Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 28. ágúst 1965 Gengið frá Jökuldal til Kalmanstun ÞAÐ getur enginn lýst þeim til- finningum, sem óbyggðafara er blásið í brjóst á ferðum hans. En það er engu líkara en að ferðalangurinn finni hjartaslög fósturjarðarinnar og milli hinn- ar hrikalegu og stórbrotnu nátt úru og hinnar lítilsmegandi mannveru skapist órúfandi tengsl. Það er mikið rætt um ó- byggðaferðir um þessar mund- ir. Menn fara troðnar slóðir, feta í fótspor söguhetja forn- sagnanna, eða reika lítt kann- aða stigu. , Nýlega vakti mikla athygli ferðalag 5 manna á hestum frá Austurlandi yfir hálqndið til ♦ Kalmannstungu. Þótti það ferða lag vel af sér vikið og höfðu þeir félagar gott samstarf við flugvélar og ferðamenn. Þegar fréttamaður Mbl. las frásögn af ferðalagi þessu, minntist hann þess, að þegar hann sat í teiknitíma í Gagn- fræðaskóla Akraness fyrir nokkrum árum, þá heyrði hann frásögn af ferðalagi um svipað- ar slóðir. Það ferðálag var mik- ið þrekvirki og vel af sér vik- ið. Sögumaður og önnur aðal- persónan var Þórarinn Ólafs- son kennari á Akranesi, víð- frægur fjallagarpur. Þórarinn hefur gott lag á að hrífa áheyr- endur með í frásögnum af sín- um mörgu ævintýrum. f lifandi og léttri frásögninni er engu líkara en áheyrendur heyri þyt skógarins, boðaföll jökulánna og sjái fyrir sér víddir íslenzkr ar fjallanáttúru. , Ég náði tali af Þórarni, þar „ sem hann var við vinnu sína í húsgrunni einum. Þórarinn er meðalmaður á hæð, grann- vaxinn, kvikur og léttur í spori og hreyfingar hans bera það með sér, að þar fer maður, sem kann fótum sínum forráð jafnt á vegi sem vegleysu. Þórarinn samþykkti að greina f stuttu viðtali frá þessu ferða- lagi. Ég sagði honum, að mér findist ferðalagið hjá hesta- mönnunum bara ómerkilegt í samanburði við gönguferð þeirra félaga. Þórarinn hló við og sagði, að ég mætti stríða mönnunum, ef ég vildi. Nokkrum dögum síðar sat Þórarinn hjá mér og eftir að hafa fengið á borðið kaffi og hafrakex með bláberjasultu, þá hófum við samtalið. Gott kort höfðum við fyrir framan okk- ur og ættu lesendur að gera slíkt hið sama. Ég byrjaði eðlilega á því að leita að frumrót þessarar fjalla náttúru hjá Þórarni og spurði um uppruna hans. „Ég er fæddur að Nauteyri við ísafjarðardjúp 24. maí 1912. Gönguferðir og útilíf er ég al- in upp við og áhuginn hefur haldizt áfram.“ Eftir að hafa rætt um grenja ferðir, smalamennsku, skiða- ferðir og vestfirzka veðráttu, snerum við talinu að göngu- ferðinni umræddu. , „Hvernig varð hugmyndin að þessari gönguferð til?“ „Veturinn 1943—44 heyrði ég i útvarpinu ferðasögu síra Sig- urðar Gunnarssonar frá Hall- ormsstað um Vatnajökulveg. Skömmu seinna vakti ég máls á því við kunningja mína fyr- ir austan, hvort þeir væru með í að ganga hálendið frá austri til vesturs. Ég var þá kennari á Eiðum. Úr varð, að þrír tóku að undirbúa förina. Það voru Bergur Ólason frá Þingmúla 4 Skriðdal, Þóroddur Guð- % mundsson, þá kennari á Eiðum og ég. Því miður varð Þórodd- ur að hætta við förina, en við tveir vildum ekki láta það aftra okkur.“ „Var hugurinn ekkert ótta- blandin við tilhugsun um að verða á svo langri göngu, fjarri allri hjálp?“ „Óttablandinn og óttabland- inn ekki. Við gerðum okkur það ljóst, að ekkert mátti bregða út af. En við vorum Þórarinn Ólafsson ungir og hraustir og vanir volki.“ „Hvað höfðuð þið til farar- innar?“ „Við höfðum tvenna skó hvor, hlýjan fatnað og hlífðar- föt. Til matar höfðum við hangi kjöt, flatkökur, harðfisk, egg, baunir, súkkulaði, þurrmjólk og smjör. Smjörið reyndist okkur vel. Það er gott fyrir göngumenn að hafa með sér smjör og feitt flesk. í því er mikið af hitaeiningum í litlu magni. Suðuáhöld höfðum við, 60 m langa línu, áttavita og skíðastafi, sem voru líka tjald- súlur. Við tókum með okkur una úti við og var okkur boð- ið inn og veittur góður beini. Þegar við fórum vildi ég greiða fyrir veitingarnar. Hús- freyjan brást hin versta við og sagði það ekki sið í Jökuldal að taka peninga fyrir smá greiða.“ „Þið hafið gert áætlun fyr- ir ferðina og ákveðið hverja dagleið?“ „Við vorum búnir að athuga kortið vandlega og skipuleggja förina. tSundum voru dagleið- ir nokkuð langar en við héld- um þeim alltaf. Einu sinni þurft um við átján klukkutíma til að ná ákvörðunarstað." „Hvar höfðuð þið fyrsta á- kvörðunarstaðinn?“ „Að Brú, efsta bænum í Jök- uldal komum við kl. 11.30 og tjölduðum þar í túninu. Mót- tökurnar voru einstakar sem annars staðar í Jökuldal. Um morguninn héldum við í Laugavalladal, grösugan dal suðvestur frá Jökuldal. Um nóttina létum við fyrirberast á Laugavöllum. Þar var volgur lækur, sem við stífluðum og böðuðum okkar í. Þarna hefur einhverntíma verið mikið um jarðhita, því kísillag var mik- ið að þykkt og Ummáli. 3. ágúst héldum við inn yfir hálsinn milli Laugavalladals og Vesturdals og inn yfir Háumýr ar. Gengum við vestur yfir slétta sanda og gróðursnauðar sandöldur að Kreppulóni við Gæsadal. Þar syntu nokkrar gæsamömmur með unga sína. Leið okkur vel um nóttina. Daginn eftir héldum við að Kverká. í smálækjum þar hjá urðum við varir við silung. Það sýnir að eftir allt sem undan er gengið þarna, þá lifir silung- urinn ennþá. Kverká óðum við vel í mitt læri og var hún mjög straumhörð . Þá var kominn Bergur í rúistum úíilegumannak ofa í Hvannalindum. nafni sem þú villt, en þannig bjuggum við okkur: Bakpokana höfðum við á þeirri öxlinni, sem í strauminn vissi. Aðra ól- ina höfðum við lausa og gátum þannig með einu handbragði losað pokana, ef í nauðir ræki. Fötin bundum við ofan á pok- ana, en klæddumst sundskýl- um, skóm og sokkxnn, og stökk- um að ofanverðu.“ „Var ekki erfitt að standast strauminn?" „Þegar við óðum, þá krækt- um við olbogunum saman og höfðum þannig stuðning hvor af öðrum. Brotið lá þannig, að við gátum vaðið á ská undan straumnum. Með gagnkvæmum stuðningi og á ská í strauminn er hægt að standa nokkuð lengi. Við vesturlandið dýpkaði áin, svo að við gátum rétt tyllt nið- ur tánum. Þegar við komum upp úr ánni urðum við kolsvartir af sandrokinu. Undir Kreppu- hrygg þvoðum við okkur og fórum í fötin. í sandroki og rigningu náðum við Hvanna- lindum og neyttum þar hádeg- isverðar. Þorvaldur Thoroddsen getur þess, að Hvannalindir hafi fund ið Pétur Pétursson á Hákon- arstöðum á Jökuldal árið 1830. Staðurinn hefur áður verið griðarstaður sekra manna, því í hraunjaðrinum eru kofarúst- ir og mikið af kinda- og Jökulsá á Dal. Kláfferja. — Myndirnar tók Þórarinn Ólafsson. riffil og ætluðum að skjóta gæs ir, ef maturinn gengi tilþurrð- ar. Tjald höfðum við og tvo svefnpoka." „Þetta hefur verið mikill far- angur. Var hann veginn?“ „Hann reyndist vera 72 pund hjá hvorum.“ „Hvaðan lögðuð þið upp í ferðina?" „1. ágúst lögðum við Berg- ur á stað frá Egilsstöðum með áætlunarbíl, að Skjöldólfsstöð- um í Jökuldal. Þaðan gengum við inn Jökuldalinn. Á Hákon- arstöðum hittum við húsfreyj- kuldi, hvassviðri með sandroki. Sáum við aðeins hæstu tinda. Kreppa beljaði fram úr þröngu móbergsgljúfri. Nokkru neðar við gljúfrið var brot á ánni og ákváðum við að halda þar yfir og í Hvannalindir. Bergur hélt út í ána með línuna um sig en ég gaf eftir. Þegar 60 metra lín- an var öll komin út, tók áin Bergi í mitti. Hélt hann þá til sama lands.“ „Höfðuð þið ekki einhvern viðbúnað fyrir slíkar þrek- göngur?" „Þú mátt kalla þetta því hrossabeinum. Öll hafa stærri beinin verið brotin til mergj ar. Þarna fundum við dauð- an hest. Tókum við niður mark ið og við athugun seinna kom í ljós, að þetta var Skagfirð- ingur, sem horfið hafði úr Jök- uldal. Hefur heimþráin líklega leitt hann á refilstigu eins og Stjörnu hans Þorgils gjallanda. En það var á þessum slóðum, sem hann fékk hugmyndina að sögunni „Heimþrá." Um kvöldið var komið bezta veður, þegar við héldum yfir sandana að Kverkfjallarana. Útsýnið af hinum sundurgrafna rana var einstakt og hef ég aldrei notið svo dásamleg3 kvöldútsýnis Klukkan eitt um nóttina völdum við náttstað í sandorpnu apalhrauninu. Sterk ur hiti var og algert logn. Við hittum svo einstaklega vel á, að þegar litið var inn til Kverk- fjalla, þá stóðu reykir frá hver unum þráðbeint upp í loftið eins og marmarasúlur. Það var einstök sjón. Veður var afburða gott og við tjölduðum ekki heldur breidd- um það á sandinn og lögðum svefnpokana ofan á. Við vökn- uðum seinna um nóttina heldur óþyrmilega, því að komin var rigning og veður þungbúið. Við brugðum skjótt við og héldum til Jökulsár, því búast mátti við, að hún yxi til muna. Á hádegi náðum við austustu kvísl Jökulsár. Veður var hið versta og áin ekki árennileg. Kom okkur saman um að halda yfir þar sem við komum að henni. Var kvíslin um 140 m breið. Sýndist okkur brot vera þama á kvíslinni í boga og yrð um við að vaða helming leið- arinar móti straumi. Nú kannaði ég ána með lín- una um mig. Reyndist hún mjög straumhörð, og erfiðara að standa í henni en Kreppu. Sand ur var gljúpur og urðum við að ganga nokkuð hratt, því að ef við hægðum á, gróf þegar und- an fótum okkar. Fórum við að öllu eins og í Kreppu og fylgd- um brotinu móti straumnum, Óðum við ána undir hendur. Er upp úr kom lituðumst við um á melhóli einum, sem er eina mishæðin á svæðinu, en það er um 10 km breitt. Víða var sandbleyta og þurftum við að ganga samfellda vaðana yfir 3 km.“ „Sótti enginn kuldi að ykkur í þessu sulli?“ „Þetta vandist flj ótt, en það var eins og fæturnir dofnuðu upp og yrðu bara eins og þjós- ur. Veður fór batnandi og í Holu- hrauni var sólskin og vestan gola. Þarna þurrkuðum við fötin okkar, sem voru gegn- blaut eftir hrakveðrið um nótt- ina og morguninn. Hlífðarfötin dugðu ekki til. Eftir stutta hvíld héldum við upp undir Dyngjujökul. Þar sem ein kvísl Jökulsár kemur undan jöklinuir. gnæfir jökull- inn yfir þverhnýptur og svart- ur af sandfoki sem hamravegg- ur. Á leiðinni upp með kvísl- inni urðum við víða varir við víðihríslur og alls kyns skor- dýr. Hefur mér virzt, að hvergi á hálendi íslands sé sá blettur, sem skordýr í einhverri mynd er ekki að finna. Gengum við vestur jökulinn til að losna við að vaða verstu kvísl Jökulsár. Af jöklinum sá- um við að áin hvarf nokkru neð ar gersamlega í sandinn. Tjöld- uðum við á Urðarhálsi og voru þá liðnir 20 tímar frá því að við héldum frá Kverkfjalla- rana. Morguninn 6. ágúst héldum við yfir Urðarháls norðan Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.