Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.01.1974, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 1974 mgibjörg Gunnarsdóttir frá Gröf - Þakkarkveðja Fædd 3.11. 1893 Dáin 16.12. 1973 Hvað á maður samferðarfólkinu í íífinu upp að unna, eða þeim, sem maður mætir af tilviljun? Og hvar stæði maður án hjálpar ná- ungans í einhverri mynd? Slík hugsun brýzt fram af og til, en venjulega víkur hún fljótt til hlið- ar fyrir annríki dagsins. Það er svo auðvelt að láta hlutina renna fram og hafa svo ekki meiri áhyggjur af þeim. Hve oft hef ég ekki staðið sjálf- an mig að því að brjóta hið sjálf- sagða lífslögmál, sem hér greinir. Hvi lætur maður ekki oftar þakk- læti sitt í ljós eða víkur hlýju orði að því fólki, er hefur reynzt manni vel á lífsleiðinni? — Eitt bros getur dimmu i dagsljós breytt *—. Ingibjörg Gunnarsdóttir frá Gröf í Víðidal er ein af þeim, sem ég stend í óbættri þakkarskuld við. Nú er hún dáin, svo að hér verður litið um bætt. Ingibjörgu þekkti ég í sjálfu sér ekki neitt nema af orðspori. En fyrir hjart- nær 40 árum bar mig veikan að garði hennar í Gröf og naut um- hyggju hennar og hjúkrunar. Hafði ég þá aldrei séð hana áður. Undirþeim kringumstæðum veitti ég hvorki henni sjálfri né um- hverfi hennar mikla athygli. Fyr- ir mér stendur hún aðeins sem ung, tápmikil húsmóðir í hvít- þveginni baðstofu með öllu í röð og reglu, þar sem hún án æðru, en á hlýjan og öruggan hátt tók mál- efni min í sínar hendur, þar til náðist í lækni. Þetta þakkaði ég henni aldreisem skyldi, þótt innra með mér bæri ég og beri þakk- látan huga til hennar fyrir um- hyggju hennar og hjálp. Ævisaga Ingibjargar Gunnars- dóttur verður ekki rakin hér, henni aðeins færð síðasta kveðja og þakkir. Hún var fædd að Holti á Asum 3. nóv. 1893 og lézt í Reykjavík 16. des. 1973. Frá barn- æsku ólst hún upp að Harastöðum í Vesturhópi, en bjó lengst af með manni sinum, Gunnari Jónssyni, í Gröf. Að loknu lífsstarfi var hún flutt heim í sína fögru æskusveit, Vesturhópið, og lögð til hinztu hvílu að Breiðabólstað sl. föstu- dag. Börnum Ingibjargar og öðrum vandamönnum votta ég samúð vegna fráfalls hennar. Haukur Eggertsson. Dáin, horfin! Hún amma mín er dáin, og ég spyr sjálfan mig, getur það verið? Jú, maðurinn er alltaf jafn smár í ófullkomleik sínum. Amma mín var búin að vera sjúk Maðurinn minn HALLUR ÞORLEIFSSON andaðist aðfararnótt 7 þ m Fyrir hönd aðstandenda Guðrún Ágústsdóttir. Guðný Guðjónsdótt- hin síðari ár, sérstaklega siðasta árið, sem hún lifði. Hún var fullra 80 ára, er hún dó. Áttræðis afmælisdagurinn var hennar síðasti sólargeisli, þá var hún nokkuð hress. Hún tók á móti vinum og kunningjum, og ég man, hve andlit hennar ljómaði, er hún rifjaði þennan dag upp á eftir. Svo leið rúmur mánuður, þá var hún öll. Nú er Guð búinn að leysa hana frá þjáningu og þraut; ég á að gleðjast, en mér finnst ég hafa misst mikið. Eins var missirinn mér mikill, þegar afi minn dó. Þá var ég 5 ára, nú er ég miklu eldri og lít hlutina öðrum augum. Það rifjast margt upp fyrir mér frá minum bernsku- og æskuárum, ég hef svo ótal margt að þakka ömmu minni, að mig brestur orð, en geymi það sem fjársjóð, sem aldrei verður frá mér tekinn. Ég kom til ömmu minnar dag- inn áður en hún dó, hún gat lítið talað við mig. Ég kyssti hana á kinnina, þegar ég fór, og hún bað Guð að blessa drenginn sinn að venju. Arla morguns næsta dag var hún dáin. Hún hélt fullri rænu fram til þess síðasta, fylgd- ist með mönnum og málefnum, las dagblöðin og hlustaði á út- varp, þegar hún gat vegna sjúk- leika. Hún amma hafði sínar skoð- anir á hlutunum, sumum fannst þær kannski sérstæðar, en höfum við ekki öll okkar skoðanir? Ég hef trú á því. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ingvar Kárason. ir Vík — Það blés ekki byrlega fyrir ís- lensku þjóðinni þegar amma okk- ar fæddist undir hlíðum aust- firskra blágrýtisfjalla hrollkaldan dag I aðventu í byrjun síðasta áratugar aldarinnar, sem leið. Rétt ólokið var einhverjum mestu harðærum í sögu þjóðarinnar ni- unda tug aldarinnar, er þúsundir manna sáu sér ekki annan kost vænni en að yfirgefa fósturjörð- ina í skiptum fyrir óvissa framtíð í fjarlægri heimsálfu. Guðný Guðjónsdóttir var hins vegar ekki úr þeim málmi steypt enda var trú á land og þjóð henn- ar í fullu samræmi við trú hennar á öðrum sviðum. Trú á Guð og frelsarann en ekki síður á hið 'góða í manninum. Guðný var fædd hinn 7. desember árið 1891 að Kömbum í Stöðvarfirði, dóttir hjónanna Áslaugar Eiríksdóttur og Guðjóns Guðmundssonar bónda þar. Ölst Guðný upp I for- eldrahúsum til sex ára aldurs, er móðir hennar dó, og var Guðný þá ein eftir með föður sínum. Árið eftir fluttist hún að Randversstöð- um í Breiðdal og dvöldust þau þar feðginin í 3 ár við gott atlæti, þótt stundum hafi verið þröngt I búi, enda eignaðist Guðný þar þá einu systur, sem hún átti í minningu sinni siðar. Af óviðráðanlegum ástæðum lauk dvöl þeirra feðgin- anna á Randversstöðum fyrr en skyldi og var Guðný um skeið á hrakningum með föður sínum uns þar að kemur, að þau flytjast að Flugu í Breiðdal á heimili Ingi- bjargar Friðbjörnsdóttur, gr þar bjó ekkja með þremur sonum sín- um. Elstur þeirra var Friðbjörn Þorsteinsson, sem síðar varð eig- inmaður Guðnýjar. Þess er skemmtilegt að minnast, að það var ekki einungis. Guðný, sem festi ráð sitt á þessum bæ, heldur einnig faðir hennar, er gekk að eiga ekkjuna Ingibjörgu. Hefja þau Guðný og Friðbjörn síðan bú- skap með foreldrum sínum á Flugu uns þau flytjast að Vík I Fáskrúðsfirði, sem þau keyptu og settu þar niður bú. Er Guðný lést, hafði búseta þeirra I Vík staðið í Minning hálfa öld og ló nokkrum árum betur, og er okkur barnabörnun- um þessi þáttur í ævi ömmu okkar fastari í vitund en það, sem áður var lýst, enda áttum við þar öll athvarf á sumrum I góðu yfirlæti af hendi beggja, afa og ömmu. Guðný og Friðbirni varð níu barna auðið, er öll komust til manns að einu undanskyldu. Barnabörnin eru þó aðeins 15 en barnabarnabörnin eru hins vegar þegar orðin 18 svo allt bendir til, að sá frændgarður verði ekki smærri en efni stóðu til í upphafi. Það eru lokaorð okkar barna- barnanna og von, að minning Guðnýjar ömmu okkar megi varð- veitast björt og hrein í hjörtum okkar allra og barna okkar, sem minning um heilsteypta konu, hjartahreina og trygglynda konu, sem aldrei lagði illt til nokkurs manns, þó að sakir væru nokkrar. — Konu, sem kunni að fyrirgefa. Barnabörn t Móðir okkar INGIBJORG ÞORSTEINSDOTTIR andaðlstá Landakostspitala 5 janúar Jóhanna Ingimundardóttir Konráð Ingimundarson Guðbjörg Ingimundardóttir Sigurður Ingimundarson Jenný Ingimundardóttir Sigurbjörg Ingimundardóttir t Föðursystir min INGUNN NIELSEN fædd Tómasdóttir Moseigade 20, Kaupmannahófn andaðist 14 des sl Jarðarförin hefur farið fram. F.h. aðstandenda Inga Einarsdóttir. t Faðir og fósturfaðir okkar HANNES STEFÁNSSON, skipstjóri Hrafnistu, verður jarðsungmn frá Fossvogskirkjo, miðvikudaginn 9. jan kl. 3. Blóm afbeðín — minnist.líknarstofnana Guðmundur Hannesson, Ragnar Franzson. t Þökkum öllum ngér og fjær, sem hafa auðsýntökkur samúð við fráfall PETER WIGELUND skipasmíðameistara Vilborg Wigelund, Hrefna W. Steinþórsdóttir, Hrefna Wigelund, Kristján Kristjánsson Svala Wigelund, Steinþór Steingrimsson og barnabörn. Kolbeinn Sigurðsson skipstjóri — Minning UM áramót látum við gjarnan hugann reika um farinn veg lið- inna ára og áratuga og stöldrum við atburði þá, sem okkur hafa orðið hvað minnisstæðastir. Lát- um þá gjarnarn atburðina renna á segulbandi minninganna um at- vik, sár og ljúf, sem lifuð vorú í starfi og leik, með vinum, frænd- um og samstarfsmönnum. Eg læt myndina frá bernskudögunum á Eyrarbakka, sem allir drengir þaðan eiga sameiginlega, verða ívaf þeirrar minningakeðju, sem þessi fáu og sundurlausu orð eiga að fræða lesendann um. Fjaran er eftirsóttasti leikvangur ungra drengja, þar finnast hinir ótrúleg- ustu hlutir, sem vekja áhuga og aðdáun ungra sem aldinna. Árabátar í nausti, tjargaðir og veðurbarðir eftir volk margra ára gegnum skerjóttan brimgarðinn, sem eiga sín nöfn og-sínar sjálf- stæðu sögur. Formenn þeirrá hafa sótt björg i bú í aldaraðir á hin áður fengsælu mið Eyrar- bakkabuktar. Uti á bátalóninu vagga sér mjúkleg.a litlir vélbátar 4—9 tonn að stærð, fyrirboðar nýrrar vélaaldar, of stórir til þess að setjast á land eftir hvern róður. í hópi drengjartna í fjörunni er margur efniviður í liðtækan sjó- mann, þegar aldur gefur tilefni til. Og ekki eru þeir háir í Ioftinu, þegar skyldan og þá sérstaklega þörfin kallar þá til starfa, grafa upp fjörumaðk og beita síðan fiskilóðirnar. Þá er næsta skrefið að fara í róður, hlaupa í skarðið ef mann vantar. Á þessum stað, við brimsorfna strönd Eyrarbakka, sjáum við fyrstu viðbrögð til sjómennsku hjá þeim manni, sem við minn- umst í dag, Kolbeins Sígurðsson- ar. Árin líða. Hinn 15. marz 1923 er þrútið loft og þungdr sjór í Faxaflóa. Við hafnarbakkann í Reýkjavík liggur togarínn Asa, eign H.P. Duus. Hún er aðleggja I veiðiferð, þótt veður sé vont. Skipstjóri er hinn ungi, glæsilegi Eyrbekkingur Kolbeinn Sigurðs- son og hjálparkokkur á sama skipi er undirritaður. Rúm hálf öld er liðin síðan þetta gerðist og því mikið vatn til sjávar runnið og hraðfleygir um- bótatímar gengið yfir land og þjóð, það má segja að allt sé breytt. Nei, eitt hafði ekki breyst, mað- urínn Kolbeinn Sigurðsson var alla tíð, frá því ég kynntist honum fyrst til síðustu stundar, sami vin- ur vina sinna og velgjörðarmaður ótal margra. Kolbeinn var fæddur 9. septem- ber 1892 á Akri á Eyrarbakka. Foreldrar hans voru þau hjónin Viktoría Þorkelsdóttir og Sigurð- ur Jónsson verzlunarmaður. Hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1914. Sigldi meðal annars með hinum kunna heiðursmanni Guð- mundi Guðnasyni er oft var kenndur við togarann Njörð. Mun Kolbeinn hafa verið í Nirði eldra í fyrri styrjöldinni er hann var skotinn niður. Þá sigldi Kolbeinn lengi með Guðmundi Jónssyni á Skallagrími, hinum kunna afla- kóngi og þaðan kom hann vel skólaður I öllu er laut að fiskiveið- um með botnvörpu svo og /skip- stjórn. Má því segja að við Ásu- menn vorum mjög ánægðir með okkar unga skipstjóra og sannast það bezt á því, að sumir af fyrstu áhöfn hans sigldu með honum I áratugi á mörgum skipum. Má þar nefna Sigurð Jónsson frá Loft- stöðum, er var bátsmaður hjá Kol- beini yfir 30 ár. Gegndi, hann starfi sínu með miklum sóma, enda hinn mesti heiðursmaður. Hann er nú látinn. Ég sigldi með Kolbeini á 4 skipum. Á gömlu Ásu, þar til Nýja-Ása kom og eftir það sigldi ég með Kol- beini á togururcum Ölafi og Þór- ólfi til vorsins 1928, þá skildu leiðir okkar. Þrátt fyrir aðskilnað átti ég eftir að njóta aðstoðar Kol- beins. Kolbeinn kvæntist eftirlifandi konu sinni Ingileifu Gísladóttur, Einarssonar, sjómanns i Reykja- vík, hinn 9, október 1926. Þau eignuðust 4 börn, 3 syni og 1 dóttur. Eru þrjú þeirra á lífi, en sonur þeirra Gísli stýrimaður lézt í sumar, í starfi um borð I skipi sinu. Það var þvi ekki langt á milli þeirra feðga. Kolbeinn hlaut heiðursmerki fyrir sín frábæru skipstjórastörf. Fyrst 1936 Ridd- arakross Fálkaorðunnar og síðan eða 1951 Stórriddarakrossinn. Þá var hann sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins 1962. Þessi fáu Framhald á bls. 16.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.