Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.12.1975, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. DESEMBER 1975 17 Erlendur Haraldsson: Sai Baba — maður kraftaverkanna SAI BABA — MAÐUR KRAFTAVERKANNA eftir Howard Murphet. Asgeir Ingólfsson þýddi. Bókaút- gðfan Skuggsjá. Skuggsjá gefur út bók um Sai Baba, indverskan kraftaverka- mann og trúarleiðtoga, sem nefndur hefur verið ranglega eða réttilega jafnoki Krists í kraftayerkum. Þar sem ég hef haft nokkur kynni af manni þessum hefur Morgunblaðið beðið mig um að rita nokkur orð um þessa sérstæðu og að mörgu leyti ótrúlegu bók. „Sai Baba — maður krafta- verkanna“ er skrifuð af ástr- ölskum manni sem lengst af starfaði sem blaðafulltrúi, var t.d. blaðafulltrúi Breta við striðsréttarhöldin í Niirnberg. I bókinni segir höfundur frá kynnum sinum af Sai Baba, sem hafa verið töluverð og inn í fiéttar hann frásagnir fjölda manna um reynslu þeirra af þessum furðulega manni sem virðist í lófa lagið að gera hvern mann, háan sem lágan forviða með verkum sínum eða jafnvel nærveru sinni einni saman. Hann er nú talinn eiga sér milljónir áhangenda víða um Indland og margir dýrka hann sem guð. Til þess að Indverjar dýrki mann sem guð þarf reyndar oft ekki mikið því skammt er í hugum manna þar eystra milli guða og manna. Og trúgirni og ýmisleg hjátrú er þar geypileg og landlæg. Þegar ég heyrði fyrst austur á Indlandi fyrir nær fjórum ár- um frásagnir af þeim undrum sem gerast áttu með þessum manni, var ég sannfærður af fyrri reynslu minni af ind- verskri trúgirni, svonefndum yógum og nokkrum andlegum atvinnumönnum, að sannleiks- gildi þessara sagna myndi verða að engu við nánari eftir- grennslan. Þó voru sögumenn mínir aðallega háttsettir em- bættis- og menntamenn eins og landstjórinn í Góa og landlækn- ir fjölmennasta fylkis Indlands, Uttar Pradesh. Þessir menn sögðu ekki aðeins að Baba eins og þeir tíðast nefndu hann (Baba er virðingarheiti og þýð- ir faðir), gengi þegar hann vildi svo við hafa, að innstu leyndardómum manna eins og opinni bók eða segði fyrir óorðna atburði í lifi þeirra. Hann virtist einnig hreinlega grípa út úr Ioftinu ýmsa muni, eins og sætinda, ávexti eða skartgripi og gefa mönnum þetta til notkunar eða minja um sig hvar sem hann fór, hvort sem það var í höllum landstjór- anna, meðal auðkýfinga í Bom- bay eða í allsleysi indverskra sveitaþorpa. Og ekki stóð á því að munirnir væru sýndir. Allt var þetta fólk stölt af gjöfum sínum og sannfært um að Baba hefði skapað þessa muni með hugarflugi einu. Ég vann þarna að rannsóknum ásamt banda- rískum manni dr. Osis. Við brostum að þessu þótt við teld- um okkur hafa kynnst ýmsu að sviði dulrænna fyrirbæra. Tími okkar þarna austur frá leið og frásögnum fjölgaði. „Ef þið viljið sjá kraftaverk, þá farið til Baba,“ fór að verða viðkvæðið þegar við í samræðum inntum eftir mönnum með dulræna hæfileika. Fyrir tveimur árum sáum við loks þennan umtalaða mann i fæðingarþorpi hans Puttaparti inn á hrjóstugri og strjál- byggðri hásléttu Suður- Indlands. Þótt þorpið væri af- skekkt biðu þarna hundruð ef ekki þúsundir manna í þeirri von að ná fundi þessa sögu- fræga manns. Fjöldinn var mik- ill og við hrósuðum happi yfir að ná fundi hans. Þegar við gengum út að honum loknum urðum við að viðurkenna að hann hafði gert okkur jafnfor- viða og aðra og var þó sannar- lega ætlun okkar að láta ekki blekkjast. Við hittumst oftar í þessari ferð og í öll skiptin urð- um við einu sinni eða oftar vitni að því sem hlaut annað- hvort að vera frábærlega vel gerð blekking og sjónhverfing eða hreint kraftaverk. A þessu ferðalagi og öðru síð- ar áttum við nokkra fundi með Baba. Hann virtist grípa hluti úr lausu lofti sem enn eru í eigu okkar, eitt sinn sáum við lófafylli af dufti myndast skyndilega á opnum lófa hans i um eins metra fjarlægð frá okk- ur. I annað sinn hvarf stór steinn úr hring sem félagi minn bar án þess að Baba kæmi þar nálægt eða snerti hann. Ekki er hér staður til að lýsa þessu i smáatriðum en okkur tókst ekki að finna neina full- nægjandi skýringu á þessum fyrirbærum. Baba var ekki fá- anlegur til að gangast undir til- raunir sem hefðu átt að geta svarað því hvort brögð væru I tafli eða ekki. Ýmislegt var þó við athafnir Baba sem gerðu blekkingatil- gátuna ósennilega. Líf hans virtist hafa verið stöýugur straumur þessara undraverka. Baba var nær fimmtugu og kunnugir sögðu að kraftaverk- in hefðu fylgt honum frá barns- aldri. Sjónhverfingamenn vilja einungis hafa áhorfendur fyrir framan sig. Fólk er oft allt í kringum Baba þegar hann gerir undraverk sín. Hann gerir þau í viðtalsherbergi sínu, utan dyra, í heimsóknum, ferðalögum, oft á degi hverjum, hvar sem hann er staddur, og oft kallar hann einmitt það fram sem óskað er eftir. Bók Murphets er full af slík- um frásögnum, ekki aðeins um minjagripi og sætindi, heldur um steina sem breytt er I ávexti, um matarílát sem verða skyndilega full til að metta fjölda manna, frásagnir um ótrúlegar lækningar dauðvona manna, og jafnvel um að látnir hafi verið kallaðir aftur til lífs- ins; um það hvernig Baba hefur birst mönnum i fjarska holdi klæddur og jafnvel skilið eftir gjafir þótt hann hyrfi siðar, um furðulegar viðvaranir til áhang enda hans og fleira og fleira. Vart mun það furðulega fyrir- bæri vera til sem ekki hefur verið eignað þessum manni. Við dr. Osis vörðum mörgum vikum til að kanna sannleiks- gildi sumra þessara frásagna, sérstaklega þar sem tveir eða fleiri menn voru vitni að sama tilfelli. t sumum tilfellanna hefði árangur rannsókna okkar nægt til sönnunar fyrir hvaða dómstóli sem væri. í bók sinni minnist Murphet á sum þessara tilfella sem við athuguðum og það fólk sem hlut átti að máli. Frásagnir Framhald á bls. 19 Halldór Laxness □ Stjórn útgáfu: Ólafur Pálmason □ (Jtgefandi: Rfkisútgáfa námsbóka Það var undur gaman að blaða í þessari bók, — rölta með skáldinu milli hillna og bíða þess, hvað það veldi úr gersemum sínum og rétti fram ungum löndum til lestrar. Minnugur þeirra orða, er Plato leggur Sókratesi á tungu um skáldin, legg ég engan dóm á, hvort þessi stef séu öðrum stefjum þess betri, en hitt var forvitnilegt, að kynnast því sem hjarta þess var næst, er það valdi til bókarinnar, hvað bar lifandi mynd þess sjálfs. Um fá skáld íslenzk hefir meira verið bullað en Halldór Laxness, hann gerður guði jafn af flaðrandi tungum, eða þá djöflinum likur af glefsandi rökkum öfundarinnar. Hvort tveggja jafn rangt, þvf að hann er hvorki vængjaður engill eða halaári, heldur fyrst og fremst maður, maður með íslenzkt hjarta, er varð heimsborgari af þvf, að hann kafaði f leit sann- leika í sína eigin sál, þar sem arfur Islands birtist í dansi ljóss og skugga. Skáld verða ekki stór af orðum einum, heldur af þvf, hvort sá er les finnur í orðum þess tón á streng síns eigin hjarta. Þetta hefir fslenzk þjóð fundið í orðum Halldórs Laxness, og því Bðkmenntlr hefir hann orðið, í öllum sínum skringiheitum, einn þeirra sona, er hún er stoltust af. Leiðsögumaður heim til skáldsins er Matthías Jo- hannessen, sem litríkum drátt- um kynnir höfundinn svo að þér finnst, þá þú stendur á hlaði hans, engin þörf að rifja upp þéringar, þú ert mættur við dyr vinar. Slfkt er aðeins, á fáum síðum, skáldi fært. Dyrnar opnast, og þér boðið inn. I fyrstu gerir Halldór grein fyrir vali sínu, en réttir sfðan fram verk sfn eitt af öðru:. sérhvert orð dýrt, litlu orðin lfka.“ Sjálfur hefir höfundur gert orðskýringar við texta sfna og er slíkt vel. Myndir eru einfaldar að gerð, sterkar, — bókarprýði. Slíkri bók hefði hæft að birt- ast villulausri, en því miður hefir slíkt ekki tekizt. Prentun og vinna prent- smiðju til sóma. Þetta er bók sem liggja ætti við lesstóla allra íslenzkra ung- menna. Hjartans þökk. Albín hjálpar til og Albín er aldrei hrœddur □ Höfundur: Ulf Löfgren Q Þýðandi: Vilborg Dagbjartsdóttir □ Utgefandi: Iðunn Kfmnar myndabækur um hetjuna Albfn, sem aldrei verður ráða fátt. Hann leys- ir þrautir, sem fullorðnum reynast óleysanlegar, og ekki glúpnar hann á fundum við ólm villidýr eða ferlega þursa. Myndirnar eru litríkar og Sigurður Haukur Guðjónsson skrif- ar um barna- og unglingabækur gerðar af mikilli kunnáttu. Þýðing myndatexta er góð. Illa kann ég þvi, að svo vandað fyrirtæki sem Iðunn láti þess ekki á bók getið, hvar eða hvenæf hún er prentuð og útgefin. Slíkt hæfir engan veginn. Kalli og Kata á ferðalagi og Kalli og Kata í leikskóla □ Höfundur: Margret Rettich □ Þýðandi: Jóhann P. Valdimarsson Q Prentun og band unnið f Englandi Q (Jtgefandi: Iðunn Þetta eru myndabækur lista- vel gerðar, og gefa nöfnin til kynna innihald þeirra. Það fer ekki milli mála, að höfundur er vinur barna og hefir kynnt sér lff þeirra vel, að það er engu lfkara en horft sé á lifandi per- sónur en ekki myndir af þeim. Orð bókanna eru fá og þýðing góð. Stærra hefði ég viljað hafa letrið, því bækurnar eru sniðn- ar fyrir aldursflokka staut- læsra. Ofantaldar bækur fjórar eiga örugglega eftir að gleðja marga unga sál. Undir blá- um seglum Q Höfundur: Gunnar M. Magnúss. Gunnar M. Magnúss. Q Teikningar: Tryggvi Magnússon. Q Prentun Og útgefandi: Set- berg. ÞETTA er endurútgáfa sög- unnar, kom út hið fyrra sinni 1941, og er vel, að enn er hún á boðstólum fyrir þá, sem góðri lesningu unna. Sögupersónur eru hinar sömu og f sögunni Bærinn á ströndinni, nokkru eldri, venju- legt fólk, sem er eftirtektarvert af kostum sinum og dugnaði, klifi sínu upp þroskafjallið móti hamingjudögum. Höfundur kann þau tök á máli og stíl, að í fylgd með Guðrúnu Lukku og Jón Guggu- syni mun fáum leiðast, og eng- um sem hefir ánægju af hljóm- falli fagurs máls. Unglingum leikvallaaldar er þetta þvi góð bók, félagi sem réttir fram skemmtun og gjafir, sem eru meir en umbúðirnar einar. Því miður er prófarkalestur ekki nógu góður, stundum eins og hraði og þreyta hafi beitt sporum sínum af miskunnar- leysi. Slíkt er ekki einsdæmi um íslenzka bók. Myndir Tryggva eru góðar, en ekki ganga þeir i takt höfundar og hann á síðu 31. Prentun skýr og góð, frágangur prentsmiðju og út- gefanda til sóma. Hafi Setberg þökk fyrir enn eina ágætis unglingabókina. Fgrsta orða- bókin mín □ Höfundur: Richard Scarrv Q Þýðing: Frevsteinn Gunnarsson Q Bókin er framleidd I sam- vinnu við Mondadori, Ver- ona — Italíu Q Utgefandi: Setberg Þetta er bráðsnjöll bók, sem manar unga lesendur til leiks. Hver opna er stef úr því lífi, sem börnin lifa eða þá þvi lífi, sem þau eru að þroskast til. Aðfararorð fylgja opnunum, svo eru þrautir, sem reyna á athyglisgáfur barnanna, eða þá hugkvæmni þeirra, lagðar fyrir þau. Siðan er fjöldi mynda, og orð við hverja, þannig að stafir og mynd haldast í hendur. Myndirnar eru bráðsnjallar, dýr í hlutverki barnanna sjálfra, og svo alþjóðlegar eru þær, að alla kaflana, utan þrjá, ætti hvert meðalgreint barn hér á lesaldri að þekkja af um- hverfi sfnu, og þá sem á vantar úr sjónvarpi. Orðaforði barna eykst af kynnum við þessa bók, og það ætti að vera foreldrum trygging fyrir fallegu máli, að snilling- urinn og mannvinurinn Frey- steinn Gunnarsson valdi hlut- unum heiti. Þar er í engu slegið af. Lengi hafði ég talið, að orða- bækur væru þurr lestur, en nú sé ég, að svo þarf ekki að vera. Eg bið spenntur eftir að eiga stundir með þessari bók og barnabörnunum minum. Hafi útgáfan þökk fyrir vel unnið og bráðskemmtilegt verk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.