Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1974 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar Áskriftargjald 360,00 í lausasölu 22,00 hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, simi 10-100. Aðalstræti 6, simi 22-4-80. kr. á mánuði innanlands. kr. eintakið. Næstu vikur og mánuði verða öryggismál landsins mjög á dagskrá. Viðræðum við Bandaríkja- menn um endurskoðun varnarsamningsins verður haldið áfram, og á þessu stigi veit enginn, hvernig þeim mun lykta. Ljóst er þó, að bæði Framsóknar- flokkurinn og Samtök frjálslyndra og vinstri manna leggja áherzlu á, að framfylgja málefna- samningnum á þann veg, að varnarsamningurinn við Bandaríkjamenn verði ,,endurskoðaður“, en ekki komi til uppsagnar hans eins og kommúnistar vilja. Enn hefur ekki verið greint opinberlega neitt frá efni þeirra viðræðna, sem fram hafa farið, hvorki tillagna af hálfu Bandaríkjamanna né held- ur íslenzkra ráðamanna, og er það út af fyrir sig eðli- legt. Þó hlýtur að því að draga, að ákveðnar tillögur komi fram, sem menn geti tekið afstöðu til. Helzt mun þá koma til álita nokkur fækkun í varnarliðinu og skipulagsbreytingar, t.d. að almenn flugþjónusta á Keflavíkurflugvelli verði aðskilin frá þjónustu við herflugvélar. Á því leikur enginn vafi, að unnt væri að sameina lýðræðisflokkana um slíka endurskoðun, þannig að meginþorri þingmanna stæði að slíkri lausn. Lengst af hefur líka verið reynt að sameina lýðræðis- öflin í öryggismálunum, hvað sem ágreiningi hefur liðið um önnur mál, og er vonandi að svo fari enn að þessu sinni. Kommúnistar hafa gert ítrekaðar tilraunir til að krefjast þess, að þeir fengju að taka þátt í við- ræðunum um varnarmálin við Bandaríkjamenn. Þessu hafa forsætisráð- herra og utanríkisráðherra algjörlega neitað, enda væri það fráleitt, að komm- únistar kæmu nærri þeirri samningagerð. Þeir hafa sjálfir lýst því yfir, að þeir telji, að hér eigi engar varnir að vera og að ísland eigi að segja sig úr Atlants- hafsbandalaginu. Þess vegna er ekkert við þá að ræða, þegar fjallað er um fyrirkomulag varnarmála. Það hlýtur hver maður að geta skilið. Því miður er ástandið í heiminum nú á þann veg, að útilokað er með öllu, að nokkurt þjóðland geti ver- ið algjörlega varnarlaust. Eins og margsinnis hefur verið bent á, steðjar sér- stök hætta að íslendingum vegna hinnar gífurlegu flotauppbyggingar Rússa á Norðurhöfum. En hætt- urnar eru vissulega fleiri. Margsinnis hafa borizt af því fregnir, að ofbeldis- menn rændu flugvélum, myrtu og limlestu saklaust fólk í flughöfnum til þess „að vekja athygli á málstað sínum“, og hvert hryðju- verkið er framið af öðru. Þótt ekki væri af annarri ástæðu en þeirri, að sér- hver þjóð verður að leitast við að verjast slíkum glæpalýð, væri útilokað, að hér væru ekki fyrir hendi einhverjar varnir, því að smáhópur slíkra glæpa- manna gæti einfaldlega lent hér á Keflavíkurflug- velli og lagt landið undir sig, án þess að rönd yrði við reist. Og þessi lýður gæti haldið landsmönnum öllum gíslum, þótt einhverjir vin- ir okkar vildu hjálpa okk- ur. Þegar öryggismál lands- ins eru skoðuð á þjóðhátíð- arári, hljóta allir þeir, sem frelsi og iýðræði unna, að gera sér grein fyrir þeim hættum, sem að steðja. Þess vegna á líka að vera unnt að sameina öll þjóð- holl öfl um lausn varnar- málanna og endurskoðun varnarsamningsins með þeim hætti, að öryggi landsins verði tryggt í nán- ustu framtíð, hver svo sem framvindan kann að verða síðar. Allir vona auðvitað, að úr ógnum verði dregið og betri samskipti verði þjóða á milli. Þá kann að vera, að íslenzkt löggæzlu- lið nægi og við þurfum ekki að búa við svipað ástand og það, sem ríkt hefur að und- anförnu. En þvf miður eru litlar vonir til þess, að slíkt ástand skapist á allra næstu árum, og þess vegna hljótum við að tryggja ör- yggi okkar með áframhald- andi vörnum. ÖRYGGISMÁLIN ERU MIKILVÆGUST Að takmarka völd og hernaðarmátt Washington — Síðastliðið ár hefur á margan hátt verið sér- stætt í sögunni, en af því má draga eina athyglisverða álykt- un. Þær þjóðir, sem hafa yfir miklum hernaðarmætti að ráða, og ýmsar stofnanir, er starfa á meðal þessara þjóða, hafa meiri völd en þær not- færa sér. Sumar virðast þó enn ekki hafa dregið nægilega lær- dóma af þessari staðreynd. Þetta geta allir séð, sem líta á staðreyndir: Bandaríkjamenn höfðu örugglega nægilegan hernað- armátt til þess að gjöreyða Ví- etnam, en þeir kusu að setjast að samningaborðinu í stað þess að þurfa að horfast í augu við afleiðingar þjóðarmorðs. Sovétmenn höfðu einnig yfir að ráða eldflaugum, sem þeir gátu látið Víetnömum í té og hefðu gert þeim kleyft að þurkka út bandaríska flugflot- ann í Suðaustur-Asíu. En Sovétmenn fylgdu sömu reglu og Bandaríkjamenn og tak- mörkuðu mátt sinn. Ef litið er til styrjaldarinnar í Miðauslurlöndum kemur í ljós, að ísraelsmenn höfðu yfír að ráða nægilegum flota skrið- dreka og flugvéla til þess að leggja Damaskus og jafnvel Kairó í rúst. Sovétmenn gátu þá aftur á móti látið Egyptum í té eldflaugar, sem hefðu getað gjöreytt Tel Aviv og jafnvel Jerúsalem. í báðum þessum tilfellum voru ráðamenn nógu hyggnir til þess að stilla kröft- um sínum í hóf. Hérna í Washington horfa málin öðru visi við. Stjórn Nixons forseta á í miklum erfiðleikum, einfaldlega vegna þess, að hún gætti ekki hófs í hinum pólitísku styrjöldum ársins 1972 heldur reyndi að notfæra sér innbrot, njósnir, skemmdarverk. falsanir, kúg- anir og meinsæri til þess að ná takmarki sínu. Ekki tók svo betra víð þegar reyna átti að breiða yfir vinnubrögðin. Heimspekin er upprunmn i Arabaheiminum en svo virðist sem Arabar séu búnir að týna henni niður. Arabar eru ný- græðingar í stórveldapólitík- inni og virðast þeir halda, að þeir geti notað olíuvopnið til þess að þvinga iðnveldin, sem þarfnast olíunnar, til þess að hafa áhrif á ísraelsmenn. Þetta er djarft teflt. Það liggur við, að segja iriegi, að olíuframleiðsluríkin í Miðaust- urlöndum geti hrætt iðnaðar- stórveldi heimsins með hótun- um um atvinnuleysi og jafnvel efnahags- og þjóðfélagslegrí ringulreið til þess að styðja málstað Araba gegn ísraels- mönnum. Bretar hafa nú þegar tekið upp þriggja daga vinnu- viku, Japanir eiga í miklum efnahagslegum erfiðleikum, Evrópuríkin eru sundruð og Bandarikjamenn eru að gjör- breyta lifnaðarháttum sinum vegna olíuskorts. En þetta ger- ir ekkert til, allir munu styðja Arabana! Enn sem komið er, hefur hernaðaráætlun Araba staðizt út í æsar. Iðnaðarveldi Vestur- Evrópu hafa snúizt á sveif með Japönum og Kissinger utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur reynt að fá ísraelsmenn til þess að draga herlið sitt til landamær- anna, sem voru í gildi fyrir sex daga stríðið 1967. En Kissinger hefur einnig lagt hart að leiðtogum Araba að gæta hófs í kröfum sínum og reyna ekki að notfæra sér aðstöðu sína um of. Hann hef- ur bent þeim á fordæmi Bandaríkjanna og Sovétríkj- anna frá Víetnam og beðið þá að leita samkomulags á friðar- ráðstefnunni í Genf. Á sama tíma leggur hann hart að ísra- elsmönnum að hverfa aftur til fyrri landamæra og txeysta Bandarikjamönnum til þess að tryggja varanleg landamæri. Á þessari öld hefur enginn bandarískur utanríkisráðherra haft jafn erfitt verkefni. Kissinger fer fram á það, að ísraelsmenn láti undan kröf- um, sem þeir hafa aldrei léð máls á fram til þessa og hann biður Arabaleiðtogana um að aflétta olíusölubanninu til þess að friðarráðstefnan í Genf megi koma að fullum notum. Arabaleiðtogarnir reiða sig hins vegar enn á mátt sinn. Þeir bjóða Bandaríkjamönn- um upp á samninga: Þið getið neytt ísraelsmenn til þess að draga herlið sitt innfyrir landamærin, sem giltu fyrir sex daga stríðið og ábyrgzt það og þá skuluð þið fá olíu. Ef þeir draga herinn ekki til baka og þið gefið okkur enga tryggingu, fáið þið enga olíu. Hið alvarlegasta er ekki að Arabarnir kunna ekki að stilla kröftum sínum i hóf, heldur sú staðreynd, að þeir hafa unnið fyrstu orrustuna án þess að gera sér grein fyrir því. Með því að banna olíusölu hafa þeir neytt Bandaríkjamenn, Evrópumenn og Japani til þess að krefjast þess, að Israels- menn dragi herlið sitt til baka frá landsvæðunum, sem þeir unnu árið 1967. Þetta hefur alltaf verið stefna Bandaikj- anna, að halda fram samþykkt öryggisráðsins númer 242, og þetta er það, sem Kissinger berst fyrir. Kissinger bíður Arabana í rauninni um ofureinfalsdan hlut. Að aflétta olíusölubann- inu áður en friðarráðstefnan hefst en reyna ekki að knýja Bandaríkjamenn til samninga. Ef litið er á máíið frá hagrænu sjónarmiði kemur í ljós, að þetta er ekki höfuðatriðið. Jafnvel þótt Arabarnir sam- þykktu að aflétta banninu myndu vikur og jafnvel mán- uðir líða unz olían færi að ber- ast til Vesturlanda í eðlilegum mæli. Arabar hafa sett fulla hörku í málin^Sýrlendingar neita að setjast að samningaborðinu og Sadat Egyptalandsforseti hef- ur sagt, að hann muni aldrei semja við Israelsmenn milli- liðalaust. Palestínuarabar sprengja bandarískar flugvél- ar í loft upp og myrða óbreytta borgara til þess að beina at- hygli almennings að kjörum sfnum. Sem sagt, þeir treysta á máttt sinn, ofbeldi og kúgun til þess að hafa áhrif á stórveldin og friðarráðstefnuna í Genf. Vel getur svo farið, að þessar baráttuaðferðir muni hafa á- hrif, en það hafa þær þó sjaldnast gert á undanförnum árum. Sú lexía, sem við höfum lært, kennir okkur, að ekki megi setja of mikið traust á völdin, hvorki í Vietnam, Ber- lin eða Watergate. Við verðurn alltaf að stillla kröftunum í hóf til þess að samkomulag geti náðst. Því miður virðast hvorki ísraelsmenn né Arabar hafa lært þessa lexíu ennþá « pIUí nyii • -i , i’ i'n. ( f 1 I/. . < í ,in) • l t i.t‘1 !?i«na . i /i M »UÖ i | u |N !l »*«• * t \ * . »1» »

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.