Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 12
12 MOkCUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. ágúst 1965 Grænlendinga langar til aö hafa meiri kynni af okkur íslendingum >• — segir Ragnar Asgeirsson í viðtali við IVibl. NÝLEGA kom heim frá Græn- landi Hagnar Ásgeirsson ráðu- nautur Búnaðarfélags íslands, þar sem hann þáði heimboð grænlenzku sauðfjárræktarsam takanna í tilefni að því, að 50 ár eru liðin frá því, að íslenzk- ur fjárstofn var fyrst fluttur til Grænlands, en eins og kunn- ugt er, nota Grænlendingar ein- göngu sauðfé af íslenzku kyni. Morgunblaðið fór þess á leit við Ragnar, að hann segði les- endum þess frá þessari för og varð hann góðfúslega við þeirri beiðnL — Mig hefur alla tíð lang- að til að koma til Grænlands, en fyrir tveimur árum komu fimm grænlenzkir sauðfjár- ræktarbændur hingað til lands, til þess að kynnast íslenzkri sauðfjárrækt. Fjórir þeirra höfðu konur sínar með, því að það kvað vera siður meðal Grænlendinga að hafa ávallt konur sínar með á ferðalögum. Þessi bændur sneru sér til Búnaðarfélags fslands, sem skipulagði ferðir þeirra um landið. Fóru um sunnan- og norðanvert landið frá Eyja- fjallasveit og norður að Hólum í Hjaltadal og dvöldu hér í tæpan hálfan mánuð. Þetta voru yfirleitt forráðamenn sauðfjárræktar í Gænlandi, en fyrir bændunum var Peter Motz feldt bóndi í Görðum (Igalikó). Búnaðarfélagið sendi Agnar Guðnason og mig til þess að fylgja þeim um landið. Græn- lendingunum þótti þetta ákaf- lega fróðleg og skemmtileg för, ég held, ílö fæstir þeirra hafi komið út fyrir landsteinana fyrr. Helmingur þeirra töluðu dönsku, en hinn helmingur- inn einungis grænlenzku, sem við skiljum auðvitað ekki stakt orð í, svo að dönskumennirnir urðu að túlka. — Hvað skoðuðu þessir bænd ur helzt hérlendis? — Þeir heimsóttu bændur, fóru á hrútasýningar og skoð- uðu fé, hvar sem þeir komu. Þetta var ákaflega viðkunnar- legt fólk og tókst undir eins með okþur kunningsskapur, sem við hofum haldið við með bréfaskiptum. í vor fékk ég svo bréf frá einum hinna græn- lenzku vina minna, þar sem hann spurði, hvort ég ætlaði ekki að koma og heimsækja þá. Ég svaraði þeim og sagðist ætla að koma í sumar, en þá kom bréf um hæl frá þeim, þar sem sagði, að þeir bæðu mig að þiggja heimboð þeirra og skyldi ég verða _ gestur þeirra frá 1.—13. júlí. Ég vissi ekki þá, að til stæðu mikil hátíðarhöld í tilefni 50 ára af- mælis sauðfjárræktar á Græn- landi, en mér var boðið að vera viðstaddur þau. Þessu boði fylgdi áætlun um það, hvernig ferðum mínum yrði hagað um héraðið. —* Og svo hafið þér lagt upp 1 ferðina — Já, ferðinni var^ fyrst heit - ið til Julianeháb. f mörg ár hefur ekki verið eins mikill ís við vesturströnd Grænlands og nú. Ég fékk ákaflega gott veð- ur á leiðinni til Grænlands og sáum við mjög vel allan þenn- an mikla ís, sem flugvélin fór mjög víða um, þar sem jafn- framt var um ískönnunarflug að ræða. Ég var fyrsta daginn i Julianeháb, sem er ákaflega viðkunnanlegur bær með um 2000 íbúa. Bærinn skiþtist í tvo hluta, gamla bæinn, og nýja bæinn, sem reistur hefur verið handan við háls, svo að gamli bærinn heldur sínum gamla svip. Grænlendingar hafa mik- ið stefnt að því að þjappa byggðinni saman, þar eð landið er gríðarstórt og illt yfirferðar, i;vo að ibúatalan fer stöðugt vaxandi í bæjun- um. — Vegalengdir hljóta að vera mjög miklar? — Mér var ljóst, að þær væru mjög miklar, en að þær væru svo langair sem raun bar vitni óraði mig ekki fyrir. Bílvegir eru engir, nema- rétt aðeins í bæjum vegurinn út frá Julianeháb nær t.d. ekki nema um hálfan kílómetra út fyrir bæinn. Ég dvaldi þarna í tvo daga og heimsótti seinni idaglinn tilraunastöð í jarð- rækt. Sunnudaginn 4. júlí var aðalfundur sauðfjárræktarfé- laganna haldinn, en hann var jafnframt aðalhátíðisdagur- inn. Það var fjölbreytt og skemmtileg dagskrá sem hófst með því, að mikil fylking bún aðarvéla ók um göturnar og var það allnýstárleg sjón fyrir Grænlendinga og vakti mikla eftirtekt. Þá kom aðalatriði hátíðahaltíanna, en |>að var samreið 18 knapa á íslenzkum hestum. í Grænlandi eru mjög fáir hestar, en þrátt fyrir það hafði þeim tekizt að safna saman þessum hrossum úr nærsveitunum. Fæstir íbú- anna í Julíaneháb höfðu séð hesta fyrr og vakti því þetta mikla athygli jafnt með full- orðnum sem börnum. Þá var skemmtun á íþróttaleikvang- inum, þar sem bæjarmenn kepptu við sauðfjárbændur og mátti varla sjá hverjir hefðu betur, en leiknum lauk nú samt með því, að sauðfjárbænd urnir unnu. Sigurvegararnir fengu að launum kassa af Carls berg, en þeir er töpuðu kassa af sódavatni. Seinna um dag- inn var guðsþjónusta og fannst mér sérstaklega áberandi, hve hvert einasta mannsbarn safn- aðarins tók virkan þátt í söngn- um, enda eru Grænlendingar miklir söngvinir. Aðalveizlan var um kvöldið og voru boðs- gestir 250. Þar voru aðeins tvær eða þrjár ræður haldnar og þótti mönnum ágætt að þurfa ekki að sitja^ undir löng- um ræðuhöldum. Ég flutti þar kveðjur frá Búnaðarfélagi ís- lands. — Hefur ekki sauðfjárrækt- in breytt lifnaðarháttum Græn lendinga mikið? — Sauðfjárræktin hefur orðið geysimilvægur atvinnu- vegur í Grænlandi. í héraðinu umhverfis Julianeháb eru t.d. 37000 vetrarfóðraðar ær, en 1915 var sá stofn, sem sendur var til Grænlands aðeins 170 fjár. Bændur hafa yfirleitt frá 300 — 1200 fjár. Dilkar verða mjög vænir og sauðburður fer fram nokkru fyrr en hér, sem er vegna þess að þeir hleypa til fyrr og beitilandið er mjög gott, undirlendi allt silfurgrátt af grávíði. Töluverður hráslagi er út við ströndina og því heitara, er nær dregur fjöllun- um og jöklunum. Stundum hef- ur maður heyrt talað um, að Grænlendingar eigi ekki hús til að hýsa féð, en Bandaríkja- menn skildu eftir í herstöð í Narssarsúak bragga og þar hafa þeir fengið fjárhús, sem þeir hafa flutt heim á bæina, er rúma allt að 600 fjár. Fé gengur mikéð útti og telja bændurnir sig þurfa árlega 35 til 40 kg. af heyi handa ánni. Smalamennska er erfið í þessu bratta fjalllendi og gæt- ir fé sín sð mestu leyti sjálft. Smölun fer aðallega fram um rúningstímann og svo að sjálf sögðu fyrir slátrun. í Græn- landi hefur orðið ákaflega mikil hugarfarsbréyting með íbúunum. Það eru ekki nema tvær kynslóðir síðan þetta fólk var veiðimenn, sem varla máttu kvikl sjá, þá þá þurftu þeir að drepa það, enda lífsbaráttan oft hörð. Nú, hins vegar er þetta fólk farið að hlúa að lífinu og er þetta eins og hver maður getur séð jgjörbylVng í lifnaðarháttum Grænlendinga, en mér virðast þeir miklir dugnaðarmenn. — Er ekki örðugt að stunda jarðrækt á Grænlandi? — Jú, það er mjög örðugt að fást við jarðrækt og þar af leiðandi erfitt að afla vetr- arfóðurs, en samt sá maður, að þeir voru að brjóta smá bletti hingað og þangað bæði til grasræktar og kornræktar. Þeir rækta bæði bygg, hafra og rúg til grasfóðurs, þar eð kornið er ágætt til grasfóðurs, sem þeir þurrka, ef þeir geta eða þá setja í vothey. — Við erum nú komnir nokkuð langt frá veizBunni, sem ég talaði um áðan, en þegar henni var lokið stakk einhver upp á því, að fólk tæki lagið. Þá gerist það, er mér þótti afar skemmtilegt. Fólk á öllum aldri, meira að segja hrum og skökk' gamalmenni, hópaðist upp á svið og tekur að syngja og hef ég sjaldan heyrt eins skemmtilegan söng. Söngurinn var margraddaður og söngfólkið allt búið græn- lenzkum búningum. Fólkið söng af hjartans lyst, en að söngnum loknum var dansað og má segja hið sama um dans- inn sem um sönginn, hann var afskaplega skemmtilegur. Dans að var til klukkan þrjú. í veizl- unni var gnægð vínfanga, öl og vín, en farið með það af slíkri prúðmennsku, að af því hefðu íslendingar getað lært. Við höfum stundum nefnt Græn- lendinga skrælingja, en hvað þetta snertir finnst mér, að skrælingjarnir séu hér vestan við Grænlandshaf. — Næsta dag var haldið inn eftir Hvalseyrarfirði. Landa- fræðin er æði flókin þarna um slóðir, landið gríðarlega vog- skorið. Við skoðuðum þarna eina merkustu rúst gömlu land- nemanna, rústina af Hvalseyr- arkirkju og er hún sú rúst, sem bezt hefur staðið af sér tönn tímans og víst sú eina, þar sem notað hefur verið steinlím við hleðsluna. Talið er, að forn- menn hafi notað- kalk, sem þeir bjuggu til úr skeljasandi. Rúst- in er heilleg, en þó hallast syðri langveggurinn dálítið út. í næsta nágrenni við kirkjurúst- ina er önnur rúst af gömlu höfuðbóli og þar á meðal af allmiklum veizlusal og má af öllum rústunum sjá, að um mikið höfðingjasetur hefur verið að ræða. Þessar rústir eru svo heillegar vegna þess, að þær liggja langt frá allri byggð, en Grænlendingar hafa verið iðnir við að tína grjótið úr rúst- um til kofagerðar seinni tíma. Síðar, þegar ég kom að Bratta hlíð hitti ég þar Grænlending, sem sagðist hafa mörgum stein inum stolið úr rústunum þar. Allar rústir hafa nú að sjálf- sögðu verið friðaðar. — Frá Hvalseyrarkirkju fór- um við fótgangandi inn í Hval- fjarðarbotn, en þar býr bóndi, er kom til íslands fyrir tveimur árum. Það má geta þess, að mót tökur voru með mesta höfðings- skap og sýndist manni fólki líða vel. Að mestu virtist um danskt mataræði að ræða og var borðbúnaður mjög vand- aður og góður. — Hinn 5. júlí fór ég til Nassark (Sléttu), en þar tók á móti mér aðalforstjóri græn- lenzku verzlunarinnar. Hann sýndi okkur hraðfrystihús, sem er nýlega reist. Á veturna tek- ur það á móti rækju til niður- suðu, en í októbermánuði er öllu fé slátrað þar. Þá er og á veturna unninn þorskur og steinbítur fyrir Ameríkumark- að. Hreinlæti og reglusemi er mjög til fyrirmyndar. Nassark er bær, sem varla er eldri en 20 ára. Þar búa um 100 manns, er stunda aðallega fiskveiðar og sauðfjárrækt. Allur fiskiúrgang ur er notaður til minkaeldis i í minkabúi, sem er þarna skammt frá. Minkabú þetta er reist fyrir tveimur árum og virtist rekið af mikilli kunn- áttu og mátti þar sjá minka I öllum litum. — Er ekki undirlendið frek- ar lítið? — Jú, en þarna við Nassark, er stærsta mýri, sem til á Grænlandi og er hún þó ekki nema 17 hektarar að stærð eða eins og meðaltún hér á landL Mýri þessi hefur verið ræst fram, en illa gengur að þurrka hana, granítjarðvegurinn er svo þéttur. Eitt vakti furðu mína í Nassark, en það var ný stór kjörbúð með mörgum deild um, verðlagið virtist danskt, en verzlunin virtist ekki gefa t.d. Silla og Valda verzlunun- um neitt eftir. Þá var gaman að koma í verksmiðjur og sjá grænlenzku stúlkurnar allar klæddar hvítum sloppum vinna að vöru, sem er samkeppnisfær hvar í veröldinni sem er. — Er ekki fagurt um að litast í Nassark? — Jú, fjallið fyrir ofan þorp- ið er undurfagurt og sögðu Grænlendingarnir, að það hefðu verið ort lofkvæði um það. Gömlu íslenzku landnemarnir munu hafa kallað það Harð- steinaberg og finnst mér það fallegt nafn. Hvernig eru siglingar um firðina? Er ekki oft erfitt að komast áfram vegna íss? — Um morguninn, þegar við sigldum frá Julianeháb til Nassark þá áttum við í miklum erfiðleikum með að komast leið ar okkar í gegnum ísinn og vorum við margar klukku- stundir á eftir áætlun, en um kvöldið þegar við fórum til baka var allt breytt og enginn farartálmi. Þannig geta straum arnir breytt öllu á örskömmum tíma. í þessu sambandi gæti verið gaman að minnast á það, að þegar Grænlendingar lofa einhverju bæta þeir ávallt orð- inu „ímaka“ aftan við, en það þýðir „ef til vill“. Þetta hefur farið mjög í taugar Dana, sem ekki hafa skilið, að aðstæður geti verið þannig, að ekki sé unnt að standa við loforð. Þetta skildist okkur strax, er við urðum varir við kenjar íssins. — Hinn 6. júlí fórum við inn Einarsfjörð til sveitabæjar, sem heitir Kanisartut (Vatnahverfi). Þar voru áður 17 eða 18 bónda- býli, en nú er aðeins þetta eina. Mér voru fengnir til fylgd ar tveir leiðsögumenn. Fyrri vikuna fylgdi mér frú Cecilie Lund, en afi hennar Var dansk- ur. Hina seinni var mér til fylgdar Louis A. Jensen, fjár- ræktarstjóri Grænlendinga. Var þetta leiðsögufólk hvort öðru betra, en víkjum nú aftur að bænum í Kanisartut. Allir bæir í Grænlandi liggja við sjó, nema þessi eini. Það er um 20 mínútna gangur til bæjar- ins og er þar fagurt um að litast. Einkum er fagurt að horfa yfir Vatnahverfi af hálsi, sem er á leiðinni þangað. í Kanisartut eru grösug fjöll og víði vaxin milli vogskorinna vatna, sem teygja sig um alla sveitina. Eitt vatnana er um 20 km langt. Annars mætti skrifa heila grein um Vatna- hverfið eitt sér. Við gengum síðan fram með fjallinu, sem Framhaid á bls. 17 Ragnar Ásgeirsson. (Ljósm.: Gísli Gestsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.