Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. JANUAR 1974 'J Frúarleikfimi — Frúarleikfimi Ný námskeið hefjast mánudaginn 7. janúar. Morgun- tímar, dagtímar og kvöldtímar. Innritun stendur yfir. Gufuböð og Ijós innifalið. Upplýsingar í síma 83295 frá kl. 1 3—22 alla virka daga. Faryman smá-diesel-vélar í báta og vinnuvélar, tveggja, þriggja, fjögurra, fimm, átta, tíu, fjórtán, tuttugu, tuttugu og tveggja, tuttugu og fimm hestafla. Loft-eða vatnskældar. Sturlaugur Jónsson & CO. SF., Vesturgötu 16, Reykjavík, sími 14680. Kennsla í hinum vinsæla ENSKUSKÓLA BARNANNA hefst mánudaginn 1 4. jan. Kennslu lýkur 1 0. mal. Settar verða á stofn tvær nýjar deildir að þessu sinni fyrir byrjendur. Þeir nemendur, sem hófu nám I haust, þurfa ekki að hafa samband við skrifstofuna. Kennsla (jeirra hefst á ný á sama tlma og sama stað máhudag 14, jan. og þriðjudag 1 5. jan. Sími 10004 og 11109 (kl. 1—7e.h.) Málaskólinn Mímir Brautarholti 4 — Hafnarstræti 1 5 Júdódeiid Ármanns. Ármúla 32. && THE OBSERVER — « • THE OBSERVER ,--—« FLESTIR Indverjar eru sam- mála um, að 1973 hafi verið þeirra versta ár frá því landið varð sjálfstætt árið 1947. Allt útlit er fyrir, að 1974 verði enn verra. Snemma á þessu nýja ári verður frú Indira Gandhi að heyja kosningabaráttu í heima- héraði sínu, Uttar Pradesh, sem er mjög áhrifamikið i indversk- um stjórnmálum. Takist henni vel þar, þrátt fyrir ömurlegt efnahagsástand, má það teljast einn mesti persónulegi sigur, sem hún hefur unnið. Gangi henni illa, verða úrslitin talin marka timamót á Indlandi — tákn þess, að „Indirufylking- in“, sem leiddi Congressflokk- inn til yfirburðasigurs í kosningunum í marz 1971, sé að riðlast. Óðaverðbólga Verðbólgan á Indlandi árið 1973 varð meiri en dæmi eru til um áður, og leiddi til þess, að fátækir urðu fátækari. Talið er nú, að rúmur helmingur þeirra 570 milljóna, sem Indland byggja, búi við skort. Efnahag- ur landsins hefur orðið fyrir margs konar áföllum, sem sízt draga úr illum áhrifum verð- bólgunnar: flóttamannastraum- urinn frá styrjöldinni i Bangla- desh, þurrkarnir í fyrra, og loks olíukreppan, sem ógnar iðnaðinum í landinu — ekki vegna þess að olían sé ófáanleg, heldur hins, að verð hennar verður iðnaðinum óviðráðan- legt. Sem sérstakt ríki gæti Uttar Pradesh verið sjöunda fjöl- mennasta land heims, því að þar búa um 90 milljónir. Allir þrír forsætisráðherrar Ind- lands voru frá Uttar Pradesh. Héraðið skipar 100 sæti á indverska þinginu. Fátæktin breiðist út Uttar Pradesh er eitt snauð- asta hérað Indlands, og Indira Gandhi, sem háði síðustu kosningabaráttu undir kjör- orðinu „Garibi hatao" (útrým- um fátækt), verður nú að viður- kenna þá staðreynd, að fátækt- in er meiri og útbreiddari en áður. Hún getur að vissu leyti afsakað sig með því, að hún ráði ekki utanað komandi áhrifum. Hún hefur oft bent á, að verð- bólga sé um allan heim. Sama gildir um olíukreppuna, og þurrkarnir eru á valdi Guðs. En þar með er ekki öll sagan sögð. Frú Gandhi er einlægur umbótasinni, en vinnur innan indverska „kerfisins", sem fel- ur í sér þægilegt hagsmunasam- band Congressflokksins, auðugra bænda og landeigenda, og iðnrekenda. I framkvæmd felur það í sér, að auðugu bændurnir greiða lága skatta, verð á landbúnaðarvörum helzt hátt, og framleiðendur geta selt vörur sínar á hærra verði á kostnað þeirra fátæku, með þvi skilyrði, að þeir gefi hluta ágóðans til flokksins til að standa undir kostnaði við kosningabaráttu hans. Afturför Frú Gandhi hefur verið gagn- rýnd fyrir að tala um endur- bætur á kerfinu, en láta svo sitja við orðin tóm. Þar til nú hefur þó tekizt að koma á hæg- fara umbótum. Þannig hefur til dæmis matvælaframleiðsla og framboð á vörum og þjónustu Indira á vegamótum Indira Gandhi forsætisráðherra. EFTIR WALTER SCHWARZ aukizt heldur meir en íbúa- fjöldinn. En nú hefur þetta breytzt, og Indland er í aftur- för. Hvergi hefur spilling kerfis- ins verið ljósari en í Uttar Pradesh. Héraðsstjórn Congressflokksins i Uttar Pradesh varð að hrökklast frá í júní i fyrra vegna spillingar og getuleysis. Nú hefur flokkur- inn á ný skipað þar héraðs- stjórn með nýjum mönnum, sem eiga að reyna að bæra orðs- tír flokksins. En hætt er við, að það sé orðið of seint, og að flokkurinn eigi jafnvel eftir að missa meirihluta sinn. Þó er ekki útséð um það. Andstaðan er marg-klofin og sundruð. Rísi þar einhver sterkur leiðtogi, hefur Congressflokknum venjulega tekizt að kaupa hann til fylgis við sig. Gildir flokkssjóðir Góð voruppskera bætir sigur- horfur Indiru Gandhi — þótt uppskeran hefði orðið mun betri ef afskiptaleysi hins opin- bera hefði ekki valdið raf- magnsskorti (sem stöðvaði áveitudælurnar svo uppskeran visnaði) og alvarlegum skorti á áburði. Þá ber einnig að taka tillit til þess, að Congressflokk- urinn á gildari sjóði en and- stæðingarnir, og eykur það einnig sigurlíkurnar. Fjármun- ir flokksins eru aðallega gjafir frá þeim, sem sleppa vel frá sköttunum, og svo arðgreiðslur frá framleiðendum. Svona er þá ástandið á Indlandi í dag. Til þessa hefur tekizt að halda öllu í kerfinu, og umbæturnar verið aðeins örari en fólksfjölgunin. En nú þegar umbæturnar eru að dragast aft- ur úr, er erfitt að spá um það, hve lengi kerfið fær að lifa. HAFNARFJARÐARAPÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7, nema laugard. til kl. 2. Helgidaga frá kl. 2 —4. BROTAMÁLMUR Kaupi allan brotamálm lang- hæðsta verði Staðgreiðsla. Nóatúni 27, sími 25891. HÚSASWIIÐUR getur tekið að sér uppsetningu á eldhúsinnréttingum, skápa upp- setn., veggi og fleira, Sími 37 564 í dag. y BÍLAVIÐGERÐIN Bílaverkstæðið Bjarg Bjargi við Sundlaugaveg, sími 38060. Tökum að okkur allar almenpar bílaviðgerðir. Bílaverkst Bjarg Bjargi, s. 38060 GETTEKIÐ AÐ MÉR til leigu stærri og smærri verk með skurð- nýleg 3ja herb íbúð i Hafnarfirði. gröfu JCB3C.Sími 193/8 sér inngangur, kynding og þvotta- herb. Tilboð sendist Mbl. merkt Hilmar Friðsteinsson. 4728 Ný námskeið hefjast mánudaginn 7. janúar. Innritun stendur yfir. Júdó er jafnt fyrir konur sem karla. Júdó fyrir alla fjölskylduna. Upplýsingar I slma 83295 alla virka daga frá kl. 1 3 — 22. Júdödelld Ármanns, Ármuia 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.