Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 Vökunótt í Grímsey vegna jarðskjálfta GRlMSEYINGUM varð ekki svefnsamt f fyrrinótt vegna fjölda jarðskjálfta, sem áttu upptök sfn aðeins 5 km norður af eynni. Lék allt á reiðiskjálfi þegar snörpustu kippirnir gengu yfir að sögn Afreðs Jónssonar fréttaritara Mbl. I Grfmsey. Ekki vissi Alfreð til þess að skemmdir hefðu orðið við skjálftana. Ragnar Stefánsson jarðskjálfta- fræðingur tjáði Mbl. í gær, að snörpustu kippirnir hefðu mælst klukkan 03,57 um nóttina og 10,13 um morguninn. Var fyrri kippur- inn 4,8 stig á Rickterkvarða en sá seinni 4,6 stig. Koma að meðaltali 2—3 skjálftar af þessari stærðar- gráðu á ári að sögn Ragnars. Skjálftarnir í Grímsey eru á all- virkri jarðskjálftalínu, sem nær frá minni Axarfjarðar í norð- vestur skammt út fyrir Grímsey. Hefur verið töluvert um skjálfta á svipuðum slóðum allt frá því f fyrravor. Þjóðernissinnar í Skotlandi: Bjóða sjávarútvegs- ráðherra á þing sitt SKOZKI þjóðernissinna- flokkurinn hefur boðið Matthíasi Bjarnasyni sjávarútvegsráðherra að sitja landsþing sitt sem haldið verður í næsta mánuði, en flokkurinn hefur sem kunnugt er lýst yfir eindregnum stuðningi við okkur í landhelgis- málinu. Matthías Bjarna- son sjávarútvegsráðherra sagði í samtali við Mbl. í gær, að ekki væri búið að svara boðsbréfinu ennþá þar eð ekki lægi Ijóst fyrir hvort hann ætti heiman- gengt á þeim tíma sem landsþingið er haldið. Ljósmynd Sv. Þorm. BRUNI — Eldur kom upp f bílaverkstæði við Miklatorg um miðnætti í fyrrinótt, og urðu þar töluverðar skemmdir, Slökkviliðið kom fljótt á staðinn og gat varnað því að eldur kæmist f húsgagnaverkstæði í sama húsi. Starfshópur um þróun sjávarútvegs: Las Lúðvík ekki kafla skýrsl- unnar um afkastagetu flotans? Skartgripaþjóf- urinn fundinn Baldur Johnsen Baldur Johnsen settur prófessor BALDUR Johnsen yfirlæknir hefur verið settur prófessor f heilbrigðisfræðum við Háskóla íslands skólaárið 1975—1976. Að loknu læknisfræðiprófi stundaði Baldur nám í heil- brigðisfræði við Lundúnaháskóla, en síðan hefur hann unnið sem héraðslæknir víða um land og síðustu 6 ár sem forstöðumaður Heilbrigðiseftirlits ríkisins. RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur nú haft upp á skartgripa- þjófnum, sem lét greipar sópa f sýningarglugga verzlunar Jóns Dalmannssonar við Skólavörðu- stfg aðfararnótt 7. desember s.l. Er hér um að ræða 37 ára gamlan sfbrotamann. Hann hefur verið úrskurðaður í allt að 20 daga gæzluvarðhald. Maður þessi var á gangi um Skólavörðustíginn umrædda nótt, nokkuð viðskál.Hafðihanní vös um sínum ýmsa gripi sem kom- ið geta að notum við þá „iðju“ sem hann helst stundar, svo sem glerskera. Þegar hann gekk fram hjá sýningarglugga verzlunar Jóns Dalsmannssonar fékk hann þá hugmynd að reyna að stela skartgripum sem þar var að finna. SAMSTARFSHÓPUR Rannsóknaráðs rfkisins um þróun sjávarútvegs hefur sent frá sér athugasemdir í greinar- formi, sem birtast á bls. 15 í Morgunblaðinu í dag. Samstarfshópurinn er með greininni að svara nokkrum fullyrðingum Lúðvíks Jósepssonar alþingismanns, en þar segir m.a.: „Leitast hann við að snúa út úr niðurstöð- um starfshópsins og kemur með fullyrðingar, sem á engan hátt fá haggað þeim kafla í skýrslu vinnuhópsins, sem hefur orðið honum mestur þyrnir í augum.“ ---------------------------- I greininni segir m.a. að í skýrslu starfshópsins sé leitazt við að finna mælikvarða með töl- fræðilegum aðferðum, sem lýst gætu ákveðnu ástandi á sem ein- faldastan hátt. I því dæmi, sem Lúðvík Jósepsson setur upp í grein, sem hann ritaði f Þjóðvilj- ann hinn 6. desember siðastliðinn til þess að lýsa aldri fiskiskipa- flotans eru þessi vinnubrögð ekki viðhöfð og nefna þeir sem dæmi um reikningsaðferðir Lúðvíks, sem gefur niðurstöðuna að flotinn sé tæplega 15 ára, nefna þeir ein- földunardæmið, að sé gert ráð fyr- ir að flotinn sé aðeins 5 skip, 4 ný en eitt 70 ára — að þá sé útkom- an samkvæmt aðferð Lúðvíks tæplega 15 ár. Reyndi hann fyrst að beita gler- skeranum en án árangurs. Braut hann þvínæst rúðuna og hafði 68 gullhringi á brott með sér. Þýfið Framhald á bls. 18 Haustlánum úthlutað STJÖRN lánasjóðs náms- manna er um þessar mundir að úthluta viðbótarfé þvf sem fékkst á dögunum til haust- lána, 40 milljónum króna. Er fyrst og fremst unnið að þvf að úthluta lánum tii nemenda er- lendis, og er búist við þvf að langflestir þeirra fái nú full haustlán. Fyrr I haust hafði verið úthlutað um 150 milljónum kr. Þá ræða þeir aðilar, sem mynda samstarfshópinn um notkun hug- taka og þeir spyrja, hvort unnt sé að tala um eðlilega endurnýjun f venjulegum skilningi þess orðs, þegar keyptar eru 10 nýjar ryk- usgur f stað gamalla kústa, en síðan segja þeir: „Er það endur- nýjun að kaupa 80 skuttogara í stað 16 til 20 gamalla sfðutog- ara?“. í kafla greinargerðar starfs- hópsins, sem fjallar um úthald skipa segir m.a.: „Hver er ástæð- an fyrir því að nýtízkuskuttogari er vart hálfdrættingur á við gömlu „hjólbörutogarana," sem við áttum fyrir stríð? Þeir komust í 25 tonna afla að meðaltali á úthaldsdag. Þetta eru allt spurn- ingar, sem Lúðvík, samkvæmt sinni vísindalegu aðferð, gleymir að spyrja eða svara. Staðreyndin er sú, að stofnarnir hafa verið ofnýttir i vaxandi mæli, og það kostar sífellt meira að ná hverjum fisk úr sjónum. Það er þess vegna, sem við þurf- um nú „vélaskófluskip“ í staðinn Framhald á bls. 18 Fréttamenn um borð 1 varðskipum Sjópróf vegna ásiglinganna á Þór hef jast í dag Úthlutun viðbótarritlauna lokið: 40 höfundar fengu 300 þúsund krónur hver Uthlutunarnefnd viðbótarrit- launa lauk störfum s.l. mánudag. Uthlutaði nefndin samtals 12 milljónum króna til 40 höfunda, eða 300 þúsund krónum til hvers þeirra. 72 höfundar sóttu um við- bótarritlaun að þessu sinni. Nefndin vann starf sitt I sam- ræmi við reglur um viðbótarrit- laun nr. 425 frá 22. september 1975, en það þýðir að mennta- málaráðuneytið hefur ekki orðið við óskum allmargra rithöfunda um að við úthlutunina nú yrðu teknir til greina rithöfundar sem gefið hafa út bækur allt aftur til ársins 1970eneigifengu úthlutað á sfnum tfma. Komu þeir einir til greina sem áttu ný verk útgefin 1974. ! nefndinni áttu sæti þau Bergljót Kristjánsdóttir BA og Bergur Guðnason lögfræðingur. tilnefnd af Rithöfundasambandi tslands, og Sveinn Skorri Hösk- uldsson prófessor, tilnefndur af kennurum f fslenzkum bók- menntum við Háskóla Islands, og var hann jafnframt formaður nefndarinnar. Hér fara á eftir nöfn þeirra 40 höfunda sem fengu úthlutað við- bótarritlaunum að þessu sinni: Agnar Þórðarson, Asa Sólveig Þorsteinsdóttir, Ástgeir Ólafsson (Ási f Bæ), Bergsveinn Skúlason, Birgir Sigurðsson, Dagur Sig- urðarson, Einar Laxness, Einar Bragi Sigurðsson, Erlingur E. Halldórsson, Guðbergur Bergs- son, Halldór Laxness, Heimir Þorleifsson, Helgi Skúli Kjartansson, Hjörieifur Gutt- ormsSon, Hrafn Gunnlaugsson, Indriði Ulfsson, Ingimar Erl. Sigurðsson, Jakobfna Sigurðardóttir, Jón Gísla- son, skólastjóri, Uthlíð 5, Jón Guðnason, Jökull Jakobsson, Kristmann Guðmundsson, Krist- mundur Bjarnason, Matthías Johannessen, Oddur Björnsson, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Sigurður A. Magnússon, Steinar Sigurjóns- son, Steingerður Guðmunds- dóttir, Thor Vilhjálmsson, Unnur Eiríksdóttir, Ulfar Þormóðsson, Vésteinn Lúðvíksson, Þorgeir Þorgeirsson, Þorsteinn Antons- son, Þorsteinn frá Hamri Jónsson.. Þorsteinn Matthíasson, Þórarinn Eldjárn, Þórleifur Bjarnason, Þráinn Bertelsson. Þetta er f þriðja skipti sem við- bótarritlaunum er úthlutað. Fjór- ir höfundar hafa fengið úthlutað í öll skiptin, Jökull Jakobsson, Thor Vilhjálmsson, Einar Bragi og Guðbergur Bergsson. TlÐINDALAUST var á miðunum f gær. Aðeins 17 togarar voru að veiðum úti fyrir Austurlandi og var þeirra gætt af helmingi færri verndar og aðstoðarskipum. Tvö varðskip eru fyrir austan, Týr og Óðinn og f gær lét Ægir úr höfn f Reykjavík. Þá kom Þór inn og f morgun átti að hefjast bráða- birgðaviðgerð á skemmdunum, sem urðu á skipinu eftir ásiglingar dráttarbátanna í fyrri viku. Verður kappkostað að ljúka bráðabirgðaviðgerð svo fljótt sem kostur er, svo að skipið verði ekki fyrir töfum frá eðlilegum skyldu- störfum. Sjópróf vegna ásiglinga dráttarbátanna á Þór hefjast hjá sakadómi f dag. Þegar varðskipið Ægir lét úr höfn í gær voru þrír farþegar um borð. Sigurður Sigurðsson frétta- maður og tæknimaður honum til aðstoðar og munu þeir ætla að skýra hlustendum útvarpsins frá viðburðum á miðunum. Einnig fór með Ægi Mik Magnússon, fréttaritari BBC á Islandi, en hann hefur manna mest skýrt frá málstað tslands í brezka út- varpinu með fréttasendingum héðan. Þá mun fyrirhugað að menn frá sjónvarpinu fari um borð í eitt- hvert varðskipanna, sem eru á miðunum í dag — þeir fljúgi út á land og fari um borð í einhverri höfninni á Austfjörðum. Hafa fréttamenn nú fengið heimild til þess að senda fréttir frá borði um leið og þær gerast. Mun öllum fjölmiðlum hérlendis gefinn kostur á að hafa menn um borð f varðskipunum. Viðræðum um Kjarvals- staði enn ekki lokið MORGUNBLAÐIÐ hafði I gær samband við Birgi tsleif Gunnarsson borgarstjóra og spurði hvað liði lausn deilunnar um Kjarvalsstaði. Borgarstjóri sagði að viðræðum milli aðila værí ekki lokið en stefnt að því að koma einhverju á framfæri á borgar- stjórnarfundi, sem haldinn yrði á morgun, fimmtudag. Áður en sá fundur færi fram yrði haldinn fundur milli deiluaðlia og reynt að útkljá málið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.