Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1974 Þessar staSreyndir urðu upphaf starfs að breytingum á hafréttar- lögum. Austur-Evrópuríkin drógu auðvitað strax úr málinu, en þró- unarlöndin kröfðust aðgerða. Og frá 1970 kröfðust Bandaríkja- menn alþjóðlegrar hafréttarlög- gjafar til verndar alheimshags- munum sínum varðandi siglingar. Hafréttarráðstefnan-en á henni sitja 140 sendinefndir — skiptist í 3 hluta: Fyrsti hlutinn á að fjalla um skipulagningu og málarekstr- urinn. Hefst ráðstefnan vikuna 3—10. desember og byrjar þá erf- iðasta og flóknasta ráðstefna, sem haldin hefur verið í 28 ára sögu S.Þ. Algert skilyrði fyrir að ráð- stefnan heppnist, er einhvers konar reglugerð gegn úrslitavaldi lítils meirihluta, og málaflutn- ingsklækjum. Það er e.t.v. enn meir undir málatilbúningnum komið, en sjálfum umræðunum, hvort hafréttarsamþykktirnar nái framaðganga. , Vanþróuðu ríkin krefjast þess, að hreinn meirihluti verði látinn ráða, en iðnaðarríkin leitast við að ná sem mestri samstöðu um tillögur til að koma í veg fyrir, að ríki, sem lítilla hagsmuna hafa að gæta, geti ráðið úrslitum í skjóli meirihluta. A öðrum hluta ráð- stefnunnar, sem stendur frá 20. júni til 29. ágúst 1974 í Caracas, verður fjallað um hafréttarmál- efnin á sem breiðustum grund- velli. Ef ekki verður samið, en það óttast menn, mun ráðstefn- unni haldið áfram í Vín 1975. Einmitt í þeim breytileika, sem felst í fundarstöðum, kemur fram mismunurinn á þessari ráðstefnu og þeirri, sem haldin var í Genf 1958 og 1960. Undirbúningsvinnu við þessa nýju grein þjóðréttarfræðinnar leystu sérfræðingasveitir S.Þ. af hendi ásamt Allsherjarþinginu. Þessi afskipti stofnana S.Þ. af lög- hvekjum HEYRIR HAEIÐ TIL? Kína og meirihluti nýfrjálsra þjóða, sem hafna þeirri hafrétt- arlöggjaf, sem nú er í gildi, á þeim grundvelli, að gildandi lög séu tæki í höndum iðnveldanna, til að kúga aðrar þjóðir og stunda rányrkju. Krafizt er nýskipunar hafréttarmálefna til að verjast „herskipadiplomati" herveldanna og tryggja öllum þjóðum skerf af auðæfum sjávar. Þegar Austurríki varð fyrir val inu sem ráðstefnustaður 3. hluta ráðstefnunnar, voru þar hafð- ar fyrir augum þær þjóðir, sem engra hagsmuna hafa að gæta yarðandi útfærslu landhelgi þjóð- anna. Þessar þjóðir eru um 30, og þar að auki eru u.þ.b. 60 þjóðir, sem hafa takmarkaðan aðgang að heimshöfunum. Af þessu leiðir, að rúmur helmingur þeirra þjóða sem þátt taka í ráðstefnunni, hafa annaðhvort alls engan aðgang að höfunum, eða mjög takmarkaðan. i rauninni geta þessar þjóðir ekki hindrað þær, sem vel liggja að sjó, í að nýta sér sjávarauðinn að eig- in geðþótta, en hugsanlegt er, að þau setji þau skilyrði fyrir út- færslu landhelginnar, að viðkom- stefnuna í Caraeas, munu vera nær tveir tugir. Ef nánar er að gáð, skiptast málin niður í tvo hópa: Þau, sem fjalla um haf- svæði fjarri landi, og þau, sem nær landi eru. Athygli þeirra 117 þjóða, sem land eiga að sæ, beint- ist aðallega að vaxandi rányrkju og mengun grunnsævis, og hvað varðar öryggi, arðrán og viðhald fiskstofna. Einmitt víðátta þeirra haf- svæða, sem strandríkin krefjast sér til handa (þ.e.a.s. landhelgin eða fiskveiðitakmörk), verður aðalvandamálið í Caracas. 'Á fyrri hafréttarráðstefnum urðu hráefna-, fiskveiði- og öryggisþarfir strandríkja ásamt siglinga- og rannsóknahagsmun- um sjóveldanna allsráðandi. Við þessa gamalkunnu hagsmuni bæt- ist svo krafa þróunarlandanna um skerf af fiskveiðum iðnaðarþjóð- anna, og hið ört vaxandi umhverf- isvandamál. Þar sem forsendur fyrri sam- hæfingar, frelsi hafanna og landhelgi strandríkja hafa nokk- uð breytzt/er málið allmiklu erf- iðara en áður. Hafið er oft úfið og Oárennilegt, en það getur lfka verið gjöfult. Fiskurinn og önnur sjávardýr er ekki það eina, sem maðurinn ásælist — áhuginn á hafsbotninum og þeim verðmætum, sem f honum leynast, eykst með hverju árinu, sem líður. Höfundur þessarar greinar, Vitzthum greifi, er meðlimur stjórnsýslu- deildarinnar í Freiburg og varði doktorsritgerð við þann skóla um lögfræðileg- an „status“ hafsbotnsins 1972. — Grein hans birtist nýlega í einu virtasta blaði Þýzkalands, Die Zeit, og er ekki úr vegi fyrir íslend- inga að kynna sér sjónar- mið erlendra manna, nú við upphaf hafréttarráð- stefnu. „Arfleifð mannkynsins, hafið, má aldrei falla i hendur manna,_ eins og Howard Huges,“ þrumaði nýlega formaður Hafs- botnsnefndar S.Þ. ceyloniski sendiherrann Amerasinghe. Hann hefur fylgst með hávaða- sömum sjávarnámugrefti þessa duiarfulla iðjuhölds, utan stranda Nicaragua, og lítur þessa málm- vinnslu óhýru auga. Þar grefur skip Hughes nikkel, kobalt og kopar úr sjávarbotni. Ef þessi tilraunastarfsemi heppnast, slær Hughes einn eign sinni á alþjóðleg auðæfi sjávar, sem eru bráðnauðsynleg iðnaðar- stórveldunum. Ef svo yrði, mundi námugröftur óiðnvæddra þjóða, sem lifa á útflutningi eðalmálma, dragast saman, og farið yrði þann- ig stórlega á bak við S.Þ. Því samkvæmt samhljóða samþykkt allsherjarþings S.Þ., er hafsbotn- inn fjarri ströndum sameiginleg eign alls mannkyns og á að nytj- ast í þágu þess, undir alþjóðlegu eftirliti. Ceyloníski sendiherrann ásamt maltneskum starfsbróður sinum og Elisabeth Mann-Borgese (for- ingja Pacem in Maribus-áætlunar innar), eiga upptökin að nýskip- un hafréttarins. Þessa FAIT ACCOMPLI-tilraun H. Hughes nota þessir slóttugu diplómatar, til þess að reka á eftir umbótum á sviði þjóðarréttar, sem hófust 1967. ALLSHERJAR EIGN Án skjótra viðbragða er ekki hægt að verjast skipulagsleysinu á heimshöfunum. En til að varpa ljósi á þá staðreynd, hefði ceylon- íski sendiherrann ekki þurft að benda á sjávarnámugröft, nær- tækara hefði verið að sýna fram á hinar gamalkunnu hættur: 1. Fleiri og fleiri strandþjóðir krefjast stærri landhelgi og sjáv arbotnsréttinda. Þýzki fiskveiði- flotinn hefdur fengið að kenna á því varðandi þorskastríðið við Is- land. 2. Vandræðaástand ríkir nú við Babel-Mandeb innsiglinguna inn á Rauðahaf, og að höfninni í Eilat vegna hafnbanns Egypta. Það munu vera ein 150 slík nálaraugu á siglingaleiðum f helminum. 3. Annað hættumerki er meng- un sjávar. 4. Rányrkja og ofveiði heillrar veiðisvæða og eyðing fiskiseiða með nýtízku veiðitækjum. fræðilegum málefnum hefur oft á tíðum leitt til deilna um valda- skiptingu. Sem dæmi má nefna Alþjóðasiglingamálastofnunina, sem hefur nú um nokkurt skeið átt í útistöðum vð FAO í Róm, og þá stofnun i Nairobi, sem fjallar um umhverfismál. Deilan stendur um það, hvaða stofnun eigi að bera ábyrgð á aðgerðum gegn mengun hafsins. Ahugi S.Þ. á þessum málum er skiijanlegur og lögmætur I alla staði, því óstjórnar hefur gætt um nokkra hríð i þeim málum, sem varða alþjóðlega hafréttarlöggjöf. S.Þ. geta ekki haft gætur á úthöf- unum og því síður varnað rán- yrkju, mengun og skiptingu haf- anna eða tryggt alþjóðanýting þeirra. Það var með vilja gert að velja Caracas sem ráðstefnustað, því Suður-Amerísku þjóðirnar hafa verið róttækstar á sviði hafréttar- löggjafar, sérstaklega er það andi ríki virði alþjóðlegar skyldur (mengun, siglingafrelsi, aðgang meginlandsþjóða að auðæfum hafsins). Strandríkin skuli því næst vera sem fulltrúar þjóðafjöl- skyldunnar í heild. Þvi er ekki vð að búast, að slík pólmyndun milli strandríkja og meginlandsþjóða geri vart við sig á ráðstefnunni i Caracas. Ástæð- an er sú, að þær þjóðir sem af náttúrunnar hendi bera skarðan hlut frá borði miðað við strand- ríkin, eru mjög ósamstæðar sín á milli. Líkindi eru fyrir, að þessar þjóðir, sem skipuðu sér annað hvort í sveit með kommúnistaríkj- unum eða hinum frjálsa heimi á hafréttarráðstefnunni í Genf, muni nú slíta þessi bönd og fylkja sér saman með skyldum þjóðum, sem búa við líkar aðstæður varð- andi þetta mál. Helztu mál, sem hafsbotns- nefnd S.Þ. hefur lagt fyrir ráð- Varðandi vistfræðilega víxl- verkun í hafinu og vafasaman vilja og hæfileika margra strand- rikja, til að nýta hafsvæðin á sem skynsamlegastan hátt, væri út- færsla landhelgi þessara þjóða afturför. En frelsi heimshafanna, sem t.d. Bretar leggja mikla áherzlu á, væri heldur engin lausn vandamálanna. Þýzki þjóðréttarfræðingurinn Hermann Krúger lýsti því yfir fyrir skömmu, að frjáls afnot að hafinu leiddu til eyðileggingar og ofnotkunar, sem lyktaði með al- gerri eyðingu. Reyndar hafi sær- inn frá öndverðu verið arðrændur á skammsýnan og tillitslausan hátt. Þessi ofveiði og rányrkja hafi verið tiltölulega meinlaus þar til menn tóku nútíma tækni í sínar hendur, sem varð þess vald- andi, að auðlindir hafsins tæmd- ust. Af þessum sökum verður að breyta frelsi hafanna, eins og öllu öðru frelsi, í skynsamlegt og skipulagt frelsi. En hvað sem því líður verða rannsóknir og nýting- arvandamál hafsvæðanna aðeins unnin í svæðisbundinni eða í heimshlutalegri samvinnu og skipulagningu. Þannig verður að ákveða veiði- kvóta, til að hindra rányrkju á veiðisvæðunum. Á þeim skipa- leiðum, sem fjölfarnastar eru, ber að koma upp leiðsögukerfi. Ef alþjóðlegar stofnanir taka að sér þennan starfa, verða heimshöfin óbeint alþjóðaeign, en það verður að leiða til þess, að litt iðnvæddar þjóðir fái sinn skerf. Á hinn bóg- inn er ofangreind lausn, þ.e.a.s. alþjóðaeign heimshafanna, e.t.v. ekki eins álitleg eins og sú að þjóðirnar slái eign sinni á höfin (þjóðnýting hafanna). Hingað til hafa ríkar þjóðir ein- ar setið að kjötkötlunum I skjóli frelsis úthafanna, og fátækar þjóðir verða að bíða um stund til þess að brjóta þá einokun. En fyrir ört vaxandi þjóðir, bæði að fjölda og völdum (eins og t.d. Argentínu, Brasilíu og Mexíkó), hefur hafið upp á raunveruleg tækifæri að bjóða, en fátækari þjóðir munu ekki geta nýtt sér auðlindir hafsins án mikillar ut- anaðkomandi hjálpar. Yrði það vafalaust til að bæta stórlega hag vanþróuðu þjóðanna. Olía af 1000 m dýpi Prófsteinn þess, hvort alþjóð- legt eftirlit nær þvi að verða meir en draumsýn ein, er úthlutun haf- svæða og nýting auðlindanna. Varðandi nýtingu er hér aðallega um að ræða oliuvinnslu á land- grunni meginlandanna. Orku- skorturinn veldur því, að nú er hafin olíuvinnsla á 600 m dýpi, og 1975—1976 mun hafizt handa við olíuvinnslu á 1000 m dýpi. Stórfenglegt er, að á hafsbotni skulu vera lög af eðalmálmum. Þýzkur iðnaður, sem sérlega þarfnast hráefna, sér í þessum lögum von til að verjast hráefna- skorti. Nú vinna þýzk fyrirtæki að aðferðum, til að ná þessu gulli af hafsbotni og vinna það á hag- kvæman hátt. Howards Hughes freistar gæfunnar með flóknu loftþrýstikerfi, sem virðist standa nokkuð að baki aðferð Þjóðverja, sem nota eins konar tunnulagaða skóflu. Samkvæmt upplýsingum frá sérfræðingum S.Þ. munu þessi tæki verða fullkomnuð inn- an þriggja ára. Hver á þá eiginlega þessi auð- æfi á hafsbotni? Allsherjarþingið telur þau eign ails mannkyns og þ.a.l. ekki í eigu einstakra þjóða. Það á því ekki að nýta þessi auð- æfi í stíl gullgrafara heldur eftir reglum, sem alþjóðleg stjórnvöld setja, þannig að þróunarlöndin fái einnig sinn skerf. Eitt af fyrstu verkum hafréttar- ráðstefnunnar í Caracas verður að setja þessum alþjóðlega hafs- botni takmörk.Tilhneiginginer að setja þessi mörk við 200 sjómílna línuna. En ef slík efnahagslög- saga yrði viðurkennd, mundu þau auðæfi, sem liggja milli 200 og 3000 metra dýptarlínanna, falla til 25 þjóða og því alls ekki verða að alþjóðlegri eign. En hvað sem því líður, yrðu þær auðlindir, sem utan 200 mílna lög- sögunnar féllu, aðallega á djúp- svæði og á hafhryggjum, háðar eftirliti alþjóðlegrar stofnunar, sem úthlutaði einkaleifum, og léti gróðann að hluta renna til van- þróuðu landanna. Óljós er sam- tenging slíkrar stofnunar, skipu- lag, fjármögnun og réttur stofn- unarinnar til að annast sjálf námugröft. En ljóst er, að alþjóða- eign djúpsævis er það, sem koma skal. Jafnvel frelsi til að stunda haf- rannsóknir er dregið í efa. Meiri- hluti þjóðanna vill, að réttur til hafrannsókna út frá ströndum falli eingöngu í hlut strandþjóð- anna. Þjóðirnar óttast að bak við hafrannsóknir felist hernaðarleg eða efnahagsleg augnamið. Vafa- laust verða leyfi til rannsókna nálægt landi háð samþykki þjóðar viðkomandi lands. En handan efnahagslögsögu þjóðanna, þ.e.a.s. á alþjóðahafinu, verða hafrannsóknir ekki tak- Framhald á bls. 25.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.