Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1974 ^ 22-0-22- RAUÐARÁRSTIG 31 _______________/ BÍLALEIGA CAR RENTAL TS' 21190 21188 TEL 14444 • 25555 OM-MMTAL- I Hverfisgötu 181 86060 <g BÍLALEIGAN 5IEYSIR CAR RENTAL 24460 Í-HVERJUM BÍL PIOMŒŒR ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga.— Sími81260. Fimm manna Citroe'n G S station. Fimm manna Citroen G.S. 8 — 22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m bílstjór- um|______________________ Bílaleiga CflB BENTAL Sendum 41660 -42902 -SKODA EVÐIR MINNA. Shodh taoAt AUÐBREKKU 44- 46. SiMI 42600. Hentistefnan hælir sér Það er alltaf broslegt að heyra framsóknarmenn fjalla um. hver hugmyndafræðilegur grundvöllur Framsóknar- flokksins hafi verið gegnum árin og sjá hvernig þeir komast að þeirri niðurstöðu, að Fram- sóknarflokkurinn sé hið eina trausta afl í íslenzkum stjörn- málum — eini flokkurinn, sem fvlgt hafi upprunalegri stefnu sinni, og því eini flokkurinn á landinu, sem sé treystandi. Einn slíkur pistill birtist f sunnudagsblaði Tímans undir yfirskriftinni „Aukið mikil- vægi umbótastefnunnar". í pistli þessum er fjallað um það fjálgum orðurn, að Fram- sóknarflokkurinn hafi alla sína tíð byggt á mótaðri pólitískri stefnu, sem í raun hafi verið höfuðandstæðingur hvers kyns öfgastefna. Svo er að heyra sem allir aðrir íslenzkir stjórnmála- flokkar séu öfgaflokkar, sem standi saman gegn hinni ígrunduðu framsóknarstefnu. Klykkt er út með orðunum: „Stefna Framsóknarflokksins hefur reynzt sígildasta stefnan, og þess vegna hafa aðrir flokk- ar horfið meira og minna til liðs við sjónarmið hennar í orði kveðnu." Því eru takmörk sett, hvers konar bull hægt er að bjóða mönnum uppá. Allir vita, að Framsóknarflokkurinn hefur aldrei haft neina mótaða grundvallarstefnu. Þetta sést t.d. á því, að í öðrum löndum þekkjast engar hliðstæður við Framsóknarflokkinn. Og hverj- um öðrum en ritstjórum Tímans dettur í hug, að hinn íslenzki Framsóknarflokkur hafi einn allra flokka í vest- rænum heimi fundið sannleik- ann f pólitíkinni? Sannleik- urinn er sá, að Framsóknar- flokkurinn hefur alla tíð verið hið mesta viörini í stjórnmál- um. Hann tekur á hverjum tíma upp í stefnuskrá sfna þau slagorð, sem hann telur, að bezt muni falla í kramið. Hann er og hefur alla tíð verið hentistefnu- flokkurinn í íslenzkum stjórn- málum. Það má auðvitað til sanns vegiir færa, að henti- stefnan sé eina sfgilda stefnan á tímum þeirra umbyltinga á stjórnmálasviðinu, sem átt hafa sér stað á undanförnum árum og áratugum. Ef nú leitað er í Tímauistlin- um að því, f hverju hin „pott þétta“ stefna Framsóknar- flokksins sé fólgin, sem aðrir stjórnmálaflokkar séu nú sem óðast að tileinka sér, rekst mað- ur á þessa upptalningu: náttúrulegt mannlff, valddreif- ing, byggðajafnvægi, smærri rekstrareiningar, samfara sam- vinnustefnu, félagslegt öryggi og þjóðleg sjónarmið. Hvað er nú svo einkennandi fyrir Fram- söknarflokkinn í þessari upp- talningu slagorðanna? Svarið er einfalt: Ekkert. Þetta eru slagorð, sem ekki hafa neina sérstaka merkingu, sízt af öllu í munni framsóknarmanna, og allir fslenzkir stjórninálaflokk- ar geta skrifað undir, þö að vfsu sé þar um mismunandi skilning að ræða á einstökum slagorðum. Þó má sennilega með réttu segja, að Alþýðu- bandalagið taki ekki undi.r slagorðið um náttúrulegt mannlíf. Það væri kannski helzt samvinnustef nan, sem Framsóknarflokkurinn getur talið einkennandi fyrir sig. Enda er þar um atriði að ræða. sem hefur ekkert með grund- vallarsjónarmið í stjórnmálum að gera, og ekki verður séð að aðrir flokkar hafi horfiö til. Að kunna Framsókn Framsókn er bara Framsókn. Einhvers konar fagurgali, sem hljómar með mismunandi til- brigðum á hverjum tfma. Það koni líka í Ijós, þegar hinn sprenglærði stjórnmálaprófess- or, Olafur Kagnar, kom heim frá námi erlendis og taldi speki sína mundu gera langþráðan frama sinn innan Framsóknar- flokksins að auðveldlega fengn- um raunveruleika. Hann kom útbólginn af speki um hvers konar grundvallarviðhorf f stjórnmálum þess fullviss, að hann mundi á skömmum tfma heilla framsóknarmenn með lærdómi sfnum. Hann hélt fundi, belgdi sig út f ræðustóln- um og flutti mál sitt með meitluðum kennisetningum. En hvað skeði? Hann beið skip- brot. Fékk engar undirtektir hjá flokksmönnum undir háfleyglegheitin. Hann hafði gleymt þvf sem skipti máli fyrir hann. Hann hafði gleymt að læra Framsókn. en einnig miðað við aðstæður, er þetta mjög góð sýning af hendi leikara og leikstjóra, sem þó verður ekki komizt hjá að finna örlítið að. Ég sagði áðan, að umbúnaður leiksins væri þannig, að nú gæti hann hafizt eins og skýr, köld, en blæbrigðarík ítölsk sónata. En hér verður að leggja fram spurningu: Hefur hugmynd leikstjórans um aðlögunina að dýrunum kosti eða galla fyrir leikarana — og þá á ég aðallega Leikfélag Reykjavíkur: við aðalhlutverkin, Mosca og Volpone? Ókunnugleiki á að fara með bundinn texta svo ánægjulegt sé kom fram við túlkun Péturs Einarssonar á bragnum. Hvort hann gat ekki, svo vel væri, fyllt út í fluguhugmynd leik- stjórans, eða hvort flugan heft- ir tjáningarmöguleika hans er nokkuð, sem ég get ekki svarað, en niðurstaðan, það sem við fengum að sjá, var ekki eins þokkafullt og á hefði verið kosið, ef til vill m.a. af því, að leikarinn er ekki eins vel þjálf- aður, hefur ekki eins mikið vald og skyldi? Helgi Skúlason leikur’ titil- hlutverkið, Volpone, og gerir það á margan hátt mjög vel. Helgi hefur sýnt það margoft, að hann er snjall leikari, nú síðast í Svörtu kómedíunni, þar sem hann leikur af miklu valdi og kunnáttu. Því þarf það þá að gerast, að túlkun leikarans er gerð þrengri, fátæklegri, blæ- brigðasnauðari vegna vald- níðslu á röddinni? Helgi Skúla- son ætti auðvelt með að slípa enn fleiri glampandi fleti á þennan demant, sem Volpone er. Sérstaklega í fyrri hlut- anum, þar sem talið er aðal- atriðið, hefði mátt auka á ánægjuna, auðga listina ef túlk- unin hefði ekki raddlega verið svona afkáralega „forseruð". Af öðrum leikurum vil ég sérstaklega geta Brynjólfs Jó- hannessonar, sem leikur Cor- baccio og setur þar saman átak- anlega skýra mynd af þessum okraraöldungi, sem er að haltra niður í gröfina, en er enn al- gjörlega á valdi gullsins. Jón Sigurbjörnsson gefur okkur líka kannski enn átakan- legri mynd af því, hvernig gull- græðgin gerir menn heimska og siðblinda. Aðrir leikarar skiluðu hlut- verkum sinum af miklum sóma. Af leikurum aukahlutverka, kemst ég ekki hjá að geta eins, Kjartans Ragnarssonar, sem leikur lögregluforingja, hlut- verkið er að vísu lítið, en ég get ekki betur séð en að úr hengsla- legum strák, með röddina hálf- kæfða aftan í hálsi, eins og hann kom mér fyrir sjónir fyrst þegar ég sá hann á sviði, væri orðinn uppréttur karlmaður með hljómmikla og sterka rödd. List er vinna. Þorvarður Helgason. Pétur Einarsson, Brynjólfur Jóhannesson og Helgi Skúlason í hlutverkum sínum. Volpone Höfundur: Ben Jonson, Stefan Zweig Þýðandi: Asgeir Hjartarson Leikstjóri: Steindór Hjörleifsson Leikmynd og bún.: Steinþór Sigurðsson Leiksýningin hefst með myrkvun og björtum tónum hins klingjandi gulls, sem breytist yfir í þunga og hátt- bundna hrynjandi dans mann- anna kringum gullkálfinn, þessi táknrænu hljóð eru síðan rofin af einurn leikaranum; Mosca (Pétur Einarsson) fer með braginn um gullið og dans- inn í kringum það. Þar með er búið að gera leik- húsgestum mjög vel ljóst, að það á að fara að sýna þeim dæmileik, engan persónulegan harmleik, heldur dæmileik um gullgræðgi mannsins — og um leið og tjaldið fer frá verður þetta enn ljósara, okkur er sýnd glæsileg stofa i feneyskri höll, björt og litrík, og nú getur leikurinn hafizt, skýr og kald- ur, bjartur og skemmtilegur eins og ítölsk sónata fyrir harpsíkord. Og það er líka það sem gerist í flestu tilliti,- Leikstjói-inn hefur valið þann kost að Játa ytri búnað hverrar persónu tengjast að einhverju marki því dýri, sem hún er heitin eftir, t.d. sleikir Mosca á sér varirnar á líkan hátt og flugan strýkur yfir trýn- íð á sér og þau hjónin Corvino (Jón Sigurbjörnsson) og Col- omba (Valgerður Dan) hafa göngulag, sem minnir á fugla, og auðvitað Volpone, (Helgi Skúlason) refurinn sjálfur, er rauðbirkinn, rauðhærður með rauða skeggtotu og Helgi er auk þess grannur og snöggur í hreyfingum. Tjöld og búningar Steinþórs Sigurðssonar eru mjög þýðing- armikill þáttur í þeim árangri, sem næst með þessari sýningu, þau skapa litríkt andrúmsloft hins tilbúna heims leikhússins. Þýðing Asgeirs Hjartarsonar er falleg og mjúk, laus við alla þýðingarhnökra. — og yfirleitt, STAKSTEINAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.