Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 3
Laugardagur 28 ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÐ 3 STAKSTIINAR Myndahöggvararnir Ásmundur Sveinsson og Sigurjón Ólafsson í alvarlegum hugleiðingum. (Myndir: Gísli Gestsson). Sýning á listaverkum Sigurjdns Ólafssonar SIGURJÓN Ólafsson, myndhöggyari, opnar sýn- ingu á verkum sínum í vinnustofu sinni í Laugar- nesi kl. 4 í dag. Á sýning- unni eru 25 listaverk, gerð á ýmsum tímum og úr Eitt listaverkanna á sýn- ingu Sigurjóns Ólafssonar, járnmynd, gerð 1962. margvíslegum efnivið. Sýningin verður opin í hálfan mánuð, daglega frá klukkan 2 til 10. Þetta er í fyrsta sinn að Sigurjón efnir til sýningar í hinum nýja og myndarlega vinnuskála sínum. Fimm ár eru nú síðan Sigurjón hélt siðast sýningu á verkum sín- um, en það var í JJogasaln- um. Á þessari sýningu Sigur- jóns kennir margra grasa, þar eru myndir úr brons, gipsi, brenndum leir, graniti, eik, grásteini og birki. Ásmundur Sveinsson, myndhöggvari, leit inn til Sigurjóns í gær meðan blaða menn áttu þar viðdvöl. Ás- mundur hafði strax orð á því, að það væri nú fjári gaman að þessu húsi, „og þú ert búinn að hreinsa til hjá þér, Sigurjón“, bætti hann við. Síðan tóku lista- mennirnir tal saman, og um- ræðuefnið var steinn. „Sum- ar steintegundir eru alveg eitraðar", sagði Ásmundur „eins og til dæmis sandsteinn inn“. Aðspurður sagði Sigur- jón, að steinninn væri skemmtilegasti efniviðurinn, „en ég er hara svo heilsu- tæpur að ég þoli hann tæp- ast. Það er ekki erfiðið, held- ur ryluð. sem þyrlast upp“. Eins og kunnugt er hefur Sigurjón gert stóra styttu af klyfjahesti, sem ráðgert er að staðsetja á hentugum stað í borginni. Hesturinn hans Sig- urjóns hefur nú verið steypt- ur í brons, en um það verk sá Rasmussen, konungleg- ur danskur steypari, — að- alsteyparinn á Norðurlönd- um, að sögn listamannsins. Þetta var óskaverkefni, sem Sigurjón fékk hjá borgaryf- irvöldunum á fimmtugsaf- mæli sínu fyrir sjö árum. Hesturinn er nú kominn til landsins og bíður aðeins eft- ir, að sér verði komið ein- hvers staðar fyrir, en rætt hefur verið um Hlemminn í því sambandi, og þann stað kýs listamaðurinn sér helzt. Öll listaverkin á sýningu Sigurjóns eru til sölu, en verð hefur ekki verið ákrveðið á neinu þeirra. Sigurjón lét þess getið, að hann mundi selja verkin með afborgun- Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari, við listaverkið „Hring- gert úr eir 1964. ras“ um, ef eftir því yrði óskað. „Ég er satt að segja í hrein- ustu vandræðum með að geyma verkin, því að hús- rými er fremur af ’ skornum skámmtL Asmundur Svelnsson, myndhöggvari, Þorvaldur Skúlason, listmálari, og dr. Selma Jóns- dóttir, forstöðumaður Listasafus Ríkisins virða fyrir sér verk Sigurjóns Ólafssonar. Sem fyrr segir verður sýn- ing Sigurjóns opnuð klukkan 4 í dag, en hún verður opin næsta hálfa mánuðinn frá 2 til 10. Húsið hans Sigurjóns er á Laugarnesinu, eins og áður getur. Listaverkin í garð inum gefa ótvírætt í skyn, að hér er listamannshús. Syriir í álinn hjá Eysteini NIJ er heldur betur farið að syrta í álinn hjá Eysteini Jónssyni hin- um fallvalta foringja Fram- sóknarflokksins, en svo sem skýrt vax frá fyrir nokkru köstuðu Frjáls-þýðingar nýlega til hans líflínu og virtist hann eiga þar , alls góðs að vænta. En greinilegt er, að ekki hafa allir í þeim her- búðum verið ánægðir með þá björgunarstarfsemi og fær Ey- steinn Jónsson þennan vitnisburS í blaði Frjáls-þýðinga nú í vik- unni: „Hann hefur fengið gott næði til að vitkast og næg tæki- færi til að bæía fyrir fyrri glöp, en þess sjást engin merki, aS hann hafi áhuga á því. Maður, sem þannig níðist á trausti og tryggð megin þorra kjósenda sinna er í sannleika hreinn of- beldisseggur hversu hæversknr, sem hann kann að sýnast í fram- göngu hversdagslega. Ilann verS- skuldar ekki að fá að hnýta skó- þveng þinn, hvað þá slíka trausts yfirlýsingu, sem þú lézt honum í té“. Þetta er orðsending frá ein- um Frjáls-þýðing tíl annars, og sýnir okkur, að ekki mundi vera rótt um Eystein í þessum her- búðum fremur en þeim sem hann nú er L Sjálfshól Tímanum þykir svo vel hafa tekizt til í svartletursdálki blaðs- ins í fyrradag, að hann prentar dálk þann upp í leiðara í gær. En það er náikvæmlega sama livað málgagn Framsóknarflofcks- ins staðhæfir oft, að hann sé þriðja aflið í íslenzkum stjóm- málum og flokkurinn hafi sér- staka stefnu í utanríkismaium. Staðreyndirnar tala sínu máli og forsprakkar Framsóknarflokksins komast engan veginn í kringum ábyrgðarlausa hentístefnu sína í utanríkismálum. Tímanum og Framsóknarflokkn um værl nær að sýna nú einu sinni svolítinn kjark og taka af- stöðu til utanríkismála, sem ein- hver mannsbragur er af. En það er kannski til of mikils ætlast af þessu flokksræskni. Annars er kánnski ekki úr vegi fyrir þá Tito og Nasser, sem taldir hafa verið helztu leiðtogar „þriðja aflsins“ í alþjóðastjórnmálum að fylgjast með skrifum Tímans um þessi mál. Hver veit nema þeim þyki sér hafa borizt góður liðs- maður, þar sem Eysteinn er, og kannski eigum við eftir að sjá „toppfund“ hinna þriggja stóra leiðtoga „þriðja aflsins“ í stjóm- málunum, Titos, Nassers og Ey- steins. Og úr því að Eysteinn eir á annað borð í Júgóslavíu munar hann ekki mikið um að bregða sér í pílagrímsför til Titos og ræða við hann um „þriðja aflið“ hér uppi á Islandi. Þá væri kannski hægt að taka eitthvert nxark á hinni „sjálfstæðu“ stefnu Framsóknarmanna í utanríkis- málum. En fyrr ekki. Verða góðar heimtur ? Eftirfarandi klausa birtisit fyr- ir nokkru í Degi, málgagni Fram- sóknarmanna á Norðurlandi. B'ÚAST VIÐ VÆNU FÉ AF FJALLI Blönduósi 23, ágúst. Iíéraðsmót Framsóknarmanna verður hald- ið hér í félagsheimilinu á Blönduósi þann 4. sfptemncr. ' Ræðumenn verða Skúli Guð- mundsson og Helgi * Skcmmtiatriði eru ekki enn, en á ur. SiáturtiSin rmm hefjast hér.l

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.