Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 19 Jakob Jónasson Myndavíxl ÞAU MISTÖK urðu í blaðinu I gær, að ljósmvndir vfxluðust. Mynd af Jakobi Jónassyni rithöf- undi, sem átti að birtast með rit- dómi um síðustu bók hans, kom með frétt um nýja Ijóðabók eftir Jóhann Helgason en mvndin af Jóhanni var með ritdóminum. — Blaðið biðst afsökunar á þessum leiðu mistökum. — Stormahlé Framhald af hls. 1G laglega og eru sumar mynd- anna bókarprýði: skreyting við Blóm á bls. 9, Björk á bls. 17, Hafið á bls. 21, Gömlu kirkjuna á bls. 47. Aðrar skreytingar eru sfðri, til dæmis m.vnd af Guð- mundi Böðvarssyni á bls. 30. Skreyting við Sýnir á bls. 10 á ekki heima með hinum myndunum. Út af fyrir sig er hún í lagi, en við myndskreyt- ingu bóka má ekki gleymast að heildarsvipur skiptir máli. — Það þarf Framhald af bls. 10 muni þá ekki fara fram á hinu hefðbundna sviði leikhússins heldur berast um allan sal; hann segir slíkt leikhús hafi verið ákaflega áberandi hjá leikhópunum á mótinu í Pól- landi nú og kveðst sjálfur hafa áhuga á því að fara eitthvað inn á það svið.“ Og svo er því ekki að neita að æskuáráttan — kvikmyndin freistar manns aftur hvernig sem maður fer nú að því að láta þann draum ræt- ast við þau skilyrði sem hér- lendis eru,“ segir Thor. — bvs AUGLÝSINGATEIKNISTOFA MYNDAMÓTA Aðalstræti 6 sími 25810 — Sai Baba Framhald af bls. 17. hans af framburði þess kemur heim við framburð þeirra við okkur. Meðal þessara manna eru Gokok fyrrverandi rektor Bangaloreháskóla, Bhagvantam einn þekktasti kjarneðlisfræð- ingur Indverja og fyrrverandi forstöðumaður All India Insti- tute og Science, Banerjee pró- fessor í efnafræði við Banga- loreháskóla og margir fleiri. Þótt mér hafi orðið tíðrætt um hin efnislegu fyrirbæri, er rétt að geta þess að áhangendur Baba Ifta fyrst og fremst á hann sem trúarleiðtoga og sjálfur gerir hann tíðum litið úr krafta- verkum sínum, segir þau oft aðeins gerð til að hrista upp i efasemdarmönnum. Auk þess sem bók Murphets fjallar um manninn Sai Baba og þau und- ur sem margir telja sig hafa orðið vitni að í fari hans, vefur höfundur inn i frásögn sína lýs- ingum af trúarhugmyndum og lífsháttum Indverja sem sumar hverjar verða Evrópumönnum alla tíð framandi og jafnvel frá- hrindandi því við náin kynni reynist Indland mörgum allt annað en það andlega gósen- land sem sumir telja það vera sem lítt eða ekki þekkja til. Hvað sem annars verður sagt um Sai Baba, hvort hann er sannur kraftaverkamaður eða aðeins slyngur töframaður, þá munu samt allir sem kynnast honum ljúka upp einum munni um það að hann verður þeim AlKa.VsiMiASÍMIXN Elt: 22480 JH*rí)imbloí>ib ógleymanlegt undur eða ráð- gáta. Þetta mun sennilega eiga einnig við um þá sem munu lesa þessa bók. Þýðing bókarinnar virðist mér flaustursleg á köflum. Má vera að það stafi að einhverju leyti af ókunnugleika þýðand- ans á indverskum staðháttum og menningu sem stundum kemur berlega i ljós. T.d. er talað um Andra Pradesh sem hérað þótt það sé eitt af 17 fylkjum Indlands og sé bæði stærra og fjölmennara en mörg ríki Evrópu. Svipað má segja um ýmis heiti um dulræn og trúarleg efni sem þýðandi virð- ist lítt kunnugur. „Idol“, stytta af átrúnaðargoði, er eitt sinn þýtt sem heilagur maður. Þá er ankanalegt að lesa að Blavatsky hafi verið guðfræðingur þar sem höfundur notar orðið theurgist. Fleira mætti tína til þótt bókin sé annars á þokka- legu máli. Af hendi útgefanda er frágangur bókarinnar að öðru leyti góður. Hagfræði Ný bók eftir Ólaf Björnsson BÖKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út bókina „Hagfræði“ eftir Ólaf Björnsson prófessor. Bókin er gefin út í bókaflokknum „Alfræði menningarsjóðs". í bókinni rekur Ólafur Björns- son meginatriði hagfræðinnar og er tekið mið af því við ritun hennár að allur almenningur geti haft gagn af, m.a. með uppsláttar- orðum í stafrófsröð. Bókin er myndskreytt. I bókaflokknum hafa áður komið út Islandssaga a—k (fyrra bindi) eftir Einar Laxness, Bók- menntir eftir Hannes Pétursson. Islenzkt skáldatal a—1 (fyrra bindi) eftir Hannes Pétursson og Helga Sæmundsson og Stjörnu- fræði eftir Þorstein Sæmundsson. Ólafur Björnsson prófessor TORTÍMID PARÍS nefnist nýja bókin eftir Sven Hazel. Allar bækur hans hafa selst upp fyrir jól og færri hafa fengið en vildu. Hazel er engum líkur. Hann tætir í sundur, ýmist með nöpru háði eða grófyrtum lýsingum, striðsbrjálæði allra tíma. Þessi meinsemd veraldar er honum ótæm- andi yrkisefni. í þessari bók segir frá, er herir Hitlers áttu og ætluðu að leggja París i rúst. Erlendir ritdómar segja hana einhverja hans bestu bók. Upplagið er að venju takmarkað og vissara að tryggja sér eintak strax. ÆGISÚTGÁFAN. REYNDU AD FINNA NAFNID málarádherra. Þessi marg eftirspurða bók, sem verið hefur uppseld árum saman er nú komin aftur í bókaverzlanir. Lög og réttur fjallar á greinargóöan hátt um ýmis meginatriði íslenzkrar réttarskipunar. Bókin fæst hjá helztu bóksölum, og kostar kr. 2.700,- (+ sölusk.). Félagsmenn,— og að sjálfsögðu þeir, sem gerast félagsmenn nú, fá bókina með 20% afslætti í afgreiðslu Hins íslenzka bókmenntafélags að Vonarstræti 12 i Reykjavík. Hið íslenzka bókmenntafélag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.