Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAR 1974 Birgir Isleifur Gunnarsson borgarstjóri: „Að efla líf og list í borginni og bæta borgarbraginn” VIÐ afgreiðslu fjárhagsá- ætlunar Reykjavíkur fyrir árið 1974 mælti Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri fyrir eftirfar- andi tillögur: í fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrir árið 1974 er að venju gert ráð fyrir styrkjum til ýmissa samtaka borgaranna og aðila, sem starfa að ýmiss konar lista- og menningarmálum. Til að gegna því hlutverki sínu og efla lista- og menningarlíf borgarbúa, svo til að bæta borgarbrag, samþykkir borgarstjórn að leita eftir sam- starfi við ofangreinda aðila um flutning lista- og skemmtiefnis víðs vegar um borgina. Verði í þessu skyni nýttir skemmti- og skrúðgarðar borgarinnar, íþrótta- svæði, torg og þeir staðir, þar sem borgarbúar geta safnast saman. Felur borgarstjórn fræðslustjóra og framkvæmdastjóra æskulýðs- ráðs að skipuleggja þetta starf og leggja tillögur sínar fyrir borgar- ráð. Birgir lsleifur Gunnarsson borgarstjóri: Eðlilegt er, að á fjárhagsáætlun borgarinnar sé jafnan gert ráð fyrir f jármagni til að styrkja aðila þá, sem starfa að listum og menningu, til að fara með list sína um borgina og koma henni á framfæri við sem flesta borgar- búa. Til flutnings þessa efnis koma til greina staðir eins og Lækjatorg, Hljómskálagarð- ur, Miklatún, Einarsgarður, Laugardalsgarður, sundlaugarnar í Laugardal og Vesturbænum, hinir nýju útivistargarðar í út- hverfunum, skólasvæði víðs vegar um borgina, Öskjuhlíð og Heið- mörk. Á þessum stöðum má flytja margvíslegt lista- og skemmtiefni. a. Hljómleikar listamanna úr lúðrasveitum, sinfóníuhljóm- Ulfar Þórðarson borgarfulltrúi: sveit, hljómsveitum barna og unglinga, danshljómsveitum og öðrum hljómsveitum. b. Söngur einsöngvara og kóra. c. Upplestur leikara og skálda, leikþættir og revíuefni, þjóð- dansar og aðrar danssýningar. d. íþróttasýningar ýmiss konar, svo sem fimleikar og glíma og íþróttakeppni barna og unglinga. e. Dagskrár samtaka, svo sem skáta, iþróttafélaga og æsku- lýðshópa á vegum borgarinnar. f. Enn fremur verði listmálurum og myndhöggvurum gefið auk- ið tækifæri til að fegra borgina, byggingar hennar og opin svæði. Við skipulagningu þessa starfs er eðlilegt að gera áætlun til nokkurra mánaða í senn og sjá til þess, að borgarbúar hafi aðgengi- legar upplýsingar um einstaka dagskrárliði. Markmið þessarar tillögu er FRA BORGAR- STJÓRN Nauðsyn- legar framkvæmdir Borgarspítalans stöðv- aðar af ríkinu Við afgreiðslu fjárhagsáætlun- ar Reykjavíkur fyrir árið 1974 fluttu borgarfulltrúar Sjálfstæð- isflokksins ályktunartillögu um málefni Borgarspítalans. I tillög unni var vakin athygli á þvf, að á fjárlögum ársins 1974 er aðeins gert ráð fyrir 5 milljón króna framlagi til nýbyggingar við spít- alann og er það skilgreint sem undirbúningur við þjónustuálmu, sem í raun merkir, að ekki er af ríkisins hálfu gert ráð fyrir nein- um framkvæmdum við Borgar- spítalann á árinu. Þetta gagnrýn- ir borgarstjórn mjög harðlega og bendir á, að þegar hefur verið samþykkt að hefja byggingu B- álmu, sem ætluð er fyrir lang- legusjúklina og að fyrirsjáanlegt er, að þjónustu- og slysadeild munu á næsta ári þurfa að stór- auka þjónustu sfna. Af þessum sökum felur borgar- stjórn byggingarnefnd Borgar- spftalans í samráði við borgar- stjóra að taka upp viðræður við ráðuneytið um framkvæmda- og fjármögnunaráætlun, sem miði að því, að byrjunarframkvæmdir hefjist næsta ár. Úlfar Þórðarson (S) mælti fyr- ir þessari tillögu sjálfstæðis- manna. Úlafar Þórðarson (S): í sumar og haust hefur verið unnið að því að flytja úr Borgarspítalanum alla þá starfsemi honum tengda, sem unnt er að hafa utan hans, en í staðinn hafa þær deildir, sem aðþrengdastar hafa verið með húsnæði, fengið aukið pláss, Einkum slysadeild og háls-, nef- og eyrnadeild. Það er kunnara en frá þurfi að segja, hversu brýnt er, að B-álma Borgarspítalans komist sem fyrst í notkun, en hún er, eins og kunn- ugt er, einkum ætluð langvistun- arsjúklingum. Og nú er svo kom- ið, að útboð á framkvæmdum við hana gæti verið tilbúið í marz. Þessi tillaga, sem í fjárlögum rík- isins er, um framlag til spítalans, veldur því miklum vonbrigðum og er ég sannfærður um, að allir borgarfulltrúar geta tekið undir gagnrýni mína á hana. Og ég held, að ljóst megi vera, að þar sem byggingarframkvæmdir eru háð- ar samþykki ráðuneytisins og framlag ríkisins er ekki hærra í fjárlögum en raun ber vitni þá er á þessu stigi þýðingarlaust að áætla f f járhagsáætlun Reykjavík- ur hærra framlag en nú er gert. En hins vegar er sjálfsagt að sam- þykkja og fela ákveðnum aðilum að vinna að því, að fjármagn verði útvegað til spítalans eftir öðrum leiðum, t.d. með lántökum. Að lokum vil ég svo drepa á eitt atr- iði, sem mikið er rætt núna. Hið litla framlag til Borgarspitalans er gjarnan varið á þeirri for- sendu, að nauðsynlegt sé að bæta sjúkrahúsin úti á landi og vissu- lega er það rétt f sjálfu sér. Hitt má hins vegar ekki gleymast, að spítalarnir í Reykjavík sinna mjög miklum fjölda sjúklinga frá landsbyggðinni, um það vitna t.d. hin fjölmörgu sjúkraflug. Þannig er því raunverulega verið að þrengja hag sjúklinga í dreifbýl- inu ekki sfður en þeirra, sem í Reykjavík búa, þegar málefni spítalanna í Reykjavík eru fyrir borð borin. Tillögur sjálfstæðis- manna í málefnum Borgarspítalans Helztu atriðin í tillögu sjálfstæðismanna í málefn- um Borgarspítalands, sem samþykkt var f desem- ber, eru þessi: □ Hörð gagnrýni á ríkið, sem hyggst stöðva fram- kvæmdir við Borgarspítalann í raun. □ Lögð áherzla á nauðsyn B-álmu fyrir langvist- unarsjúklinga. Bent á brýna húsnæðisþörf þjónustudeilda, t.d. slysadeildar. □ Samþykkt að taka upp viðræður við ríkisvaldið um nauðsynlegar framkvæmdir og fjármögn- un þeirra utan fjárlaga. eins og segir í upphafi hennar að efla líf og list í borginni — bæta borgarbraginn með því að nýta græn og opin svæði til að auka fjölbreytni í frístundum reyk- vískra borgara. Tillögur sjálfstæðis- manna um nýtingu skemmti- og skrúð- garða og opinna svæða í borginni Birgir ísleifur Gunnarsson borgarstjóri mælti fyrir tillögu sjálfstæðismanna um bætta nýtinu á opnum svæðum í borginni í því skyni að auka lista- og menningarlíf. Helztu atriðin í tillögunni eru eftir- farandi: □ Borgin taki upp samstarf við Iistamenn um flutning verka þeirra í skemmtigörðum borg- arinnar. O íþróttasýningum og keppnum verði fjölgað. O Listmálurum og myndhöggvurum verði falið að fegra borgarbyggingar og opin svæði. Breiðdalsvfk. Allt að 2 metra þykkur snjór á húsþökum á Breiðdalsvík „NÚ ER hér mikill snjór og vegir eru ófærir,“ sagði Baldur Pálsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Breiðdalsvík, þegar Mbl. ræddi við hann í sl. viku. Sagði hann, að mikið héfði snjóað að nokkrum húsum í þorpinu, þannig að á gamlársdag hefði orðið að moka af þökum fimm húsa, því menn óttuðust, að þau þyldu ekki snjó- þungann. „Sem dæmi um snjómagnið,“ sagði Baldur. „má nefna, að þar sem mest var á húsi Róberts Kára- sonar veghefilsstjóra, var snjó- þykktin um tveir metrar, en hús hans er tvílyft steinhús“. Baldur sagði að tíðarfar hefði verið stirt síðan í byrjun nóvember. ★ ★★ Ný háspennulína „S.l. sumar var lögð háspennu- lína hér í Breiðdal," sagði Baldur, „og fyrir jól höfðu flest bíli i Breiðdalshreppi fengið rafmagn frá orkuveitusvæði Grímsár. Þá hefur nokkuð verið unnið að nýbyggingu þjóðvega og var að mestu lokið við gerð vegarins á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals- vikur, að undanteknum veginum í Hvalnesi og Kambaskriðum. Eftir er þó að setja slitlag á nýja vegar1 kaflann. Er að þessu mikil sam- göngubót, því gamli vegurinn varð venjulega ófær í fyrstu snjó- ★★★ Að lokum sagði Baldur að nú væru í byggingu á Breiðdalsvik sex íbúðarhús og unnið væri að stækkun hraðfrystihússins. Þá væri Sigursteinn Melsted bifvéla- virki með nýtt verkstæðishús í byggingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.