Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLADIÐ taugardagur 28. ágúst 1965 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 1 lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. f>orbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. ÁKVÖRÐUN ALÞÝÐU SAMBANDS ÍSLANDS Tlleirihluti miðstjórnar Al- þýðusambands íslands samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudagskvöld að hætta aðild að hinni svonefndu „sexmannanefnd“, sem und- anfarin ár hefur fjallað um verðlagningu á landbúnaðar- vörum. Hefur Alþýðusam- band íslands falið fulltrúa sínum í nefndinni að hætta þar störfum. Greinilegt er, að þessi ákvörðun hefur ekki verið tekin átakalaust innan Alþýðusambandsins, þar sem ályktunin var samþykkt með sex atkvæðum gegn þremur, að því er segir í fréttatilkynn ingu A.S.Í. Núgildandi fyrirkomulag á verðlagningu landbúnaðaraf- urða var tekið upp með sam- komulagi framleiðenda og neytenda 1959 og 15. desem- ber sama ár voru gefin út bráðabirgðalög um þetta efni, sem voru síðan staðfest á Al- þingi 1960 með samþykki allra flokka. í þessum end- urbættu lögum um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins er ákvæði um hina svokölluðu „sexmannanefnd“. Þar segir m.a., að Alþýðusamband ís- lands skuli tilnefna einn full- trúa í þessa nefnd. Tilnefn- ing Alþýðusambands íslands í „sexmannanefnd“ er því lög- bundin og þau lög voru sett m.a. með samþykki fulltrúa Alþýðubandalagsins. Sú á- kvörðun meirihluta miðstjórn ar Alþýðusambandsins nú að hætta aðild að nefnd þessari er því greinilega brot á lands- ins lögum. „Sexmannanefnd“ fjallar um verðlagningu á öllum stig um landbúnaðarafurða, þ.e. a.s. verðið til bændanna, heild söluverð og smásöluverð. — Fulltrúi Alþýðusambands ís- lands samþykkti ásamt öðr- um fulltrúum í „sexmanna nefnd“, verð landbúnaðar afurða sl. haust og fram til þessa hefur ekki reynt á það í „sexmannanefnd“ að fram kæmu óeðlilegar kröfur af hálfu bænda. Með framangreind atriði í huga hlýtur því ákvörðun meirihluta miðstjórnar Al- þýðusambands íslands að vekja nokkra furðu manna, enda eru þær forsendur, sem hún virðist byggja á og getið er í ályktun Alþýðu- sambands íslands harla óljós ar. Það er illt til þess að vita, að fjöldasamtök, sem Alþýðu- samband íslands, skuli grípa til þeirra ráða að ganga í ber- högg við landslög og hefði verið eðlilegra, að Alþýðu- sambandið hefði farið aðrar leiðir til þess að koma ó- ánægju sinni með störf „sex- mannanefndarinnar“ á fram- færi heldur en þá sem nú hefur verið valin. Það er ákaflega mikilvægt, aðe samkomulag verði milli bænda og neytenda um verð- lagningu landbúnaðarafurða og er ekki annað vitað eri nú- gildandi fyrirkomulag í þess- um efnum hafi reynzt nokkuð vel á undanförnum árum. Al- þýðusamband íslands hefur nú kosið að lama starfsemi þess aðila, sem lögum sam- kvæmt á að ákveða verð land- búnaðarafurða og gegnir það nokkurri furðu, að A.S.Í. skuli afsala sér rétti, sem því er veittur lögum samkvæmt til þess að fara með umboð neyt- enda í „sexmannanefnd“ eins og að undanförnu. Afstaða Alþýðusambandsins er því furðulegri sem fullt sam- komulag var um verðlagn- ingu á sl. ári. En það ætti að vera hægt að ætlast til þess af samtökum, sem Alþýðusam bandi íslands, að það grípi ekki til slíkra aðgerða af fljót- ræði og vanhugsuðu máli og er þessi málsmeðferð af þess hálfu sízt til þess fallin að skapa traust milli bænda og neytenda og tryggja neytend- um í borg og bæjum hag- kvæmt verð landbúnaðaraf- urða. FINNLAND ITm þessar mundir bjóðum við velkomin til íslands fulltrúa norrænnar vinaþjóð- ar, sem á sér stolta og aðdá- unarverða sögu. Karjalainen, utanríkisráðherra Finnlands, sem hér er í opinberri heim- sókn um þessar mundir, er fulltrúi lítillar þjóðar, sem orðið hefur að berjast fyrir sjálfstæði sínu og lands síns af mikilli einurð, ekki ein- ungis á vígvöllum heldur einnig á vettvangi stjórnmál- anna. Hetjuleg barátta Finna gegn hinum voldugu Sovét- ríkjum er enn í minnum höfð hér á landi og ekki er síður aðdáunarvert afrek Finna frá stríðslokum að byggja upp land sitt og at- vinnuvegi þess, jafnframt því sem þeir hafa orðið að standa Sovétríkjunum skil á miklum stríðsskaðabótum og verjast stöðugri pólitískri ágengni þeirra. Þótt fjarlægðin milli ís- lands og Finnlands sé mikil og þeir íslendingar ef til vill ekki margir, sem átt hafa þess kost að heimsækja Finnland er það þó svo, að íslending- um finnst jafnan eitthvert sér stakt samband vera milli ís- Verður einhver þeirra forsætisráðherra Noregs eftir kosningarnar? Talið frá vinstri eru á myndinni Erling Wikborg, leitogi Kristilega I>jóóarflokksins, Bent Röiseland leiðtogi Venstre og John Lyng, leiðtogi Hægri. Kosningar í Noregi á næsta leiti Verkamannaflokkurinn vonlaus um sigur? • 1 Noregi líður nú óðum að þingkosningunum — sem fram eiga að fara dagana 12. og 13. september næstkom- andi. Kosningabaráttan er í algleymingi og herma fregnir frá Noregi, að úrslita hennar t sé beðið með mikilli eftir- í væntingu. Enda er hugsanlegt J að þessar kosningar verði \ þáttaskil í sögu norskra stjóm í mála, — rjúfi nær óslitið l þrjátíu ára valdatímabil / Verkamannaflokksins, Eygja 1 borgaraflokkamir nú betri \ möguleika en nokku sinni fyrr í á því að taka við stjónartaum unum. Á núverandi Stórþingi standa sósíaldemólkratar ann- arsvegar og borgairf loklk arnir hinsvegar jaÆnir að vígi — ihaifa 74 þingimenn 'hivor, en þirugimenn Sósía'lisitísika þjóðar floklksinis hafa ráðið únsilibuim fyrir stjiórnanfikilkkinin. Nú er því spuirningin hvort borgara fknktonuim — Hægri, Vinstri, Miðflokk.'nuim og Kristitega I>jóðarfilioklkinuim — miuni tak- ast að ná meirihluita. Skoðana- kannanir hafa að undanförniu bent til þess að sivo miuni verða, en saimkvaemt þeim ihiafa þessir flokkar möiguleika á að fá 6-7% aittovæða um- fram Verkam a n.naflokk in n. Samikivæmt síðustu Gallup- könniun hefur sá meiirihiluiti ögin minnkað — en svo látið, að Vierkaimainnafilokkiurinn verður að spjara sig stórtega eigi ihann að ha'ldia í við þá. Við síðustu kosningiar fenigu txjrganafilokkarnir 47,9% at- fcvæða samantegt, eða 1,1% ffeiri aitlkvæði en Verkamanna flokkiurinn. Það sem uimfiraim var abkvæða akiptist á milli Sósíailistíslka þj'óðarfilotoksins og kommúnista, sem þó fengu engain mann á þing og hafa litla von um betri árangur nú. í grein, sem fréttamaður Berlingske Tidende í Osló, skirifaði fyrir noktorum dögum um kosningabaráttuna í Nor- egi, saigði hann athyglisverð- astam þábt hennar vonleysi og uippgjafartón teiðtoga Verka- mannafi lokksins. í einkasam- tölum vseru þeir éklki að draga á það neina duil, að þeir byggjiust fastlega við að missa stjórnartaumana. Hefur þessi svartsýni að sjálfisögðu orðið til þesis að efla sigurvon borg arafilolktoanna og gæða kosn- iingabarátbu þeirra meiira lífii og fjöri en eilla. Þó leggur frétbamaðurinn áherzlu á, að jafinvel reyndiustu stjórnmála- menn veigri sér hjá því að spá ákveðið um úrslit bpsning- anna. Eir á það bent, að í Sboðanalkönnuinum hefiur kom ið fram, að fjöldi manns er enn í vafa um það, hivemig verjia beri atkvæði sínu á kjör dag og sé aldrei að vita, hvern hóllminn er toomið. J Þótt menn viiji þannig eklki I leggja ihöfiuð sán að veði fyrir hina stríðandi aðila eru uppi ' I milfclar bollaleggingar um það, | hiverjir mund taika við stjórn- [ artaumunuim. Sú skoðun hfif- ur lengi verið ríkjandi, að við 11 rnuni taba nýr forsaetisráð- (I herra, — j afrtvel þótt Verka- J mannafilóklkurinn hialdi velli. I Einar Gerhardsen muni ekki i' treysta sér til þess að hailda í átfram sem forsæitisráðherra. J Hann hefur þegar sagt af sór ■ formennskiu í flloklknum í I hendur Trygve Bratteli og » því sennilegast, að Bratbeli i muni taka við forsætisráð- í hierraembættinu, að sbjórmar- I arflöktki óbreytbum. 1 Faii borgarafilóklk'arndir á i himn bóginn með sigur af | hólmi koma ýmsir til greiima á í hinar æðstu stöður. Sumir J telja að leiðtogi Vinstri-filoíklks f ins, Bent Roiseland verði H stjórnarleiðtogi. Aðrir veðja 11 á John Lyng — Hsegri-teiðtog- 1 ann, sem var forsætisráð- 1 herra borgarafióklkaistjórnair- 1 innar, sem sat að völdum um £ mánðartíma haiustið 1963. j í kosningabaráttuinni hafia \ teiðtogar Verkamainmiafilioklks- 1 ins haldið því fram, að borg- 4j araflóklkarnir muni aldrei l geta komið sér saman um j stjórn landlsmála — og gert 1 sér mat úr hverri vísbend- V ingu um ágreinimg þeiirra í 4l miili. Genhardsen hetfur jafn- 1 fraimt ihaldið því mjög á lofti, J að valdataka borgaraflóldk- I anna muni koma í veg fyrir | fyrirhugaða lífeyrissjóðsskip- « an fyrir alla landsmenn, sem J ganga átti í gildi 1. jan. 1967. 1 Framihaild á bls. 13 f Mh^r^k UTAN ÚR HEIMI lendinga og Finna, þegar þeir hittast á erlendri grund. Þess- ar tvær þjóðir eiga það sam- eiginlegt að vera útverðir Norðurlanda í austri og vestri. Þær hafa báðar átt yið margvíslega erfiðleika að etja og orðið að berjast hart fyrir sjálfstæði sínu, þótt með mis- munandi hætti hafi verið og að ýmsu leiti eru tengslin milli þessara tveggja þjóða annars vegar og hinna Norður landanna ekki alveg eins náin eins og milli hinna þriggja landanna innbyrðis. Af þessum sökum eru Finn- ar og Finnland okkur íslend- ingum sérstaklega hugstæðir og þess vegna er það okkur einstök ánægja, að glæsileg- ur fulltrúi hinnar stoltu nor- rænu þjóðar dvelst nú hér á landi, og er þess að vænta að hann hafi nokkra ánægju af dvöl sinni og eitthvert gagn verði af henni fyrir báðar þjóðirnar. íslendingar bjóða Karjalainen, utanríkisráð- herra Finnlands, velkomin og láta í ljós þá ósk, að samskipti íslendinga og Finna megi auk ast á næstu árum, bæði i stjórnmálalegum, menningar- legum og viðskiptalegum efn- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.