Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 Sr. Pétur Sigurgeirsson: Gamalt og nýtt um kirkju og kristindóm ÞAÐ voru hugsjónaríkir alda- mótamenn, sem hófu útgáfu Tíð- inda, en sVo heitir rit Prestafélags hins forna Hólastiftis. Fyrsta heftið, sem út kom árið fyrir alda- mótin, er nú gersamlega ófáan- legt. Þar birtist hið stórbrotna söngljóð (Cantate) séra Matthíasar Jochumssonar um Hólastifti ásamt eftirmála hans. Fjórða hefti þessa rits kom út á liðnu sumri. Það er 176 bls. að stærð, og efni þess skiptist í ellefu málaflokka. I fyrsta flokknum, sem heitir Fornminjar, ritar for- seti íslands, dr. Kristján Eldjárn grein, er hann nefnir: Helgigripir úr fslenzkri frumkristni. Þar rek- ur hann söguna um hinn mikla fornleifafund, er hann fann ein- hverja elztu Kristmynd Norður- landa í baðstofusúð gamla bæjar- ins í Flatatungu í Skagafirði. Með fullri vissu er það elzta Krists- myndin, sem skorin er í tré, og ætla má að hafi verið í kristinni kirkju á Norðurlöndum. Þetta eru hinar svokölluðu Flatatungufjal- ir, og eru myndir birtar af þeim í ritinu. Annar málaflokkur Tíðinda er Kirkjusaga. Þar birtist erindi herra Sigurbjarnar Einarssonar biskups: Á Hólahátíð. Þar ræðir hann byltingu, sem gekk yfir biskupsstólana báða um aldamót- in 1800, og þó aðallega afdrif Hólastóls. Hann bendir á, hve til- finnanlegt áfall það var fyrir fjórðunginn, að afnema bæði stól og skóla, en lýsir jafnframt hinni hetjulegu baráttu síðustu biskup- anna á Hólum við það að halda uppi reisn staðarins. Biskupinn ræðir um byggingu núverandi Hóladómkirkju og hví- líkt kraftaverk það var á sínum tíma, er Gísla biskupi Magnússyni tókst að koma því mannvirki upp. Að síðustu ræðir Sigurbjörn biskup um hagnýtingu þeirrar arfleifðar, sem felst í hinum fornu biskupsstólum. Séra Björn Björnsson, prófast- ur á Hólum, skrifar í þessum flokki grein, er heitir: Vagga kristilegs guðsþjónustuhalds. Greinin fjallar um Þorvarð Spak — Böðvarsson á Ási í Hjaltadal. Þorvarður lét reisa kirkju á bú- jörð sinni, eftir að hann var kristnaður af Þorvaldi víðförla, er út kom hingað til kristniboðs 981 ásamt Friðriki biskupi af Sax- Kápa tfmaritsins, gerð af sr. Bolla Gústafssyni. landi. Mun talið, að Friðrik biskup hafi vígt kirkjuna, og að þar hafi vagga kristilegs guðsþjónustuhalds verið, en ekki á Hólum. „Allir eiga þeir að vera eitt,“ nefnist hugvekja, eftir heiðurs- forseta Prestafélags Hólastiftis, séra Friðrik A. Friðriksson fyrrv. prófast á Húsavík. Séra Friðrik minnir á, að i þúsund ár hafi kirkja Islands verið þjóðkirkja, samofin lífi og sögu lands og þjóðar, en á þeirri löngu samleið hafi íslendingar einhvern veginn vanið sig á þá vanhugsun, að þjóðkirkja á Is- landi sé eins og hver annar sjálf- sagður hlutur, sem alltaf megi JOLAGJÖFIN ER 1 KENWOOD Laugavegi 170— 1 72 — Simi 21240 ganga að á sínum stað. Síðan ræð- ir séra Friðrik um kröfuna um aðskilnað ríkis og kirkju, og vek- ur lesendur sína til umhugsunar um það atriði. Undir liðnum Prestsstarfið ræðir séra Gísli Kolbeins við séra Þorstein B. Gíslason fyrrv. prófast í Steinnesi. Samtals- þátturinn heitir: Húsvitjun var hátíð. Séra Þorsteinn segir frá því, er hann kom fyrst í Steinnes og frá kynnum sínum við sóknar- börnin. Séra Þorsteinn kom í Steinnes 1922 og þjónaði þar alla embættistíð sína í rúm 45 ár. I ritinu er vikið að Menntamál- um og þar birt skipulagsskrá sjóðs til stofnunar kristilegs heimavistarskóla ungmenna á Hólum í Hjaltadal, en sjóðinn stofnaði Guðrún Þ. Björnsdóttir frú, Háteigsvegi 14, Reykjavík. Er sjóðnum ætlað það hlutverk að styðja býrjunarframkvæmdir, þegar hafizt verður handa um byggingu slíks skóla á Hólastað á vegum kirkjunnar. Nýlega færði Halldóra Bjarnadóttir Blönduósi sjóðnum kr. 100.000 að gjöf og eru nú í honum nokkuð á 6. hundrað þúsund krónur. Mynd er birt af veggskildi, sem Sveinbjörn Jóns- son fyrrv. forstjóri, eiginmaður frú Guðrúnar Björnsdóttur, hefur gert til stuðnings hugmyndinni um skólann. Skjöldurinn er af Maríu með Jesúbarnið, og ætlast til þess að helgimyndin sé höfð hjá barnsvöggunni. Skjöldurinn er ekki seldur, heldur er hann afhentur sem viðurkenning fyrir gjöf í skólasjóðinn. I Tíðindum er rætt um nauðsyn þess, að aftur verði til stétt djákna og djáknasystra í kirkj- unni, þar sem þjónustustörfin kalli mjög á slíka starfskrafta. Ritið birtir minningargreinar um séra Sigurð Stefánsson vígslu- biskup, séra Pál Þorleifsson fyrrv. prófast, séra Sigurð Norland í Hindisvík, Pál V. G. Kolka fyrrv. héraðslækni og, dr. Róbert A. Ottósson söngmála- stjóra. Frásögn er um stofnendur Prestafélags Hólastiftis ásamt mynd af þeim á Sauðárkróki 1898. Greinargerð er um fundinn og þau málefni, sem þar voru rædd. Ennfremur er í þættinum Félags- lff sagt frá sumarmótum presta og prestkvenna á Vestmannsvatni. Þá eru birtar fundargerðir héraðsfunda fjögurra prófasts- dæma í stiftinu 1974 og rætt um verksvið sóknarnefnda. Skrá er yfir allar sóknarnefndir og safnaðarfulltrúa á Norðurlandi. Þar er um að ræða á fimmta hundrað nöfn leikmanna í kirkj- unni. Stærsti málaflokkur ritsins eru Fréttir, sem ná yfir 50 blað- síður. Eru þar fréttir og frétta- myndir af kirkjulegu starfi og allt er ritið myndum prýtt. Ritnefndina skipa: Séra Gísli Kolbeins Melstað, séra Pétur Sigurgeirsson Akureyri og séra Þórhallur Höskuldsson Möðru- völlum. Um leið og rit þetta er hið fjórða í röð Tiðinda, er í raun og veru um sjálfstæða bók að ræða, sem fjallar um mörg málefni kirkju og kristindóms, eins og að framan getur. Því vek ég athygli á Tíðindum, að þau koma ekki inn á hinn yfirfulla svonefnda jóla- markað, en eru fáanleg hjá prest- um á Norðurlandi og afgreiðslu- manni Jóni A. Jónssyni Hafnar- stræti 107 (sími 96-23532) og mun hann senda ritið til þeirra, sem þess óska. Tíðindi mæla með sér sjálf, greinarhöfundar, sem hér hafa verið nefndir og þeir mála- flokkar, sem um getur. Tíðindi hafa það erindi, að vera „veitandi í andlegu búi þjóðarinnar.“ Jólapottar Hjálp- ræðishersins HJÁLPRÆÐISHERINN hefur nú enn einu sinni sett út „jóla- potta" til þess að safna fé til handa fátækum. Jólapottar Hjálp- ræðishersins hafa í 80 ár sett svip sinn á miðbæinn fyrir jólin bæði hér í Reykjavík og víða um heim. Ekki þarf að fjölyrða um hið göf- uga starf Hjálpræðishersins, þeir eru ávallt þar sem neyðin er stærst og þörfin mest. Jólafastan og jólahátíðin er sá tími, þegar menn hugsa hvað mest um aðra. Það mun varla til sá maður, sem ekki verður snort- inn af náungakærleika jólanna. Svo mikil var sú elska, sem kom með frelsaranum Jesú Kristi, að enn í dag finnum við fyrir henni, þegar við höldum hátiðleg jól. Hann kom í heiminn til þess að hjálpa þér, hann gerðist fátækur þin vegna, já hann gaf þér allt sem hann átti, líf sitt. Við búum i velferðarríki Is- lendingar og hér er almenn vel- megun. En samt er það svo, að nokkur hópur samborgara okkar hefur orðið útundan og liður skort af ýmsum ástæðum og þessi fátækt er sár á jólunum. Hjálp- ræðisherinn hefur alltaf hjálpað þessu fólki og nú gefst okkur tækifæri til að sýna kærleika okkar i verki með því að láta peninga i „jólapotta“ Hjálpræðis- hersins. Hjálpum þeim að gleðja aðra, svo að allir geti átt gleðileg jól. Halldór S. Gröndal. Menningarsjóður: Bók um Alaskaför Jóns Ólafssonar árið 1874 BOKAtJTGÁFA Menningarsjóða hefur gefið út „Alaskaför Jóns Olafssonar 1874“ eftir Hjört Páls- son cand. mag. Er hún gefin út f bókaflokknum „Sagnfræðirann- sóknir (Studia historica)“, sem ritstýrt er af Þórhalli Vilmundar- svni prófessor. I tilkynningu frá útgáfunni segir svo m.a. um bókina: „Fjallar Hjörtur Pálsson cand. mag. og dagskrárstjóri útvarpsins í riti þessu um Ameríkudvöl Jóns Ólafssonar skálds, ritstjóra og al- þingismanns 1873—1875 og sér f lagi um Alaskaför hans 1874. Fór Jón för þessa ásamt tveim löndum sinum, Ólafi Ólafssyni og Páli Björnssyni, en tilgangur hennar var að undirbúa nýlendustofnun íslendinga í Alaska. Rekur Hjört- ur Pálsson sögu þessa máls og leitar fanga í óbirtum bréfum og fleiri samtímaheimildum auk ferðasögu Jóns Ólafssonar sem kom út í Washington 1875. Er Jón Ólafsson saga Alaskamálsins merkilegur þáitur í sögu vesturferðanna af Islandi, og fer vel á því að hennii séu gerð skil einmitt nú þegar öld er liðin frá lar.dnámi Islendinga i Vesturheimi."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.