Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 46
FRÉTTIR 46 SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sérhæfðir sölumenn í atvinnuhúsnæði! FRANZ@holl.is Hóll — Alltaf rífandi salaAGUST@holl.is FJÖLDI EIGNA TIL SÖLU OG LEIGU! Ekki hika við að hringja í okkur félagana, Franz, gsm 893 4284, Ágúst gsm, 894 7230. FJÁRFESTAR Góðar eignir með traustum leigutökum. Í Smáranum ca 200 fm vandað verslunarh. Traustur leigutaki, langtímaleigusamn. Áhv. hagst. lán. 16,8 m. Leiga á mán. 325 þús. Hagst. kaup. Laugavegur - 237 fm verslun. Traustur leigutaki. Leiga á mán. 300 þús. Áhv. hagst. lán. Bakkabraut í Kóp., 200 fm Eignin er öll í útleigu. Mjög góð staðsetning. Leiga á mán. ca 200 þús. Áhv. hagst. lán til 25 ára. Verðtilboð. Fossaleynir - ca 740 fm vandað verslunarh. Traustur leigutaki (Húsasmiðjan). Leiga á mán. ca 780 þús. Áhv. hagst. lán 46 m. Góð kaup. Stórhöfði - 347 fm vandað skrifst./lagerhúsnæði. Traustur leigu-taki, leigusamn. til 2009. Leiga á mán. 375 þús. Áhv. lán ca 20 m. Í Smáranum - 237 fm vandað þjónusturými. Er í leigu til mjög traustra aðila til 2011. Leiga á mán. 460 þús. Áhv. hagst. lán ca 23 m. Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson í síma 588 4477 eða 822 8242 Til leigu í Hveragerði í hjarta bæjarins á 2. hæð ca. 100 fm húsnæði Fyrir bókhaldsstofu, fasteignasölu, tannlækningastofu o.fl. Tölvulagnir og símkerfi til staðar. Upplýsingar í síma 897 2681 VIÐ Tjarnargötu 35 í Reykjavík stendur reisulegt hús, sem fyrst var heimili listamannsins Jóns Laxdal og síðar sjúkrahús. Undanfarin sautján ár hefur húsið gegnt hlutverki at- hvarfs fyrir börn og unglinga sem eiga í vanda og er rekið af Rauða krossinum. „Starfsemin er því í anda Rauða krossins, þar sem mannúð er höfð að leiðarljósi,“ segir Edda Hrafnhildur Björnsdóttir, forstöðu- maður hússins. Í húsinu starfa auk hennar unglingafulltrúar í fjórum og hálfri stöðu og 20 sjálfboðaliðar sem skiptast á að koma síðdegis í húsið og sinna tilfallandi verkefnum. Að sögn Eddu er fast starfsfólk ýmist háskólamenntað í uppeldis- tengdum fræðum eða hefur mikla reynslu í vinnu með börnum og ung- lingum. Að eiga ekki í önnur hús að venda „Húsið tekur á móti börnum og unglingum sem eiga ekki í önnur hús að venda. Fyrir því geta verið ýmsar ástæður, erfiðleikar heima fyrir, óregla hjá þeim sjálfum eða ofríki á heimili þar sem beitt er uppeldisað- ferðum sem gera það að verkum að samskiptin ganga illa. Þá finnst okk- ur rétt að börnin, rétt eins og þeir fullorðnu, geti leitað til hlutlauss að- ila sem talar þeirra máli.“ Edda Hrafnhildur segir að í Rauðakrosshúsinu fái unglingarnir upplýsingar um hvert þeir geta leit- að með vandamál sín og rætt sé við þá í fyllsta trúnaði. Ef barn er yngra en 18 ára er undantekningarlaust haft samband við barnaverndar- nefnd. Hún sér síðan um að vera í samskiptum við foreldra, skóla og aðra aðila sem að máli barnsins koma upp frá því. T.d. að sjá til þess að barnið fái viðeigandi greiningu, meðferð eða sálfræðiaðstoð sé þess þörf. Þá segir Edda Hrafnhildur samstarf við aðra aðila sem vinna að hagsmunamálum með börnum og unglingum mjög gott. „Húsið virkar því sem athvarf eða skjól fyrir þessa krakka, sem koma hingað að eigin frumkvæði og vilja flest snúa sínum málum til betri vegar. Enda er rík áhersla lögð á það hjá okkur að þau setji sér markmið og vinni í sínum málum meðan þau dvelja hjá okkur.“ Edda ítrekar að dvöl þeirra í Rauða- krosshúsinu verði alltaf að vera með samþykki forráðamanns. „Það eru þau sem velja sér leið, við hjálpum þeim síðan að rata, finna réttu tækin og tólin og læra að brúka þau til að rata eftir. Við erum hérna fyrir þau, til að vinna í þágu þeirra, fyrir þeirra málstað. Og að hjálpa þeim að axla skyldur sínar, gagnvart foreldrum, skóla og öðru.“ Flestir gesta Rauðakrosshússins eru á aldrinum 14-18 ára. Edda segir að þó komi fyrir að yngri börn og eldra fólk leiti til hússins. „Þau sem hingað leita eru yfirleitt á þeim aldri að hafa náð þeim þroska að geta þeg- ið okkar hjálp til sjálfshjálpar.“ Edda Hrafnhildur segir fjölda gesta í Rauðakrosshúsinu svipaðan frá ári til árs, en í húsinu er pláss fyr- ir átta gesti samtímis. Engum er þó vísað frá, „við myndum alltaf leysa það ef fleiri vildu gistingu,“ segir Edda Hrafnhildur. „Eftir að ung- lingur kemur í Rauðakrosshúsið ger- ir hann í samvinnu við starfsmann grófa áætlun um hvernig hann hyggst vinna í sínum málum og bendum við honum þá á úrræði sem hann geta nýtt sér. Hann ákveður kannski að stunda skólann betur, bæta samskiptin við sína nánustu, sækja tíma hjá félagsráðgjafa og þar fram eftir götunum.“ Edda Hrafnhildur bendir á að oft komi foreldrar og leiti ráðgjafar í húsinu eða hringi og er þá fúslega veitt hjálp. „Þetta ráðgjafarhlutverk er mikilvægt. Hingað koma ekki allir til að gista. Stundum lítur fólk inn og vill fá ráð um ákveðna hluti sem við veitum eftir fremsta megni.“ Edda segir að þarna komi einnig Hjálp- arsími Rauða krossins að góðum not- um. Vilja yfirleitt vinna í málunum Misjafnt er hvað unglingar sem leita til Rauðakrosshússins dvelja lengi. Sumir staldra aðeins við í sól- arhring en aðrir eru lengur, allt upp í nokkra mánuði. Þá er sömuleiðis misjafnt hvort leiðir liggja saman aftur síðar, en sú er þó oft raunin. „Þegar þau koma hingað gera þau það af fúsum og frjálsum vilja og eru því jákvæð fyrir að vinna í sínum málum. Við leitumst við að nota leið- beinandi samskiptaaðferðir fremur en boð og bönn, þannig að þau dvelja meðan þau eru að vinna að uppbygg- ingu lífs síns en við viljum ekki taka þátt í að þau eyðileggi fyrir sjálfum sér. Sjálfsmynd gesta styrkist oft hér í nýjum samskiptum þar sem þau eru „andlit án fortíðar“ þ.e. þau fá tæki- færi til að sýna allar sínar bestu hlið- ar og draga á þann hátt fram hæfi- leika sína.“ Edda segir að sá hópur sem leiti endurtekið til hússins séu helst þeir sem eru einir á báti, eigi ekki stóra fjölskyldu og því í fá hús önnur að venda. „Oftast taka foreldrar því vel þeg- ar börn þeirra leita hingað, því þau eru með því að taka ákvörðun um að vinna eitthvað í sínum málum. Oft er líka gott að fá ákveðna fjarlægð og sjá hlutina í öðru ljósi. Eftir það geta samskiptin orðið mun betri.“ Á aðfangadag verður jólasteik á borðum Rauðakrosshússins og er þá ávallt von á gestum sem þar fengu að halla höfði á árum áður. „Við finnum fyrir miklu þakklæti frá mörgum þeim sem hér hafa dvalið í gegnum tíðina. Margir hafa komist til betri vegar, aðrir glíma enn við sín vanda- mál. En þeir gleyma okkur ekki og kíkja stundum inn og heilsa upp á okkur,“ segir Edda að lokum. Edda Hrafnhildur Björnsdóttir forstöðumaður. Morgunblaðið/Golli Svanur Smith unglingafulltrúi við Hjálparsímann. Hjálparsími Rauðakrossins og Rauðakrosshúsið opið yfir hátíðirnar „Skjól fyrir unglinga í vanda“ Rauðakrosshúsið, neyð- arathvarf fyrir börn og unglinga, er opið allan ársins hring. Þar verður jólasteik á borðum líkt og á hverju öðru heimili. Einnig verður einhver við Hjálparsímann yfir hátíðarnar eins og alla aðra daga. HIN árlega úthlutun úr Afreks- og styrktarsjóði Akureyrar fer fram í hófi sem haldið verður í Íþróttahöll- inni mánudaginn 30. desember nk. kl. 16. Auk úthlutunar úr sjóðnum verður nokkrum einstaklingum veitt sérstök viðurkenning og einnig verð- ur öllum þeim Akureyringum er unnið hafa til Íslandsmeistaratitils á árinu 2001 afhentur minnispeningur íþrótta- og tómstundaráðs. Þá verð- ur og tilkynnt val Íþróttabandalags Akureyrar á íþróttamanni ársins. Árangur akureyrskra íþrótta- manna var góður á árinu. Sam- kvæmt þeim upplýsingum sem bor- ist hafa til stjórnar sjóðsins hafa 239 Íslandsmeistaratitlar unnist á árinu og einnig voru margir Akureyringar valdir til að leika með landsliðum í hinum ýmsu íþróttagreinum. Það er von Íþrótta- og tómstundaráðs að þessir glæsilegu afreksmenn og þjálfarar þeirra sjái sér fært að koma til athafnarinnar. Góðar veit- ingar verða fram bornar í boði Akureyrarbæjar. Akureyrskir íþrótta- menn heiðraðir 239 Íslands- meistaratitl- ar á árinu FJARSKIPTASAMBAND á einni vinsælustu gönguleið landsins, Laugaveginum svokallaða, milli Landmannalauga og Þórsmerkur, hefur verið stórbætt með uppsetn- ingu tveggja endurvarpa fyrir tal- stöðvar í sumar. Annar þeirra er staðsettur á Reykjafjöllum og er á rás 42. Mun hann þjóna Ferðafélagi Íslands og björgunarsveitum og nýt- ast skálavörðum, gönguhópum og farartækjum og þannig auka öryggi ferðamanna. Hinn endurvarpinn er á Háskerðingi og er á rás 46. Er hann ætlaður björgunarsveitum, Lands- sambandi íslenskra vélsleðamanna og jeppaklúbbnum 4x4. Á Laugaveginum er lélegt NMT símasamband og lítið sem ekkert GSM samband. Eru vonir bundnar við að bætt talstöðvasamband muni bæta verulega þar úr. Stórbætt tal- stöðvasamband á Laugaveginum STARFSFÓLK Hjálparsíma Rauða krossins sinnti 484 símtölum fyrstu 24 dagana sem símalínan var starf- rækt. Símalínan hefur verið starf- rækt frá 19. nóvember sl. og er samstarf barna- og unglingageð- deildar, Neyðarlínunnar og Rauða krossins sem áður hélt úti Trún- aðarsímanum fyrir börn og ung- linga. 93 þeirra sem hringdu fyrstu 24 dagana voru í sjálfsvígshugleið- ingum og er það mikil meðaltals- fjölgun frá því sem verið hefur að sögn Eddu Hrafnhildar Björns- dóttur, forstöðumanns Rauðakross- hússins, þar sem aðstaða Hjálp- arsímans er til húsa. „Þörfin er greinilega mikil,“ segir Edda. Í Hjálparsímann er hringt með hvers konar vandamál. Einnig hringja þangað margir eftir ráðgjöf vegna vina og vandamanna sem þeir telja í vanda stadda. Hjálparsíminn er opinn allan sól- arhringinn fyrir þá sem þurfa að- stoð vegna depurðar, kvíða, þung- lyndis eða sjálfsvígshugsana. Þangað geta allir leitað, ungir sem gamlir, þegar sálræn vandamál virðast þeim um megn. Góð reynsla af Hjálparsímanum OPNUÐ hefur verið sölusýning á verkum eftir 10 listamenn í Lista- koti í Vestmannaeyjum. Verkin eru sprottin af mörgum rótum en eru þó flest landslagsmyndir, myndir af bátum og húsum í Eyjum, en einnig kennir þar ýmissa annarra tegunda verka. Hópurinn sem stendur að sýningunni samanstendur af fólki sem á einn eða annan hátt kemur að rekstri Listakots eða sækir nám- skeið til Steinunnar Einarsdóttur listamanns sem undanfarin ár hef- ur staðið fyrir námskeiðum í Vest- mannaeyjum, á Hornarfirði og fleiri stöðum um landið. Sýningin stendur til jóla. Á myndinni má sjá hvar listamennirnir eru að und- irbúa sýninguna. Frá vinstri: Tryggvi Jónasson, Ólöf Waage, Hilmir Högnason aðstoðarmaður og Alda Björnsdóttir. Morgunblaðið/Sigurgeir Myndlistarsýn- ing í Listakoti Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.