Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 21
L'augardagur 28. ágúst 1965 MORCUNBLAÐIÐ 21 r <— Er þetta gott og heilsusam- legt hérað? spurði aðkomumaður. — Já, mjög svo. Þegar ég kom | hingað gat ég hvorki hreyft legg né lið, ekki mælt orð af vörum. Það var varla nokkurt hár á höfði mér og ég var sem sagt algjör- lega ósjálfbjarga og sjáið þér mig nú. — Dásamlegt. Hversu lengi hafið þér svo dvalið hér? — Ég er fæddur hérna. 1 Það að brosa fyrir ljósmynd- arann. — Ég vona að manninum þín- um leiðist ekki heimsóknir mín- ar. — Nei, öðru nær. Hversu leið- ur sem hann er, þegar þú kem- ur, þá kemst hann alltaf í gott skap þegar þú ferð. Hér fer á eftir stytzta Skota- saga í heimi: Einu sinni var betlari, sem lifði góðu lífi í Aberdeen. Hvað selurðu hann á? • Hjá myndhöggvaranum — Hversvegna lætur þú hers- höfðingjann sita svona afkára- lega, herra myndhöggvari? — Ja, hann átti fyrst að vera á hesti, en svo komst hermála- nefndin að þeirri niðurstöðu, að hún hefði ekki efni á að láta gera hestinn. • Betlarinn og gamli frakkinn — Gætuð þér gefið mér gaml- an frakka? spurði betlarinn. — Já, en frakinn, sem þér eruð i, er næstum nýr. — Það er einmitt gallinn. Hann er alveg að eyðileggja atvinnu mína. — Ég vona að það verði ekki eins og seinast þegar þau toiuðu bara um veðrið. SARPIDONS SAGA STERKA --K- Teiknari: ARTHÚR ÓLAFSSON Þeir gjörðu nú svo. Þegar Júlía var komin I rekkju og ætlaði að taka á sig náðir, spruttu upp leynidyr í her- bergi hennar, og kom þar Fastínus jarlsson. Hann gekk að hvílunni og mælti: „Þessa rekkju munum við byggja bæði náttlangt." Hún mælti: „Gjör það ekki góði vin og er það vansæmd hraustum dreng að níðast á konum.“ Hann kvaðst nú ráða vilja sinni, og nú vildi hann stíga upp í sængina. Þá ætlar hún að kalla um hjálp, en hann tók annarri hendi fyrir munn henni. Varð henni þá önnur höndin laus, og drap hún með henni högg í þilið. Það heyrir Sarpidon, og spruttu þeir Hel- aner á fætur og hlupu til her- bergis Júlíu. Fundu þeir þá að dyrnar voru harðlæstar. Jarlsson hljóp þá á hurðina og brotnaði hún í spón. Vóð hann þá inn með bert sverð í hendi. Fastínus tók þá til fótanna og vildi flýja, en jarlsson hljóp eftir honum og tók manninn sundur í miðju. Eftir það tók hann Júlíu í fang sér, og gengu þeir svo út úr borg- inni, en varðmenn voru allir í svefni. Héldu þau til skips og létu undan landi, héldu svo beina leið heim í Krítarey, og fagnaði allur landslýður Helaner höfðingja sínum. JAMES BOND ->f-- —* ->f- Eftir IAN FLEMING — Þrjátíu og tvær milljónir franka í borði. Og sá er segir, gefur út tilkynningu fyrir hönd bankans um þetta boð Le Chiffre. Bond tekur áskoruninni með hinum óvæntu peningum, er hann fékk frá banda riska leyniþjónustumanninum Felix Leiter. Le Chiffre gefur lífvörðum sínum merki, en þeir standa beint fyrir aftan Bond .. .... og Bond finnur að eitthvað hart kemur við hrygginn á honum. JÚMBÓ —-X— —j<— — j<— “-K— — -X— Teiknari: J. MORA Hinn ókunnugi tók nú stóran hníf úr farangri sínum, hoppaði út úr bílnum og sagði: — Það er miklu meira um vatn í eyðimörkinni, en menn gera sér grein fyrir. Sjáið þið bara allar þessar kaktus- plöntur. — Ætlar hann að pressa allar kaktusplönturnar til þess að fá vatn? uml- aði Júmbó um leið og hann hristi höf- uðið. — Já, auðvitað — mjög venjulegt kakt- usvatn, sagði maðuirnn. Hann sveiflaði hnífnum og með hvini hjó hann einn kaktusinn, svo að út úr honum skvettust margir lítrar vatns. — Plönturnar hér í eyðimörkinni geyma vatn til þess að þrauka af löng þurrka- tímabil, útskýrði maðurinn. — StórkosÞ- iegt, sagði Júmbó. Eru kannski til ein- hverjar, sem geyma benzín? Eða sóda- vatn? KVIKSJÁ — -X— —-K— —-K— Fróðleiksmolar til gagns og gamans STULDUR HINNA KON- UNGLEGU DJÁSNA (II) „Séra Blood og frú“ yfir- gáfu Tower full þakklætis fyrir hinar góðu móttökur, scrn þau höfðu fengið hjá Tai- bots. Nokkrum dögum seinna komu þau aftur með nokkur pör af hönzkum og var það örlítill þakklætisvottur til Talbots. Þannig komust þau í kynni við Talbots og eftir fylgdu margar heimsóknir þeirra til Tower, sem enduðu með að frændi „prestshjón- anna“ trúlofaðist hinni fögru dóttur Talbots og hinn 9. maí 1671 átti að kynna þau hvort fyrir öðru. Klukkan sjö kom „presturinn“ ásamt þremur mönnum, en þvi miður var „prestsfrúin“ eitthvað sein, svo að einn þeirra bauðst til þess að bíða eftir henni við hiiðið. Á meðan bað „prest- urinn“ Talbot um að sýna hinum mönnunum hin kon- unglegu djásn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.