Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.12.2002, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. DESEMBER 2002 53 DAGBÓK GÓÐU fréttirnar eru þessar: NS tókst að afstýra því sagnslysi að spila sex hjörtu með ásinn fjórða á móti fjór- um hundum: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠ Á102 ♥ 6432 ♦ 42 ♣KDG3 Suður ♠ KDG ♥ Á875 ♦ ÁKDG105 ♣-- Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 4 tíglar * Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 6 tíglar Allir pass * Góður tígull og fjórlitur í hjarta. Slæmu fréttirnar eru hins þær að tígulslemman er litlu betri, þótt trompið sé gott. Vestur spilar út spaðaáttu. Er einhver von? Því miður er aðeins ein innkoma á blindan, sem þýð- ir að erfitt verður að nýta laufið. Það hefði verið betra að fá út lauf. En þó má teikna upp vinningslegu: Að sá mót- herji sem er með laufásinn eigi eitt eða ekkert hjarta: Norður ♠ Á102 ♥ 6432 ♦ 42 ♣KDG3 Vestur Austur ♠ 876 ♠ 9543 ♥ KG109 ♥ D ♦ 763 ♦ 98 ♣1086 ♣Á97542 Suður ♠ KDG ♥ Á875 ♦ ÁKDG105 ♣– Sagnhafi tekur fyrsta slaginn heima og aftrompar mótherjana. Leggur svo nið- ur hjartaás, yfirdrepur spaðahónór með ás og spilar laufkóngnum úr borði. Aust- ur lætur væntanlega ásinn og sagnhafi hendir spaða heima! Austur á ekkert nema svört spil og neyðist til að spila blindum inn. Þrjú hjörtu fara þá niður í spaða- tíu og DG í laufi. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT JÓL Þau lýsa fegurst, er lækkar sól, í blámaheiði mín bernsku jól. Er hneig að jólum, mitt hjarta brann. Í dásemd nýrri hver dagur rann. - - Hve allt var dýrðlegt við annan brag, á Þorláksmessu, þann þráða dag. - - - Stefán Sigurðsson frá Hvítadal STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú býrð yfir sjálfstrausti og undirbýrð þig jafnan vel. Á árinu sem framundan er bjóðast þér spennandi kostir sem geta breytt lífi þínu. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Dagurinn í dag er fullkom- inn til að bregða á leik við ástvini og börn. Hvað sem þú tekur þér fyrir hendur ættir þú að sleppa fram af þér beislinu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Komdu skikk á fjölskyldu- málin í dag. Einbeittu þér að fjölskyldunni og heimilinu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þeir sem eru í þínu merki eru vel til þess fallnir að hafa mörg járn í eldinum. Þú hefur gert slíkt að listgrein. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Í dag er gott að versla eða afla peninga. Þú ættir að horfa á fjárstreymið. Þú gætir aflað meira fjár á næsta ári en þessu og ættir að huga að leiðum til þess. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Tunglið er í merki ykkar í dag. Það þýðir að heimurinn skuldar ykkur greiða og þið ættuð því að sækjast eftir öllu sem þið gætuð fengið já- kvætt svar við. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Farðu varlega í sakirnar í dag og fáðu þér miðdagslúr ef þú getur. Ráddu kross- gátuna og fáðu þér kaffi- bolla. Þér veitir ekki af að slappa af. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Í dag er heppilegt að rækta vinahópinn. Talaðu við vini þína og segðu þeim frá framtíðaráformum þínum. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ættir að einbeita þér að samskiptum við foreldra eða yfirvöld í dag. Stilltu þig og hlustaðu á ráð sem þér eru gefin þótt þú þurfir ekki að fylgja þeim. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Reyndu að breyta til í dag og gera eitthvað með öðrum hætti en venjulega. Þú þarft á smá ævintýri að halda. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Reyndu að hugsa í dag um skuldir, skatta, reikninga og tryggingar. Reyndu að ná samkomulagi við einhvern annan sem hefur annað gild- ismat en þú. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Innilegar viðræður við ást- vin gætu borið góðan árang- ur í dag. En þar sem tunglið er andspænis þínu merki gætir þú þurft að gefa eitt- hvað eftir. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Taktu til í skápunum og geymslunum. Því betri sem skipulagningin er, því betur gengur þér í starfi og einka- lífinu. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla 60 ÁRA afmæli. 26. des-ember nk. verður sextugur Einar Oddur Kristjánsson, Sólbakka. Dóttir hans, Brynhildur Einarsdóttir, verður þrítug 1. janúar næstkomandi. Af því tilefni bjóða þau vinum sínum að þiggja veitingar í matsal Kambs hf. á Flateyri föstudaginn 27. desember frá kl. 18–21. 75 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 22 des- ember, er 75 ára Hallur Sig- urbjörnsson, fyrrverandi fulltrúi hjá Vegagerðinni. Hann verður heima á af- mælisdaginn og tekur á móti gestum kl. 16–20 á heimili sínu, Dofrabergi 7, Hafnar- firði. Hlutavelta Þessar duglegu stúlkur á Vopnafirði héldu tombólu á dög- unum og söfnuðu alls 5.000 krónum til styrktar Rauða krossi Íslands, Vopnafjarðardeild. Þær heita Ragna Lind Guðmundsdóttir, Helga Ósk Sigurjónsdóttir og Lára Guðnadóttir. Rauða kross-deildin á Vopnafirði kann þeim bestu þakkir fyrir. 1. Rf3 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 b6 7. e3 Bb7 8. Be2 d5 9. O-O dxc4 10. Bxc4 Bxf3 11. gxf3 c5 12. b4 Dc7 13. Bb2 Rbd7 14. f4 Db7 15. f3 b5 16. Be2 Hac8 17. Kh1 Hfe8 18. a4 bxa4 19. Hxa4 Rb6 20. Haa1 Rbd5 21. De5 Dxb4 22. Hg1 Dxd2 23. Bc4 Hb8 Staðan kom upp á heimsmeistara- móti 20 ára og yngri sem stendur nú yfir í Goa á Ind- landi. Xiangzhi Bu (2.601) hafði hvítt gegn Chanda Sandipan (2.510). 24. Hxg7+! Kf8 svartur gat ekki þegið hróksfórn- ina þar sem eftir 24. ... Kxg7 25. Hg1+ Kh8 yrði hann mát 26. Dxf6+ Rxf6 27. Bxf6# en eftir 25. ... Kf8 26. Dd6+ tapar hann óumflýj- anlega liði. Framhaldið varð: 25. Hg2 Db4 26. Bxd5 Rxd5 27. Dd6+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík        Glæsilegar jólagjafir í mjúka pakkann Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið í dag frá kl. 10.00—22.00. Ný sending Glæsilegir minkapelsar pelsfóðurs kápur pelsfóðurs jakkar mokkakápur mokkajakkar leðurjakkar Mikið úrval af loðskinnshúfum, loðskinnstreflum í öllum stærðum og litum úr minkaskinni, refaskinni og þvottabjarnarskinni. Dansk julegudstjeneste holdes í Domkirken tirsdag den 24. december kl. 15 ved pastor Þórhallur Heimisson. Kgl. Dansk Ambassade, Reykjavík. Dönsk jólaguðsþjónusta verður haldin í Dómkirkjunni aðfangadag kl. 15. Prestur verður séra Þórhallur Heimisson. Sími 535 6800 Ársæll Kristjánsson Sérgrein þvagfæraskurðlækningar Hef flutt í Læknastöðina ehf. Álfheimum 74 - 104 Reykjavík Jólaball Siglfirðingafélagsins verður haldið í sal KFUM og K við Holtaveg, föstudaginn 27. desember kl. 17.00. Siglfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.