Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 Ian l)re þjálferi FH ALLT bendir nú til þess að lan Ure, sem á sinum tima gerði garðinn frægan með Arsenal, Manchester Utd , Dundee og skozka landsliðinu, verði þjálfari FH næsta sumar lan Ure hefur nokkrum sinnum leikið hér á landi og hefur þessi harðskeytti en skemmtilegi leikmaður þá jafnan staðið sig vel lan Ure var fram í siðustu viku framkvæmdast|óri hjá East Stirling i 2 deildinni skozku, en smnaðist við forráðamenn félagsins þegar ekki var farið að ráðum hans i sambandi við kaup á leikmönnum Hafa FH-ingarnir verið í sambandi við hann siðan og verður væntanlega gengið frá samningum milli þessara aðila nú i vikunni lan Ure lék á sinum tima 1 1 landsleiki fyrir Skotland, fyrst árin 1962 og 63, og síðan aftur 1 968 Hann kom hingað til lands fyrst með Dundee árið 1 961 í boði KR Eftir að Ure hætti að leika knattspyrnu sjálfur hefur hann starfað sem þjálfari og síðan framkvæmdastjóri og hefur lokið öllum þeim þjálfaranámskeiðum, sem enska knattspyrnusambandið gengst fyrir M Gunbi^e og Hong Kong lil KR KR INGAR hafa nú svo gott sem geng- ið frá samnmgum við skozka knatt- spyrnuþjálfarann Alex Willoughby Þeir Bjarni Felixson og Baldur Marius- son ræddu við hann i Glasgow um siðustu helgi og komu þeir heim með nær frágenginn samning í kvöld verða þjálfaramálm tekin til umræðu á stjórn- arfundi hjá KR og er ekki búist við öðru en þar verði gengið frá öllum málum enda hafa KR mgar í nokkurn tima verið i sambandi við Willoughby Alex Willoughby lék á sínum tíma með Rangers og Aberdeen en hefur verið þjálfari hjá Cambridge að undan förnu Þar áður þjálfaði hann knatt- spyrnulið i Hong Kong Willoughby kemur hingað i stað Tony Knapps, sem verið hefur með KR-inga tvö undanfar- m ár, en ekki náð sérstökum árangri með félagið, þó svo að árangur hans með landsliðmu hafi verið mjög glæst- ur á sama tíma Agiíst AsRoirsson. Agúst sigraði í hindrunarhlaupinu AGÚST Asgeirsson IR nádi mjög KÖöum tíma í 2000 metra hindrunarhlaupi á innanhúsmóti sem fram fór í úosford I Englandi um síóustu helgi. Hljóp Agúst vegalengdina á 5:47,0 mín., en þaó er tfmi sem svarar til 8:40,0 — 8:41.0 mín, I .‘1000 metra hindrunarhlaupi utanhúss, þann- ig að Ijóst má vera art Agúst á mjög góða möguleika á art hæta Islandsmet Kristleifs Gurtbjörns- sonar I greininni navsfa sumar. — Ég lét artra um að leiða hlaupirt til að b.vrja mert. sagði Ágúst. — en tók svo forystuna eftir art hlaupið var hálfnað og náði um tíina góðri forystu. Undir lokin dró einn af keppinautum minum verulega á mig, en mér tókst þó að sigra nokkuð örugg- lega. Tími þess er varð í öðru sa>ti var 5:49,0 mín., en sá varð þriðji í hrezka meistaramótinu innanhúss f fyrra og hefur verið verðlauna- maður á brezkum meistaramótum áður Vilmundur Vilhjálmsson keppti einnig á móti þessu og hljóp 400 metra hlaup. Hljóp hann í sterk- asta riðlinum og varð þar annar á 50,8 sek. I næsta riðli tókst svo einum manni að ná betri tíma, þannig að Vilmundur varð þriðji í hlaupinu. Sagði Ágúst að það hefði greinilega háð Vilmundi að hann er óvanur að hlaupa innan- húss. Hefði hann bremsað ferði’ i mjög af í hinum kröppu beygjum á brautinni, en hins vegar alltaf hlaupið beinu brautina mjög vel. Þess má svo einnig geta að Vil- mundur setti nýlega skólamet í 40 metra hlaupi, er hann hljóp á 4,5 sek., sem er mjög górtur árangur. Björgvin Björgvinsson skorar í landsleik við Júgðslava í Laugardalshöllinni í fvrra. Vonandi gefast honum tækifæri til þess í leiknum annað kvöld — Olympfuviður- eigninni sem sker úr um möguleika íslenzka liðsins að komast í lokakeppnina f Kanada. íslenzka liðið valið VIÐAR Símonarson birti I gær val sitt og Agústs ftgmundssonar á íslenzka landslirtinu sem leikur við Júgóslava I Laugardalshöll- inni annart kvöld í Olvmpíu- keppninni. Verrtur lirtirt skipart sömu leikmönnum og voru í Dan- merkurferðinni, með þeirri und- antekningu art Olafur Einarsson kemur inn í lirtirt til virthótar. Sagrti Virtar, art val Ólafs bvggðist á þeirri revnslu sem fengist hefði I Danmerkurferrtinni, — að upp- hoppara vantarti I liðirt og auk þess væri Olafur ekki ókunnugur málefnum landsliðsins, hann hefði leikirt með því tvfvegis I haust og vetur. Verður fslenzka landsliðið skip- að eftirtöldum leikmönnum: MARKVERÐIR: Ólafur Kenediktsson. Val Guðjón Erlendsson, Fram AÐRIR LEIKMENN: Ólafur H. Jónsson, Dankersen Axel Axelsson, Dankersen Arni Indriðason, Gróttu Stefán Gunnarsson, Val Gunnar Einarsson, Göppingen Jón Karlsson, Val Ingimar Ilaraldsson, Haukum Björgvin Björgvinsson, Vfkingi Viggó Sigurrtsson, Vfkingi Páll Björgvinsson, Vfkingi Ólafur Einarsson, Donzdorf Sigurbergur Sigsteinsson, Fram Friðrik Friðriksson, Þrótti. Liðið verður svo endanlega val- irt eftir æfingu þess f Hafnarfirði f kvöld. AHORFENDVRIÆA „LANDSLIÐSMENN » VEL KANN svo að fara að það ráði úrslitum í landsleiknum við Júgóslava annað kvöld hvaða stuðning áhorfendur veita íslenzka Iiðinu á leikn- um. Þeim erlendu Iiðum sem hingað hafa komið ber saman um að íslenzkir áhorfendur séu þeim erfiðir og hafa re.vndar kvartað yfir hversu hávaða- samir þeir séu og hafi truflandi áhrif á leik þeirra. Vonandi er að íslenzkum áhorfendum takist vel upp í leiknum annað kvöld og veiti fslenzka lands- liðinu kröftugan stuðning frá upphafi leiks til enda. Oft hefur það viljað brenna við að dofnað hefur yfir áhorfendum ef landanum hefur ekki gengið vel í byrjun inni á vellinum, en ekki má gleyma því að hvatning og örvun frá áhorfendum er hv'aðdýrmætust þegar stefnir í það að aðkomulið- ið nái forystu. Með samstillingu geta þá áhorfendur oft snúið leíknum heimaliðinu í vil. Ahorfendur þurfa að muna eftir því að baráttan er ekki bara háð á vellinum, að þeir eru á sinn hátt „landsliðs- menn“ á meðan á leiknum stendur. Varla þarf að efast um að mjög mikil aðsókn verður að leiknum annað kvöld og er fólki því ráðlagt að notfæra sér forsölu aðgöngumiða sem hefst kl. 12 f dag úr happdrættisbifreið HSl í Austurstræti. Verður selt þar til klukkan 18.00 í dag og síðan á sama tíma á morgun frá kl. 12.00 — 18.00. Júgóslavar munu leika tvo aukaleiki hérlend is, við landsliðið á laugardaginn og við úrvalslið á mánudagskvöld og verða einnig seldir miðar á laugardagsleikinn á morgun. Forsala aðgöngumiða verður einnig í Laugardalshöllinni síðustu klukku- stunoirnar fyrir leikinn annað kvöld. Réttur staður ef landsliðið og vinnur stund Júgóslava annað kvöld LEIKUR ársíns í handknattleik hér- lendis — leikur sem flestir hand- knattleiksunnendur hafa beðið spenntir eftir verður á fimmtudags- kvöldið en þá leika íslendingar I undankeppni Olympiuleikanna við gullliðið frá síðustu leikum, Júgó- slava Á þessum leik veltur hvort islendingar eiga nokkra möguleika á þvi að komast i lokakeppni leikanna i Montreal 1976, en til þess að von verði til þess þá þarf islenzka liðið að vinna sigur í leiknum á morgun og það helzt með 4 — 5 mörkum Júgóslavar eru ekki auðsigraðír á heimavelli, en takist íslenzka líðinu að vinna sigur i leikn- um annað kvöld þá er barátt an engan veginn vonlaus Má benda á að s.l. sumar lék islenzka landsliðið við Júgó- slava í heimalandi þeirra og tapaði þá með sex marka mun 20—26 Var þó undirbúningur ís- lenzka liðsins fyrir þann leik í algjöru lágmarki, og leikmenn búnir að vera I frii frá handknattleiksæfingum að míklu leyti um tima. BArtÁTTAN GILDIR Nú kann ef til vill mörgum að finnast sem svo að það sé fráleitt að tala um þann möguleika að islenzka liðið vinni sigur i leiknum annað kvöld Sú staðreynd liggur Ijós fyrir að Júgóslavar eiga einu bezta, ef ekki bezta landsliði heims á að skipa. sem búið hefur sig af kost- gæfni undir þessa keppni í Júgó- slaviu er landsliðið jafnan númer eitt og æfingar þess ganga fyrir öllu öðru. Við eigum hins vegar við ýmis vandamál að etja á þessu sviði. Leikmenn okkar eru hreinir áhuga- menn og auk þess er aðstaðan mjög slæm Landsliðið fær hvergi inni til æfinga. En samt I fyrra komu Júgóslavar hingað i heimsókn og léku tvo landsleiki Úrslit fyrri leiksins urðu jafntefli 20—20. en hinum leiknum tapaði islenzka liðið með þriggja marka um 21—24 Var um hreina óheppni að ræða að íslenzka liðið vann ekki sigur i öðrum leiknum og leikurinn sem tapaðist var mjög jafn Undirbúningur landsliðsins fyrir leikina í fyrra var nánast enginn bótt deilt hafi verið um undirbúning landsliðsins fyrir leikinn á morgun er ekkert vafamál að landsliðið er nú mun betur i stakk búið en það var fyrir leikina við Júgóslavíu i fyrra og munar þar mestu að liðið hefur leikið fjóra landsleiki á hálfum mán- uði og auk þess öðlast góða samæf- ingu i Danmerkurferðinni Með tilliti til þessa er óhætt að slá þvi föstu, að möguleikar á sigri eru fyrir hendi Það verður sennilega spurningin um stuðning áhorfenda og hvernig is- lenzka liðið verður upplagt sem ræð- ur úrslitum ALDREI UNNIÐ (slendingar og Júgóslavar hafa leikið sex landsleiki i handknattleik til þessa og hefur íslendingum aldrei tekizt að bera sigur úr býtum Væri það því réttur staður og stund, ef það tækist annað kvöld. Má geta þess til gamans að fslendingar hafa til þessa leikið handknattleikslands- leiki við 25 þjóðir og það eru aðeins fjórar sem okkur hefur aldrei tekizt að sigra: Austur-Þýzkaland, Finn- Framhald á bls. 18 Blóðug slagsmál er Ármann vann KR ÁRMANN sigraði KR 85:81. (41:37) þegar liðin mættust í 1. deild ís- landsmótsins í gær- kvöldi. Þessi leikur var hnífjafn og fjörugur all- an tímann og góð skemmtun fyrir áhorf- endur, sem aldrei hafa verið fleiri á körfubolta- leik í Laugardalshöll. Mest bar á Bandaríkja- mönnunum, sem leika með báðum liðum, og upphófust í leiknum hlóðug slagsmál milli þeirra. Rogers í liði Ár- manns gerði 37 stig og Carter í liði KR gerði 26 stig. Ármann er nú eina ósigraða liðið í deildinni. Nánar á morguh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.