Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1974 Vetrarríki á „Klaustri” >Iikið vetrarríki hefur verið um alll land að imdanförnu og stórir ís- taumar hafa teygt sig niður fjallshliðarnar. Þessi mynd var tekin á Kirkjuhæjarklaustri fyrir stuttu. Ver/Iunar- hús staðarins eru fremst á mviídinni. Ljósm. Mhl.: Þórleifur Ólafsson. Vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæður um 839 milljónir í nóvember Fagna væntanlegri Kröfluvirkjun Morgunbladinu heí'ur borizt eft- irfarandi fréltatilkynning frá bæjarstjórn Uúsavíkur: A fundi bæjarstjórnar Húsavík- ur (1 desetnber sl. var satnþykkt eftirfarandi ályktun utn orkumál. ..Bæjarstjórn Húsavíkur farjnar ákvöróun Maftnúsar Kjartans- sonar iónaöarráðherra utn að lettfíja fratn á yfirstandandi Al- |)inf>i lagafrunrvarp um heimild tíl virkjunar háhitasvæðisins-við Kröflu til raforkuframleiðslu. — Minning Kolbeinn 1 i amhald al' bls. I S kveðjuorð eru aðeins brotabrot af því, sem Ieitar á hugann um þenn- an látna frænda og velgjörðar- mann. Nú er tjaldið fallið, sem aðskil- ur okkur í bili. Hinn 28. des. síð- astliðinn barst fregnin um Iát Kolbeins Sigurðssonar. Alltaf er það svo, að lát vinar fyllir hugann trega og saknaðar. Það er svo margs að minnast og margt að þakka, en við lifum í þeirri von og trú, að látinn lifi. Og i traustí þess, sem Kristur kenndi, væntum við þess, að hitta aftur góða vini, þegar röðin kemur að okkur að hafa vistaskipti. Feðgunum Gísla og Kolbeini óska ég fararheilla og guðsbless- unar á ókunnum leiðum hins nýja heims. Ég veit þeir hafa nú sem fyrr, Guðs orð fyrir leiðarstein í stafni og stýra þvi í Jesú nafni á himins hlið. Ollum ættingjum og vinum, sendum við hjónín okkar innileg- ustu samúðarkveðjur Theódór Gíslason LESIO 3IlcntttnI>litíiiíi DnOIEGR Jafnframt varpar bæjarstjórnin fram þeirri hugmynd, hvort ekki sé rétt að leggja fram á sama Alþingi lagafrumvarp um heimild til virkjunar háhitasvæðisins við Þeístareyki. I vetur mun liggja fyrir hjá jarðhitadeild Orkustofn- unar hliðstæð kiinnun á því jarð- hitasvæði og nú liggur fyrir um Kröflu. Ef i ljós koma övænt vandkvæði á virkjun við Kröflu við tilrauna- borun næsta sumar, er hægt að gera satns konar borun á Þeista- reykjum og taka síðan þann kost- inn, sem betri reynist. Þá er sá kostur við virkjun Þeistareykja umfram Kröflu, að hægara er að nota afrennslisvatnið frekar, t.d. í sambandi við iðnað i nágrenni Húsavíkur. Að lokum ítrekar bæjarstjórn Húsavíkur fyrri öskir um frekari könnun á virkjunarað- stöðu í Skjálfandafljótí við ishóls- vatn. Astæða þeirrar óskar er sú, að á þessu ári hafa tvö viður- kennd verkfræðifyrirtæki látið frásér fara áætlanir um virkjanir við Ishólsvatn, en komizt að gjör- ólíkri niðurstöðu um hagkvæmni virkjananna. Sýnist full ástæða til að gera nákvæman samanburð á þessum tveimur tilliigum til að taka af allan v'afa um hagkvæmn- ina. iVIorgunblaðinu hefur hori/.t fréttatilkynning frá Hagstofu Islands um verðmæti útflutn- ings og innflutnings í nóvem- bermánuði. Kru þetta bráða- birgðatölur. Samkvæmt þessari tilkynn- ingu reyndist verðmæti útflutn- ingsins í nóvember um 1.7 milljarðar króna og verðmæti útflutnings fyrstu 11 mánuði ársins nam þannig 23,9 milljörðum króna. Arið 1972 var verðmæti nóvemberútflutn- ingsins 1.2 milljarðar og heild- arverðmætið fyrstu 11 mánuð- ina 15,3 milljarðar króna. Innflutningsverðmætið í nóvember nú var um 2.5 millj- arðar og heildarinnflutnings- verðmætið fyrstu 11 mánuðina — Fréttabréf Framhald af bls. 5 Rauðalæk, þar sem er að myndast þéttbýliskjarni. Og það er stað- reynd, að þær sveitir, sem hafa einhvern vísi að slíkum þéttbýlis- kjarna, halda bezt í sitt fólk. Nú þegar árið 1973 kveður, fær það þau eftirmæli, að hafa verið heldur gott ár landbúnaðinum. Vorið kom að vísu í seinna lagi, en grasspretta var góð og nýting í bezta langi. Afurðir af sauðfé góð- ar og mjólkurframleiðsla um með- allag. Ög þá er ekki annað eftir en þakka fyrir það liðna og óska þess að árið framundan verði gott ár á öllum sviðu. Gleðilegt ár. Magnús Guðmundsson 27,2 milljarðar króna. Árið 1972 var innflutningsverðmætið í nóvember 1,7 milljarðar króna og heildarinnflutningsverð- mætið þessa 11 mánuðí ársins nam 17,8 miiljörðum. Vöruskiptajöfnuðurinn i nóvember var þannig óhag- stæður um 839 milljónir og hann- þannig óhagstæð- ur um 3,2 milljarða fyrstu 11 mánuði ársins. Árið 1972 var vöruskipta- jöfnuðurinn í nóvember óhag- stæður um 492,9 milljónir króna og um 2,4 milljarða fyrstu 11 mánuði ársins. Af verðmæti útfiutningsins nú i nóvember nam ál og ál- melmi 351,5 milljónum króna og samtals 4,1 milljarði króna þessa fyrstu 11 ntánuði ársins, en af innflutningnuín námu skip og fiugvélar, svo og inn- flutningur til framkvæmda Landsvirkjunar og til íslenzka álfélagsins samtals 168,5 millj- ónum króna í nóvember og 4,5 milljörðum þessa 11 mánuði ársins. Aðalfundur FIL: Atvinnuöryggi ^ hefur aukizt AÐALFUNDUR Félags íslenzkra leikara var haldinn í desember í Iðnó uppi. Fundur- inn var mjög fjölsóttur og voru nær 80 félagar á fundinum, en félagar eru alls 142, þar sem 11 nýir bættust í hópinn á þessum fundi. I félaginu eru leikarar, söngvarar og leikmynda- teiknarar. Formaður félagsins Klemenz Jónsson, gaf ítarlega skýrslu um starfsemina á árinu. Þar kom m.a. eftirfarandi fram: Mikið hefur á árinu verið unnið >ð kjaramálum stéttarinnnar. Gerðir voru nýjr kjara- samningar við Þjóðleikhúsið og Leikfélag. Reykjavíkur (Þ.e.B og C samningar). 1 þeim fellst mikið atvinnuöryggi fyrir leik- ara þar sem 20 leikarar verða á þessu ári fastráðnir á leikhús- unum til viðbótar við þá, sem fyrir voru. Einnig standa yfir samningsviðræður fyrir leikara og söngvara, sem vinna hjá út- varpi og sjónvarpi. Þá er enn- fremur verið að semja fyrir leikmyndateiknara. Á þessu ári hefur Leikfélag Akureyrar fastráðið átta leik- ara og er þar nú starfandi þriðja atvinnuleikhúsið hér á landi. Fundurinn lýsti yfir mik- illi ánægju með þetta lofsverða framtak Leikfélags Akureyrar og skoraði jafnframt á Akur- eyrarbæ og Alþingi að auka að mun fjárframlag til Leikfélags Akureyrar. Þá var á fundinum mikið rætt um leiklistarskólamálið og um það vandræðaástand, sem ríkir i þeim málum hér á landi. Sigurður Reynir Pétursson hefur verið lögmaður félagsins i s.l. 15 ár og hefur unnið mikið og margþætt starf að samninga- málum fyrir félagið, ennfremur að uppbyggingarstarfi félags- ins. Formaður þakkaði honum fyrir hönd allra félaganna og sæmdi hann gullmerki félags- ins af þessu tilefni. Ur stjórn félagsins áttu að ganga leikararnir Klemenz Jónsson, sem verið hefur for- maður í s.l. sex ár, og Gísli Alfreðsson ritari félagsins, sem hefur gegnt því starfi jafn lengi. Þeir voru báðir endurkjörnir til þriggja ára. Aðrir i stjórn eru: Bessi Bjarnason, sem er gjaldkeri, Brynjölfur Jóhannes- son er varaformaður og Guðrún Ásmundsdóttir er meðstjórn- andi. 43 fórust með skipi við Filipseyjar FJÖRUTlU og þrír fórust og tólf er saknað eftir að farþegaskip sökk í óveðri út af Mactan-eyju, sem er tæpa 600 kílómetra Irá Manila, á Filipseyjum um helg- ina. Skipið var notað til að flytja farþega á milli eyja og var það Þrír sáttafundir í gær SATTASEMJARI ríkisins hélt í gær þrjá fundi — í fyrsta lagi með sjómönnum og farmönnum annars vegar og fulltrúum LÍU hins vegar, í öðru lagi með full- trúum ASl og Vinnuveitendasain- handsins og loks með þjónum og veitingamönnum. Fundurínn með sjóinönnum og fulltrúum LfU stóð frá kl. 10—1 og sagði Jón SigurÖsson, for- maður Sjómannasambandsins, uð ekkert hefði þokazt áleiðis á þeim fundi. Nýr fundur var boðaður á miðvikudag. Fundurinn með full- trúum ASl og Vinnúveitendasam- bandsins stóð frá kl. 2—5. Snorri Jónsson, forseti ASI. sagði eftir þann f'und, að þar hefðu komið hagstofustjóri og forstöðumaður hagrannsóknadeildar og greint frá ástandi og horfum. Kvað Snorri hagstofustjóra hafa verið með áætlanir um þróun kaup- ' gjaldsvíitölu, einkanlega miðað við marzmánuö nk. Næsti fundur þessara aðila hefur verið boðaður á mánudag, þ.e.a.s. með 30-manna nefndum deiluaðila. Snorri taldi, að eftir þann fund gæti komið til ákvörðunar um verkfallsboðun. Klukkan 17 í gærdag hóf svo sáttasemjari fund með fulltrúum framreiðslumanna og veitinga- manna og var þeim fundi ekki lokið, þegar Morgunblaðið hafði síðast fregnir af fúndinum. , fullt af farþegum þegar það fórst. Veður var ágætt þegar skipið lagði úr höfn en skyndileg breyt- ing á vindátt gerði mikinn ólgu- sjó, sem skipið stóðst ekki. Skip- stjóranum tókst aðsnúa því við og halda til hafnar aftur, en það kom fljötlega í ljós, að það myndi eiga i miklum erfiðleikum með að ná landi. Sent var út neyðarskeyti og skip úr sjóhernum og strandgæzl- unni fóru til móts við það. Skipið var aðeins um þrjá kílómetra frá landi þegar það loksins sökk. Hjálparskipin voru þá næstum komin á vettvang og farþegarnir þurftu að fara í bátana og var mjög erfitt að koma þeim niður vegna sjógangsins. Hjálparskipunum tókst samt að bjarga 157 mönnum og voru það bæði farþegar og menn úr áhöfn skipsins. Sjólagið gerði alla leit mjög erfida og er ekki búizt við, að þeir tólf, sem saknað er, hafi komizt af.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.