Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.08.1965, Blaðsíða 17
Laugardagur 28 ágúst 1965 MORGUNBLAÐIÐ 17 Tálgusteinninn með k rossmarkinu. - Graenlendinga Fraimlbadd. aí bls. 12 bæinn stendur við og inn í hátt birkikjarr, grsenlenzkir fálkar flögruðu yfir höfði okk- ar og létu heldur illa, enda áttu þeir hreiður í grenndinni. Bærinn stendur hjá rústum hinna gömlu landnema, enda eru býli Grænlendinga yfir- leitt reist á sömu stöðum og býíi landnemanna. Frú Lund býr í Kanisartut og voru mót-" tökur hjá henni frábærar. Áður en hún kom til íslands fyrir tveimur árum hafði hún aldrei komið út fyrir landsteina í Grænlandi, en hún er ágæt- lega menntuð og viðlesin kona, er átti gott bókasafn á dönsku og grænlenzku. Frúin er rit- stjóri sauðfjárræktartíðinda, sem grænlenzkir bændur gefa út. f>au hjónin, en maður henn- ar, er heitir Henning Lund, var ekki heima þennan dag, hann var á sveitarstjórnarfundi í Julianeháb, hófu þarna búskap og hámu land fyrir rúmum 20 árum, þá blásnauð, en nú hafa þau um 900 ær og tvær kýr. Fékk ég þar mjólk að drekka. Frú Lund er mjög söngvin og hefur samið bæði ljóð og lög og það var mikið sungið og spilað á ágætis slaghörpu, er þau hjón eiga. — Næsta dag héldum við ferðinni áfram og héldum til Suður-Igalikó (Suður-Garðar), sem er dálítið byggðahverfi, jþar sem 6 fjölskyldur búa og hafa 2400 ær til samans. Ná- lægt Suður-Görðum var býli mikið, er hét undir Höfða, en þar er nú allt í eyði enn. Um 25 km fyrir innan Höfðarústirn ar var að fornu mikið býli, en nafn þess er nú gleymt. Það hefur staðið mjög nærri magin- landsísnum, en þó er þar hlýtt á sumrin. — Er mikil rækt í Suður- Görðum? — Ég kom á tvö heimili í Suður-Görðum, en jarðvegur virtist mér heldur þurr og sendinn, en þar var einkenni- lega mikið af fallegum villi- ertum og var mér sagt, að þær yju gjarnan í kringum gömlu rústirnar og bendir það til þess, að islenzku landnámsmennirnir hafi flutt með sér þessa jurt, enda er hún sögð góð lækning- arjurt. Hún mun vaxa víða hér á landi. Við stóðum þarna við í tvo tíma og héldum svoáfram. Yfirleitt virtist mér lítið fugla- líf vera, þar sem ég fór um, en á sandrifi innarlega í firð- inum sá ég fimm haferni í hóp. Annars var krummi gamli þarna víða á ferð. Frá Suður- Görðum héldum við að biskups setrinu að Görðum og þar tók Peter Motzfeldt, sem er höfð- ingi staðarins á móti okkur og vorum við gestir hans á meðan við stóðum við á Görðum. Það var mjög skemmtilegt að koma að Görðum. Þar eru um 50—60 rústir eins og t. d. dómkirkju- rústin, rúst biskupssetursins og fleiri bæja frá tíð landnem- anna. Einnig var þarna forn brunnur, sem var hið ágætasta vatnsból. Þarna í Görðum býr einnig Hans Egede með konu sinni Klöru. Hans er gamall veiðimaður, sem segist hafa drepið fyrstu tófuna 12 ára gamall. Hann hefur unnið marga seli og einn hvítabjörn. Það var einmitt hann, sem sagði við mig, að hann hefði mörgum steininum stolið úr rústum landnemanna fornu. Því miður hefur friðunin verið of seint á ferðinni. Ég rölti þarna um rústirnar og gekk þá fram á mann, sem spyr mig, hvort ég vildi ekki skoða hús Frey- dísar, j en hún var eitthvert mesta skass og glæpakvendi, sem Grænlendingasaga segir frá. Mér þótti einkennilegt að heyra svona til orða tekið og fór með manninum að skoða rústirnar, en ekki veit ég, hvort fornleifafræðingar leggja mikið upp úr þessari sögu. Svo var eins og vant var mikil veizla haldin í þorpinu og mættu þá allir. er vettlingi gátu valdið til fundarhússins. Voru ræðu- höld talsverð og lýstu græn- lenzku bændurnir, sem höfðu fengið íslenzk verkfæri að gjöf, orf, ljái ©g hrífur, yfir því, hvað þau íslenzku væru miklu betri og traustari, en þau dönsku. — Grænlendingar eru rausn- ar menn heim að sækja? 9* — Maður var alls staðar leystur út með gjöfum. í veizl- um búnaðarfélaganna fékk mað ur ýmist góðar bækur- eða undrafagra grænlenzkan heim- ilisiðnað eins og t.d. muni gerða af perlusaumi o. m. fl. — Næsta dag átti að halda aftur til Julianeháb, en það fór á aðra leið, en til var ætlazt, því að hann blés upp á suð- austan, svo að sjór varð gjör- samlega ófær fyrir fféytuna okkar. Það var komið rok strax árla morguns. Ég fór út og undraðist, að vindurinn var hlýr eða 25 gráður. En hvað um það, við urðum að bíða betra veðurs, og ekki var amalegt að vera veðurtepptur hjá Peter Motzfeldt. Þar var margt skemmtilegt fólk og notuðum við daginn til þess að fara yfir eyðið milli Einarsfjarðar og Eiríksfjarðar til þess að heilsa upp á Jens Simonsen ungan grænlenzkan bónda, sem er að reisa sér býli, þar sem að fornu hét Falgeirsvik. Jens er 25 ára gamall og áreiðanlega maður sem veit, hvað hann vill. Hann hafði þegar reist stórt fjárhús og hiöðu Og notar byggingar- efni frá flugvellinum. Þá var ræktunin mjög til fyrirmyndar hjá honum og virtist mér ekki unnt að gera neitt af því, sém hann tók sér fyrir hendur bet- ur. Hann er einhleypur, en allt stendur það til bóta, því að hann er trúlofaður dóttur eins mesta fjárræktarbóndans í öllu héraðinu. Hjá Jens sá ég tjóðr- aðan stóðhestinn. sem Búnaðar- félag íslands gaf Grænlending- um í fvrra og var hann vel hald inn. Við héldum svo til baka og áttum mjög skemmtilegt kvöld hjá Mötzfeldt-hjónunum. Þess má geta hér, að við Garða hitti ég íslenzkan mann Harald ólafsson fil. cand., styrkþega háskólans, sem var að koma til Grænlands til þess að kynna sér líf og menningu Grænlend- inga og slóst hann í för með okkur morguninn 9. júlí, þegar við fórum frá Görðum. Frá Görðum héldum við til Kanis- artut og þar skildi frú Lund við okkur og fór Haraldur með henni heim. Ég kvaddi frú Lund með söknuði og þakklæti, því að hún var framúrskarandi leiðsögumaður, sem fræddi mig um allt, er ég vildi vita. Um kvöldið var svo komið til Juli- aneháb, þar sem gist var um nóttina. — Nú naut ég leiðsagnar Louis A. Jensen sauðfjárrækt- arstjóra og konu hatxs, sem er grænlenzk og túlkaði hún fyrir mig. 11. júlí kvaddi ég Juliane- háb, þvi að þangað Stti ég ekki afturkvæmt í þessari för og sigldum við inn Eiríksfjörð og komum við á tveimur bónda- býlum vestan megin við fjörð- inn. Fyrst komum við til Ado Knudsen, sem býr þar ágætu búi og hefur 1000 ær. Þar sá ég fjárhelli, sem tekur 400 fjár og er hellirinn gerður af gam- alli hleðslu og munu landnem- arnir hafa notað hann að fornu, en það gerir Ado líka. Mér var sagt, að Ado hefði verið í Danmörku í tvö ár og ekki hefði komið danskt orð fram yfir hans varir á meðan hann dvaldi þar. Þegar heim kom og hann fór að reisa bú, kom í ljós, að hann hafði tekið fádæma vel eftir öllu, sem fyrir augu bar Og ber starf hans allt vitni um einstaka verkhyggni og dugnað. Nú ætlar hann að raflýsa hjá sér og er í því skyni búinn að stífla læk og gera mikla uppistöðu. Hann hafði sett mokstursáhöld á dráttarvélina og kunni vel með það að fara. Það var auðséð á öllu, að þar var sjaldséður dugnaðarmaður að verki. Það er undarlegt að hitta svona menn, sem þó eiga ekki nema tvo ættliði aftur í tímann að rekja til frumstæðra veiðimanna. Frá Ado fórum við til annars mikilhæfs fjárbónda, sem hefur reist bæ sinn í mjög fögrum hvammi, innarlega í Ei- ríksfirði. Þetta er svo fagur staður, að mér þótti undarlegt að Eiríkur rauði skyldi ekki hafa reist bæ sinn á þessum stað. Allt var þarna með hinum mesta myndarskap, jafnt innan húss sem utan. íbúðarhúsið er orðið gamalt en búið var að reisa undirstöður nýs húss 120 fermetra að stærð ög er kjall- ari undir því öllu. Húsaviður kemur allur tilskorinn frá Dan- mörku og það stóð til, að húsið yrði tilbúið í haust þannig, að unnt yrði að flytja í það. Þarna voru fjögur tún og ágætir kart- öflugarðar 1 fyrra seldi Adolf Lund, en það er bóndinn á bænum, 100 poka af kartöflum. Eitt er mér minnistætt frá þess um bæ og það er bæjarlækur- inn og allt það blómaskrúð. er vex umhverfis hann. Sjaldan hef ég séð fegurri breiður af eyrarrós en þarna. Þá má nefna mjaðarjurt. ætihvönn, sæhvönn, gulvíði- og grávíðirunna o. m. fl. Fjallið við bæinn er og víði vaxið upp eftir öllu. Þegar horft er niður úr hlíðinni og út yfir mýrina má sjá reglulegan blett. sem er nokkru lægri, en mýrin sjálf. Ég sá undireins, að hér var um að ræða mógrafir hinna fomu landnema. Þar sem mjög lítið er um mýri í Græn- landi eru slíkar grafir sjald- séðar þar og munu stungurnar vera fáar í þessari mýri. Það var liðið talsvert að kvöldi, þegar við fórum yfir til Narssarsúak, en þar lögðum við bátnum við hafnarbakkann og sváfum í honum um nóttina og hreyfðist báturinn ekki, svo mikið var lognið. — Hvenær farið þér svo að Brattahlíð? — Hinn 12. júlí var síðasti dagurinn minn í Grænlandi og árla morguns fórum við að Brattahlíð, höfuðbóli Eiríks- rauða. Eiríkur hafði kannað landið víða, áður en hann á- kvað búsetu sína, hafði m. a. vetursetu á 2 eða 3 stöðum áð- ur. Það er auðskilið, hvers vegna hann valdi Brattahlíð sem bústað. Gangi maður upp í hlíðarnar fyrir ofan bæinn séet, að þar er víðlendi mikið og víðsýnt og harla fagurt um að litast. Þarna búa nú um 20 fjölskyldur og lifa að mestu á sauðfjárrækt, en þar eru alls um 6400 fjár. Þegar við stigum á land tók Eiríkur rauði Fred- eriksen 'á móti okkur og bauð okkur til matarveizlu um kvöldið í fundarhúsinu. Eirík- ur rauði er maður á bezta aldri, svarthærður, en hann er fædd- ur sama ár og forn-leifafræð- ingarnir hófu rannsóknir á bæ Eiríks rauða og því þótti föður hans til hlýða að nefna dreng- inn þessu nafni. Mig langaði til að heimsækja hjónin Mari- ane og Hanserak Frederiksen í Tasiussak við ísafjörð, en Hans erak er bróðir Eiríks rauða. Þeir eru synir Otto Frederik- sen, sem áður bjó ( Brattahlíð, en hann var sá, sem fyrstur hóf sauðfjárrækt í héraðinu. Hann á fjóra syni, sem allir eru ágætir fjárbændur í hverfinu. Hjónin í Tasíussak voru hér á Islandi fyrir tveimur árum. Það er tveggja tíma gangur yfir heiðina milli Eiríksfjarðar og ísafjörður og er það ákaflega falleg leið. Gaman var að horfa niður á Eiríksfjörð, sem var all ur fullur af borgarís, er kemur frá skiðjöklunum innst inni í firðinum. Leiðin liggur víða um mannhæðarhátt birkikjarr. Fé var á beit víða í brekkunum og í einni sá ég 20 ær í hóp og þar af voru 13 mislitar. Þegar kem- ur niður af heiðinni verða fyrir manni miklar bæjarrústir um 25 hús á víð og dreif. Þau hjón- in eiga 9 börn og er elzti son- urinn að reisa nýbýli og mun faðir hans afhenda honum 300 fjár til að byrja með, en þó mun hann eiga 900 eftir. Við dvöldum þarna í nokkrar klukkustundir og sýndi Hans- erak okkur ýmsa muni, er kom ið höfðu upp við uppgröftinn. Hanserak átti, þótt undarlegt sé yakuxa, sem er af kyni, er ættað ér frá Tíbet. Þetta eru harðgerðar skepnur og mikið loðnar. Þannig stóð á þessari uxaeign að dýragarðurinn í Kaupmannahöfn átti allmarga kálfa af þessari tegund og gerði fyrirspurn til Grænlendinga, hvort grænlenzkir bændur vildu ekki fá nokkra kálfa. Hanserak fékk tvo og hefur þeim fjölgað eitthvað, en þeir ganga úti sum- ar sem vetur. Bolamir eru all- miklu stærri en kýrnar og í haust sem leið slátraði Hanserak einum uxanum og vó kroppur- inn ti'l gerður 200 kg. Ég sá ekki uxana, en þeir voru á beit uppi í fjöllum al'llangt frá bæn- um. Mér er þessi koma til Tasi- ussak minnisstæð, því að mynd arbragur var á öllu, er ég sá þar. Á leiðinni til baka að Brattahlíð tókum við eftir svartri rollu, sem var með svart lamb. Þegar niður í byggð ina kom hittum við bónda, sem spurði, hvort við hefðum séð svarta rollu uppi í hlíðinni. Við játtum því og segir þá bóndinn. „Þetta er elzta rollan mín, hún varð 18 ára í vor. „Jénsen þótti þetta svo merkilegt, að hann tók myndavélina sína og sneri við til þess að taka mynd af þeirri gömlu. — Hvað um rústirnar í Brattahlíð? — í Brattahlíð er mikið um rústir eftir afkomendur land- nemanna, sem bjuggu þar í 500 ár. Þarna fannst fyrir þremur til fjórum árum mikil rúst af kikju, er Þjóðhildur kona Ei- ríks rauða lét gera um árið 1000 „eigi allnærri bænum". Danskir fornleifafræðingar hafa nú grafið rúst þessa upp og ailan kirkjugarðinn. Þeir hafa mælt allar beinagrindiur, sem voru margar og er afar fróðlegt að sjá vinnuaðferðir þeirra og nákvæmni. Verkinu verður að öllum líkindum lokið í haust og voru grænlenzkir verka- menn þegar teknir að tyrfa yfir allt aftur. I sunnanverðum kirkjugarðinum hafa verið grafnir hávaxnir menn, en norðan við kirkjuna voru allar beinagrindur talsvert minni, rétt eins og um stéttaskiptingu hafi verið að ræða eftir dauð- ann sem oft vill verða í lífinu. Á einum stað í garðinum voru' allmargar beinagrindur hlið við hlið að heita mátti og álíta menn, að þar sé heimiiisfólk Þorsteins Eiríkssonar. Það lézt af drepsótt, sem sagt er frá íw Eiríkssögu, og hafa líkin verið flutt að Brattahlíð og jörðuð þar við kirkjuna. Ekkja Þor- steins, Guðríður Þorbjarnar- dóttir átti seinna Þorfinn karls- efni eins og kunnugt er. Mig langar að taka það fram hér, að Grænlendinga langar til að hafa meiri kynni af okkur ís- lendingum, en sannast að segja, hafa þau verið næsta lítil hing- að til, þó að þeir séu næstu ná- grannar okkar. En nú hefur hin langa leið milli landanna stytzt síðan flugvélarnar komu til sögunnar. — Hver er sá hlutur, er þér voruð leystir út með frá Græn- landi og yður þykir vænst um? — Sú gjöf, sem mér þótti vænst um að eignast er lítill helgigripur, gerður af Græn- lendingunum fornu úr tálgu- steini. Hann fannst fyrir 25 ár- um síðan innst inni í Einars- firði á bænum ,sem liggur næst jöklinum. í hann er grafið krossmark djúpt og vel gert og gat er á öðrum endanum, því að vafalaust hefur hann verið borinn sem verndargripur, enda þótt hann sé 300 gr að þyngd. Grænlendingurinn, sem fann hann og hafði geymt hann um aldarfjórðung, sagði við mig: „Þetta voru þínir frændur, sem áttu þarna heima og þess vegna átt þú að eiga þennan kross“. — Og nú fer síðasti dagur- inn að verða að kvöldi kom- inn — Já um kvöldið var veizla, en að henni lokinni gengum við til strandar og Grænlend- ingarnir fylgdu okkur niður á klappirnar Yeiðimaður var þar nýkominn af sjó, frá að vitja um net sín. „Ég fékk þrjá laxa“, sagði hann, „vilt þú ekkl gera mér þá ánægju að þiggja þá af mér og taka þá með þér til íslands “ Þannig atvikaðist, að ég „veiddi“ þrjá silfurglitr- andi sjóbirtinga á Grænlandi, enda þótt ég skildi veiðistöng mína eftir heima. Ég vildi ekki eyða tímanum vestra í veiði- skap. — Þegar báturinn, sem flutti okkur út í vélbátinn fór frá bryggjunni sungu Grænlend- ingar okkur úr hlaði, þar til við komum um borð. Var það síðasta kveðja þessa góða og gestrisna fólks til íslendingsins. — Louis A. Jensen og frú hans skildu ekki við mig fyrr en farangur minn var kominn á flugvöllinn í Nassarsuak, en þá var liðið fram yfir miðnættL Klukkan rúmlega fimm hóí Straumfaxi sig til flugs. Það var bjart yfir Eiriksfirði hið innra, en þykknaði upp, er utar dró. Faxi hækkaði sig upp yfir skýin og við sáum ekkert nema ský alla leiðina, unz við komum yfir Reykjanes. — En Grænland er jafnan ofarlega í huga mér eftir þessa ferð, sagði Ragnar Ásgeirsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.