Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 Minning: Sigurður Sigur- björnsson tollvörður Kveðja frá Tollvarðafélagi Is- lands. I dag verður til moldar borinn Sigurður Sigurbjörnsson, yfirtoll- vörður, en hann andaðist 7. desember s.l. Hann var fæddur 13. júlí 1911 í Reykjavík og ólst þar upp. For- eldrar hans voru Margrét Þórðar- dóttir og Sigurbjörn Sigurðsson. Þeim hjónum fæddust níu börn, auk þess sem þau ólu upp tvö fósturbörn. Af börnum þeirra Margrétar og Sigurbjörns lifa þrjú Elísabet, Daníel og Þórður deildarstjóri við tollgæsluna í Reykjavík. Sigurður kvæntist 20. apríl 1939 Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Kvennabrekku í Dölum. Þeim varð fimm barna auðið, sem öll eru á lífi. Barnabörnin eru nú orðin átta. Sigurður Sigurbjörnsson hóf störf við tollgæsluna í Reykjavík í maí 1933. Starf hans var þá fólgið í samanburði vara við framlagða tollpappíra, sem var fyrsti vísir að starfsemi vöruskoðunar í þeirri mynd, sem hún er í dag. Sam- starfsmenn Sigurðar þessi fyrstu ár voru Sigurmundur Gíslason og Helgi Jörgensson en forsögu fyrir hópnum hafði Þórður, bróðir Sig- urðar. Sigurður og Sigurmundur voru lausráðnir frá árinu 1933 til 1936 en voru þá fastráðnir sem tollverðir. Sigurður vann allan sinn starfstíma í vöruskoðun toll- gæslunnar, fyrst sem undirmaður en síðustu tvo áratugina sem yfir- maður. Margir munu þeir vera, kunn- ugir jafnt sem ókunnugir, sem leitað hafatil skrifstofu vöruskoð- unarinnar í tollinum, eftir fyrir- t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN RUNÓLFSDÓTTIR frá Björ frá Björk á Akranesi sem andaðist hinn 1 2 þ m. verður jarðsungin föstudaginn 1 9 þ m. kl. 1 3.30 frá Fossvogskirkju. Börn, tengdabörn og barnabörn t EINAR HRÓBJARTSSON fyrrverandi póstfulltrúi, verður jarðsunginn frá Frlkirkjunni i Reykjavlk fimmtudaginn 18 desember kl 1.30. Börn, tengdabörn og bamabörn t RAGNHEIÐUR INGIBJÖRG GÖTZE F. SIGURÐARDÓTTIR andaðist I Kaupmannahöfn aðfaranótt mánudags 15. desember 1975 og er jarðsett í kyrrþey þann 17. þ.m. Born, tengdaböm og barnabörn t Útför systur okkar og mágkonu, PÁLÍNU J. SCHEVING, Norðurbrún 1, fer fram frá Frlkirkjunni I Reykjavik föstudaginn 1 9. desember kl 1.30 Sigrlður Jónsdóttir, Ólafla Jónsdóttir Ragnhildur Jónsdóttir Einar J. Eyjólfsson, GuSný Scheving Vigfús Scheving Jónsson t Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför BJARNA ÞORLÁKSSONAR, Múlakoti, SISu Sigurveig Kristófersdóttir, Baldur Þ. Bjarnason Helga M. Bjarnadóttir Gunnlaugur K. Bjarnason Guðrún L. Bjarnadóttir tengdaböm og barnabörn t Eiginmáður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN GEIRMUNDSSON Grettisgötu 32 b, sem andaðist á Landspitalanum hinn 12 des., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, laugardaginn 20 des kl 10.30 Blóm og kransar afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á llknarstofnanir Helga Hálfdánardóttir Kolbrún Kristjánsdóttir Reynir Magnússon Geirmundur Kristjánsson Mary Kristjánsson Alblna Jensen Torben Jensen og bamabörn greiðslu eða leiðbeiningum. Þar hittu menn jafnan Sigurð Sigur- björnsson, yfirtollvörð, reiðubú- inn til að leiða mál manna til réttra lykta. Skyldustörf hans í aðalstöðvum vöruskoðunarinnar, margþætt og ábyrgðarmikil, verða ekki rakin í þessum fáu og fátæklegu orðum. En hann hafði í löngu farsælu starfi öðlast reynslu, sem samfara skyldu- rækni auðveldaði honum lausn þeirra vandamála, sem að steðjuðu hverju sinni. Sigurður var gleðimaður í lund, hláturmildur, hreinn og beinn í framkomu. I þessu starfi komu sér vel þeir eiginleikar hans að geta sýnt þolinmæði, velvilja og skilning gagnvart því fólki, sem í hlut átti og alloft gætti misskiln- ings hjá. Sigurður Sigurbjörnsson var einn af stofnendum Tollvarða- félags Islands. Hann var ávallt mjög áhugasamur um félagsmál og hafði ákveðnar skoðanir á ýms- um málum og barðist ótrauður fyrir þeim málstað, sem hann taldi vera réttan og talaði þá enga tæpitungu, ef því var að skipta. Sigurður undi sér vel f hópi starfsfélaga og tók virkan þátt í félagsstörfum, skemmtunum og ferðalögum tollvarða. Þætti henta að skjóta saman í tækifærisgjöf eða stofna til einhverra samtaka annarra, var hann jafnan meðal frumkvöðlanna. Bókagjafir Sigurðar til orlofs- húsa Tollvarðafélags Islands að Munaðarnesi verða ávallt áþreifanlegur minnisvarði um góðan dreng, sem bar heill og hamingju félaga sinna fyrir brjósti. Lífsskoðun hans mótaðist af þeirri riku samúð, sem hann hafði með þeim minni máttar og ein- lægri trú á sigur hins góða. Nú er skarð fyrir skildi, þegar Sigurður er horfinn. Þrátt fyrir að við starfsfélagarnir vissum, að hann var ekki heilsuhraustur, hin sfðari ár, vorum við ekki við því búnir að sjá honum á bak svo skjótt. Við tollverðir, eldri sem yngri, söknum nú félaga okkar Sigurðar Sigurbjörnssonar, en minningin um góðan dreng mun lifa meðal okkar. Eftirlifandi konu hans, börnum og öðrum ástvinum vottum við okkar dýpstu samúð. Vinaminning Er ég heyrði andlátsfregn Sig- urðar Sigbjörnssonar, hugsaði ég: „Nú er mesti vinur vina minna allur.“ Og vil ég, að þessi orð hugsuriar minnar, verði að eink- unnarorðum þessarar greinar. — Sporðaköst Framhald af bls. 10 í fisk og misst, sem hann taldi ekki undir 40—50 pundum. Ég var að veiða þennan dag með Þorvaldi bróður mínum og setti þegar nokkuð var liðið á daginn í stórlax. Áin er um 100 metra breið þarna og ég hef aldrei upplifað önnur eins læti í einum fiski. Hann fór sex sinn- um yfir að landinu hinum megin og þurrkaði sig upp úr f hvert skipti og réði ég ekkert við hann. Eftir langa mæðu náði ég honum loksins í Hörðu- hólahyl", þar er hringiða þar sem ég gat þreytt hann. Þegar ég var búinn að landa honum kom f ljós, að í eyrugganum á honum var girni með flugum og var þarna + Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns. föður tengdaföður og afa ALEXANDERSGUÐJÓNSSONAR Borgarholtsbraut 43 Guðrún Erlendsdóttir Jórunn Alexandersdóttir Lorens Rafn Kristvinsson Hulda Alexandersdóttir Ingimar Sigurðsson barnaböm og barnabarnabörn Innilegustu + þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Tjaldanesi 3, Garðahreppi. Helga Benediktsdóttir, Kristján Óli Hjaltason Teitný Guðmundsdóttir, Sveinn Kristófersson Ellnborg Guðmundsdóttir, t Þökkum innilega auðsýnda samúð viðandlát og útför JENS JÓNSSONAR, skipstjóra Hlln Kristensen Arna Jensdóttir Karen og Valur Sigurðsson Guðrún og Þorbjöm Jensson og barnaböm. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og útför móður okkar tengdamóður ömmu og systur GUÐRÚNAR SIGURGEIRSDÓTTUR, Ljósheimum 22 Laufey Óskarsdóttir Hafsteinn Óskarsson Sigurgeir Óskarsson Arnbjörn Óskarsson tengdaböm, barnaböm oq svstkini Þessi mesti vinur vina minna lézt skyndilega á árshátfð toll- varða nú um daginn. Var hann á miðju dansgólfi er dauðinn sótti hann heim. Stund hans var kom- in, og þar með féll öðlingur í valinn. Ég minnist nú þeirra mörgu stunda, sem við áttum saman. Þær voru margar og ánægjulegar. Hann reykti vindil, en ég pípu, og fór vel á með okkur. En nú er hann allur og reykur vindils hans einnig. Ég sakna þessa vinar meir en allra vina, sem ég hef átt fyrr og síðar. Hann var drengur góður, og vildi öllum aðeins hið bezta. Okk- ar góða fagra Landi er mikil eftir- sjá að honum. Ég votta konu hans, Ingibjörgu Sigurðardóttur, mína samúð, og ég bið guð miskunnsemdanna að varðveita þau, bæði þessa heims og annars. „Bera bý bagga skopiftinn hvert að húsi heim. En þaðan koma Ijós hin logaskæru á aitari hins göfga guðs.“ Þess er góðs að minnast. Guðbrandur Jakobsson greinilega kominn laxinn, sem Englendingurinn hafði sett f og ekki furða þótt hann hefði haldið að laxinn væri 40—50 pund. — Hefur þú alltaf jafn gaman af veiðiskapnum? — Já, það hef ég sannarlega, en óneitanlega er ég ekki jafn veiðibráður og ég var á yngri árum. Ein mesta ánægja mfn hefur alltaf verið að ganga úti f náttúrunni á vorin og sumrin, því þá eru allir hlutir ótrúlega yndislegir. Maður sér blóm, sem vaxið hafa á sama stað í 20—30 ár og þekkir fuglana frá árinu áður. Hér áður fyrr hafði ég gaman af því að fara með byssu á skytterí, en nú er ég alveg hættur því og hreyfi hana aldrei, nema til að skjóta mink. — Hvernig finnst þér veiði- menningin hafa þróast? — Hún hefur batnað stór- kostlega mikið og Islendingar eru einhverjir mestu fyrir- myndarveiðimenn, sem ég þekki. Margir útlendingar hafa lfka tekið ástfóstri við landið og i þeirra hópi eru afbragðs- menn. Ég man eftir því eitt sinn, að ég hitti bandariskan bankastjóra við Myrkhul f bandvitlausu veðri. Hann sagði við mig að þetta væri einhver dásamlegasti dagur, sem hann hefði lifað, hann var búinn að setja í 2—3 laxa og hafði verið svo heppinn, að þurfa ekki að hafa fyrir því sjálfur að losa fluguna úr þeim. — Hverja af bókum þfnum þykir þér vænst um? — Það held ég að sé Vatna- niður. — Ertu að vinna að einhverju nýju verki um þessar mundir? — Já, ég er að vinna að bók um laxveiðar og þjóðsögur, sem lfklega verður minn svanasöng- ur og er byrjaður að hrein- skrifa hana. — Segðu okkur að lokum Björn frá mestu veiði, sem þú hefur lent f. — Ég man ekki hvaða ár það var, en einu sinni fékk ég 24 laxa við Svarthöfða á einum degi, þar af 18 fyrir hádegi og það var alltaf lax á um leið og lfnan snerti vatnið. Það var mikill ævintýradagur. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför SIGURÐAR ÁSGRÍMSSONAR, Siglufirði GuSrún Hansdóttir og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.