Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1974 15 Rœtt við Má Elísson fiskimálastjóra Mörg stefnumál í sjávarútvegi eru ómótuð eða þurfa endurskoðun GÖGN og gæði hafa skipzt mjög misjafnlega í sjávarútvegi. Þorskafli bátafiotans var talsvert minni en undanfarin ár, þrátt fyrir svipaSa, en þó ívið minni sókn, sem stafaði af Vestmanna- eyjagosinu, skipstöpum svo og minni fiskgengd, sagði Már Elísson fiskimálastjóri, er Mbl. leitaði hjá honum frétta af afkomu sjávarútvegs á liðnu ári og ræddi við hann um ástand og horfur. Og hann hélt áfram: — Loðnuvertíðin var aftur á móti ein sú langbezta, sem komið hefur. Heildaraflinn er nokkru meiri en undanfarin ár, raunar sá bezti siðan 1967, en það stafar fyrst og fremst af góðri loðnuveiði. Verðlag á árinu var yfirleitt ákaflega hagstætt og hækkandi, en náði þó ekki að vega upp á móti minni þorskafla og sérstak- lega auknum tilkostnaði. Heildaraflinn á árinu 1973 nam 894 þúsund lestum, sem er 164,8 þúsund lestum minna en á árinu 1972. Er þetta fimmti mesti heildarafli í sögu fiskveiða íslendinga. Af þessum afla er þorskaflinn 380,0 þúsund lestir, þar af bátaafli 285 þúsund lestir. Á árinu 1972 var bátaaflinn á þorskveiðum 328,8 þúsund lestir, en heildarþorskaflinn 385,7 lestir. Að öðru leyti skiptist aflinn á árinu 1973 sem hér segir: Sfldar- afli 45 þúsund lestir, loðnuafli 437 þúsund lestir á móti 277 þúsund lestum í fyrra, rækjuafli 7 þúsund lestir á móti 5,3 þúsund lestum í fyrra, humarafli 3 þúsund lestir á móti 4,3 lestum í fyrra, hörpudiskur aðeins 3,5 þúsund lestir ná á móti 7,3 þúsund lestum í fyrra, hrogn- kelsaaflinn 4,5 lestir á móti 3,3 þús lestum í fyrra og annar afli var nú 24 þúsund lestir. Q Áhrif nýju togaranna — Þeir bátar, sem skársta útkomu höfðu á árinu, voru loðnubátarnir, er flestir hverjir stunduðu jafnframt sildveiðar í Norðursjó. En veiðar i Norðursjó gengu mjög vel og verðið var hagstætt, sagði fiskimálastjóri ennfremur. Aftur á móti var af- koma skipgflotans á þorskveiðum almennt léleg. Skuttogararnir, sem miklar vonir eru bundnar við, voru reknir með, miklum halla. Ofan á bætist nú síaukinn kostnaður vegna hækkandi verðs á olíu, veiðarfærum og öðrum útgerðarvörum. Sömu sögu er að segja um bátaflotann, sem þorsk- veiði stundaði á árinu. — Voru það þá kannski mistök, fiskimálastjóri, að kaupa svona mikið af nýjum togurum? — Endurnýjun togaraflotans eru ekki mistök heldur nauðsyn. Vegna aukinna yfirráða Islands yfir fiskimiðum landgrunnsins, er okkur sú skylda á herðar lögð að nytja alla fiskstofna, sem þar finnast. Og djúpmiðin verða ekki nytjuð, svo gagn sé í, nema með togurum. Hitt er svo aftur annað mál, hvort ekki hefði átt að skipta endurnýjun togaraflotans á fleiri ár en raun ber vitni. Koma þar til greina bæði tæknileg og fjárhags- leg atriði. Aukning togaraflotans og dreifing smærri togskipa um landsbyggðina á tvímælalaust eftir að hafa mikil áhrif, mörgum til gagns og hagræðis, en öðrum í óhag. Meiri og jafnari vínna mun ánlefa skapast við þetta i sjávar- þorpununum víða um land. Það mun hins vegar hafa þau áhrif, að menn leiti síður eftir vinnu á hin hefðbundnu vertíðarsvæði yfir vetrarmánuðina. Það getur haft í för með sér meiri skort á vinnu- afli þar og var hann þó nægur fyrir. — Má þá búast við, að þetta dragi úr bátaútgerð? — Það getur haft áhrif á báta- útgerð og fiskvinnslu á vertíðar- svæðunum. En það eru skamm- timaáhrif, sem geta orðið til þess að jafna meira aflann yfir allt árið. Við eigum eftir að sjá, hvernig þróunin verður. — En verður þá ekki hætta á ofveiði á miðunum? — Ég óttast ekkert ofveiði i sjálfu sér, svaraði Már. Þegar við víkjum Bretum og Þjóðverjum af miðunum, þá myndast þar visst tóm. Þjóðverjar hafa veitt 120 þúsund tonn árlega að undan- förnu og Bretar 185 þúsund tonn og sum árin komizt upp í 220 þúsund tonn. Með brottför þessara erlendu veiðiskipa minnkar sóknin í smáfiskinn, a.m.k. í bili. Brezki markaðurfnn tekur við smáfiski, en vinnslu- stöðvar okkar vilja ekki smáfisk, svo lengi sem við höfum stóran fisk. En að sjálfsögðu þurfum við að fara að meðgát. — Var þorskafli minnkandi í öllum landsfjórðungum á sl. ári? — Já, yfirleitt er bolfiska- bátaflotinn á þorskveiðum nú minni i öllum landsfjórðungum. Þetta stafar sumpart af minnk- andi fiski og að nokkru af upp- byggingu togaraflotans, sem varð til þess, að bátarnir voru seldir í burtu. — Burtu hvert? Miðar þá að samdrætti i bátaútgerð yfirleitt? — Bátarnir voru seldir burtu af stöðunum úti á landi, af þvi að ekki var hægt að manna þá. En það reyndist lika erfitt að manna báta á vertíðarsvæðunum sökum gegndarlausrar eftirspurnar og yfirboða, ekki sízt af hálfu opin- berra aðila og verktaka á þeirra vegum. % Ekki safnað í sjóði í góðæri — Góðæri í sjávarútvegi með hækkuðu verðlagi á erlendum mörkuðum, eins og var á árunum 1970—1973, veldur venjulega mikilli þenslu og aukinni eftir- spurn, sem stafar m.a. af þeim afgerandi áhrifunt, sem sjávar- útvegurinn hefur á gjaldeyris- framboðið, hélt Már áfram útskýringum sínum. — Ef ekki er að gáð er öllu eytt og sjávar- útvegurinn nýtur minna góðs af þessu góðæri en efni standa til. Þetta hefur að vissu leyti gerzt núna. Við höfum þegar talað um hina miklu eftirspurn eftir vinnuafli. En þetta hefur líka haft þau áhrif undanfarin ár, að ekki hefur verið safnað i sjóði á góðu árunum. Verðjöfnunar- sjóður stendur höllum fæti. Fisk- veiðasjóður sömuleiðis, sem m.a. stafar af miklum skipakaupum, og greiðsluhalli hefur verið á afla- tryggingarsjóði sl. 2 ár. — Hvernig eru þá horfurnar á náesta ári, ef t.d. fiskverð lækkar eða afli minnkar? — Skv. spám eigum við von á, að afli verði minni, a.m.k. hjá bátaflotanum. Hins vegar er ekki ósennilegt, að útgerð togaranna — þ.e. ef hún heldur áfram — muni auka hlutfallslega framboð af bolfiski yfir sumar- og haust- mánuðina. Og ekki er að sjá ann- að en að loðnuvertíð eigi að geta orðið sæmileg. En útlitið varðandi mönnun skipa og fiskiðjuvera á vertíðinni er slæmt. — Og verðlagið? — Mjög sennilega mun það haldast, en vafasamt að það fari mikið hækkandi. Því er líklegt, að útgerð verði erfiðari á árinu vegna verðbólgunnar, ef ekki kemur annað til. 0 Endurskoða þarf stefnuna — Hver eru viðfangsefnin í sjávarútvegi á næstunni? — Að endurskoða í verulegum atriðum og breyta þeirri stefnu. sem fylgt hefur verið, auk þess sem mörg mikilvæg stefnumál i sjávarútvegi eru ómótuð, svaraði fiskimálastjóri um hæl. Má þar nefna hagnýtingu fiskimiða iand- grunnsins. En lög þau, sem Alþingi setti rétt fyrir jólaleyfið. geta í hæsta lagi kallazt hliðar- spor, ekki skref fratn á við. Þessi lög geta ekki orðið til þess að mesta hagkvæmní í útgerð hinna ýrnsu flokka veiðiskipa náist. en það hlýtur að vera markmið með setningu hverrar löggjafar. — í öðru lagi höfunt við ekki mótað stefnu okkar i santbandi við hagsmuni þá. sem við höfum að gæta á fjarlægum miðum. hélt Már áfram. Undanfarin ár hafa sildveiðar í Norðursjó verið þýðingarmestar i þessu tilliti og hafa gefið þjóðarbúinu. sjómönn- um og útvegsmönnum drjúgan skilding, auk þess sem ekki er auðvelt að reka þessa sildveiði- báta með hagnaði á annan hátt. Einnig höfum við hagsmuna að gæta á Grænlandsmiðum og við Labrador og Nýfundnaland o.fl. Með hliðsjón af væntanlegum niðurstöðum hafréttarráðstefn- unnar um fiskveiðilögsögu. virð- ist ekki nokkur vafi á því. að við þurfum að hyggja að þessunt hagsmunamálum. % Tollarvalda vaxandi tjóni — Segja má. að þýðingarmiklir þættir i stefnu okkar í markaðs- málum sjávarafurða hal'i verið mótaðir með viðskiptasamkomu- lagi við Efnahagsbandalagið;sagði Már ennfremur. Hins vegar eru kostir þess samkomulags ekki farnir að konta i 1 jós fvrir sjávar- útveginn og veldur það vaxandi tjöni fyrir sjömenn og útgerð. A þetta ekki sízt við um ísfisksölur. en i hverri meðalsöluferð tapa menn nú hundruðum þúsunda króna í umfraintollum. — Af þe'ssum sökum og því. sent áður er sagt. verðunt við að hafa langtímasjönarmið. Minna má á. að takmarkið nteð útfterslu fiskveiðilitgsögunnar, er að draga verulega úr sókn og afla erlendra veiðiskipa og að auka okkar eigin aflabriigð tilsvarandi, Þetta mun nt.a. Itafa áltrif á fiskafurðir á mörkuðum í Vestur-Kvrópu. Framboð ýinissa þjóða á eigin liski niinnkar verulega og við það ættu að skapast möguleikar fvrir aukið framboð frá Islandi. 1 þessu tilliti sem iiðrum má ekki missa sjönar af skóginum vegna trjánna, sagði Már Klisson að lokuni. — E. l»á. Séð yfir flökunarsalinn í hraðfrystihúsi Gerðabátanna. .rt,4 J 1 íJ 11 i' 111 í t H I £

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.