Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 19
Laugardagur 28 ágúst 1965 MORGUNBLAÐIÐ 19 — Gengið bragð I munninum f langan tíma á eftir. Við höfðum með okkur dálítið af átsúkkulaði og þurrmjólk. Blönduðum við þurrmjólkina með vatni og reyndum að eyða leirbragðinu með súkkulaðinu. Svo fór að í mörg ár á eftir, gat ég ekki bragðað súkkulaðL Þann 9. ágúst héldum við vestur skriðjökulinn og komum niður í Illahraun. Fengum við á leiðinni rigningu og þoku. Stefndum við norðan við Loð- mund í Kerlingafjöllum og kom um eftir erfiðan dag í Árs- skarðsskála. Var veður þá orð- ið hið versta og hélzt það all- an næsta dag. Létum við fyrir- berast í skálanum 10. ágúst og átum baunir og síðasta hangi- kjötsbitann. Við lögðum upp snemma um morguninn 11. ágúst og héldum vestur Kjöl. Óðum við Svartá og Fúlukvísl. Var hún mittis- djúp og straumhörð. Við höfð- um ákveðið að stytta okkur leið þvert yfir Langjökul og héld- um nú upp á hann sunnan und- ir Hrútafelli. Fengum við norð- ankalda og þoku á jöklinum,- og þegar leið á daginn gerði hríðarveður. Urðum við a9 ganga eftir áttavita í 7 klukku- tíma. Gátum við aldrei sleppt honum úr hendi. Taug höfð- um við á milli okkar, ef annar lenti í sprungu. Munaði litlu að svo færi einu sinni. Jökull- inn var mjög sprunginn og tafði það okkur mikið. Við stukkum yfir þær sprungur, sem við gát- um en urðum að krækja fyrir aðrar. Niður var ekkert að sjá annað en kolsvart hyldýpi. Erf- itt var að komast niður af jökl- inum við fremra vatnið í Flosa- skarði. Var þá lokið erfiðasta ' kafla leiðarinnar. Höfðum við þá verið 18 klukkutíma úr Kerlingafjöllum. Nóttin var ill og köld og urðum við að bera grjót á tjaldskörina. Til viðbót- ar var allt nesti á þrotum. Um miðjan dag 12. ágúst komum við í Kalmannstungu og tók Stefán bóndi og hús- freyjan á móti okkur með ein- stakri gestrisni og leiddu okk- ur til stofu. Var hraustlega tek- ið til matarins og sjaldan hef- ur mér þótt matur betri en ein- mitt þá.“ „Það var nú svo, vinur minn,“ sagði Þórarinn og teygði úr sér. „Á þessu ferðalagi lifð- um við í mörg ár. Þetta var erfitt og gat orðið hættulegt, en það var þess virði. Samt held ég, að ég ráðleggi engum nema þaulvönum fjallamönnum að fara svona ferð gangandi. Við sáum það á eftir að ýmis- legt í útbúnaði okkar hefði mátt vera öðru vísi.“ Mig langaði til að leggja eina samvizuspurningu fyrir fjalla- garpinn í lokin og spurði því: „Hvað er það, sem heillar þig mest í óbyggðum íslands, Þór- arinn?“ Þórarinn hallaði sér aftur í stólnum hugsandi á svip og það var eins og hann rendi augun- um yfir hálendið í einni svip- an. Síðan sagði hann: „Friður- inn og kyrrðin í náttúrunni og ánægjan að kanna nýjar leiðir.“ Sokkarnir sem ailtaf Framhald af bls. 10. Þarna áttu Fjalla-Eyvindur og Halla að hafa haldið til 1762. Þá komu byggðamenn að þeim og brendu hreysi þeirra, en þau sluppu upp á jökulinn, þar sem Eyvindur varðist með slöngu.“ „Hvernig var með tært vatn á ferðalaginu?" „Vatnið var misjafnt. Oft fengum við gott vatn en hitt var líka algengt að við yrðum að leggja okkur til munns jök- ulvatn. Höfðum við oft leir- eru í tízku Ef þér viljið fá vandaða sokka sem njóta almennra vinsælda — þá biðjið um ÍSABELLA Bjarnrún Jónsdóttir Múla ú Landi — Kveðja Þeir eru notaðir af vel klædd- um konum um ailt land. Þeir eru failegir — fara vel og endast lengi ÍSABELLA fæst hvarvetna SUNNUDAGINN 2. ágúst andað- ist i sjúkrahúsi í Reykjavík Bjarnrún Jónsdóttir, Múla, eftir tveggja sólarhringa legu þar. — Bjarnrún er fædd að Björgum í Köldukinn, Suður-Þingeyjar- sýslu 4. marz 1885. Ung að árum ■tók hún að sér að stjórna rjóma- búi í Landmannahreppi. Þá kynntist hún Guðmundi Árnasyni uhgum efnismanni. Þau giftust 1907. Hófu þau búskap, fyrst í Vatnagarði. 1912 fluttust þau að Múla og bjuggu þar æ síðan. Guðmundur varð hreppstjóri það ár og hafði flest eða öll opin- ber störf með höndum fyrir sveit 6Ína. 20. júní 1950 andaðist hann. Um hann reit ég 30. sama mánað ar minningarorð í Morgunbláðið. Þar er sagt frá störfum hans og búskaparháttum og verður það ekki endurtekið hér. Bjarnrún, kona hans, sem nú er kvödd, lét ekki sitt eftir liggja að gera garð inn frægan. Hún var glæsikona til líkama og sálar. Trygglynd eg trúföst, sem telja má einstakt. Hún átti fáa sína líka í þeim efn- tim. Höfðingi var hún á alla lund og vildi öllum gott gera. Fóstur- börn Múlahjónanna voru sjö, sum þeirra allt frá fæðingu. Sjálf áttu þau ekki nema eina Stúlku, sem dó ung. Skarðskirkju gáfu þau til minningar um þessa dóttur sína, mjög fagra altaris- töflu og peningasjóð. Voru líka svo lánsöm að eiga presta, sem létu mikið gott af sér leiða Og gott að blanda geði við. Bjarnrún hafði góðan smekk fyrir hið fagra. Hún gerði allt, sem hún mátti til þess, að bæta og prýða sönginn í kirkjunni og ekki aðeins í kirkjunni, heldur líka í heimahúsum og á góðra vina fundum. Sjálf var hún alltaf í söngkór og átti góðan þátt í því að kirkjukór var æfður og var virkur þátttakandi. Múlaheimilið hefur lengi verið þekkt fyrir höfðingskap og heimilisprýði. — Landsveit er fögur sveit. Eitt af því tilkomu- mesta og fegursta er Skarðsfjall. Vestan undir fjalli þessu stendur bærinn Múli. Allt landslagið er fagurt og tilkomumikið, vekur Bjarnrún, nú er þér búið hvílu- rúm við hlið þíns ástkæra eigin- manns í fögrum skógarlundi í Skarðskirkjugarði. þar sem birk- ið angar og veitir skjól í kulda og næðingum. Þú lýstir mörgum og veittir hinu smáa skjól og leystir margan vanda, þeirra, sem erfitt áttu. Þakka hjartanlega hinni látnu heiðurskonu fyrir holl ráð og góð, margs konar hjálp og vin- semd, sem hún ætíð sýndi mér, öll þau ár, sem ég átti þess kost að vera í nágrenni við hana og dvelja oft á hennar eigin heim- ili. Guðs friður og náð sé með þér Bjarnrún, fósturbörnum þínum og öllum, sm þér voru kærir og vandabundnir, um alla eilífð. — í Guðs friði. Guðlaugur Jóhannesson. traust og tryggð, göfgar h-ugann og fyllir sálina lotningu fyrir dýrð og dásemdum náttúrunnar. Stutt er milli bæjanna Hellna og Múla. Engan garð þurfti að hlaða til þess að hann væri granna sættir. Ég held, að ekki sé hægt að hugsa sér meiri háttvísi í dag legri umgengni en fólkið á þess- um bæjum sýndi hvað öðru. Syst kinin úr Köldukinn, Bjarnrún og Magnús, bóndi á Hellum. hafa sýnt það hér á Suðurlandi, að þau hafa byggt lífsskoðun sína á bjargi, allt er fast mótað, trútt og tryggt. Kistufells. Þar fyrir vestan eru margir gosstaðir, sem efsti hluti Ódáðahrauns er runninn úr. í jöklinum, þar sem stórt stykki hafði sprungið fram, mátti sjá snjólögin greinilega mörkuð frá ári til árs, eins og árshringa í tré. Gæsavötnum náðum við um kvöldið í stillilogni. Morguninn eftir héldum við vestur Vonarskarð í glampandi sólskini. Tókum við stefnuna beint yfir ár og sanda á miðj- an Tungnafellsjökul. Ætlunin var að ná góðu útsýni af jökl- inum. Vorum við 8 tíma frá Gæsavötnum á jökulinn. Það- an gaf að líta einstakt útsýni til fjallanna í norðri og suðrL Vestur af Tungnafellsjökli var. niður bratt móbergsfjall að fara og var það klætt mjúkri mosa- breiðu. Mosinn var svo þykk- ur, að við sukkum í kálfa í hann. Þar var gott að hvílast. Létum við fyrirberast í Tómas- arhaga um nóttina. Þar var mikið af gæsum með unga sína á vötnunum. Við notuðum ekki Ueiðin sem farin var mörkuð á byssuna, því þegar til kom þá gátum við ekki gerzt friðrofar sk0rtur ekki farinn að hrjá okk þarna í kyrrðinnL enda matar- ur.“ kort. w.1 yrtwffilili'i*'>*>>'"> 1 ^ Hér óðu þeir austustu kvísl Jökulsár á Fjöllum „Var þreyta ekkert farinn að segja til sín eftir þessa ströngu göngu?“ „Við vorum báðir vanir göngu menn, svo að það var nú ekki. Byrðarnar sigu nokkuð í fyrstu dagana, en síðan stælt- umst við og gangan varð létt- ari. 8. ágúst héldum við vestur Sprengisand norðan Fjórðungs- kvíslar og að Hofsjökli. Héld- um við á jökulröndina og geng um hana vestur að Arnarfelli. Var jökullinn lítið sprunginn og greiður yfirferðar. Dvöldum við undir fellinu um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.