Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 27
Laugardagur 28 ágúst 1965 MORGUNBLAÐIÐ 27 FYLGIFISKAR OKKAR SKYLDI þróun læknavísindanna einhvern tíma verða til þess að útrýma með öllu sjúkdómum þeim sem á mannkynið herja? Flestir eru vantrúaðir á það. Franskur vísindamaður, Dr. René Dubois, sem nú býr í Bandaríkjunum, er einn í þeim hópi, og hann hefur nýverið gefið út bók þar sem hann lýsir ástæðunum fyrir efasemdum sínum um þetta efni. Að vísu, segir Dubois, er uppgötvun súlfa-lyfjanná og fundur pene- cillins og skyldra lyfja, mikill sigur fyrir mannkynið, en bakteríurnar hafa búizt til varnar og nú eru að koma fram nýjar tegundir þeirra, sem standast ásókn þeirra lyfja, sem til þessa hafa reynzt árangursrík gegn þeim. Oð nýir sjúkdómar skjóta líka upp kollin- um þegar minnst varir. Læknavísindin hervæðast gegn öllum kunnum vágestum, en þau hafa engin vopn gegn sjúkdómum framtíðarinnar. Læknar eru eins og herveldi, segir Dr. Dubois, þeir eru alltaf að undirbúa lokastyrjöldina. Sjúkdómar eiga líka sína eigin sögu. Svartidauði, Plágan svokallaða, kom fyrst fram á sjónarsviðið á tímum rómverska keisaradæmisins. Holdsveiki herjaði í heiminum og meir en menn á Vesturlöndum gera sér grein fyrir. Á endurreisnartímunum gerði Svarti dauði aftur vart við sig og syfilis breiddist út til Vesturheims og stráfelldi menn þar. Bólusótt var ógnvaldur á 17. og 18. öldinni, en nú má heita að unninn hafi verið á henni fullnaðarsigúr. Berklaveiki er enn söm við sig og skarlatssótt líka, en farið er að halla undan fæti fyrir taugaveiki og barnaveiki er nærri því úr sögunni. En á hinn bóginn eru veiru- sjúkdómar æ fleiri og fjölbreytilegri dag frá degi. Og Dr. Dubois, sem er heimspekilega sinnaður eins og fleiri, spyr: Hverju sæta þessar árásarbyigj- ur? Og hann svarar með annarri spurningu: Hvað er heilbrigði? Heilbrigði er velheppnuð aðlögun ein- staklings að umhverfi því sem honum er ætlað að lifa og hrærast í. Sérhver tilfinnanleg röskun á þessu umhverfi útheimtir endurnýjaða aðlögun. En þessi aðlögun reynist ekki öllum jafn auðveld og þá er það sem sjúkdómarnir koma til skjalanna. Hérna áður fyrr bjó fólk upp til sveita, þar sem loftið var hreint og tært. Þó byggð þéttist og stór- borgir risu af grunni, hefur andrúmsloftið til skamms tíma verið vel viðunandi. En nú er svo komið, vegna verksmiðjureyks og iðnúrgangs ýmisskonar, að ó- gleymdri allri bílamergðinni, að fjöldi fólks þjáist af ólæknandi lungnaveiki og fær jafnvel krabbamein af þessum sökum. Hungrið hefur líka fylgt mannkyninu um aldir og enn í dag þekkja milljónir manna það af eigin raun. Á Vesturlöndum vita menn tæpast lengur hvað það er að svelta, en þar hefur annað fárið komið í staðinn, ofgnótt matar, og leiðir af sér alvarlega meltingar- sjúkdóma og hjartveiki. Það er mikil Guðs gjöf að hafa nóg að borða, en menn verða að kunna með hana að fara. Nú á tímum er sjaldgæft að menn gangi nokkuð að ráði. Það er stuttur spölurinn frá bílnum og í hægindastólinn fyrir framan sjónvarpið og menn hafa hreint ekki not fyrir allar þær mörgu hitaein- ingar sem þeir innbyrða af gömlum vana. Þeir eru þrælar mataræðis þess sem áður var og þeim verður illt af því að borða yfir sig. Geðsjúkdómar eru líka algengari nú en nokkru sinni fyrr. Hvers vegna? Þar er að nokkru leyti um að kenna of miklum tómstundum manna. Tækniþró- unin hefur fært mönnum miklu meiri tómstundir en áður var og oft kunna þeir ekki með þær að fara. Þeir láta sér leiðast og þegar leiðindin eru annars vegar er oft ekki langt í geðtruflanir og andlega vanheilsu. Svo er enn eitt: nútíma læknavísindi halda lífinu í fjölda manns, sem hefðu löngu dáið Drottni sínum hér áður fyrr. Þetta ber vott um milclar framfarir, víst er um það, en umsjá þessa fólks krefst sístækk- andi hluta þjóðarteknanna. Hversu lengi getum við staðið undir þeirri byrði? Og ef öllu er á botninn hvolft, er það þá mannkyninu fyrir beztu, að eiga jafnan vísa umsjá og öryggi af öðrum? Mér er spurn. Dr. Dubois lýsir tilraunum, sem gerðar voru á rottum í rannsóknarstofu einni. Þær voru aldar upp í sótt- hreinsandi umhverfi og varðar öllu hnjaski, en urðu fyrir bragðið veikbyggðari og hættara við öllum sjúk- dómum en hagarotturnar, sem áttu vondu að venjast í uppvextinum. Sama máli gegnir um mannkindina. Við ættum því að efla varnir okkar gegn sjúk- dómum til þess að lengja líf manna, og lina þjáningar _ þeirra sem þungt eru haldnir, en við megum ekki láta glepjast af þeirri blekkingu að við getum útrýmt sjúk- dómum með öllu. Meðan heimur stendur og hlutirnir taka stakkaskiptum verða sjúkdómar fylgifiskar okk- ar. Á þeim verða kynslóðaskipti eins og á mönnunum, en við losnum ekki við þá. Þiugið' að störfum. Þing og mót ungtemplara ÞING og mót íslenzkra ung- templara var haldið að Jaðri dag ana 13. til 15. ágúst s.L Þingið sóttu 24 fulltrúar, auk stjórnar sambandsins. Ennfremur voru við þingsetningu nokkrir gestir, forustumenn á sviði æskulýðs- og bindindismála. Jaðarmótið sóttu að þessu sinni rúmlega 900 manns. Tjaldbúðir voru að Jaðri um helgina. Útiskemmtun var á sunnudag og skemmtanir fyrir unga fólkið á laugardagskvöld og sunnudagskvöld. Þingið setti með ávarpi for- maður ÍUT, séra Árelíus Niels- son. Stórlemplar Ólafur Þ. Krist- jánsson flutti kveðjur og árnað- aróskir frá Stórstúku íslands. Þá söng Erlingur Vigfússon, óperu- söngvari nokkur lög við undir- leik Ólafs Vignis Albertssonar. Árni Gunnlaugsson, hæstaréttar- lögmaður Hafnarfirði flutti er- indi um bindindis- og áfengis- mál. Meðal samþykkta þingsins er áskorun til opmberra aðila um að hætta vínveitingum í veizlum sínum; um aukið eftirlit með sölu og vínveitingum á almenn- um skemmtistöðum, að lög er banna vínveitingar ungu fólki séu í heiðri höfð hvatt til að ekki sé leyfilegt að auglýsa áfengi og tóbak. Þingið fagnar því, sem áunnizt hefur með starfi Æskulýðsráðs Reykjavíkur og starfi æskulýðsheimilis þess að Fríkirkjuvegi 11. Fagnað er hinum skipulögðu mótum, sem sýslur og héruð hafa stofnað til á nokkrum stöðum. Lýst er ánægju með þátttöku Æskulýðs- sambands Islands í ,,Baráttunni gegn hungri“ og hvetur þingð alla til virkrar þátttöku í þeirri FjöSdi ferða- manna til Bíldudals Bíldudal 27. ágúst. UNNIÐ er að lagningu vegar yfir Hálfdán, sem er heiðin milli Tálknafjarðar og Bíldudals. — Standa vonir til að lokið verði við að ýta homim upp fyrir haust ið. Þessi vegur er mikið áhugamál hér og Bíiddælingar líta nú bjart ari augum á framtíð samgöngu- mála í héraðinu. Gífurlegur ferðamannastraum- ur hefur verið hér í sumar og stóran þátt í því á örugg- lega Trostansfjarðarvegurinn, er kemur Bíldudal í samband við Vestfjarðaveg. — Hannes. starfsemi og fjársöfnun, sem fyrirhuguð er. Þá hvetur ársþing íslenzkra ungtemplara tii aukinnar fræðslu um félagsmál og tómstpndastarf semi ungs fólks, og telur þingið námskeið fyrir foringja og leið- beinendur á því sviði vera eins nauðsynlegt og almenna skóla- fræðslu. Þingið lýsir ánægju sinni með byggingu templara- húss í Reykjavík. Telur það að með byggingu þess skapast að- staða fyrir ungt fólk í höfuð- borginni til að skemmta sér án áfengis í húsnæði, sem sé fyþi- lega samkeppnisfært við vínýeit ingahúsin. Hvetur þingið til þess að byggingu templarahússins verði hraðað svo sem kostur er, og skorar á alla, sem hlut eiga að máli að vinna sem bezt til þess að húsið megi komazt sem fyrst í notkun. Ennfremur ítrek- ar þingið fyrri samþykkt þess efnis, að áfengisverzlun ríkisins verði lokað um ákveðinn tíma, og að jafnframt verði skipuð nefnd til að athuga áhrif þeirrar lokunar á slys og lögbrot í land- inu. í stjórn íslenzkra ungtempl- ara fyrir árið 1965—-66 voru kjörnir: formaður séra Árelíus Nielsson, varaformaður Grétar Þorsteinsson,- ritari Gunnar Þor- láksson, gjaldkeri Hreggviður Jónsson, fræðslustjóri Alfreð Harðarson, Loftur Hauksson og Guðný Gunnlaugsdóttir. 16 skip með 21 þús. mál F Á E I N skip fengu góða veiði 180—190 mílur NA að A frá Rauf arhöfn. Þar var sæmilegt veður, en bræla var í Reyðarfjarðar- dýpi. Samtals fengu 16 skip 21.080 mál og tunnur. Oddgeir ÞH 1600 tn., Bergur VE 1900 tn., Skagfirðingur ÓF 1100 mál, Sig. Bjarnason EA 1400, Faxi GK 1200, Ingiber Ólafsson GK 1800, Hannes Hafstein EA 1750, Fróðaklettur GK 650, Ólaf- ur Friðbertsson ÍS 950, Guðmund ur Péturs ÍS 1300, Elliði GK 920, Náttfari ÞH 1410, Hugrún ÍS 800, Keflvíkingur KE 1500, Bjarmi II EA 1700, Sigurvon RE 1100 mál. Ólafsvík, 27. ágúst. f Fróðárhreppi fer heyskap senn að ljúka, en hann hefur gengið prýðilega í sumar. Flestir bændur eru þegar búnir að hirða af túnum sín- um og munu hey bæði vera góð og mikil. — Hinrik. •- Hver var orsök Framihald af bls. 2HÍ |es, en þó geta að sjálfsögð'u i verið fleiri orsakir. í sjórétíi, er áSur getur um, ?kom ennfremur fram, að I Kristján Jónsson loftskeyta- imaður hafði ekki hringt i ieinn þeirra síma, er Slysa- [ varnaíélagið gefur upp i símaskránni, en þeir eru símar Henry Iliáfdánarsonar, Lárusar Þorsteinsson, Hannes ir Þórðar Hafstein og Jóns Alfreðssonar. Sími sá er hann hringdi ekki í, var sími Jóns Alfreossonar. Kristján sagði Morgunblaðinu, að uppi á vegg í loftskeytastöðinni héngi tafla með þeim símum, er Síysavarnafélagið gæfi upp. Á henni hafi vantað símanúmer Jóns Alfreðsson- ar, en hins vegar hafi verið sími Lárusar Þorsteinssonar, en hann mun ekki vera leng ur starfsmaður Slysavarnar- félagsins. Sími Henry Hálf dánarsonar svarað'i ekki, vegna þess að hann var í sum- arfríi, og eins og fyrr getur var ólag á síma Hannesar. í dagbókarskýrslu, er Kristí ján Jónsson lagði fram í rétt- / !inum, stóð að kl. 02.05 hafi' varðskip fengið vitneskju um strandið, en samkvæmt upp- uýsingum Gunnars Bergsteins- \ sonar voru öll varðskipin svo fjarri strandstað, að ekki hefði reynzt unnt að komast á strandstað í tíma. Næsta varð- skip hati verið Þór, er var fyrir sunnan land og hefði það tekið hann tíu stundir að kornast á strandstað. Að lokum hafði Morgun- í blaðið seint í gærkveldi sam- |band við Braga Einarsson, Ukipstjóra á Stafnesi frá Sand ígeiði, en það var eitt þeirra Jskipa, er var fyrir utan Istrandstaðinn. Hann kvaðst Lhafa kallað í Gufunes, Ms. LHerðubreið og önnur skip, er /hann sá hvað verða vildi. IHefði skipstjórlnn á Herðu- \ breið álitið, að hann næði íekki á strandstað í tíma, en fþað var þá statt við Grinda- > vik. Stafnes var á strandstað lalla nóttina og fram undir Imorgun, en fékk ekkert að Igert, gat einungis fylgzt með lloftskeytum og björgunarað- Igerðum í landi. Etisglsð saanan féðaganöfnum Patreksfirði, 27. ágúst Fréttaritarmn hér biðst afsök- unar á því, að í frétt um barna- leikvöll á Patreksfirði var kven- félagið Sif nefnt sem gefandi tii vallarins, en átti að vera slysa- vama.ucii.din Unnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.