Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1974 11 Sjötugur: Johan Ellerup apótekari Keflavík SVO er sagt, að eldri mönnum bregði við, þegar þeir í fyrsta sinn heyra sagt um sig, að þeir séu gamlir. Þetta á a.m.k. ekki við um vin minn Johan Ellerup þvf enn er hann ungur og hress á likama og sál þrátt fyrir 70 árin. Kynni okkar Johans hófust þeg- ar hann tók við störfum apótek- ara í Keflavík árið 1950, en hinni ágætu konu hans, Astri, hafði ég þekkt frá æskuárum eins og bræður hennar, Forbergsbræð- urnar, sonu Olavs Forbergs, fyrsta símastjóra á íslandi. Johan aflaði sér fljótt vinsælda í Keflavík sem apótekari og sem maður. Hann er miklum hæfileik- um gæddur og varð fljótlega kjör- inn til margvíslegra trúnaðar- starfa fyrir bæjarfélagið. Þannig hefur hann verið um árabil at- kvæðamikill í heilbrigðisnefnd og umferðarnefnd Keflavíkur og fleiri nefndum bæjarins. Hann er félagslyndur og tekur drjúgan þátt í ýmsum félagasam- tökum. Þannig hefur hann setið í stjórn Krabbameinsfélags Kefla- víkur og verið gjaldkeri Norræna félagsins í Keflavík frá stofnun þess með frábærri kostgæfni. Hann situr nú í varastjórn Nor- ræna félagsins á Islandi. Þegar það féll í hlut Keflavíkurbæjar að halda hér vinabæjamót 1968, var Johan sjálfkjörinn framkvæmda- stjóri þess vegna dugnaðar síns og skipulagshæfileika. Undirbúning- ur allur og framkvæmd hans á mótinu var með svo miklum ágæt- um, að orð var á haft bæði af hinurh erlendu gestum og heima- mönnum. Fljótlega eftir komu sína til Keflavíkur gerðist Johan félagi í Rotaryklúbb Keflavíkur og hefur gegnt þar forsetastörfum sem og ritara- og gjaldkerastörfum og leyst öll þessi störf af hendi með mikilli prýði. Frú Astri hefur búið manni sín- um fallegt og vistlegt heimili, sem er vinum þeirra og öðrum gestum kær samkomustaður, enda eru hjónin bæði samhent og gestrisin með afbrigðum. Spakur maður hefur sagt, að aldurinn sé ekki undir árafjöld- anum kominn, heldur undir and- legri og líkamlegri heilsu manns- ins. Þessi orð eiga vel við afmælis- barnið í dag því það á þeirri gæfu að fagna, að eiga enn hvort tveggja, góða andlega og líkam- lega heilsu í ríkum mæli. Kona mín og ég færum afmælis- barninu og konu hans innilegar hamingjuóskir í tilefni afmælis- ins með þeirri ósk, að Johans megi enn lengi við njóta um leið og við þökkum vináttu þeirra nú um tæpan aldarf jórðung. Alfreð Gíslason. I dag verður Johan Ellerup 70 ára. Mér finnst varla hægt að láta þennan merkisáfanga í lífi þessa vinar míns hjá líða án þess að minnast hans að nokkru, enda er vinátta okkar orðin um það bil 40 ára. Þegar ég bjó ásamt fjölsk. minni á Seyðisfirði um nokkur ár, hófust okkar kynni, sem leiddu til vináttu er staðið hefur óslitið síð- an. Þaðvar eiginlega frú Astris, sem átti frumkvæðið að þessum kynn- um, en hún er innfæddur Reyk- víkingur, dóttir Forbergs land- simastjóra og þótt hún sé talsvert yngri en ég, þekktumst við vitan- lega, í sjón að minnsta kosti. Þeg- ar við svo fluttum til Seyðisfjarð- ar þar sem við þekktum engan, bauð Astrid okkur heim til sín og varþaðupphaf vináttu milli heim ilanna. Oteijandi eru þær ánægjustundir, sem við minnumst frá apótekinu á Seyðis- firði. Johan tók okkur þegar í stað tveim höndum með sinni rólegu alúð, sem haldist hefur alla tíð, enda finnst mér hann hafa breyst mjög litið á þessum tæplega 40 árum, sem siðan eru liðin. Johan er fæddur á Jótlandi og ber ýmis einkenni, sem í Dan- mörku eru talin einkenni Jóta. Þeir eru taldir rólyndir, þraut- seigir, velviljaðir, áreiðanlegir og hafandi mjög glöggt skopskyn. Ég held ekki ég þekki neinn, sem þessi lýsing á betur við um heldur Johan Ellerup. Johan varð stúdent 17 ára og lauk kandidatsprófi frá apó- tekaraháskólanum í Kaupmanna- höfn 1926. Til íslands kom hann 1928 og tók þátt i undirbúningi að stofnun Iðunnarapóteks 1929 og starfaði þar í ein 2 ár. Hann var siðan í heimalandi sínu um 2 ár og á þvi tímabili, eða nánar tiltekið 22. nóv. 1930 giftust þau Johan og Astrid. Arið 1932 losnaði apótekið á Seyðisfirði og yfirtók Johan það þá. Á þeim árum voru erfiðirtím- ar á íslandi, kreppan i al- gleymingi og þó vist hvergi eins slæm og á Austfjörðum. Það mun þvi síður en 'svo hafa verið árenni- legt að hefja starf á þessum tima og á þessum stað og það í fram- andi landi. Með útsjónarsemi og dugnaði tókst honum að koma á fót allviðtækri starfsemi í sam- bandi við apótekið, efnagerð, framleiðslu á tyggigúmmíi o.fl. og allt dafnaði og þreifst i höndum hans. Þaðvar ævintýri likast. Oft var leitað til apótekarans þegar eitthvað amaði að skepnum og vissi ég að hann var stundum sóttur til að lækna kýr, aðstoða við erfiðan burð eða að vana hesta. Þessi hæfni hans við dýra- lækningar mun sumpart vera meðfædd og í samræmi við allt skapferli hans, en sitthvað mun hann hafa séð og numið af föður sínum, sem var dýralæknir. íslenzku lærði Johan þegar hann hafði ákveðið að segjast hér að og talar hana með ágætum, þótt heyra megi á hreimnum, að hann er ekki innfæddur. Islenzk- an ríkisborgararétt sótti hann um og fékk, rétt eftir hingaðkomuna. Árið 1950 verða mikil þáttaskil Höfum kaupendur að tvíbýlishúsi á hitaveitu- svæðinu í Reykjavík eða 2 ibúðum Útb. 3 millj. Kvöldsími 42618. í lifi þessa vinafólks okkar, því þá flyst fjölskyldan til Keflavíkur. Þar stofnsetti Johan Keflavíkur- apótek, sem hann rekur enn. Það er sömu söguna að segja þar eins og fyrir austan, allt virðist leika I höndum hans, og Johan Ellerup breytist ekki, mér finnst hann vera alveg eins og hann var, þegar ég fyrst kynnntist honum, fyrir nærri 40 árum. Margt hefur þó breyst á þessum árum, börnin öll gift og gengin út, 2 synir i Ameríku, 1 sonur og dóttirin hér heima. Enn eigum við stundum glaðar stundir saman i apótekinu i Keflavík, þar sem Framhald á bls. 17. 18830 Höfum kaupendur að 3ja herb íbúðum í Norðurmýri. Höfum kaupendur að 2ja og 3ja herb. íbúð- um í Háaleitishverfi eða Hlíðum. Höfum kaupendur að 3ja og 4ra herbergja íbúðum í Teiga eða Laug- arneshverfi. Höfum til sölu ýmsar gerðir fasteigna víðsvegar um borgina. Fasteignir og fyrlrtæki Njálsgötu 66 á horni Njélsgötu og Snorrabrsutar. Símar 18830 — 19700. Heimasimar 71247 og 12370 HÖFIIM FEHGIÐ TIL SÖLU MJÖG VANDAÐAR K I ENGJASEL Í BREIDHOLIIII. Stigahúsið er þrjár íbúðarhæðir og kjallari, með rúmgóðum 3ja og 4 — 5 herbergja íbúðum á hverri hæð. I kjallara er bílahús af fullkominni gerð. Hér er því um hús af vönduðustu gerð að ræða, með fallegu útsýni. Byggingaraðili: Birgir R. Gunnarsson s.f. MuniÓ aÓ FASTEIGN ER VIRKASTA VÖRNIN GEGN VERÐBÓLGU. Fasteignaþjónustan Austurstræti 17 — sími 26600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.