Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 28
Lcmg stærsta og fjölbreyttasta blað landsins 194. tbl. — Laugardagur 28. ágúst 1965 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Blikfaxi, Fokker Friendship flugrvél Flugfélags fslands á flugvellinum á Vágar í Færeyjum við komuna þangað s.l. fimmtu dag. Heimamenn flykkjast að vélinni. — Sjá frétt á bls. Saltað á Rauf- arhöfn í gær Raufarhöfn, 27. ágúst. VEÐUR er nú gott hér í dag, sólskin og blíða, eftir undan- farandi illviðri. Á flestum eöltunarstöðvun er saitað í dag, en mjög ldtið þar sem fólk vántar til þess. Auk þess er síldin orðin nokkuð gömuil, meira en 20 tkna, og er smá og því gengur miki'ð úr henni. Veiði hefur verið lítil í dag, en þó eru bátarnir að kasta urn 170—200 mílur norðaust- ur af Raufarhöfin. — Einar. Washington, 27. ág. — AP. ♦ Bandarískir vísindamenn gerðu í dag 17. kjarnorku- tilraunina á árinu. Fór hún fram neðanjarðar í Nevada- auðninni, eins og hinar fyrri. Karjalainen til Mý- vatns og Akureyrar Akureyri, 27. ágúst. flugleiðis til Reykjavikur á morg un, laugardag. — Sv.P. Skotínu frestað ELDFLAUGARSKOXI Frakka frá Skógarsandi var enn frestað í gærkvöldi, nú vegna þess að engir segulstraumar voru í há- loftunum. Verður eldiflaiugiinini jafnvel skotið á loft í kvöld, en þó þóttu í giæcikvöldi líikur til að eikki yrði af skofiimu fyrr etn á sunnudags- kvöl'd. Þá eru láikur til sterkari segU'ks.trauma. KARJALAINEN, utanrikisráð- herra Einna, kom hingað í morg- un flugleiðis og tóku bæjarstjóri, bæjarfógeti og fleiri á móti hon- um á flugvellinum. Ráðherrann hélt síðan rakleitt austur að Mý- vatni, þar sem hann dvaldist í dag. Hann kom aftur síðdegis til Akureyrar og situr í kvöld veizlu í boði baejarstjórnar að Hótel KEA. Ráðherrann og fylgdarlið hans gistir hér í nótt, en heldur Dreginn til hafnar Patreksfirði, 27. ágúst. í MORGUN um kl. 11 óskaði mb. Gæfa GK 111 eftir aðstoð þar se*n vél skipsins var biluð út af Breiðuvík sunnan Patreks- fjarðar. Vélbá'turinji Jón Þórðarson, skipstjóri Sneebjörn Árnason, ilagði þegar af stað frá Patreks- firði bátnum til aðstoðar og kom með hann hingað til hafnar um | kd. 15:30. Var talið að um bilun í gír vélarinnar hafi verið að ræða. I Gekk vel að koma d'ráttartauig á mi'lli bátanna, en talsverður sjór var. Bkki voru menn á Gæfu í neinni yfirvofandi hættu, en báturinn var á handfæraveið um og er áhöfnin 5 manns. — 1 Trausti. ÍBildudal, 27. ágúst. KOLKRABBINN er kominn hér með miklu fjöri og hafa Jmenn fengið upp í 400 kg. á| |faeri yfir nóttina. Verðið er ca. 6 kr. fyrir kílóið, svo að menn hafa komizt upp 2.400 krónur á nóttu. k Allir sem vettlingi geta i valdið, bæði konur og börn, 7 stunda þessar veiðar og allar fleytur á floti. Kolkrabbinn1 er heilfrystur til beitu. Hann hefur veiðzt um allan fjörð- inn, þö fremur utar í honum ennþá. Afli hjá snurvoðarbátum I hefur verið allgóður og hafa i þeir gengið upp í 8 tonn eftir , sólarhringinn. Þrír bát—' stunda þessar veiðar. Mikil vinna hefur verið í { frystihúsinu við að vinna i fiskinn og krabbann. — Hannes. IVSikið um ber Patreksfirði, 27. ágúst. BERJAUPPSKERA hefur verSð miikil hér uim slóðir. Aðalliega 'hefur þar gætt bláberja og aðal- bláberja, en fólk óttast, að ekki verði hægt að hafa not af því sem áður, þar sem þegar hefur fennt á fjöli sl. 3 nætur. . Hver var orsök þess, að ekki náðist í fulltrúa SVFÍ? Sjóprófum haldið áfram vegna Þorbjarnar-slysins SJÓPRÓFUM í hinu hörmulega sjóslysi, er varð er vélbáturinn Þorbjörn RE-36 fórst og með honum fimm menn, var haldið á- fram í Hafnarfirði í gær. Svo sem kunnugt er hafa ýmsar sögur verið á kreiki um það, að mistök hafi orð- ið við björgunarstarfið og hefur Morgunblaðið reynt að afla sér sem sannastra sagna í málinu. Fyrir réttinn kom í gær Kristján Jónsson, loftskeyta- maður i Gufunesi, en hann var á vakt er slysið varð. — Kristján kvaðst hafa fengið tilkynningu um slysið, frá mörgum bátum, um kl. 1,32. Hann segist hafa heyrt bezt í Stafanesinu, en hins vegar ekkert frá hinum nauðstadda bát, Þorbimi. Hann segist þeg ar hafa hringt í síma Slysa- varnafélags íslands og í björg unarsveitirnar í Grindavík og Höfnum, en allt án árangurs. Þá hafi hann náð símasam- bandi við vitavörðinn í Reykjanesvita og hafi þá Kom ið kona vitavarðarins í sím- ann og sagt, að allt fólk þar væri á strandstað. Kvaðst hann hafa beðið konuna um að ná sambandi við björgun- arsveitirnar í Grindavík og Höfnum, og hafi henni tekizt það. Samkvæmt frásögn vita- varðarins, hafði einn báturinn sem var úti fyrir strandstaðn- um gefið það upp, að allir mennimir væm komnir í gúmbátinn. Hafði hann þess vegna farið við þriðja mann á strandstað, fundið gúmbátinn mannlausann, gert misheppnaða tilraun til þess að skjóta línu út í bátinn, og flýtt sér heim í vitann aftur. Þegar heim var komið, var kona hans að tala við björg- unarsveitimar í Grindavík og Höfnum, og hafi þau þá ítrek- að, að mennimir væru enn í hafsnauð staddir. Eins og kunn ugt er komu síðan björgunar- sveitimar á strandstað kl. 4,15 og tíu mínútum síðar var eina skipverjanum er komast af bjargað. Morgunblaðið hafði í gær tal aí Hannesi Þórði Hafstein og spurði hann, hverju það sætti að enginn neyðarsimi Slysavararfélagsins svaraði hina örlagaríku nótt. Hannes sagðist hafa komið heim um tvö leytið af samningafundi og verið vakandi fram til kl. 2,30 og hefði hann á því tíma bili ekki orðið var við neinar símahringingar. Um morgun- inn, er sonur hans fór að bera út Morgunblaðið, og allir vora vaknaðir, hringdi síminn aldrei, þrátt fyrir að bæði skrifstofustúlka Slysavarnar- félagsins, Jón Alfreðsson full trúi hjá félaginu, og björg- unarsveitin í Grindavík reyndu að hringja hann upp. Hann hafði síðan um hálf níu hringt úr sama síma, og náð þá sambandi út i bæ, og eftir það virtist síminn kominn í lag. Það virðist því, sem eitthvað hafi verið að símanum. Morgunblaðið hafði enn- fremur tal af tveimur starfs- mönnum bæjarsímans. í fyrsta lagi Ágústi Geirssyni, stöðvar stjóra í Grensárstöð, og sagði hanin að prófað hefði verið, sambanðið milli viðkomandi Kristján Jónsson loftskeyta- maður í Gufunesi, er var á vakt er „Þorbjöm“ fórst. númera, en ekkert óeðlilegt komið fram. Hins vegar hefði verið skipt um talsímatæki á heimili Hannesar Þórðar Haf- stein og væri það í rannsókn hjá bilanaeftirliti Bæjarsím- ans. Þá tókum við tali Vilhjálm Vilhjálmsson, yfirmann í bil- ariadeild. Hann sagði, að próf- unum væri ekki að fullu lok- ið, en þær væru mjög tíma- frekar. Aftur á móti hefði símatæki Hannesar verið gam alt og gæti slík tæki brugðizt Vilhjálmur Vilhjálmsson yfir- maður í bilanadeild Bæjar- símans og siminn er um get- ur í greininni. í svo sem eitt skipti af þús- und. Við nánari athugun tæk- isins í gær, kom í ljös, að takk ar þeir, er heyrnartólið þrýst- ir niður, vom óþjálir, þannig að ef tólið var látið á símann með vissum hætti, fóra takk- arnir ekki náður nema til hálfs, en í slíkum tilfellum hringir síminn ekki, þó að þeim er hringir í hann virð- ist hann gera það. Er þetta sennileg skýring, hversvegna ekki náðist samband við Hanin Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.