Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Eaugardagur 28. ágúst 1965 Áttræb í dag: Ingibjörg Björnsdóttir frá Helgafelli „Breytingarnar frá aldamót- um eru gífurlegar, og þarf ekki aldamót til, sagði frú Ingibjörg Björnsdóttir við mig er ég tók liana tali um daginn í tilefni J>ess að hún á í dag 80 ár að baki. Ungleg í anda og fasi geng ur hún tíguleg um göturnar í Hólminum snyrtileg og tilkomu- mikil sem áður. Félagsandinn í Hólminum var með glæsibrag um aldamótin. Þá voru hinar fyrstu félags hreyf- ingar að vakna og tóku hug fólksins. Þar var engin hálf- velgja. Mörg félög risu upp, svo sem bindindisfélagið Viljinn og stúkan Auðnuvegurinn og barna etúkan Æskan og fleiri félög. Ég man vel eftir sjónleikjum í Stykkisólmi nokkru fyrir alda- mót. Þá var þar ekkert sam- komuhús. Það var leikið í Norska húsinu sem enn stendur hér og var undravert hvað hægt var að notast við og hvað menn glöddust innilega yfir því að horfa á sjóiíleik. Norskahúsið á margbreytilega sögu, þar hefir bæði verið skemmtihús, íbúðar- hús, hótel og saumastofa svo nokkuð sé nefnt, en það er nú annað mál. Þessar sýningar í Norska húsinu höfðu þau áhrif á okkur unglingana að við bund- umst samtökum og æfðum sjón- ieiki sem við svo fengum að sýna í pakkhúsi hér niður við höfn. Var mikil aðsókn að þeim og ánægja okkar mikil yfir að hafa komið þessu í gegn. Við vorum ekki að hugsa þá um hvort við fengjum nokkuð í aðra hönd, gleðin yfir að geta komið sjónleiknum upp var okkur full borgun. Stykkishólm- ur var mikill menningarbær um aldamót og enn ber þess menj- ar. Þá var það sem félög og ein- 6taklingar hófust handa um byggingu samkomuhúss þess sem enn er notað í Hólminum. Þótti veglegt þá. í fyrsta áfanga var komið upp salnum og svið- inu. Þá var byrjað að sýna þar leikrit. Búningsklefar voru þar ekki en kjallari var undir svið- inu og þar bjuggum við okkur upp. Stundum var það erfitt því fyrir gat komið að vatnið foss- aði þar inn. Urðum við þá að láta planka eftir gólfinu og ganga eftir þeim og stundum dugði það ekki. Þá var haldin mikil hlutavelta til að afla hús- byggingunni tekna og man ég eftir að hún stóð í nokkra daga og drógum við ungu stúlkurnar ekki af okkur við undirbúning og afgreiðslu munanna. Það var líf í tuskunum og gaman að sjá ávöxt erfiðisins. Ég var í mörg ár í leikfélagi í Hólminum og sömuleiðis Hildimundur bróðir minn. Hann var um langan tíma einn af aðalleikendunum í Hólm inum og gerði hverju hlutverk- inu á eftir öðru góð skil. Ég slapp einnig sjaldan, jafnvel þótt ástæður væru ekki alltaf góðar heima fyrir, mamma oft veik og þá varð ég að hugsa um heimilið. Þá varð oft að taka betur á til þess að geta mætt á æfingum og sýningum. Ég -á margar hugljúfar minningar úr félagslífinu í æsku minni. At- vinnan í Stykkishólmi var aðal- lega við fiskinn og svo var þar umfangsmikil verzlun. Ég fór snemma í fiskvinnu og eftir fermingu þótti alveg sjálfsagt að maður stundaði einnig upp- og útskipunarvinnu, og gilti sáma hvort í hlut áttu drengir eða stúlkur. Oft var vinnutíminn langur þegar skip gátu ekki beð ið, en þegar kolaskip eða salt- skip voru, var vinnutíminn reglubundinn, enda stóðu þau skip við í nokkra daga. Allir gerðu sitt til að standa sig í vinnunni og ekki var dregið af, það var skemmtilegur hópur og margt gert til að létta vinnuna, léttlyndið í hávegum Ég man vel eftir fiskverkun úti í Súgandisey. Við fórum þá á bátum út á morgnana og unn um til kvölds í fiskþvotti og þurkun. Fiskurinn var breiddur upp um allar skriður og þornaði hann vel. Ég kynntist mætavel sjónum í æsku minni. Ég var mörg vor- in með pabba á hrognkelsaveið- um og eins þegar kom fram á sumftr, tók flyðruveiðin við. Hóímarar sóttu mest af heyjum í eyjar og það gerði pabbi. Við heyjuðum á hverju sumri inni í eyjum og þá var notuð og lögð flyðrulóð milli eyjanna á sund- unum og var veiði oft geysi mik il. Margar flyðrurnar drógum við pabbi á þennan hátt og sum- ar geysivænar sem skiftu tugum punda. Margt gæti ég sagt úr ungdæmi mínu til samanburðar deginum í dag. En þeir eru margir sem slíka sögu hafa að segja og margt hefir verið rifj- HAUSTFERÐ okkar er miðevrópuferð 18. sept. Flogið milli stórborga Evrópu. 3 dagar Kaupmannahöfn 3 — 3 — 3 — 3 — Hamborg Rínarlönd París London 14 dagar, verð 16.900. — Nokkur sæti laus. LÖIMD & LEIÐIR að upp, en þó held ég að saga áranna um og eftir aldamót verði aldrei nógu oft sögð. Það er nefnilega gott að draga lær- dóma af genginni leið. Ég giftist svo manninum mín- um Þorgeiri Jónassyni árið 1907. Fyrstu árin bjuggum við í Stykkishólmi, en árið 1911 fluttum við að Helgafelli þar sem við bjuggum til ársins 1944 eða í 33 ár. Við fluttum þá til Stykkishólms. Þorgeir hafði þá bilazt í fótum og treysti sér ekki lengur við erfiðan búskap. Jónas faðir Þorgeirs hafði búið lengi á Helgafelli, en þegar hann kom þangað var jörSin f eyði. Reisti hann hana svo við að síðan hefir þar alltaf verið ágætt bú. íveruhúsið byggði hann 1910 eða árið áður en við komum þangað. Þorsteinn bróð- ir Þorgeirs bjó einnig á Helga- felli, fyrst með systrum sínum Guðrúnu og Ásthildi en svo giftist hann 1913 Þórleifu Sig- urðardóttur ljósmóður, og bjuggu þau í sambýli með okk- ur í mörg ár og fór vel á því. Búskapurinn á Helgafelli var farsæll. Heimilið alltaf fremur veitandi en hitt. Erfiðleikar auð- vitað þar eins og annarsstaðar. Helgafell er kirkjustaður og þar var alltaf messað þriðja hvern sunnudag. Kom oft margt fólk til kirkju og auðvitað fór það ekki svo að það fengi ekki ein- hvern beina. Á stríðsárunum fyrri var skömmtun mjög knöpp og þá komumst við oft í vand- ræði með að hlynna að þeim sem sóttu kirkju og þótti okkur það ekki gott. En allt bleesað- ist þetta. Og alltaf var ánægju- legt þegar gesti bar að garði Þeg- ar ég lít yfir brautina að baki þá hefir hún í flestum tilfellum verið björt. Guð gaf mér mikla hamingju og ung lærði ég að þakka honum fyrir hvern dag. Án náðar hans og verndar væri tilgangur lífsins lítill. Hann bregzt ekki þótt allt annað geri það. Nú hafa allir það gott sé heils an í lagi. Fólk þarf ekki að kvarta. Hvaða heilbrigður mað- ur getur vaniþakkað í dag, þegar aldrei hefir verið eins glæsi- legt um að lítast hjá þjóðinni eins og niú. Það er talað um æskima. Hún hefir fengið mik- ið í sinn hlux og á því erfiðara með að fóta sig en við sem höfð- um lítið handa á milli. Þetta stendur til bóta og unga fólk- ið á eftir að átta sig vonandi, en eitt má það aldrei og það er að missa sjónar á boðskap heilagrar ritningar. Þar er kjöl- festa lífsins. ★ Frú Ingibjörg Björnsdóttir er fædd að Þingvöllum í Helgafells sveit. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Hallgrímsdóttir, ættuð úr Grundarfirði og Björn Stein- þórsson frá Krossi í Haukadal í Dalasýslu. Móðurætt hans var af Skagaströnd. Ingibjörg var 1 árs þegar foreldrar hennar fóru til Stykkishólms. Faðir hennar var. þá ráðinn utanbúðarmaður hjá Samúel Riohter. Hann var lengi í hreppsnefnd og oddviti hennar um skeið. Ingibjörg ólst því upp í Stykkishólmi. Svo sem áður getur giftist hún Þorgeiri Jónassyni frá Helgafelli og eign- uðust þau 7 börn en 6 af þeim eru á lífi. Mann sinn missti Ingi björg árið 1961. Frú Ingibjörg er mannkosta- kona svo sem hún á kyn til/ góðviljuð, hlý í viðmóti vinföst og traúst. Hún á því marga og góða vini og þeir munu ábyggi- lega hugsa hlýtt til hennar á þessum degi. Ég á þá ósk henni til handa að framvegis eins og hingað til megi vera bjart yfir vegum hennar og hún eigi enn eftir að lifa marga ánægjuríka og góða daga. Árni Helgason. Upp kemst um samsæri kommúnista í Singapore Hugðust myrða forsætisráðherrann og samráðherra hans Singapore, 26. ágúst. — NTB — AI’ —• | LEE Kuan Yew, forsætis ráðherra Singapore, lýsti því yfir í dag að herstöðvar Breta í eyríkinu yrðu aldrei notaðar til árása á nokkurt land í SA-Asíu. Jafnframt lýsti hann því yfir, að stjórn- in í Singapore hefði ákveðið að leyfa Sovétríkjunum að staðsetja innkaupanefnd í ey- ríkinu til kaupa á gúmmíi, og ennfremur yrði sovézku frétta stofunni Tass og júgóslav- nesku fréttastofunni Tanjug, leyft að hafa fréttaritara í Singapore. t Skömmu eftir að forsætis ráðherrann hafði skýrt frá þessu á blaðamannafundi, var tilkynnt í Singapore að lög- reglan þar hefði í morgun flett ofan af samsæri konim- únista, sem stutt hafi verið af Indónesíu, og hafi markmiðið verið að myrða ráðherra í stjórninni og valda þannig stjórnmálalegri upplausn í landinu. Á blaðamarinafundinum í morgun sagði Yew forsætisráð- herra að hann hefði haft áhyggj- ur þungar sökum þess að ekkert Afríkjuríkja hefði viðurkennt Singapore fullvalda ríki, og vís- aði hann til þess að Afríkuríkin væru mótfallin herstöðvum á er- lendri grund. Hann kvaðst því vilja leggja spilin á borðið. Yew sagði að íhuga þyrfti ná- ið, hvort bæri að taka upp stjórn- málasamband við Sovétríkin. „Þar er mál, sem hefur margar hliðar“, bætti hann við. Hann sagði að brezku þer- stöðvarnar í Singapore yrðu aldrei notaðar til árása í neinni mynd á nokkurt land í SA-Asíu. Fólkið í Singapore óskaði ekki eftir því að vera nefnt „hand- bendi heimsvaldasinna“ með því að leyfa slíka notkun herstöðv- anna, sagði forsætisráðherrann. Nokkru eftir að umræddum blaðamannafundi forsætisráð- herrans lauk, skýrði lögreglan í Singapore frá því að fyrr um morguninn hefði hún flett ofan af samsæri kommúnista, sem mið aði að því að myrða ráðherra landsins. Sagði lögreglan að for- sprakki samsærisins, Sim Siew Lin, og 20 menn aðrir hefðu ver- ið handteknir, er þeir voru að fara frá leynifundi. Hefur hópur þessi myndað með sér samtök' undir nafninu „Byltingarflokkur fóiksins". Er lögreglan sögð hafa náð á sitt vald miklu af skjölum þar að lútandi, og meðal þeirra séu skjöl á dulmáli frá leyniþjón- ustunni í Indónesíu. Sé efni þeirra fyrirmæli frá Jakarta um að komið verði upp leynilegri leið til Singapore fyrir „mikil- vægan mann“. Auk þess fannsf töluvert magn áróðursrita, sem beina máli sínu til Kínverja og Malaja í Singapore. Lögreglan upplýsti jafnframt að síðan Singapore sagði sig úr Malasíu-ríkjasambandinu 9. ágúst sl. hafi samtök Sim fengið verulegan stuðning ýmissa sósíal- ískra afla í landinu. Eitt helzta markmið samsæris- manna var að myrða forsætisráð- herra Singapore, Lee Kuan Yew. Þá segir lögreglan að „Bylting- arflokkur fólksins" hafi haft stuðning Barisen-sósíalista, en sá flokkur hefur 13 sæti í þinginu í Singapore, er stærsti stjórnar- andstöðuflokkurinn í eyríkinu, og oftlega sakaður um að styðja kommúnista. Lögreglan segir, að upp hafi komizt um samsærið í þann mund að samsærismenn hafi bú- izt við miklu magni ýmissa vopna frá Indónesíu. Þá segir lögreglan, að um- ræddur Sim hafi sjálfur reynt að sprengja í loft upp bandarísku ræðismannsskrifstofuna í Singa- pore 31. júlí sl. Hafi Sim skilið eftir reiðhjól við ræðismanns- skrifstofuna, en við það var fest öflug tímasprengja. Hún fannst áður en hún sprakk, og var gerð óvirk. 16 manns farast Loiuisville, Kentucky, 26. ágúst NTB, AP. A.M.K. 16 manris misstu lífið í gifurlegum sprengingum, sem urðu hér í einni verksmiðju bandaríska efnafyrirtækisins Du Pont í gærkvöldi og í nótt. Að auki er 10 manns saknað. Um 40 manns hafa verið fluttir í sjúkrahús, og eignatjónið er tal- ið nema 10 milljónum dollara (ca. 430 millj. ísl. kr.) Verksmiðja sú, sem uim ræðix, framleiðir gervigúmmí. Urðu sprentgiagamair í heinrii ailiis 26 ta>lsins. Þær hófust í þekn hiliuta verksmiðjunnar, þar sem ákveðin teigund gerviigúmmiís, svonefnd neoprene, hiefuir verið framleiitit í 23 ár. Um 200 manns, sem bjuiggu 1 hú&uim næat venksmiðjurini, hatfa verið ffluttir á broft vegna sipremgirigianria, og gætir lögregla húsanna til þess að koma í veig fyrir að þjófar láti þar gireipar sópa. Onsaikir til spe»gin©airuna enu enn etkki tounriair.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.