Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1974 13 Gufurafveitur í Kaliforníu Kaliforniu, 7. janúar, AP. iVIEÐ olíuskorli hefur hafizt mikil leit aö öörum orkugjöfum og í Norður-Kaliforniu eru menn farnir aö hyggja aö jaröhita til orkuframleiöslu. Þar er þegar fyrir eina raforkuverið í Banda- ríkjunum, sem nolar heita gufu úr iörum jarðar til framleiðsl- unnar og hún framleiðir 396 þús- und kílóvött. Bandarikjamenn kalla þetta geysis-orku og hún' sér Norður- Kaliforniu nú fyrir um þrem prósentum af þeirri raforku, sem nauðsynleg er. Sérfræðingar telja liins vegar, að hægt sé að bæta töluvert við og að í framtíðinni muni urn tíu prósent raforkunnar fást með þvi móti. Yfirvöld í Kaliforníu eru mjög ánægð með þessa orkulind, þar sem rafmagnið er fremur ódýrt og engin mengun stafar af fram- leiðslunni. Umfangsmiklar rann- sóknir standa nú yfir á ýmsum jarðhitasvæðum með tilliti til þess, hvort hægt verði að reisa víðar raforkuver, sem knúin séu með gufuafli. En þótt Bandaríkjamenn séu hrifnir af gufuaflinu eru litlar líkur til þess, að það verði almennt hagnýtt þar i landi og satt að segja eru litlar líkur til, að það hafi nokkra þýðingu utan Kaliforníu, þar sem enn er ekki vitað um jarðhitasvæði, sem séu það mikil, að hægt sé að nýta þau á þennan hátt. Ted Willis heiðraður London, 7. janúar, AP. TED W'ILLIS lávaröur, þing- maður og leikritaskáld var um áramótin heiðraöur fyrir frá- bær störf í þágu sjónvarþs, út- varps og leikhúsa. Það var „Variety Ciuh of Great Britain", sem heiðraði lávarö- inn en þessi saintök hafa veitt slíkar viðurkenningar síðast- liðin 22 ár. Ted Willis, sem er 55 ára gamall, hefur um árabil verið formaður samtaka þeirra, sem skrifa fvrir sjónvarp Og ýmsir þættir hans sjálfs náð miklum vinsældum. Willis var afhent heiðursskjalið i næturklúbbn- um „Talk of The Town " og var afhendingunni sjónvarpað í BBC. Meðal annarra. sem hlutu viðurkenningu. voru leikkonurnar Glenda Jackson og Evenlyn Laye. 1 Norðmenn fram- leiða 2 millj. 1 olíu Olíuframleiösla norsku olíu- lindanna Ekofisk f Norðursjó verður um tva>r milljónir lesta á þessu ári, að sögn talsmanna norska iðnaðarráöuneytisins. Þetta er um 25 prósent af því olíumagni, sem notað er árlega í Noregi. Ekki nýta Norðmenn þó sjálfir alla sína olíu i úr Norðursjó. Aðeins Um tíu prósent hennar eru flutt til Noregs en hitt er selt til annarra landa. Samkvæmt skil- yrðum, sem norska stjórnin setti á sínum tíma, er þó auðveldlega hægt að breyta þessu. Stjórnin getur krafizt þess nær fyrirvara- laust, að olían verði öl 1 flutt til Noregs ef það verður nauðsynlegt vegna þjóðarhags. Norska stjörnin gerir ráð fyrir, að olíumagn það, sem hún fær frá Miðausturlöndum minnki um 25 prósent í náinni framtíð. Hins vegar hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort Ekofisk-olían verði látin koma i staðinn. Stærstu oliunotendur í Noregi eru Norsk Ilydro, sem notar 600 þúsund tonn á ári, Norcem, sem notar 320 þúsund tonn og Borregaard, sem notar um 150 þúsund tonn. Olíuskortur í land- inu myndi auðvitað hafa mjög al- varlegai’ afleiðingar fyrir þessi fyrirtæki, sem eru með þeim stærstu i Noregi. Hermenn með alvæpni eru nú tioir „gestir“ f flestum stórum flughöfnum í Evrópu. Þessi mynd er frá Briissel þar sem hermenn í brynvarinni bifreið, vopnaðri þungri vélbyssu, halda vörð. Skriðdrekar og hermenn eru á verði á Heathrowvelli Israelar eru vanir að berjast í steikjandi hita eyðimerkurinnar. En það er heldur kuidalegra hjó þessum hermönnum, sem halda vörð á hinu helga Hermon-fjalli. Þeir hafa yfirsýn yfir Golan-hæðir og stóran hluta Sýrlands. Óttast eldflaugaárásir á farþegaþotur London, 7. janúar, AP. HUNDRUÐ brezkra hermanna, sem eru gráir fyrir járnum, gæta nú Heathrow-flugvallar í London og léttir skriödrekar og br.vnvarðar bifreiðar eru á eftirlitsferðum meðfram flug- vallarsvæðinu. Þetta eru mestu varúðarráöstafanir, sem gerðar hafa verið í Bretlandi á friðar- tímum. Yfirvöld segja, að hervörður verði um flugvöllinn um óákveðinn tíma og er búizt við, aö hermennirnir verði þar a.m.k. um nokkurra mánaða skeið. Herinn hefur ekki viljað gefa miklar upplýsingar um þessar Hún var þræll Louisiana, AP. POLLY Mason lézt að heimili sínu í Woodworth í Louisiana síðastliðinn föstudag. Hún var 118 ára gömul og hafði á ungl- ingsárum verið þræll. Fyrir nokkru var hún spurð að því, hverju hún þakkaði langa lífdaga og svaraði hún þá: „Ég þakka það rauðum baunum, hrísgrjónum, munn- tóbaki og einum potti af korn- brennivini á hverjum degi síðastliðin áttatíu ár.“ varúðarráðstafanir, en brezka blaðið Sunday Times segir, að leyniþjónustur ýmissa landa hafi sent út aðvaranir um, að a.m.k. 20 árásir hryðjuverkamanna séu yfirvofandi i Evröpu. Blaðið segir, að það séu mismunandi hópar hryðjuverkamanna, sem hyggi á þessar árásir, og ýmislegt bendi til, að þeir séu farnir að hafa með sér einhverja samvinnu. Mestum áhyggjum valda fréttir um, að arabískum hryjuverka- mönnum hafi tekizt að smygla Houston, 7. janúar, AP. VtSINDAMENN bjuggust við, að þegar halastjarnan Kohoutek færi framhjá sólinni, myndi sólarhitinn þíöa frosið ryk og gas á stjörnunni og að það leiddi til þess, að hún fengi svo hjartan og mikinn hala að hann myndi sjást með berum augum frá jörðinni í margar vikur. Nú hefur Kohoutek farið framhjá sólu en viö það oröið svo dimm að jafnvel geimfararnir þrír í Sk.vlab eiga erfitt meðaðsjá hana. Bæði geimfararnir og vísinda- menn hafa staðfest, að síðan starnan fór framhjá sölu hafi birta hennar stórminnkað og á tiðum sést hún alls ekki frá jörðu, jafnveí ekki í stærstu og beztu stjörnusjónaukum. Þegar hún svo sést, er hún ekki miklu bjartari en venjuleg stjarna. Vísindainenn höfðu bundið SAM-7 loftvarnaeldflaugum til Evrópu. Þessar flaugar eru rúss- nesk smíði og mjög léttar og hand- hægar. Þær eru aðeins um fimm fet á lengd og einn maður getur skotið þeirn. Ef þær eru teknar í sundur er hægt að koma þeim og skotbúnaðinum fyrir i ferðatösku. Leyniþjónusturnar telja, að ætlunin sé að beita þessum flaugum til að skjóta niður far- þegaþotur við einhvern alþjóða- flugvöll. í fyrra voru nokkrir Arabar miklar vonir við Kohoutek og búizt við, að hún yrði bjartasta halastjarna tuttugustu aldarinn- ar, en nú virðist ljóst, að hún eigi eftir að baka þeim mikil von- brigði. Dr. Thornton Page, einn af vísindamönnum Skylabáætlunar- innar sagði fréttamönnum, að hann og einn starfsbræðra hans hefðu komizt að þeirri niður- stöðu, að efni, sem líkja mætti við lím, umlyki halastjörnuna og hindraði að rykið og gasið gæti teygzt út frá henni. Pagesagði, að handteknir á ítaliu, en þeim hafði tekizt að smygla eldflaugum þangað og ætluðu að nota þærtil að skjóta niður israelskar far- þegaþotur. SAM-7 flaugarnar hafa reynzt vel i bardögum. Norður-Vietnamar notuðu þær gegn bandarískum flugvélum í lok Vietnam-stríðsins og Egyptar og Sýrlendingar notuðu þær gegn ísraelum í októberstríðinu. Þótt varúðarráðstafanirnar í Bretlandi séu hinar umfangs- mestu, sem getið hefur verið um, hefur eftirlit verið mjög aukið á öllunt stórum flugvöllum i Evrópu. visindamenn hefðu þegar „fundið ' margs konar efni í hala- stjörnunni. Með þessum efnum og svo sólarhitanum væru miklir möguleikar á, að einhvers konar „límhjúpur’’ hefði lagzt yfir hana þegar hún fór framhjá sólu. Page sagði ennfremur, að hann byggist fastlega við, að aðrir visindamenn myndu „afsanna" þessa kenningu á næstu vikum, en ekki væri hægt að neita þvi, að möguleikarnir fyrir því að slikt Límhjúpur um Kohoutek? hafi getaðgerzt, væru f.vrir hendi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.