Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 „Þeir skipta víst þús- undum laxamir mínir” Rabbað við Björn J. Blöndal, sem hefur skrifað bók um Norðurá, „fegursta áa” LAXVEIÐIMENN þurfa ekki að kvfða bókarleysi þessi jól og þá sérstaklega þeir, sem eiga Norðurá fyrir hjákonu á sumrin, þvf að heiðursmaður- inn Björn Blöndal bóndi, náttúruunnandi, laxveiðimaður og rithöfundur með meiru hefur sent frá sér enn eina bók, Björn Blöndal. þá 11. f röðinni, og fjallar hún um Norðurá og heitir „Norður- á fegurst áa“. Er það bókaút- gáfa GuðjónsÓ sem gefur bók- ina út. Við ætlum ekki að fjalla um bókina sem slfka hér, það munu aðrir gera á sfðum hlaðsins, en við fréttum af þvf að höfundur væri f bæjarferð og báðum hann að koma og spjalla svolftið við okkur, svona til að gefa veiðimönnum smá vftam fnsprautu f svartasta skammdeginu og minna þá jafnframt á, að það er ekki nema vika f að dag fari að lengja á ný og óðum styttist f það að konungur vatnafiskanna fari að snúa heim á æsku- stöðvarnar. „Upphafið að þessari bók var að GuðjónÓ kom að máli við mig og bað mig um að skrifa bók um einhverja af ánum í Borgarfirði. Ég valdi sjálfur Norðurá, sem viðfangsefni eftir nokkra umhugsun, hafði einnig verið að velta Þverá fyrir mér, en það getur enginn maður skrifað bók um Þverá, því að það er búið að rugla öllum gömlu nöfnunum fyrir alls- konar nafnaskrípi. Ég byrja bókina á því að segja frá upptökum Norðurár, lýsi Holta- vörðuheiðinni og einstaka atburðum semþarhafagerstog NORÐURÁ FEGURST ÁA Kápan af „Norðurá fegurst áa“. svo fer ég með ánni og lýsi henni allri en þó einkum fyrir neðan Króksfoss og alla leið niður að ósi. Saman við þetta flétta ég frásagnir um einstaka staði, bæði þjóðsögur og aðrar forvitnilegar frásagnir. Þá segi ég einnig frá nokkuð sérkenni- legri félagsveiði, sem var um ána. — Hvað ert þú búinn að veiða marga laxa um ævina? — Það hef ég ekki hugmynd um, en þeir skipta víst þús- undum. Ég vár 12 ára þegar ég dró minn fyrsta lax og nú er ég 73, þannig að ég er búinn að vera við þetta í rúm 60 ár. — Segðu okkur frá fyrsta laxinum þínum? — Ég man það að ég hafði gert eitthvað, sem föður mínum líkaði vel svo að hann sagði við mig: „Nú skalt þú fá að veiða lax.“ Ég hafði þá dregið marga silunga, en aldrei fengið lax. Ég fór svo einsamall upp að Svart- höfða, með stöng, sem mamma hafði gefið mér og ég man það vel, að hún var úr spjótvið, Björn blöndal með einn vænan. eftir Ingva Hrafn Jónsson. nema toppurinn, sem var greenhut. Ég setti fljótlega í fisk, sem ég hélt að væri silung- ur, en reyndist vera 3 punda lax þannig að Maríulaxinn minn var ekki stór. Nú ég hélt áfram að veiða án þess að tæki hjá mér fiskur um nokkurn tíma. Þá setti að mér þorsta og ég fór til að fá mér að drekka úr smá bunu, sem seytlaði fsköld úr höfðanum og þar sem ég hallaði mér undir bununa tók lax með þessum voða látum. Hjólið, sem ég var með hafði engar tennur þannig að ég varð að halda við það með fingrunum. Laxinn tók miklar rokur og ég hélt dauða- haldi um hjólið, datt aldrei í hug að sleppa með þeim afleið- ingum, að ég brenndist illa á fingrinum; nöglin klofnaði og ég er með ör enn þann dag í dag. En laxinum náði ég og hann var 12 pund. — Hefur þú aldrei haldið skýrslu um laxana þina? — Jú, ég gerði það framan af, en svo lánaði ég Englendingi, sem veiddi hjá okkur bókina, og hún eyðilagðist i loftárás á England í stríðinu. — Hvaða lax er þér eftir- minnilegastur? — Það held ég að sé 26 punda lax, sem ég veiddi við Svart- höfða 1931. Nokkrum dögum áður hafði Englendingur, sem veiddi hjá okkur i mörg ár, sett Framhald á bls. 22 Það þarfað berjast furir innblœstrinum Allt er breytingum undir- orpið og listin ekki undanskil- in. Hreintrúuðustu atómskáld eru staðin að þvf að vrkja rfm- að, undrandi listunnendur sjá móta fyrir ffgúrum og jafnvel landslagi f málverkum af- straktistanna og nú sfðast hafa þau tíðindi gjörst að Thor Vil- hjálmsson er á öllu útopnuðu f sfðustu skáldsögu sinni Fugla- skottfs, sem Isafold hefur nú gefið út. tJtopnuðu? Einhverj- um kann að þykja það óviðeig- andi að sækja f orðasafn töffar- anna til skilgreiningar á sögu Thors — við ættum kannski fremur að tala um opna skáld- sögu eða nefna hana aðgengi- lega. Hitt er vfst að Thor lætur sjálfur skilgreiningar af þessu tagi sér í léttu rúmi liggja, en það sem við er átt er að Fugla- skottfs sé glaðbeitt hliðarspor miðað við hinnar viðameiri og flóknari skáldsögur eins og Fuglinn (Fljótt, fljótt sagði fuglinn) og Bjölluna og þannig meira f Ifkingu við Foldu. Samt kom Thor mér á óvart með Fuglaskottfs, þvf að samkvæmt fyrri viðtölum við hann hélt ég að allt önnur saga væri f vændum. „Já, sannast sagna hélt ég að ég yrði tilbúinn með þá tilteknu bók nú í haust,“ sagði Thor líka þegar við sátum að rabbi yfir kaffibolla um daginn. „Ég hafði hugsað mér að fara að byrja á þessari bók um þetta leyti í fyrra en lenti þá f öðrum verk- efnum. Þegar ég hins vegar ætlaði að fara að taka upp þetta verk aftur fannst mér sem ég þyrfti lengri tíma I bókina. Fór ég þá að fikta við þetta og vissi ekki fyrr en þessi bók hafði tekið frammí fyrir hinni. Hin bókin er þó sfður en svo úr sögunni og nú hlakka ég óskap- lega til að byrja á henni aftur þótt ég hafi tekið svona fram- hjá henni með Fuglaskottís." Thor kvaðst annars hafa haft gaman af því að skrifa Fugla- skottís en vildi að öðru leyti ekki reyna sjálfur að skilgreina hana. „Maður á að láta fræði- mönnunum slíkt eftir," sagði hann. „Ef höfundar eru að blaðra um bækur sínar getur það bara orðið til þess að trufla gagnrýnendur og þeir átta sig þá kannski ekki á því að þeir eiga að taka meira mark á bókunum en höfundunum." í Fuglaskottfs leiðir Thor fram fjóra Islendinga í ein- hverju Suðurlandanna — einn þeirra er þar á stuttri ferð en hinir hafa haft búsetu í landinu um lengri eða skemmri tfma. Og eins og títt er þegar einhver kemur að heiman í fámenna Islendinganýlendu f útlöndum fer allur hópurinn út á galeiðuna þar sem leikurinn berst um kaffihús, kvikmynda- hús og fleiri skrítna staði úr kynjaheimi Thors. Ýmsar per- sónur sem á vegi íslendinganna verða og ýmis atvik eru svo ljóslifandi að það hvarflar að manni hvort höfundurinn hafi kannski smitast af heimilda- sagnatizkunni og þetta sé að einhverju leyti raunverulegt. „Það held ég ekki,“ svarar skáldið. „Ég hef aldrei fylgt neinni tfzku í minni skáld- sagnagerð. Þetta sem þú nefnir hefur venjulega bara vaknað hér upp á vinnustofunni minni. Auðvitað byggir maður alltaf á reynslu sinni að meira eða minna leyti en hjá mér verður þetta þó fyrst og fremst til þegar maður situr í einrúmi... og sé maður heppinn má hafa gaman af félagsskapnum. En ég hef aldrei tekið mið af neinum löndum, — á einum stað er að finna orgínal kvikmynd og á öðrum stað Rússasögu í dæmi- gerðum Moggastíl. „Ég neita þvf ekki að ég hef ákaflega gaman af fantasíunni — hún er eiginlega mitt líf og yndi,“ segir Thor ennfremur, „en ég held hins vegar að það sé mér alveg eðlilegt að flétta svona saman frásögn og fanta- síu eins og ég geri í skáldsögum mínum því að þá nota ég jafn- framt fantasíuna til að segja eitthvað með henni.“ Fuglaskottís er skrifuð á liðnu sumri. „Hún er nokkuð hratt skrifuð. JEg byrjaði á henni í vor og gekk nokkuð vel að vinna hana, rétt lauk henni þó f tæka tíð áður en ég fór sjálfur um borð í skip til út- landa núna í haust“ heldur Thor áfram. Vinnuhraði af þessu tagi er ekki einhlítur fyrir Thor. „Það er mjög mis- jafnt hvernig ég skrifa og hversu hratt. Ég vil heizt skrifa eitthvað á hverjum degi en það er misjafnlega auðvelt að kom- ast í uppstreymi. Maður verður að berjast fyrir innblæstn sfn- Rabbað við Thor Vilhjálms- son um nýjustu skáldsögu hans — Fuglaskottís ákveðnum bókmenntastefnum hvort sem það nú heitir dókú- mentarismi eða fabúla." Thor styðst einatt mjög við minnisbækur sínar við skáld- sagnagerðina. „Ég skrifa hjá mér sitthvað sem ég sé og held að ég geti gert mér einhvern mat úr, og eins það sem mér dettur í hug skyndilega hvort sem það eru nú drög að ljóði eða minning úr fjarlægð. Ég hef svo stundum sótt hugmynd- ir í bókum mínum í þessar minnisbækur og þá oftast spunnið áfram út frá þeim.“ f Fuglaskottfs er auðvitað að finna fantasfur a la Thor ofnar inn í glettna frásögnina af ævintýrum Islendinganna f út- um. Þegar maður var mjög ungur hélt maður kannski að það væri nóg að sitja og bíða eftir sínum innblæstri en sfðan uppgötvar maður að þar þarf að berjast fyrir honum og vinna sig upp í ham. Stundum situr maður og allt virðist lokað en þá gerist það skyndilega að allt gengur upp og maður fær byr undir vængi og getur flogið.“ Að öðru leyti er Thor ekkert sérlega gefið um að fljúga. Þegar hann fer milli landa ferð ast hann yfirleitt með skipum og þannig var nú f haust. „Það var dýrlegt að komast út á sjó núna f haust,“ sagði hann. „Ég var búinn að lifa svo rfkulega í þessari bók allt sumarið, og þegar þannig stendur á spenn- ist maður allur svo að það hlýt- ur að hafa verið erfitt fyrir aðra að umgangast mann þegar þannig stóð á, og maður getur ekki unnið lengi svona sam- fleytt eins og ég gerði í sumar.“ Thor tók sér far heim með einu af smæstu vöruflutninga- skipum okkar — írafossi sem á eru 11 menn, „svo að þetta var eins og lítil fjölskylda og þetta voru skemmtilegir menn að tala við. Svo að maður var strax farinn að hvílast eftir að hafa verið aðeins nokkra daga í hafi. „Þess er líka að gæta að Thor var á yngri árum viðriðinn sjó- inn — var bæði dálítið á togurum og síðan á farskipum. Hann segist raunar hafa ætlað um þetta leyti að taka 2 ár í hnattsiglingu og verið búinn að fá pláss á norsku skipi þegar Amor tók f taumana — hann kynntist konu sinni og ferða- hugurinn rann af honum. En í reisunni nú í haust fór Thor fyrst í heilmikla fyrir- lestraferð um Svfaríki og gerð- ist þar ötull talsmaður land- helgisstefnu þjóðar sinnar en að þessu búnu varð hann rótari hjá tnúk-leikflokki Þjóðleik- hússins á ferð hans á alþjóðlegt leiklistarmót í Póllandi og segir Thor að það hafi verið mikil reynsla fyrir hann að verða vitni að glæsilegum leiksigri hópsins á þessu móti. Ýmislegt annað merkilegt var annars að sjá á þessu móti, og Thor nefndi sérstaklega sýningu portúgalsks leikflokks „La Communa" er flutti verk sem var f senn áhrifaríkt, einfalt og margþætt. Segist Thor hafa heyrt ávæning af því að í ráði sé að bjóða þessum flokki til næstu listahátíðar hér. Nú er Thor kominn heim aftur og staðráðinn í að byrja á bókinni góðu sem hann tók svona eftirminnilega framhjá með Fuglaskottís. En leikhús- mótið f Póllandi hefur einnig kveikt í Thor því að hann segir: „Einhverntíma langar mig líka að skrifa fyrir leikhús." Og það er eins vfst að leikur Thors Framhald á hls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.