Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 29
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 29 \/fi \/AKAI\IPI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl 14—15, frá mánudegi til föstu- dags 0 Kvenþjóðin og landhelgin Anna Þórhallsdóttir, söngkona, ritar eftirfarandi: Hið stórmerka kvennaár er senn á enda. Margt hefir gerzt nýstárlegt og forvitnilegt. Krafa kvenna um jafnrétti við karl- menn, meira frelsi og bætt kjör, er án efa réttmæt og er óskandi að vonir þeirra rætist. Þegar litið er á rás viðburðanna nú I lok þessa árs, hefir legið svart ský yfir landinu okkar fagra og fræga, og hafa siðustu atburðir sýnt alvarleg hættumerki. Hættan liggur I slysum, þá er landhelgis- gæzlan er við störf sín við vörzlu landhelginnar, einnig eru sviptingar I stjórnmálum uggvæn- legar. Myndir sem eru gleggstu heimildir um átök milli Breta og landhelgisgæzlunnar, sýna mannúðarleysi árásaraðila. Hvar er kvenfólkið? Ekkert orð heyrist frá þvf, að undanskildu frá nokkrum konum sem eru á þingi. Mundu þær vilja bjóðast til að fara út á miðin til að verða þar að liði? Sagt hefir verið að Bretar séu I heild ein siðaðasta þjóð heimsins, að undanskildu siðleysi í land- vinningum, sem eitt sinn var. Sfðustu fréttir herma að brezku togararnir séu margir farnir heim til þess að flytja hinn illa fengna fisk á jólaborðið. Sumir matast með gleði, en hinir réttlátu fá ógleði. Framámenn i þjóðmálum tvistíga og spyrja sjálfan sig hvað gera skal. Sem kvenmaður í islenzka ríkinu vildi ég mega segja hug minn. 1. Gangíð ekki úr Atlantshafs- bandalaginu. 2. Kallið ekki sendiherra tslands heim frá London 3. Setjið ekki viðskiptabann á Bretland 4. Látið amerísku Keflavíkur- flugvallarstarfsemina haldast óbreytta. 5. Fáið kvenfólkið i lið með ykkur. Það eru aðeins nokkrir mánuðir þar til Hafréttarráðstefnan verður haldin i New York. Þessi ráðstefna mun færa Islendingum gæfuna. 0 Sömu réttindi — sömu skyldur Karlar og konur, tökum hönd- um saman að verja landhelgina á meðan við biðum eftir að fá rétt okkar staðfestan. sem þér eruð að lesa, sagði Burden. — Það er engan veginn hollt að gleypa i sig of mikið af slfku efni. Hann iét augun enn hvarfla á blóðidrifna bókatitlana. — Ekki nema fyrir sérfræðinga, bætti hann við. — Má ég fá að hringja. — Sfminn er inni f dagstofunni. — Ég ætla að hringja á lög- reglustöðfna. Það gæti verið að þeir hefðu einhverjar fréttir frá sjúkrahúsinu. Dagstofan var eins og þangað kæmi aldrei hræða. Burden veitti þvf samstundis eftirtekt, hversu allt var snjáð og slitlegt, enda þótt allt væri hreint og fágað hvert sem litið var. Allt vírtist vera ákaflega komið til ára sinna. Burden hafði á mörg heimili komið vegna starfa sfns og hann var glöggur á forngripi, en þessi húsgögn voru ekki forngripir, og enginn gat hafa valið þá vegna þess þau væru sjaldgæf eða falleg. Þessi húsgögn voru bara gömul. Nógu gömul til að vera ódýr, en ekki nógu gömul til að vera dýrmæt hugsaði hann. Ketillinn blístraðaog hann hevrði Parson taka fram bolla í eldhús- inu. Einn af bollunum skall f gólfið. Það hljómaði eins og þau Anna Þórhallsdóttir Þá kem ég að merg málsins viðvikjandi kvenréttindum. Ef f þið heimtið sömu laun og karl- menn, farið þá i sömu störf og þeir. Þeir kvenmenn sem þora að taka að sér landhelgisgæzlu með íslenzku sjómönnunum þurfa að vera myndatökukonur og geta ritað um það sem fyrir augu ber. Það sakar ekki að þær séu söng- konur. Söngurinn hefir i sér hulinn kraft. Gott ráð er að ein kona, að minnsta kosti, sé höfð á hverju varðskipi. Brezkir gentle- men skjóta ekki á skip þar sem þeir vita að konur eru innan- borðs, enda ef þeir skerða eitt hár á höfði þeirra munu stallsystur þeirra i öðrum vestrænum löndum koma til hjálpar. Konur hafa oft næmt auga fyrir órétt- læti, þær sjá að ekki má eyðileggja fiskimið okkar eða leggja aðalatvinnuveg okkar i rúst. Þær konur sem tala ensku og geta út á miðunum talað um fyrir brezku sjómönnunum og hraðlygnum blaðamönnum, ættu að bjóða sig til starfsins, séu þær áðurnefndum kostum búnar. Ég er reiðubúin að fara með varðskipunum út á Austfjarða- miðin, hjálpa til með að reka Bretana út úr landhelginni. Ég mun taka landvættina, sem er hinn mikli risi og hugsa ég mér að klæða hann í kvenbúning og biðja hann að hjálpa mér til að syngja árásarkallana út í hafs- auga. Ég bið eftir að vera ræst, af réttum aðilum. Reykjavik 16. desember 1975. Anna Þórhallsdóttir." # Yfirhafnir, sem byrgja sýn Velvakandi átti tal við mann nokkurn, sem vakti athygli á því að hér klæðast fjöldamörg börn kuldaúlpum með hettum, sem byrgja þeim sýn að verulegu leyti. Hann sagði: „Þessar úlpur eru hinar voldugustu flikur og skýla fyrir veðri og vindum, en hins vegar virðast þær vera of miklar skjólflíkur. Þetta má marka af því að mér er kunnugt um umferðar- slys, sem nýlega varð. Þar gekk telpa fyrir bil og þegar farið var að grennslast fyrir um orsökina kom I ljós að hún var með hettu, sem þannig er gerð, að hún hlífir andlitinu að mestu leyti og það svo kyrfilega, að ekki sést til hliðanna, heldur aðeins það sem er beint framundan." AlGLYSlNí.A SÍMINN ER: 22480 HÖGNI HREKKVÍSI Ég sendi hann þá ekki í skólann næstu daga? — Hann er eitthvað gugginn. MYNT Myntalbúm Allt fyrir myntsafnara FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Skólavörðustig 21 A-Simi 21170 SPIL. Bridge - Kanasta - Whist Fjölmargar gerðir af spilum. Ódyr spil, dyr spil, spil í gjafakössum, plastspil og plasthúðuð spil. Landsins mesta úrval FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Skólavörðustig 21 A-Simi 21170 SIGGA V/öGA £ 4/LVEK4U FRIMERKI íslenzk og erlend Frímerkjaalbúm Innstungubækur Stærsta frímerkjaverzlun landsins FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN Skólavörðustig 21 A-Simi 21170

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.