Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 Afastrákur Eftir Ármann Kr. Einarsson Teikningar: Þóra Sigurðardóttir Fimniti kafli Töfraorðið Fyrir utan húsdyrnar birtist heimur- inn, stór og lokkandi, já, svo undarlega stór og skrýtinn, að enginn veit hvar hann endar. Og stundum er heimurinn svo undur fallegur, stundum svo skelfi- lega ljótur, stundum ósköp góður og stundum hræðilega vondur. Ungur maður sem var að byrja að skoða veröldina utan dyra, gerði sér reyndar litla grein fyrir þessu, en fékk samt furðu fljótt að kynnast hinum gamalkunnu sannindum. Nonni litli hljóp út í garðinn á bak við húsið. Sólin ljómaði og litfögur blóm kinkuðu kolli í andvaranum. Það var engu líkara en þau væru að heilsa. Nonni vissi að mömmu hans þóttu blóm falleg. Stundum hafði hún blóm í vasa á borðinu. Litli snáðinn gekk á röðina og sleit upp stærstu og skrautlegustu blómin. Það var /^-COSPER------------------------ Jarðskjálflafræðingarnir biðja þig um að hvlla þig milli kl. 2 og 3 I dag vegna mælinga. I--------------------------------------------s gleði í svipnum og birta í augum hans. Hann ætlaði að gleðja mömmu og gefa henni blóm. Nonni litli hljóp upp tröppurnar að dyrapallinum. í sömu andrá kom mamma út. Hann rétti hanni blómvöndinn bros- andi: Mamma sjáðu! Þetta máttu eiga. Nonni þó! Hvað hefur þú gert? Slitið upp sumarblómin í garðinum, hrópaði mamma hneyksluð og sló á litlu, fram- réttu höndina. Blómin duttu og lágu í ólögulegri hrúgu við fætur Nonna litla, gleðibrosið hvarf og hann fór að hágráta. Sólskinið var ekki lengur bjart, og heimurinn var ekki lengur fallegur. Elsku drengurminn minn sagði mamma blíðlega, fallegu blómin deyja ef þau eru slitin upp. En Nonni litli heyrði ekki, hvað mamma hans var að segja. Hann grét með djúpum ekkasogum. Mamma tók litla stúfinn í fangið settist með hann í efstu tröppuna, hallaði hon- um að sér og reri lengi með hann. Loks stilltist gráturinn og mamma þurrkaði burt tárin. En Nonni var ekki glaður. Mamma var mjög döpur í bragði og þungt hugsandi. Loks reis hún hægt á fætur og hvarf inn um dyrnar. Að vörmu spori kom hún aftur með blómavasa hálf- fullan af vatni. Blóm geta lifað í vatni. Nonni minn, sagði mamma mildum rómi og byrjaði að raða blómunum í vasann. Nonni horfði á þegjandi. Við skulum eiga blómin saman, sagði mamma. Ég vil ekki eiga blómin. Mamma vissi ekki hvað hún átti að segja, og henni fannst nöprum gusti anda frá hlýja sumarblænum. MOR^JNf KAFr/NÖ ' I I I rm I I I I Nú hef ég fréttir að færa þér. Við ætlum að kaupa vél, sem sleikir frfmerkin! Móðirin: — Hann er alltaf að líkjast þér meir og meir Faðirinn: — Nú, hvað hefur hann nú gert af sér? X Dómari var að yfirheyra sakamann. — Ég býst við að þú sért mesti þorpari, sagði dómarinn. — Ekki nærri þvf eins mikill og þú, herra dómari — álftur mig vera. Ég hélt ekki að þér mynduð skoða „uppástungu-bréfin" frá starfsfólkinu? — Fyrir viku kom ég hingað og keypti plástur til þess að losna við gigtina. — Já. — Nú vil ég fá eitthvað til þess að ná plástrinum af. X Læknirinn: — Hvað er að heyra þetta. Þú segir, að drengurinn hafi gleypt 50 króna pening fyrir viku, og þú kemur fyrst með hann f dag. — Já, við þurftum ekki á peningnum að halda fyrr en nú. Meö kveöju frö hvítum gesti Eftir Ruth Rendeli Jóhanna Kristjóns- dóttir þýddi 1 I. kafli — Ég held þér gerið of mikið veður út af þessu, Parsons, sagði Burden. Hann var þrevttur og eiginlega hafði hann ætlað sér að fara f bfó með konunni sinni. Auk þess var bókaskápurinn við arininn það fvrsta sem hann rak augun í, þegar Parsons bauð honum inn f stofuna. Það fór um hann kaldur hrollur þegar honum varð litið á bókatitlana, sem við blöstu: „Éiturmorðinginn æðislegi“, „Morðmálið um Madeleine Smíth“, „Þrjár drukknaðar brúð- ir“, „Fræg málaferli", „Fræg ensk glæpamál". — Haldið þér ekki að bækurnar sem þér lesið hafi haft of mögnuð áhrif á vður? — Ég hef áhuga á glæpamálum, sagði Parsons. — Það er mitt helzta áhugamál. — Já, ég sé það. Burden vildi forðast að fá sér sæti. — En heyrið þér mig nú, þér getið nú ekki sagt að konan yðar sé horfin. Þér hafið verið heima f hálfa aðra klukkustund, án þess að konan yðar hafi komið heim — það er nú allt og sumt. Sjálfsagt hefur hún skroppið í bfó. Revndar ætlaði ég einmitt að fara f bfó með konunni minni. Kannski við hittum hana á leiðinni. — Margaret myndi aldrei detta f hug að koma þannig fram. Ég þekki hana og það er meira en þér getið sagt Burden. Við höfum verið gift í næstum sex ár og allan þann tfma hef ég aldrei komið að tómu húsi. — Nú skal ég segja vður hvað ég ætla að gera. Ég skal Ifta við á heimleiðinni, en þér getið veðjað sfðasta eyri vðar um að hún verður löngu komin þá. Hann lagði af stað f áttina til dyra. — Annars getið þér auð- vitað snúið yður til lögreglunnar. Það er ekkert athugavert við það. — Nei, það geri ég ekki. Ég vissi bara að þér voruð rann- sóknarlögreglumaður og bjugguð f grenndinni. . . „Og var f frfi“ hugsaði Burden. Hefði hann verið læknir en ekki lögreglumaður hefði hann getað haft einkasjúklinga með. En Parsons hefði sjáfsagt ekki verið svona áfjóður f að snúa sér til hans ef hann hefði sett greiðslu upp. Meðan hann sat í mvrkrinu f hálftómu kvikmyndahúsinu fór hann að hugsa um að eiginlega væri þetta dálítið einkennilegt. Svona fjarska venjulegar eigin- konur ?ins og Margaret Parsons, sem voru alltaf tilbúnar með mat- inn á borðinu þegar eiginmaður- inn kom heim, fara ekki skvndi- lega sína ieið, án þess að skilja eftir einhver boð. — Mér fannst þú segja að þetta væri góð mynd, hvíslaðf hann að konu sinní. — Hún fékk ágæta dóma gagn- rýnenda, sagði hún á móti. — O, gagnrýnendur, sagði hann. Auðvitað var ekki útilokað að annar karlmaður væri f spilinu. Og þó — þegar frú Parsons átti í hlut var það óneitanlega vafa- samt. Eða hafði hún orðið fyrir slvsi. Ekki var það með öllu úti- lokað. Það var glópska hjá honum að hafa ekki sagt Parsons að hringja á stöðina. — Heyrðu vina mín, sagði hann. — Ég afber þetta ekki lengur. — Þú getur auðvitað orðið eftir og fylgzt með þvf hvernig þetta endar, en ég finn mig knúinn að fara og hitta Par- sons. — Ég vildi óska ég hefði gifzt blaðamanninum sem gekk á eftir mér með grasið f skónum, sagði hún. — Þér getur ekki verið alvara, sagði Burden. — Hann hefði alltaf verið á hlaðinu, allan sólar- hringinn. Éða hjá ritara ritstjór- anna. Hann hraðaði sér af stað eftir Tabard Road, en hægði ferðina, þegar hann nálgaðist hús Parsons hjónanna, sem var f Viktoríustfl. Það virtist almyrkt og glugga- tjöldin á neðri hæðinni voru ekki dregin fyrir nema til hálfs. Tröppurnar voru kalkeraðar, messfnglistinn fægður svo að hann glampaði langar leiðir. Frú Parsons hlaut að hafa verið sér- staklega dugleg og hreinlát hús- móðir? Hlaut að hafa verið? Hvernig datt honum í hug að hugsa um hana f fortfð? Parsons lauk upp hurðinní, áð- ur en Burden hafði Ivft hendinni til að berja að dvrum. Hann var snyrtilegur og hreinlegur f snjáðum fötunum, og hálsbindið hans var hundið snyrtilega. en hann var grágrænn f framan. Hann minnti Burden á drukkn- aðan mann, sem hann hafði eínu sinni séð f Ifkhúsinu. — Hún er ekki komin enn, sagði Parsons. Rödd hans var hás af geðshræringu. — Hvernig væri að fá sér te- bolla, sagði Burden. — Svo getum við talað saman á meðan við drekkum það. — Ég get ekki stillt mig um að velta því fvrir mér, hvað getur eiginlega hafa komið fvrir hana. Hér er svo frjálst og vftt til allra átta. — Það eru allar þessar bækur,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.