Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 11
Makbeðá ÉG MA til með að leiðrétta lítils háttar misskilning, sem fram kom í þætti Jóhannesar Helga rithöf- undar um Rfkisútvarpið í Morg- unblaðinu 12. þ.m. Þar er minnzt á kvikmyndina Makbeð eftir samnefndu leikriti Shakespeares, sem sýnd var i sjónvarpinu þann 6. þ.m. Segir J.H. þýðingu þá, sem myndinni fylgdi, eignaða starfsmanni sjón- varpsins, Dóru Hafsteinsdóttur, „Hugsun og veruleiki” Bók eftir Pál Skúlason prófessor NÝLEGA sendi bókaútgáfan Hlaðbúð frð sér bók eftir Pál Skúlason prófessor við Hðskóla Islands. Nefnist hún HUGSUN OG VERULEIKI og er meglnefni bókarinnar útvarpserindi sem flutt voru f febrúar og marz 1975. „Bókin er kynning á fáeinum þáttum úr hugmyndasögunni og fjallar hún um ráðgátur sem á flesta leita og orðið hafa viðfangs- efni heimspekinga." Segir í fréttatilkynningu frá útgefanda: „Má nefna sem dæmi: hvernig menn bregðist við óvissunni um heiminn, sem sprettur af vitund þeirra um eigin tilvist, hvernig þeir reyni að leysa hinar margvís- legu mótsagnir tilveru sinnar og hvernig þeim takist að skilja ver- öldina. 1 bókarauka er að finna lýsingar á heimspeki og fjallað um tengsl vfsinda við hversdags- lega reynslu." Svavar Kristjónsson kjörinn formaður LIR AÐALFUNDUR Landssanioands fslenzkra rafverktaka (LlR) var haldinn 24. og 25. október 1975 að Hótel Sögu. Fundinn sóttu um 50 rafverk- takar vfðsvegar að af landinu. Á fundinum var m.a. fjallað um rétt rafverktaka f heimabyggð, verðlagsmál, eftirmenntun, rekstrarbókhald og rætt í um- ræðuhópum um mál er varða rekstur rafverktakafyrirtækja. Áfundinum voru m.a. gerðar ályktanir um verðlagsmál, eftir- menntun rafiðnaðar rafverk f heimabyggð. 1 lok fundar fór fram stjórnar- kjör, formaður sambandsins, Kristinn Björnsson, Keflavík, baðst eindregið undan endurkjöri og Svavar Kristjónsson, Reykja- vík, var kjörinn formaður sam- bandsins. Aðrir f stjórn eru: Guðjón Páls- son, Hveragerði, Ingvi Rafn Jó- hannsson, Akureyri, Ingólfur Báraðarson, Ytri-Njarðvík, og Jón P. Guðmundsson, Hafnarfirði. AU(il.VsiN(iASÍMINN ER: 22480 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 11 skjánum enda þótt þar mætti þekkja þýð- ingu mína, sem út var gefin fyrir nokkrum árum. Þarna er um misskilning að ræða. Sagt var á undan sýning- unni, að D.H. hefði gert texta kvikmyndarinnar, og það var rétt. Hitt er annað mál, að til þessar textagerðar var notuð mfn þýðing á leikritinu, og var það vitaskuld með mínu samþykki gert. Ein- hverjum kynni að þykja ástæða til að hafa orð á því; en vegna þess að gera þurfti á textanum miklar og vandasamar styttingar, sem ég átti ekki að annast, óskaði ég þess, að mín yrði þar að engu getið. Sami háttur hefur jafnan verið hafður á liðnum árum, þegar sjón- varpið hefur sýnt kvikmyndir eft- ir Shakespeares-leikritum og not- að þýðingar mínar til textagerðar- innar. Þetta tel ég eðlilegast; enda hefur textahöfundur þá óbundnar hendur að gera við þýð- inguna hvað sem honum sýnist og það held ég hljóti að vera nauðsyn- legt. En fyrir bragðið varð sjón- varpið að láta D.H. bera alla ábyrgð á íslenzkum texta myndar- innar. Það er vissulega mikill vandi að gera stuttan kvikmyndatexta úr leikriti, sem er á bundnu máli; auk þess er margs að gæta, sem tæknikunnáttu þarf til. Þetta hygg ég að Dóru Hafsteinsdóttur hafi tekizt með prýði. Má ég svo nota tækifærið og þakka Jóhannesi Helga fyrir ágæta þætti um Ríkisútvarpið. Helgi Hálfdanarson. „Þú”, ný bók eftir Steinar Sigurjónsson KOMIN er út ný bók eftir Steinar Sigurjónsson. Nefnist hún „Þú“ og hefur að gevma prósaljóð. Er það samfelldur bálkur, sem skiptist f átta kafla. Þetta er 10. bók höfundar. Hún er 52 bls. að stærð. Káputeikn- ingu gerði Arnar Herbertsson. Höfundur gefur bókina út sjálfur. ~V"r— *. r,—4 ^ _ _ -„ 'T’ *+ . WVi* Rjómaísterta - eftirréttur eða kaff ibrauð ? Þér getid valid Ef til vill vitið þér ekki, að yður býðst 12 manna Emmess isterta, sem er með tveim tertubotnum úr kransakökudeigi. — Sú er þó raunin. Annar botninn er undir isnum, en hibn ofan á. ísinn er með vanillubragði og ispraut- aðri súkkulaðisósu. Tertan er þvi sannkallað kaffibrauð, enda nefnum við hana kaffitertu. Reglulegar ístertur eru hins vegar bráð- skemmtilegur eftirréttur, bæði bragðgóður og fallegt borðskraut í senn. Þær henta vel við ýmis tækifæri og eru nánast ómissandi i barna- afmælum. Rjóma-istertur 6 manna terta kf. 400.- kosta: 9 manna terta kr. 490,- 12 manna terta kr. 670,- 6 manna kaffiterta kr. 455,- 12 manna kaffiterta Kr. 800 - eftir hinn tyrkneska sérfræðing í tauga- og geðsjúkdómum dr. Shafica Karagulla. Rannsóknir þessa heimskunna sérfræðings og læknis svara hinum áleitnu spurningum allra hugsandi manna. Hvað er að baki allra þeirra mörgu óræðu fyrirbrigða er birtast á hinn margvíslegasta hátt. Æðri skynjun er að hennar áliti miklu útbreiddari en menn hingað til hafa látið sig renna grun í. Að þessum hæfileikum ber mönnum því að leita í fari sínu svo skynjanlegt verði hversu undravert tæki og dásamlegt maðurinn er, og þessi eiginleikar eru okkur öllum gefnir í ríkara mæli en mann órarfyrir. Múúí^dfan])JÓ!!5jKífl Þingholtsstræti 27. Simar 13510 — 17059.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.