Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1974 Þýtur í skóginum s^r* 12. kafli „Odysseifur snýr heim” Fyrsta raðspil ársins Reyndu að klippa þetta raðspil út og raða því saman. Sé það rétt gert myndast svartur hringur, en í honum miðjum verður þá ófyllt mynd af dýri. Hvaða dýr er það? Svar: Pelikan Froskur fór að snökta og moldvarpan og rottan lofuðuaðberaábyrgðáhonumsvogreifinginn lét til- leiðast og fylkingin hélt af stað á ný. En nú gekk rottan síðust og hélt föstu taki í öxlina á froski. Þannig þokuðust þau áfram með sperrt eyrun og framlöppina um byssuskeftið, þangað til greifinginn sagði loks: „Nú ættum við að vera stödd undir veizlusalnum“. Og skyndilega heyrðu þau eins og úr f jarska, en þó úr nálægð, ógreinilegar raddir og stöðugan óm, eins ogverið væriað kalla og hrópa og stappa í gólf og slá í borð. Froskur varð aftur gripinn sömu skelfingunni, en greifinginn tautaði bara fyrir munni sér: „Þeir hafa svei mér slegið hann skakkan þessir merðir.“ Göngin fóru nú að vita upp á við. Þau þreifuðu sig áfram dálítið lengra og þá drundi hávaðinn allt i einu rétt ofan við höfuð þeirra og mjög nálægt í þetta sinn: ... úrra.. . h-úrr-a. .. h-úrrrrr-a-a-a-a!“ heyrðu þau og litlir fætur tifuðu eftir gólfinu og það glumdi í glösum. „Það held ég, að þeir skemmti sér,“ sagði greifinginn. „Áfram.“ Þau flýttu sér upp göng- in þangað til ekki varð komist lengra og framundan var hlerinn, sem lá upp í framreiðsluherbergið. Hávaðinn var svo mikill úr veizlusalnum, að þau þurftu ekki að óttast að til þeirra heyrðist. „Jæja, samtaka nú,“ sagði greifinginn og öll lögðu þau axlirnar við hlerann og lyftu honum upp. Síðan hjálpuðu þau hvert öðru upp og stóðu nú í fram- reiðsluherberginu, þar sem aðeins einar dyr að- skildu þau frá óvinunum, sem voru hálf-örvita af drykkju. FERDRMAIXID £JVonni ogcTVÍanni Jóri Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi Þá reis hann upp og sagði: „Veiztu. hvað mér datt í hug?“ ..Nei, hvað var það?“ „Eg hugsa, að við getum ekki sofið af því, að við höfum ekki lesið kvöldbænirnar okkar. Mamma segir, að við sofnum fyrr og sofum betur, ef við lesum þær. Eigum við ekki að gera það, Nonni?“ „Jú, við skulum lesa þær saman“. Við félliun á kné og lásum bænir okkar hvor fyrir sig, eins og við vorum vanir að gera heima, áður en við fórum að sofa. Þegar því var lokið, reyndi ég að fá hann til að fara með eitthvað af bamaversunum, sem hann hafði verið að læra hjá mömmu undanfarið. Ég kunni þau ekki utan að sjálfur. Hann var fús til þess, spennti greipar og fór með þessi vers: f þínu nafni, ó, Jesú, eg vil til hvflu ganga nú. Yfir mig breið þinn ástarvæng. Ó, Jesú, gáðu að minni sæng. Ef láta skal ég líf og önd, lendi mín sál í þína hönd. Svæfillinn minn og sængin mín sé önnur mjúka höndin þín. En aðra breið þú ofan á mig. Er mér þá værðin rósamlig. Að endingu lásum við Faðirvor. Svo settumst við saman og héldum hvor utan um annan. „Heldurðu ekki, að þetta fari að lagast?“ spurði Manni. „Jú, ég hugsa það“. flkÍmo^unkQffÍAu — Ja, þetta er hægt, ef þér ftið svona fast. — Hugsa sér. Mér finnst bekk- urinn miklu breiðari, þegar við hittumst hérna áður en við opinberuðum trúlofun okkar. — Þetta er næstum jafn rómantískt og þegar ég gifti mig I fyrsta sinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.