Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 289. tbl. 62. árg. MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ingvi Ingvarsson í öryggisráðinu: New York 16. desember. — Frá Elfnu Pálmadóttur, blaðamanni Morgunblaðsins. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna hóf fund sinn um klukkan 3.30 og samþykkti f upphafi að bjóða tslending- um að taka þar sæti. t upphafi fundar lýsti Ivor Richard þvf óvænt yfir að hann hefði kannað fordæmi fyrir- rennara sinna f forsetastóli og komist að raun um að þeir hefðu ekki vikið úr sæti f slfkum tilfellum, utan Carrendish lávarður, fyrirrennari hans f deilunni um Suður-Ródesfu 1961. Teldi hann þó rétt að fara að hans fordæmi og vfkja úr sæti f deilu Breta og tslendinga f öryggisráðinu. Bað hann Ovemo, ambassador frá Cameroon, að setjast f forsæti. Ingvi Ingvarsson hóf ræðu sina | íögum og þau ættu yfirleitt alls með því að vekja athygli öryggis- ráðsins á ástandinu við Islands- strendur og atburðunum, sem gerst hefðu innan tveggja milna i landhelgi Islands. Skoraði hann á stjórn Bretlands að láta af vald- beitingu innan íslenzkrar land- helgi. I ræðu sinni rakti hann gang landhelgismálsins og veiða við Island og sýndi fram á að tslendingar hefðu ekki getað beð- ið eftir hafréttarráðstefnunni. Hann benti á vilja tslendinga til bráðabirgðasamnings um tak- markaða fiskveiði og skýrði frá skýrslu fiskifræðinganna og sagði það ljóst að Islendingar gætu veitt einir allan þann fisk, sem veiða mætti. Við yrðum þvl að draga þeim mun meir úr okkar eigin veiðum sem Bretar fengju frekar vilja sínum framgengt. Þá sneri Ingvi sér að fiskveiði- deilunni nú og vísaði I mótmæla- bréf sem brezka sendiherranum á Islandi var afhent 12. desember og las hann það, en þar er skýrt frá átökunum fyrir Austurlandi. Sagði hann að Star Aquarius hefði ekki aðeins reynt að sigla á Þór heldur og gert það. Og hann sagði: „Það ber að hafa það í huga að skipin, sem visað er til i ofan- greindri orðsendingu eru á Islandsmiðum, sem hluti af brezk- um sjóher, sem er á þessum mið- um í þeim eina tilgangi að koma I veg fyrir að íslenzka landhelgis- gæzlan geti framfylgt íslenzkum ekki að vera á þessum miðum." „Það er staðreynd að atburður- inn átti sér stað langt innan islenzkrar landhelgi, sem eins og er er ekki nema 4 sjómilur. Þetta er skerðing á fullveldi okkar, auk þess sem mjög hættulegar aðstæður skapast ef slikt ofbeldi fær að viðgangast. Þar af leiðandi mótmæli ég I nafni stjórnar minnar við öryggis- Framhald á bls. 18 57 milljónir kr. til Oirysler í Bretlandi London, 16. desember. Reuter. BREZKA stjórnin tilkvnnti I dag formlega, að hún myndi tryggja Chrysler-verksmiðjunum f Bret- landi allt að 335 milljón dollara til að halda rekstrinum gangandi, eða um 57 milljarða fsl. kr. Það var Eric Varley iðnaðarráð- herra, sem skýrði frá þessari um- deildu ákvörðun stjórnarinnar í neðri málstofunni í dag og sagði að þrátt fyrir þessar aðgerðir yrði ekki komist hjá því að segja upp 8000 starfsmönnum af 25000. Áætlun þessi hefur sætt mikilli gagnrýni meðal stjórnarandstöðu Ihaldsflokksins og einnig hafa margir þingmenn Verkamanna- flokksins lýst andstöðu sinni, þ.á m. menn í rikisstjórninni. Varley sagði að ríkisstjórnin myndi skipa menn til að gegna framkvæmdastjórastöðum með framkvæmdastjórum Chryslers og myndi vinna að áætlunargerð með fyrirtækinu. Umfangsmiklar aðgerðir verða gerðar innan fyrir- tækisins til að gera framleiðsluna hagkvæmari og tæknivæða verk- smiðjurnar meira. Stjórn Chrysl- ers tilkynnti brezku stjórninni, að hún myndi byrja aðgerðir til að hætta framleiðslu í lok þessa mánaðar, ef stjórnin beitti sér ekki fyrir aðgerðum. Skæruliðar víkja fyrir öryggisliði sagði eftir á að stjórn sín væri ekki að reyna að þrýsta á olíu- framleiðendur f þvi skyni að þeir lækkuðu verð sitt. Sagði hann að Bandaríkjamenn ættu nú von á banni við frekari oliuhækkunum fremur en verðlækkun. Forseti Frakklands, Valery Giscard d’Estaing setti ráðstefn- una með því að hvetja til þess að meira réttlætis yrði gætt við skipu- lagningu efnahagsmála heims. „Réttlæti krefst þess að við sýnum meiri sveigjanleika og raunsæi gagnvart vandamálum þróunarlandanna, sérstaklega þeirra, sem verst eru sett,“ sagði hann. Þar sem fulltrúar allra þátt- tökulandanna munu ávarpa ráð- stefnuna, raksaðist áætlun hennar þegar f byrjun, en meiri- hluti fulltrúa olíuframleiðenda Beirút 16. desember, Reuter. YFIRVÖLD f Beirút, höfuðborg Lfbanons, tilkynntu f kvöld, að skæruliðar deiluaðila f landinu hefðu loks yfirgefið vfgvöllinn við lúxushótel borgarinnar f sam- ræmi við nýjan friðarsáttmála, sem gerir ráð fyrir að öryggis- sveitir hersins taki við eftirliti með svæðinu. Skæruliðar Fal- angista yfirgáfu Hollidav Inn hótelið kl. 12 á hádegi, en skömmu áður höfðu tvær skæru- liðasveitir vinstrimanna vfirgefið St. George hótelið og Phoenicu- hótelið. Þá yfirgáfu þeir einnig Muttturninn, sem er skýjakljúfur f byggingu, en þaðan héldu þeir uppi stanslausri skothrfð á stöðv- ar Falangista f Hollidav Inn. Lögregluyfirvöld segja að nokk- ur skot hafi heyrzt í dag, en ann- ars hafi allt verið rólegt í borg- inni og hægt að ganga um götur hennar í fyrsta skipti svo mánuð- um skiptir. Enginn treystir sér til að spá um hvort nú hafi loks tekist að koma á varanlegu vopna- hléi, en á sl. 3 mánuðum hefur 15 sinnum verið samið um vopnahlé en það alltaf verið rofið og nýtt blóðbað fylgt í kjölfarið. Lægra olíuverð flýtir efnahagslegum bata París, 16. desember — Reuter ALÞJÖÐLEG ráðstefna um orku og hráefni hófst f dag með þvf að Bandarfkin héldu þvf fram að lækkun olfuverðs kæmi öllum til góða, einnig olíuframleiðendum. Henry Kissinger utanrfkisráð- herra Bandarfkjanna, var einn af fyrstu ráðherrunum, sem ávarpaði ráðstefnuna, en hana sitja ráðherrar frá 27 löndum. Sagði utanríkisráðherrann, að lægra heimsmarkaðsverð á olfu myndi flýta fyrir efnahagslegum bata um allan heim. Ræða hans virðist undirstrika þann ágreining, sem er á milli Bandaríkjanna og olíufram- leiðsluríkja um verðlagningu olíu en talsmaður Bandaríkjastjórnar — segir Kissinger á orkumálaráðstefnu mun tala á morgun. Það eru 27 vestræn iðnríki og rfki þriðja heimsins, sem eiga aðild að ráðstefnunni. Ræða Kissingers olli ekki því fjaðrafoki sem margir höfðu búist við. Hann hvatti olíuauðug ríki til að taka meiri þátt í að lækna þau mein sem nú þjá efnahagsmál veraldar, og sagði að ekki væri hægt að ætlast til þess að iðnríkin ein leystu vandamál fátæktar. Olíumálaráðherra Saudi-Ara- biu, Yamani, sem litið er á sem talsmann olíuframleiðsluríkja tók mjög milda afstöðu í sinni ræðu og sagði að olíuframleiðendur hefðu ekki komið til Parísar með átök í huga. Hann gagnrýndi rót- tækari öfl meðal olíufram- leiðenda og sagði að velgengni iðnríkja væri öllum til góðs. „Mótmæli ofbeldi Breta innan okkar landhelgi” Bretinn vék úr forsæti Ingvi Ingvarsson, fasta- fulltrúi Islands hjá Sam- einuðu þjóðunum, talar máli íslands fyrir örygg- isráðinu f gær. Símamynd AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.