, því þá er ferlið allt annað, bæði sálarlega og líkamlega. En hvort það er nóg réttlæting til að halda í þessa reglu, skal ég ekki segja.“ Anna segist ekki telja rétt að lög um fóstureyðingar séu alveg opin og frjáls eftir 16 vikur. Á móti bendir hún á að lögin geri ekki ráð fyrir að þær séu heimilaðar á félagslegum grunni eftir þann tíma. „Vissulega geta komið upp þær félagslegu að- stæður jafnvel eftir 16 vikur að það réttlæti fóstureyðingar,“ segir hún. „Það væri því æskilegt að koma heimild inn í lögin um þann þátt, en að öðru leyti er ég nokkuð sátt við lögin.“ Skortur á lyfi veldur lengri og erfiðari aðgerð Ef konur eru komnar fram yfir 12 til 13 vikur á meðgöngu, þá er ekki hægt að gera aðgerð í svæfingu, held- ur þurfa þær á sérstakri lyfjameð- ferð að halda. „Þá gefur besta raun að nota tvö lyf saman,“ segir Reynir Tómas Geirsson. „Annað lyfið nefnist mí- fepristón og er andhormón sem trufl- ar fylgjustarfsemina þannig að losna fer um þungunina frá legveggnum. Hitt lyfið kallast prostaglandín og það veldur samdráttum í legvöðvan- um og leiðir til þess að leghálsinn opnast.“ Fyrrnefnda lyfið er ekki enn fáan- legt hér á landi vegna þess að það er ekki á lyfjaskrá og því þyrfti að sér- panta það fyrir hverja konu. „Það er tímafrekt ferli og þar sem ekki er gott að mikil töf verði á fóstureyð- ingum, þá hefur lyfið enn ekki verið notað hér og finna þarf leiðir til að flytja lyfið inn til nota á nokkrum sjúkrahúsum þannig að það sé til- tækt þegar á þarf að halda,“ segir hann. „Það þarf helst að nota bæði lyfin saman. Annars verður aðgerðin lengri og erfiðari.“ Snemma í meðgöngu eða fyrir níu vikur má líka nota þessa lyfjameð- ferð sem valkost við venjulega leg- tæmingu með útsogi og sú aðferð þyrfti að vera tiltæk fyrir íslenskar konur,“ segir Reynir Tómas. Skorað var á stjórn Fræðslusam- taka um kynlíf og barneignir á síð- asta aðalfundi að beita sér fyrir því að mífeprístón-meðferðin verði mögu- leg á Íslandi. „Við höfum rætt þetta í mínum samtökum og reynt að pressa á þetta,“ segir Guðrún Ögmundsdótt- ir. „Auðvitað á að auka þetta aðgengi. Þetta er eitt af þeim málum, sem við erum með á tossalista hjá okkar sam- tökum að ræða um við landlækni.“ „Við munum taka þeirri áskorun vel að sjálfsögðu,“ segir Sigurður Guðmundsson landlæknir. „Ég sé ekki að þetta eigi að vera tiltakanlegt vandamál. Ef við erum að leita eftir lyfjum sem okkur finnst nauðsynleg, þá getum við haft frumkvæði að því og það þarf þá að fara í gegnum Lyfjastofnun. Ef það er álit manna að þetta geti orðið okkur til gagns eiga ekki að vera nein vandkvæði á því.“ Aðgengi að getnaðarvörnum „Ég vona að ástæðan fyrir því að fóstureyðingum hafi fækkað, sé m.a. sú hvað neyðargetnaðarvörnin er orðin aðgengileg,“ segir Ósk Ingv- arsdóttir kvensjúkdómalæknir og varaformaður Fræðslusamtaka um kynlíf og barneignir. „Fræðslusamtökin hafa barist fyr- ir því að fá neyðargetnaðarvörnina á markað og sem aðgengilegasta. Fyr- ir nokkrum árum vorum við með móttöku í Hinu húsinu, sem var end- urgjaldslaus og alhliða getnaðar- varnarþjónusta og það sýndi sig að einna mest eftirspurn var eftir neyð- argetnaðarvörn. Og þar með vissum við það, sem okkur grunaði fyrir, að þörfin var mikil. Við héldum þessu starfi gangandi nokkuð lengi, en núna síðustu tvö ár hefur dregið úr starfseminni og hún hefur engin ver- ið síðasta ár, sem segir okkur að það er hægt að nálgast hana annars stað- ar. Jafnframt verðum við vör við það á stofum að minna er leitað til okkar, af því auðveldara er að fá hana í flest- um apótekum.“ Vanþekking og fordómar Nokkurs misskilnings hefur gætt um að þetta sé „fóstureyðingarpilla“ og segir Ósk að það sé langt í frá. „Nei, nei, nei, þetta er ekki fóstur- eyðing. Það hefur ekki einu sinni myndast fóstur. Það er ekki hægt að eyða fóstri ef ekki hefur myndast fóstur. Þetta kemur í veg fyrir getn- að, samruna eggs og sæðisfrumu, eða að eggið nái að festast í leginu. Það breytir slímhúðinni inni í leginu þannig að það festist ekki.“ Ósk tekur undir að neyðargetnað- arvörnin hafi komið fyrr á markað er- lendis heldur en hér á landi. Aðspurð um hvort ástæðan geti verið fordóm- ar hér á landi, svarar hún: „Já, ég held það. Fordómarnir eru af tvenn- um toga. Annars vegar er það vegna skorts á upplýsingum og þekkingu hjá almenningi um verkun pillunnar, t.d. að halda að þetta sé einhverskon- ar fóstureyðing. Eins þessir fordóm- ar gagnvart fólki sem þarf að bjarga sér í einhverjum málum sem tengjast kynlífi. Það er alveg sama hvort það eru getnaðarvarnir, fóstureyðingar eða hvað það er. Það eru vissir for- dómar gagnvart þessu. Og eins van- þekking og fordómar lækna og heil- brigðisstarfsfólks. Ég held það hafi staðið þessu fyrir þrifum á vissum tímapunkti. Og ég er viss um að við erum búin að yfirvinna það, m.a. með góðri fræðslu, sérstaklega fyrir heil- brigðisstarfsfólk. Það er mjög öruggt núna þegar það er að upplýsa ungt fólk um þennan möguleika.“ Aðspurð af hverju svo langur tími hafi liðið frá því neyðargetnaðarvörn- in kom á markað erlendis, þangað til hún var gerð aðgengileg hér á landi, segir Guðrún Ögmundsdóttir: „Við erum afskaplega sérkennileg í allri þessari kynlífsumræðu og getnaðar- varnarumræðu. Þetta er bara enn ákveðið tabú á Íslandi.“ Snertir allar fjölskyldur í landinu Hvernig er tekið á umsóknum um fóstureyðingar, má bæta meðferðina og hvernig líður konunum? Þeir sérfræðingar, sem Pétur Blöndal ræðir við eru ánægðir með íslensku lög- in um fóstureyðingar og framkvæmd þeirra, þótt ganga megi lengra í frjálsræðisátt. Morgunblaðið/Árni Torfason Konur leita fyrst eftir aðstoð jafnaldra sinna, sem þær treysta og trúa að hafi skilning á aðstæðum sínum, og síð- an til vandamanna og félagsráðgjafa, að því er fram kemur í meistaraprófsverkefni Ásrúnar Kristjánsdóttur, í uppeld- is- og kennslufræði frá árinu 2000, en hún tók viðtöl við níu ungar konur um reynslu þeirra af fóstureyðingum. „Þær leita fyrst til vinkvenna sinna og svo kærasta eða manns, ef einhver er til staðar. En merkilegt nokk, þá fara þær seint til foreldra. Þær vilja ekki alltaf blanda þeim í svona mál. En ef þær tala við foreldra, þá tala þær við mæður,“ segir Ásrún og bætir við að tvær af þeim konum sem hún hafi talað við hafi ekki látið foreldra sína vita af því að þær færu í fóstureyðingu. Allt voru þetta félagslegar aðstæður sem ollu því að kon- urnar fóru í fóstureyðingu. „Þær höfðu ekki efni á því að halda áfram með meðgönguna, þær voru sjálfar ungar, og sumar voru ekki í samböndum og ekki í aðstöðu til þess að verða einstæðar mæður,“ segir hún. „Þetta voru allt kon- ur sem urðu þungaðar og gerðu eitthvað í sínum málum. Það eru líka til konur sem lenda í afneitun og gera ekkert. Þannig að þetta eru duglegar stúlkur, sem tóku á vanda- málinu og það mega þær eiga. Þegar aðstæður þeirra eru skoðaðar, þá tóku þær rétta ákvörðun, því annað hefði breytt þeirra lífi mjög mikið. Það vissu þær, því þær tóku yfirvegaða ákvörðun.“ Í ritgerðinni kemur fram að konunum þótti erfitt að vera inni á sjúkrahúsinu vegna þess að allt var bundið í fasta ferla og jaðraði við að sjálfræði þeirra væri skert. „Allt gerðist mjög snöggt og þeim var lítill tími veittur sem manneskjum, lítið talað við þær, þær urðu einmana og upp- lifðu sig lítils virði.“ Í ritgerðinni er nefnt dæmi um sam- skipti á sjúkrahúsinu, þar sem ein stúlkan lýsir atburði: „En svo segi ég við lækninn, ef ég skipti um skoðun? Þá lítur hann á mig og segir: skiptir um skoðun, þú skiptir ekkert um skoðun, þetta er alveg rétt hjá þér, þú ert alltof ung.“ Ásrún segir mikilvægt að efla starfsfólkið og vekja það til umhugsunar, þannig að viðhorf þess skýrist til fóstureyð- inga. „Þá myndi það e.t.v. gefa meira af sér og tala við kon- urnar eins og hvern annan sjúkling. Konurnar sem ég talaði við fundu t.d. mikinn mun á því að fara í botnlangaaðgerð og fóstureyðingu. Fyrir og eftir botnlangaaðgerðina töluðu læknarnir betur við þær en þegar þær fóru í fóstureyðingu. Ef starfsfólkið er eflt er von til þess að það sýni meiri skilning, gefi sér meiri tíma og sýni meiri umhyggju.“ Svo mætti leyfa konunum að hafa fleiri valkosti, t.d. hvort þær eru sofandi eða vakandi meðan á aðgerð stendur. „Mér fannst það ekki gott þegar ég kom heim frá Svíþjóð, eftir að hafa kynnst aðferðunum þar, að þær fengju ekki að velja. Hér fá konur engar upplýsingar um að til séu tvær leiðir og vita ekki af hverju þær eru að missa. Og svo væri hægt að gera þetta notalegra, bæði móttökuna, sjúkra- húsvistina og heimförina.“ Leituðu síðast til foreldra sinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.