Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANUAH 1974 25 MAIGRET OG SKIPSTJÓRIMN Framhaldssagan eftir Georqes Simenon Jóhanna Kristjónsdöttir þýddi 32 — Þegar hann sá, að ég var alveg að komast heim, sneri hann við. Ég leit um öxl.. . og þarna var hann svo hryggur og beygði sig yfir hjólið sitt. — Og þá flýttuð þér yður til hans aftur? — Nei, Ég hataði hann, vegna þess að hann vildi, að ég giftist Barens.. . Hann vildi bara sjálfur fá frið fyrir mér... En þegar ég kom að hliðinu uppgötvaði ég, að ég hafði gleymt klútnum mínum, og ég gat átt á hættu, að einhver fyndí hann, svo að ég hjólaði til baka að leita að honum... Eg hitti engan. En þegar ég kom aftur heim, var pabbi þar ekki. Hann kom ekki fyrr en nokkru seinna.. . og hann bauð mér ekki gott kvöld. Hann var fölur og reiður á svipinn... svo að mér datt í hug, að hann hefði kannski verið á gægjum bak við timbur- hlaðann.. . — Daginn eftir hlýtur hann að hafa leitað í föggum mínum og þar hefur hann fundið bréfin frá Conrad. . . Þá læsti hann mig inni. — Komið! — Hvert förum við? Maigret anzaði engu, en stefndi í átt til Popingahússins. Það var ljós í glugga fru Popinga, en ekki sáu þau hana. — Haldið þér, að það sé hUn? Lögregluforinginn tautaði við sjálfan sig. — Honum hefur verið ó.rótt inn- anbrjóst, þegar hann hraðaði sér heimleiðis. .. hann hefur farið af hjólinu.. . sennilega hérna... Svo hefur hann leitt hjólið aftur fyrir hUsið. Hann fann, að friði hans var ógnað, en hann gat ekki yfir- unnið sjálfan sig til að flýja með ástkonu sinni.. — Og skyndilega sagði hann í skipunartón: — Verið kyrrar hér, Beetje. Hann leiddi hjólið við hlið sér eftir skógargöngunum, sem lágu meðfram husinu og i áttina að skUrnum. i herbergi Jean Duclos var ljós og hann greindi prófessorinn, þar sem hann sat við borðið. Tveim metrum frá var baðherbergis- glugginn. en þar var dimmt. — Hann hefur sjálfsagt ekkert verið óðfús að fara inn, hélt MaigreL áfrarn ræðu sinni við sjálfan sig. — Hann hef- ur beygt sig svona fram til að ýta hjólinu inn í skúrinn! Hann gaf, sér góðan tíma. Það var engu líkara en hann væri að bíða eftir einhverju. Og það var eitthvað undarlegt að gerast hann heyrði hljóð u,ppi við glugg- annn í baðherberginu, einhver reyndi að skjóta af byssu, sem ekki var hlaðin. Síðan heyrðist hávaði, eins og einhverjir ættust við og dynkur, þegar einhverjir skullu á gólfið. Maigret gekk inn í hUsið, gegn- um eldhUsið, hljóp upp á næstu hæð og hratt upp baðherbergis- dyrunum og kveikti ljósið í loft- inu. Tvær manneskjur lágu á gólf- inu í hörkuáflokum — það voru þeir Barens og Pijpekamp. Barens virtist sefast, þegar lög- regluforinginn kom, hann sleppti byssunni og lá kyrr. 11. kapituli GLUGGINN — Bjálfi! Það voru fyrstu orðin, sem Maigret hreytti Ut Ur sér, um leið og hann dröslaði Barens hrana- lega á fæturna aftur og studdi andartak við hann, ella hefði ungi maðurinn sjálfsagt hnigið niður. Hann heyrði, að dyr voru opnaðar og Maigret öskraði: — Allir eiga að fara niður! Hann hélt á byssunni í hend- inni og handlék hana án nokkurr- ar varkárni, því að hann hafði sjálfur tekið Ur henni skotin. Pijpekamp dustaði af fötum sínum. Jean Duclos benti á Barens og spurði: — Er það hann? Ungi maðurinn var aumkunar- verður ásyndum. Hann líktist lang mest skólastrák, sem hefur verið staðinn að prakkarastrik- um. Hann þorði ekki að líta á neinn og vissi ekki, hvað hann átti að gera við hendurnar á sér. Maigret kveikti ljósið i dagstof- unni. Any gekk síðust inn. FrU Popinga vildi ekki setjast niður, og Maigret gat sér þess til, að hnén á henni skylfu undir kjóln- um. NU sáu þau franska lögreglufor- ingjann fara ögn hjá sér í fyrsta skipti. Hann tróð i pípu, kveikti i, settist í hægindastól, en reis strax upp aftur. — Ég hef skipt mér af máli, sem ekki kom mér við, sagði hann hraðmæltur. — Landi minn lá undir grun og því var ég sendur hingaðtil að upplýsa málið.. . Hann kveikti á ný í pípunni, eins og til að fá ögn meiri um- hugsunarfrest. Svo sneri hann sér að Pijpekamp. — Betje stendur hérna fyrir utan.. . sömuleiðis faðir hennar og Oosting... Þau geta annað- hvort farið eða komið inn. .. Það fer eftir því hvort þau vilja fá að vita sannleikann. Lögreglumaðurinn gekk fram. Andartaki síðar kom Beetje inn, niðurlUt og feimnisleg. Síðan kom Oosting með hnyklaðar brýnnar og siðastur kom Liewens bóndi, náfölur af reiði. Maigret opnaði dyrnar að borð- stofunni og leitaði að einhverju í skápnum. Þegar hann kom aftur hélt hann á koníaksglasi í hend- inni. Hann drakk aðeins eitt glas. Hann var í vondu skapi. Allir stóðu í hnapp umhverfis hann og hann virtist vandræðalegur. — Þér viljið sem sagt fá sann- leikann, Pijepkamp? Og svo bætti hann hranalega við: — NU, jæja, það verður þá að hafa það! Við komum frá ólíkum löndum. .. Meira að segja andrUmsloftið er öðruvísi hér en í Frakklandi. Þér höfðuð grun um, að hér hefði gerzt fjölskyldu- harmleikur og því tókuð þér því fegins hendi þegar sU tilgáta kom fram, að verknaðinn hefði framið erlendur sjómaður... Það var betra fyrir alla... Það mátti ekki verða hneyksli.. . Yfirstéttin varð að ganga á undan'með sama góða fordæminu. . . En ég sé nU Pop- inga alltaf fyrir mér hér í stof- unni. . . hann lætur Utvarpið glymja og dansar, meðan morð- inginn horfir á.. . Hann horfði ekki á neinn sér- stakan, þegar hann hélt áfram: — Byssan fannst í baðherberg- inu.. . því er augljóst, að skotið hefur komið innan Ur hUsinu. Þvi að það er fáránlegt að ætla, að morðinginn hafi haft nægilegan andvara á sér til að kasta byss- unni inn — og srstaklega upp á aðra hæð, eftir að hann hafði framið morðið, svo að ég tali nU ekki um hUfuna og vindlastubb- inn. Hann tók að ganga fram og aft- ur, en forðaðist sem fyrr að líta á hin. Oosting og Liewens, sem skildu ekki, hvað hann sagði, störðu fast á hann, eins og þeir reyndu að geta sér til um, hvað hann var að segja. — Kaskeitið, vindlastubburinn og siðast, en ekki sizt byssan, sem tekin var Ur náttborðsskUffu Pop- inga.. . þetta var of mikið af þvi góða... Skiljið þér mig? Það átti að vera of mikið af sönnunargögn- um.. . Morðinginn vildi svei mér hafa spilin vel stokkuð.. . Oosting eða einhver utanaðkomandi hefði kannski skilið eftir eitthvað af þessu, en ekki allt! — Því er ljóst, a& morðið var fyrirfram ákveðið... og að morð- inginn hafði hugsað sér að reyna að komast hjá refsingu... — Því varð að nota Utilokunar- aðferðina.. . Baesen var sá fyrsti, sem ég gat Utilokað.. . Hvaða mynd er á þvi að ganga inn í borðstofuna, skilja þar eftir vindlastubb, fara síðan upp i svefnherbergi og ná i byssuna og skilja að lokum hUfuna sína eftir ofan á baðkarslúgunni? — Næsti aðili, sem ég gat Uti- lokað, var Beetje, sem hafði ekki farið upp á aðra hæð allt kvöldið og gat þvi ekki hafa komið hUf- unni þar fyrir, auk þess gat hUn heldur ekki hafa stolið hUfunni, því að hUn gekk við hlið Pop- inga. . . — Faðir hennar hefði getað framið morð, eftir að hann hafði séð hana með elskhuga sínum... En þegar þar var komið sögu var of seint að læðast upp á baðher- bergið... — Við kromum þá að Barens. . . Hann hafði heldur ekki farið upp. .. Hann hafði ekki stolið hUf- unni.. . Að vísu var hann af- brýðissamur Ut í kennara sinn, en klukkustundu áður gat hann ekki verið viss í sinni sök. Maigret þagnaði og sló Ur píp- unni sinni án þess að skeyta hið minnsta um að askan hrundi öll niður á teppið. — Þetta er hér um bil sagan öll. Við eigum nU aðeins valið milli frU Popinga, Any og Jean Duclos. Engar sannanir finnast gegn neinu þeirra. En það er heldur ekkert, sem er til hjálpar við að Utiloka neitt þeirra. Jean Duclos kemur Ut Ur baðherberginu með byssuna í hendinni. . . Það má taka sem vísbendingu um sakleysi hans, en auðvitað getur það einn- ig verið snjallt kænskubragð.. . Þegar hánn gekk heimleiðis með frU Popinga hafði hann þó ekki tök á því að stela hUfunni. ,. og sama máli gegnir með frUna.. . — Það voru aðeins tvær mann- eskjur, sem gátu hafa stolið hUf- unni. .. Barens eða Any... Og fyr- ir stuttri stundu var það sannað, að Any hafði verið ein eitt andar- tak við bát Oostings.. . — Ég tel ekki vindlastubbinn með... Það er hægt að tina upp slíkan stubb, hvar sem er á göt- unni. . . — Af öllum, sem hér eru í kvöld, var Any sU eina, sem hafði verið ein uppi og hafði auk þess farið inn í borðstofuna.. . — En hvað glæpnum sjálfum viðvék hafði hUn pottþéttustu fjarvistarsönnunina. . . Maigret lét augun hvarfla yfir alla viðstadda, án þess að festa þau á neinum sérstökum. Síðan breiddi hann Ur teikningu Jean Duclos á borðinu. — Any kemst ekki inn í bað- herbergið nema fara annaðhvort i gegnum herbergi Frakkans eða systur sinnar.. . Stundarfjórð- ungi áður en morðið er framið er hUn i sínu herbergi. .. Hvernig ætlar hUn sér að komast inn í baðherbergið? Hvernig getur hún verið viss um að komast gegnum annað svefnherbergjanna á réttu augnabliki?... Gleymið því ekki, að hUn hefur ekki aðeins lagt stund á lögfræði, heldur einnig VELX/AKAIMDI Velvakandi svarar í síma 10-100 kl 10.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Úthlutun Framkvæmda- nefndar bygginga- áætlunar Blöndubakka 5, Reykjavík, skrif- ar: ,,Kæri Velvakandi. Ég vona, að þetta bréf fái pláss í dálki þínum, en lendi ekki í rusla- körfunni. Við hjónin sóttum um íbUð hjá Framkvæmdanefnd bygginga- áætlunar seinni hluta árs 1973. Við uppfylltum öll skilyrði, sem sett voru til að verða úthlutað íbúð. Við eigum þrjú börn, en fyrirvinna heimilisins er 65% öryrki vegna slyss um borð i tog- ara. Hann fór á sjóinn i atvinnu- leysinu — 1968 minnir mig, að það hafi verið. Þá var hann að læra pípulagnir og fór að vinna við þær þegar hann kom aftur i land, en varð að hætta vegna heilsubrests, sem stafaði af þessu slysi, en fékk þá vinnu í verzlun. Hann heldur sér gangandi á mjög óæskilegum lyfjum sem hann getur þó þvi miður ekki án verið. Þrátt fyrir þessi lyf er hann stundum rúmliggjandi. Slík veik- indi hljóta alltaf að hafa áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi. Ögjörn- ingur er að koma í veg fyrir, að svona erfiðleikar hafi ekki áhrif á börn, og getur hver og einn sagt sér sjáfur hversu æskileg þau eru. 0 500 umsóknir um 112 íbúðir Ibúðarumsókninni f.vlgdi mjög svo ýtarlegt læknisvottorð, en einn þeirra manna, sem að Uthlutun íbúðanna stóðu, lét svo um mælt við manninn minn, að það væri sterkara að láta læknis- vottorð fylgja. En ekkert dugði samt. Ég geri ráð fyrir, að fleiri fjöl- skyldur en mín búi við svipaðar aðstæður, og að samt hafi verið gengið fram hjá þeim. Þætti mér fróðlegt að frétta um það, ef fólk vill og getur lofað öðrum að sjá og heyra hvernig framhjá því hefur verið gengið við þessa Uthlutun, hver svo sem ástæða ráðamanna kann að vera. Ég geri mér vel ljóst hversu erfitt starf það hlýtur að vera, að sjá um þessa Uthiutun þar sem þörfin er svo mikil, að fimm- hundruð umsóknir bárust um eitt hundrað og tólf íbúðir. # Sögusagnir — og aðferð til að uppræta þær I fyrra var Uthlutað íbúðum i Torfufelli, og veit ég, að hjón með eitt barn fengu þar þriggja herbergja íbúð. Síðustu vikurnar hafa margar sögur gengið um bæinn vegna nýafstaðinnar Uthiutunar. Ein er á þá leið, að maður með konu og tvö börn hafi fengið Uthlutað íbúð. Önnur er um hjón, sem nýkomin eru frá Svíþjóð þar sem þau hafi búið s.l. fjögur ár, en fimm ára búseta mun hafa verið eitt af skilyrðunum fyrir Uthlut- un. Einnig mun skilyrði fyrir Uthlutun vera, að þrjU börn hið minnsta séu í fjölskyldu, þegar sótt er urn fjögurra herbergja íbúð. (Allar íbitðir i síðustu Ut- hlutun voru fjögurra herbergja). Sögunni um fjölskylduna, sem kom frá Svíþjóð, fylgdi líka, að þau hafi verið svo viss unt að fá íbúðina, að þau hafi verið bUin að sækja um skólavist fyrir börn sín s.l. vor. Þegar maður heyrir svona lagað, sem maður á reyndar bágt með að trUa — og vill alls ekki trUa — um menn í svona miklum ábyrgðarstöðum, þá getur maður ekki annað en farið fram á, að opinber rannsókn verði látin fara fram á Uthlutuninni. Slikt ætti að vera þessum mönnurn bæði ljUft og skylt, bæ'ði gagnvart sjálfum sér og hinum almenna borgara. Það held ég líka, að hver ntaður. sem vinnur nieð heiðarleika og hreinni samvizku muni gera, og ekki trUi ég öðru en að þeir rnenn sem hér um fæðir, séu þannig gerðir. Ég og fleiri viljum vita hvað et satt i þessu og hvað er ekki satt — fyrr mun slúðrið ekki taka enda. Virðingarfyllst, Svanhvft Hlöðversdóttir." — HAFIÐ Framhald af bls. 10 markaðar, en trúlega verða þær bundnar því, að vanþróuðu þjóð- trnar njóti góðs af. Ef ekki verður gætt varkárni í riafrannsóknaskipulagningunni undir yfirumsjón nefndar, er hætt við að rannsóknir á Utsævi verði miklum erfiðleikum háðar. Aðeins stórveldin hefðu afl til að stunda slíkar rannsóknir með hjálp gervihnatta. Það verður einnig erfiðleikum háð, að ákvarða hver á að vinna að baráttu gegn mengun innan efna- hagslögsögu þjóðanna; þjóðirnar sjálfar eða alþjóðleg stofnun.. Auðvitað verður það hlutverk slíkar alþjóðlegrar stofnunar að fylgjast með mengun og berjast gegn henni á Uthöfunum utan efnahagslögsögunnar. Ástæða þessa vandamáls er sU, að nokkur strandríki hafa komið sér upp eft- irlitsnefndum, sem berjast eiga við mengun grunnsævis. Þessar þjóðir krefjast þess að geta fylgzt með þeim skipum, sem valda menguninni, þótt þau séu utan landhelgi viðkomandi þjóðar. Leyfi til slíks eftirlits með skip- um verður að grundvallast á al- þjóðlegum samþykktum, svo öllu réttlæti sé fullnægt, því annars kynni að gæta hlutdrægni og mis- munun skipa eftir þjóðerni. Frá árinu 1968 hafa stórveldin lagt mikla áherzlu á að grunn- sævismörk (þ.e.a.s. eins konar landhelgi) verði bundin við 12 mílur og á frjálsar siglingar á alþjóðaleið. Stórveldin gætu e.t.v. fengið kröfur sínar samþykktar, ef þau fallast á 200 mílna efna- hagslögsögu. Bak við þessa kröfu stórveldanna eru fiskveiðihags- munir svo um nægilegt svigrUm fyrir flota og flugher. Svo gæti farið, f ljósi hertækni- þróunar (kafbátar og neðan sjávarflugskeyti), að stórveldin fari fram á 200 mílna landhelgi til að tryggja varnir sínar. Reynd in gæti orðið sU, að ólíkir hags- munir þ.e.a.s. hagfræðilegir um hverfisverndunarlegir og her- fræðilegir rynnu saman, yrði þá 200 mílna landhelgi og eignarétt- ur hverrar þjóðar um sig á land- grunninu Utkoman. Frelsi haf- anna yrði þá að láta undan síga og flytjast Ut á opið haf, þá værí hætt við, að eign alls mannkyns, hafið, yrði ekki vistfræðilega verndað til handa komandi kynslóð heldur yrði sjávarlífi eitt vegna sér- plægni og skammsýni. VERKSMiDJU ÚTSALA! Opin þriðjudaga kl. 2-7e.h. og föstudaga k!.2-9e.h. A LrTSOLJUNN!: Flækjulopi Vefnaóarbútar Hespulopi Bílateppabútar Flækjuband Teppabútar Endaband Teppamottur Prjónaband Reykvíkingar reynló nýju hraóbrautina upp i Mosfellssveit og verzlió á útsölunni. ALAFOSS HF MOSFELLSSVEíT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.