Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 23 Goðafrœði Grikkja og Rómverja eftir dr. Jón Gíslason Bókaútgáfa tsafoldar hefur nú gefið út öðru sinni bók dr. Jóns Gíslasonar um goðafræði Grikkja og Rómverja, en fyrri útgáfa bókarinnar hefur lengi verið ófáanleg. Þetta er allstór bók, 287 blaðsíður. t inngangskafla gerir höfundur grein fyrir forn- um grískum fræðum í stuttu máli, en meginmál bókarinnar skiptist í tvo höfuðþætti. Hinn fyrri fjallar um gríska menningu og menn- ingarsögu f árdaga, en hinn síðari er hin eiginlega goðafræði, þar sem sagt er frá öllum helztu goð- um og goðheimaverum Grikkja til forna. I upphafi fyrri kafla ræðir höfundur um landið Grikkland, landshætti og áhrif þeirra á menningu og menningarsköpun fbúanna. Þessu næst lýsir hann nokkuð hinum miklu fornleifa- fundum, sem áttu sér stað á gríska menningarsvæðinu á öld- inni, sem leið. Er þar að vonum skýrt mest frá afrekum þeirra Schliemanns og Sir Arthur Evans. Þessu næst rekur höf- undur þróun grískrar menningar. í síðari hluta þessa kafla er gerð grein fyrir þróun grískra trúar- bragða og sá kafli bókarinnar þykir undirrituðum vera bezti hluti hennar. I síðari meginhluta bókarinnar er fyrst skýrt frá sköpunarsögu goðafræðinnar og heimsmynd fornaldarmanna lýst á skýran og skemmtilegan hátt. Þvf næst er lýst öllum helztu goð- um bæði Grikkja og Rómverja. Að þessu loknu segir frá öllum minniháttar goðum og goðum, sem sérstaklega eða eingöngu voru tengd ákveðnum náttúru- fyrirbærum eða heimshlutum, goðum undirheima, þjónustuliði goðanna o.sv.frv. Síðasti hluti Dr. Jðn Gfslason bókarinnar fjallar um fornar goð- sagnir. Dr. Jón Gíslason er löngu kunn- ur sem einn fremsti sérfræðingur okkar á þessu sviði og þarf því ekki að efast um, að hann skýrir frá öllu svo sem vitað er sannast og réttast um þessi fræði. Oft er þó vart hægt að segja að neitt sé vitað með sannleika um trúar- brögð, þau byggja oftast meira á tilfinningum en vísindum. Frá- sögn höfundarins er ljómandi, létt og lipur og afar skýr. En nú kynni einhver að spyrja: Hin viðurkennda glervara frá Libbey Owen GJAFAVORUR Leikföng, gífurlegt úrval. Búsáhöld. Kerti. Snyrtivörur í gjafakössum. Undirföt og náttkjólar. Barnafatnaður. Skíði og skautar. SKEIFUNN11511SIMI 86566 KJORGARÐI £2* Bókmenntlr eftir JÓN Þ. ÞÓR Til hvers í ósköpunum er verið að gefa út bók um þessi fræði? Hvað varðar okkur um þetta, forn goða- fræði er hvort sem er löngu kom- in úr tfzku. Þessu er því til að svara, að þótt forn átrúnaður sé ef til vill ekki beinlínis i tízku um þessar mundir er goðafræðin, heimsmynd hennar og sú menn- ing er hún skóp einn af hornstein- um menningar okkar í dag. Allt til þessa dags hafa ýmis helztu skáld veraldar sótt efni og fyrir- myndir til goðafræði fornaldar og þess vegna verða mörg helztu bókmenntaverk heimsins ekki skilin án nokkurrar þekkingar á þessum fræðum. Hið sama gildir um trúarbrögðin. Kristin trú er í eðli sínu nátengd trúarbrögðum Grikkja og Rómverja þótt guða- talan sé ekki jafnhá. Þess vegna fáum við ekki heldur skilið kristna trú til fulls nema hafa nokkra þekkingu á þessum fræð- um. Enn ber þess að geta, að norræn goðafræði er af sðmu rótum runnin sem hin gríska og þess vegna er hér um að ræða einn af hyrningarsteinum okkar eigin þjóðmenningar. Af þessum sökum ætti að vera ljóst að útgáfa þessarar bókar er nauðsynleg, og raunar þyrftum við á fleirum að halda. Væri vissulega þörf á góðri og handhægri bók um önnur trúarbrögð fornaldar, t.d. um austurlenzk trúarbrögð. Allmargar myndir prýða bók- ina, og eru þær allar vel gerðar. Óneitanlega saknar maður þó lit- mynda af ýmsum helztu listaverk- um og byggingum fornaldar. Goðafræði Grikkja og Rómverja er bók, sem ætti að vera til á hvgrju heimili. Auðvitaö náttkjól og slopp Kerið > Laugavegi £*£* sími 12650

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.