Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 24
24 MOR.CUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. ágúst 1965 CEORCETTE HEYER FRIÐSPILLIRINN — Ef að einhverjir brjótast inn, skulu þeir ekki geta sagt, að hér sé sóðalegt umhorfs. — En ég get ekki skilið þig eftir hérna. — Bull! Ég get alls ekki farið strax til London. Hann settí frá sér kertið og greip hendur hennar báðum höndum og hélt fast um þær. — Soffía, ég stend í svo mikilli þakklætisskuld við þig, að því fá engin orð lýst. Þakka þér fyrir. Þú getur skipað mér hvað sem er. Á ég að myrða hana ung frú Wraxton fyrir þig? — Nei, því að ég hef fengið ágætis hugdettu í sambandi við hana. Hún skal verða kyrr til að hjúkra honum Bromford, og hver veit nema eitthvað meira geti orðið úr því. Herðamar á honum skulfu. — Ó, Soffía! Soffia! — Vertu ekki að hlægja að þvl Mér finnst ég skyldug að ráðstafa henni eitthvað, grey- inu. Ekki vil ég, að hún giftist Charles og geri alla Ombersley- fjölskylduna ólukkuiega, en ég er alveg viss um, að hún og Bromford væru aiveg ágæt sam an. Hrósaðu mér nú ekki meira, en farðu út í nesthús á stund- inni. Ég skal segja Cecy frá þessu öllu. Hún ýtti honum síðan fram í forsalinn aftur og meðan hann var að koma sér út, gekk hún til hópsins, sem var samansafnaður kringum arininn, og sagði: — Það er sæmilega heitt í setustof- unni, og ef þið vilj'ið sitja þar um stund, Bromford lávarður, þá skal verða uppbúið svefnher bergi handa yður, og ég skal senda Clavering til að draga af yður stígvélin. Farið þér með hann, ungfrú Wraxton, og sjáið um, að vel fari um hann. — Ég vona bara að reykháfur inn reykí ekki eins mikið þar eins og hér, sagði ungfrú Wrax- ton kuldalega. Ekkert gæti verið verra. Bromford lávarður er þeg ar búinn að hósta tvisvar! — Mikil vandræði! Þá ættuð þér líka að fara með hann strax. Lávarðurinn, sem sat í hnipri. eins og ræfill, skjálfandi og hnerrandi, þakkaði henni veik- um rómi, og reis þvínæst upp úr stólnum með hjálp ungfrú Wraxton. Varla voru þau komin inn í setustofuna, þegar hr. Fawnhope kom inn og mælti í ströngum rómi. — Það er ljótt að drepa hænsni. Enginn maður ætti að þurfa að neyðast til að horfa á slíkt athæfi. Greifafrúin þarf að fá egg. Cecilia, sem hafði hrokkið illi lega við og greinilega skipt lit- um, sagði nú: — Augustus! — Cecilia! sagði hr. Fawn- hope og starði á hana hissa. — Þú varst ekki hérna áðan, var það? — Nei, svaraði hún og kafroðn aði. — Nei. Ég kom með ungfrú Wraxton. — Nú, var það þannig? sagði hann og honum létti sýnilega. — Mér fannst ég heldur ekki hafa séð þig. Hún svaraði einbeittlega, en með nokkrum æsingi: — August us! Ég vil ekki vera að hafa þig að ginningarfífli. Ég verð að segja þér, að mér hefur skjátl- azt hræðilega. Ég get ekki gifzt þér! — Göfuga, göfuga mær! sagði hr. Fawnhope, með sýnilegri við kvæmni. Ég heiðra þig fyrir þessa hreinskilni, og mun alltaf telja mig hamingjusaman að hafa tilbeðið þig. Sú reynsla hef ur hreinsað mig og styrkt: þú hefur innblásið mér skáldlegum hita, sem heimurinn mun síðar þakka þér, eins og ég geri þegar. En hjónaband er ekki neitt fyrir mann eins og mig. Ég hverf frá því! Þú ættir að giftast honum Charlbury, en þú leyfir mér að tileinka þér ljóðin mín! — Þa . . . þakka þér! svaraði Cecilia, sem komst við af þessu. — Já, hún ætlar að giftast honum Charlbury, sagði Soffía í huggunartón. — Og fyrst þetta er nú allt afgert, Augustus, viltu þá fara og ná í þessi egg fyrir hana Sanciu? — Ég hef ekkert vit á eggjum, sagði hann. — Ég sótti hann Talgarth niður í kjallara, og hann er farinn eftir eggjunum. í huga mníum, imdanfarna Ég ætla að yrkja kvæði, sem hefur verið að taka á sig mynd klukkustund. Væri þér sama þó að ég kallaði það: Soffía með lampann í hendinni“? — Seí, sei, nei! svaraði Soffía vingjarnlega. — Taktu nú þetta kerti og farðu inn í bókastof- una. Á ég að segja honum Clav- ering að kynda þar upp fyrir þig? Það skiptir engu máli, þakka þér fyrir, sagði hann, eins og viðutan, tók síðan kerti og gekk í áttina til bókastofunn- ar. En hann hafði ekki fyrr lok- að á eftir sér en Cecilia sagði, eins og hálfringluð: — Ætli hann hafi skilið mig? Hvers- 63 vegna sagðirðu mér ekki, að hann væri hérna, Soffía? Ég veit bara ekki, hvernig ég get litið framan í hann. — Nei, og það verður heldur ekki farið fram á, að þú gerir það, Cecy min góð! Charlbury er farinn að ná í vagninn, og þú verður að fara heim tafarlaust. Hugsaðu þér bara, hvað hún frænka mín hlýtur að vera á- hyggjufull! Cecilia, sem hafði verið í þann veginn að andæfa þessu, virtist nú vera á báðum áttum. Og það var hún enn, þegar Charlbury kom inn aftur og til- kynnti, glaður í bragði, að vagn inn yrði við dyrnar eftir fimm mínútur. Soffía tók þegar upp hatt frænku sinnar og kom hon- um lögulega fyrir á ljósum lokk um hennar. Og svo hjálpuðust þau Oharlbury að leiða hana út, án þess að hún veitti mót- stöðu, og alla leið upp í vagn- inn. Hans hágöfgi stanzaði að- eins til að faðma velgjörðakonu sína innilega að sér, síðan stökk hann upp í vagninn, trappan var tekin frá og hurðinni skellt í, og vagninn ók af stað. Soffía veifaði til þeirra úr dyrunum, en gekk síðan inn í húsið, þar sem hún fann imgfrú Wraxton 'það kuldalegasta, sem hún hafði enn séð hana. Ungfrú Wraxton sagðist óttast, að ekki væri að vænta neinnar frekari hjálpar af hendi greifafrúarinnar, og ósk- aði að láta fylgja sér út í eld- hiúsið, þar sem hún kvaðst ætla að sjóða styrkjandi soð, sem fjölskylda hennar hefði, kyn- slóð eftir kynslóð, notað gegn kvefi og með góðum órangri. Soffía fylgdi henni ekki einasta út í eldhúsið, heldur sigraðist hún og á mótmælum greifafrú- arinnar og heimtaði vatn sett á eldinn til að búa til sinneps- fótabað. Veslings Claveringhjón- in, sem strituðust upp og niður eldhússtigann með kol, teppi og vatnsfötur, þræluðu sér til ó- bóta í hálfa klukkustund, en að því loknu var Bromford lávarð- ur fluttur upp á loft, með allri varúð, í bezta gestaherbergið, færður úr stigvélum og frakka, og íklæddur slopp, sem Sir Vin- cent hafði verið svo forsjáll að hafa með sér í tösku sinni, og loks var honum komið fyrir í hægindastól við arininn. Sir Vincent fór eitthvað að malda í móinn, er hann var þannig rú- inn, ekki einasta sloppnum, held ur og náttskyrtu, en Soffía þagg aði niður í honum, með því að segja, að sjálf væri hún að eft- irláta ungfrú Wraxton sína eig- in ferðatösku með öllu hennar inni'haldi. — Og með tilliti til þess, hve leiðinlega þér hafið komið fram, Sir Vincent, finnst mér það ekki nema sanngjarnt, að þér bætið úr því með þessum litla greiða mér til handa. Hann deplaði augum til henn- ar. — Og þér, Soffía? Ætlið þér að verða hérna í nótt? Hann hló, er hann sá, að hún gat ekki svarað þessu og sagði: — Fyrr á tímum hefðuð þér verið brennd upp við staur, og með réttu, Júnó! Jæja gott og vel, ég skal taka þátt í gamninu með yður! Innan hálfrar klukkustundar frá því að þetta gerðist, sat Soffía við borð, sem hún hafði dregið út í arinkrókinn í for- salnum, og heyrði þá hljóðið, sem hún hafði verið að bíða eft- ir. Hún var að dunda við að byggja spilahús úr skítugum spilum, sem hún hafði fundið í morgunverðarstofunni, og hreyfði sig nú ekkert, þó að dyrabjöllunni væri hringt af mesta ofsa. Clavering kom fram í forsalinn úr eldhúsinu, og var í sýnilegum æsingi, og opnaði dyrnar. Soffíu var skemmt er hún heyrði einbeittan málróm hr. Rivenhall: — Lacy Manor? Gott og vel. Farið út og segið að taka hestana .... ég skal gera vart við mig sjálfur. Síðan lokaði hr. Rivenhall hinn aldraða þjón úti úr hús- inu, stikaði inn í forsalinn, og hristi rigninguna af hattinum sínum. Hann kom auga á Soffíu, sem var önnum kafn við bygg- ingastarfsemi sína, og sagði, eins blíðlega og hann gat.: — Gott kvöld, Soffía! Ég er hræddur um, að þú hafir alveg gefið mig upp á bátinn, en það hefur rignt svo mikið og tunglið sést ekki fyrir skýjunum. í þessum svifum kom Tina, sem hafði verið að hoppa í átt- ina til hans, ofsakát, og fór að gelta, svo að hann neyddist til að taka kveðju hennar, áður en hann gat látið aðra til sín heyra. Soffía iagði eitt spil var- lega ofan á bygginguna sína, og sagði: — En faliega gert af þér, Charles! Ertu hingað kominn til að forða mér frá afleiðingunum af þessu gönuskeiði mínu? — Nei, til þess að snúa þig úr hálsliðunum. Hún opnaði aug un betur og leit á hann: — Veiztu ekki, Charles, að ég hef fyrirgert mannorði mínu? Hann fór úr kápunni, hristi hana og lagði hana á stólbak. — Er það svo? Ef svo er, hef ég ekkert hér að gera: ég hafði verið viss um, að ég mundi hitta greifafrúna hérna hjá þér. Hún fór að hlæja. — Hvað þú getur verið anstyggilegur! Hvernig gaztu upp á því? — Ég er farinn að þekkja þig það vel. Hvar er hún systir mín? Soffía tók aftur til við bygg- inguna. — Nú, hún er farin aft- ur til London með honum Charl bury. Vagninn hlýtur að hafa mætt þér á leiðinni. — Mjög trúlegt. Ég hafði enga hentugleika til að athuga merk- in á vögnum, sem ég hitti. Fór ungfrú Wraxton með þeim? Hún leit nú upp. — Hvernig veiztu, að ungfrú Wraxton kom með henni Ceciliu? — Hún var svo almennileg a? senda mér orðsendingu til White og tilkynna mér fyrirætlun sína, svaraði hann hranalega. — Er hún hér enn? — Jú-ú, það er hún að vísu en ég er hrædd um, að hún sé ekki viðlátin, sagði Soffía. Hún laut niður til að taka upp einn andarungann, sem hafði vaknað upp af værum blundi undir múffu Ceciliu og brölt aftur út úr kassanum, og var nú að reyna að búa um sig í frunsun- um á kjólnum hennar. — Taktu við honum, Charles minn, með- an ég næ þér í glas af sérríi. Hr. Rivenhall rétti ósjálfrátt út höndina og fann koma í hana hnúð af gulum dún. Það virtist ekki ómaksins vert að spyrja, hversvegna hann þyrfti að vera að halda á fuglsunga, svo að hann settist niður við borðið, strauk skepnuna með einum íingri og horfði á frænku sína. — Það er auðvitað ástæða þín til að koma hingað. — Það var alls ekki ástæðan, og það veiztu bezt sjálf. — En hvað frakkinn þinn er votur, sagði hún og breiddi úr honum við eldinn. — Þú hefur vonandi ekki fengið kvef? — Vitamega hef ég ekkert kvef fengið, sagði hann, óþolin- móður. Auk þess hefur ekkert rignt síðasta hálftímann. Hún rétti honum sérríglasið. — En hvað ég er fegin! Aum- ingja Bronrford lávarður fékk þetta líka voðalega kvef. Hann kom hingað til að skora Charl- bury á hólm, en svo þegar hann kom, gat hann ekkert gert nema hnerra! — Bromford? Þú ætlar þó ekki að fara að segja mér, að hann sé hér? < — Jú, sannarlega er hann það. Ungfrú Wraxton kom með hann. Ég held bara, að bún hafi von- að, að hann færi að biðja mín, og þá hefði mannorði mínu ver- ið bjargað, en maðurinn var al- veg að deyja úr þessu hræðilega kvefi sínu, sem hann er hrædd- ur um, að fari í lúngun. Hann gat því ekki um annað hugsað, og engin furða. — Ertu að gera gys að mér, Soffía? spurði hr. Rivenhall, tor trygginn. — Jafnvel hún Eugen- ia hefði ekki farið að hrella þig með þeim fábjána! — Ungfrú Wraxton telur hann ekki neinn fábjána. Hún segir, að hann sé maður með viti, og maður, sem ........ Ó— Þakka þér fyrir, ég er búinn að heyra nóg! greip hann fram í. — Þarna! Taktu þessa skepnu af mér! Hvar er Eugen- ina? Hún tók við andarunganum hjá honum og lét hann í kass- ann til bræðra sinnar. Jæja, ef hún er ekki að brugga eitthvert soð í eldhúsinu, býst ég við, að þú finnir hana hjá Bromford í bezta gestahenberginu, svaraði ihún. — HvaS segirðu? — Að reyna að mata hann á hafragraut, útskýrði Soffía, og var sakleysið uppmálað í fram- an. — Aðrar dyr frá stigagat- inu, ef þú vilt vita það. Hr. Rivenhall stakk út úr glas inu, setti það á borðið og til- kynnti frænku sinni, skuggaleg- ur á svipinn, að hann skyldi bráðum veita henni makleg málagjöld, stikaði síðan upp stigann og Tina á eftir honum, sýnilega sannfærð um, að hann ætlaði að fara að sekmmta henni eitthvað, sem um mun- aði. Soffía gekk til eldhúss, til þess að tilkynna greifafrúnni, að enda þótt tveir gestir væru farn ir, væri einn kominn í þeirra stað. Hr. Rivenhall hafði á meðan gengið upp stigann, og hrundið formálalaust upp dyrum, sem hann fann þar. Og þar gaf held- ur en ekki á að líta. í stól, sem dreginn hafði venð að skíðlog- andi arineldi sat Bromford láv- arður bak við skerm, sem hafði verið settur upp til að verja hann súginum frá glugganum, en báðir fætur voru á kafi í rjúkandi sinnepsbaði, en teppi 'hafði verið lagt yfir herðar hajns, utan yfir sloppkin fré Sir Vinoent, og í hönidunium hafði 'haon hafragraojitairslkál og sikeið. En kring um hann á þömium var ungifrú Wraxton, reiðubúin til að bæta meiru vaitni í baðið úr katilimiim, sean var yfir eldimuim og geda hoouim soð í staðimn fyrir giraiuitinn. — Ja, nú er ég .... æpti hr, Rrverihall. — Súguirimn! sagði lávarðurina i miótmæLatón. — Ég finin kalda laftið biása kxiing uim höfiuðið 4 mór! — Viltu vena svo vænn að Xoka diyrunum. Ohairiies? sagði ungfrú Wraxton hvasst — Áttu enga nærgætni til? Bromfoaxi iávairður er afskaplega lasinn. — Það má nú sjá það, se*n minina er, svaraði hann og gekk inn í herberigið. — Kannski vi'ld- irðu útiskýra fyrir mór, Bugenía xnín góð hvem fjandann sjálfan þetta á aiiit að þýða. Hún svaraði um hæl og roðn- aði uim leið: — Svo er mamin- vonzibu hennar írænfcu þinna* fyrir að þalkka — já, ég get ekla kaillað það amnað —, að með því að neita mér um að bjóða Bramfiard láivarði sæti í vagin- iniuim heíur hún valdið honum ihættuiegu kvefi, sem ég viddi bara heitast ósika, að haifi ékki varandieg áíhrif til hins verra 4 íheilsu hans. Blaðburðarfólk óskast til blaðburðar í eftirtalin hverfi Meðalholt - Aðalstræti - Meistaravellir - Skúlagata - Ingólfsstræti SÍMI 22-4-80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.