Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 1
28 SÍÐUR 21. tbl. 63. árg. _______ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 1976______Prentsmiðja Morgunblaðsins. Viðræðum Geirs Hallgrímssonar og Harolds Wilson lokið: Neizvestny fær að fara frá Sovét Moskva 27. jan. Reuter. NTB. SOVÉZK stjórnvöld tilkynntu f kvöld myndhöggvaranum Ernst Neizvestny, að hann fengi fararleyfi úr landi f næsta mánuði, en tvfvegis hefur verið neitað beiðni hans um að fá að flytjast til Israels. Neizvestny sagði vestræn- um fréttamönnum f Moskvu f dag að nauðsynleg plögg myndu vera tilbúin 7. febrúar. Hann er fimmtugur að aldri og mjög þekktur f Sovétrfkjun- um. Fyrst vakti hann á sér verulega athygli, þegar hann lenti f deilum á árum áður við Nikita Krúsjef um nútímalist. Einna fyrstur til að samfagna Neizvestny með brottfararleyf- ið var Sergei Krúsjef, sonur forsætisráðherrans heitna. Neizvestny var sfðar falið af ættingjum Krúsjefs að gera minnismerkið sem komið var fyrir á gröf Krúsjefs á sl. ári. London 27. jafn. Frá Styrmi Gunnarssyni, ritstjóra Morgunblaðsins. GEIR Hallgrfmsson forsætisráðherra sagði f viðtali við Morgunblaðið f gærkvöldi skömmu eftir að hann kom frá sfðasta fundi sfnum með Harold Wilson f House of Commons, (brezka þinginu), að engin niðurstaða hefði orðið af þessum viðræðum og hann kæmi ekki með neitt samningsupþkast til tslands. Forsætisráðherra lagði af stað heim f gærkvöldi. Eftir viðræðurnar í House of Commons síðdegis í dag var gefin út svohljóðandi fréttatilkynning: „Viðræðum milli brezku og íslenzku ríkisstjórnanna var hald- ið áfram I Downingstræti 10 í morgun og lauk þeim síðdegis í dag í House of Commons. Islenzki forsætisráðherrann, sem heldur til Islands í kvöld, mun skýra rfkisstjórn sinni frá viöræðunum. Wilson mun einnig skýra samstarfsmönnum sínum frá viðræðunum. Gert er ráð fyrir að forsætisráðherrarnir tveir háfi samband sín á milli fljótlega." Hinir löngu viðræðufundir for- sætisráðherranna hafa vakið mikla athygli hér I Bretlandi. Og til marks um það má geta þess að fréttir af viðræðunum hafa verið fyrstu og aðalfréttir í BBC- sjónvarpinu bæði í gær og í dag og eru forsíðufréttir í helztu brezkum blöðum í dag. Mikill fjöldi fréttamanna beið forsætis- ráðherra á hötelinu, þegar hann kom frá sfðasta fundi sfnum með Wilson. Ljóst er að eftir þessa löngu viðræðufundi gjörþekkja tveir mestu ráðamenn í brezkum stjórnmálum landhelgismálið og málstað Islands í því. Fundir hófust í Downingstræti 10 f morgun kl. 10.30 og stóðu þeir til klukkan 13. Wilson óskaði þá eftir nýjum fundi síðdegis í dag og hófst hann í House of Comm- ons kl. 16.30 og stóð í tvær klukkustundir eða til kl. 18.30. A þeim fundi voru Geir Hallgrims- son og Þórarinn Þórarinsson og Wilson og Callaghan. samnings- frá London REIÐI GÆTIR t FISKVEIÐIBÆJUM AFÞVI EKKERT SAMKOMULAG NAÐIST Geir Hallgrfmsson og Harold Wilson heilsast úti fyrir Downingstræti 10 er fslenzki forsætisráðherrann kom þangað til viðræðna. London, 27. jan. AP. Reuter. Frá Mike Smart, Hull. I FRÉTTASKEYTUM AP og Reuters eftir að viðræðum for- sætisráðherranna tveggja lauk kemur fram að viðræðurnar hafi verið taldar erfiðar, en búizt sé við að forsætisráðherrarnir hafi fljótlega samband sin f millum. Brezkar heimildir AP- fréttastofunnar sögðu i dag að rætt hefði verið um aflamagn og f hugsanlegum samningi myndu einnig felast tímatakmörk sem Bretum yrðu sett í sambandi við veiðar á íslandsmiðum. Slík tima- mörk yrðu mikið áfall fyrir fisk- iðnaðinn í helztu fiskveiðibæjum Bretlands en íslendingar séu að reyna að vernda fiskstofna sina, enda byggist efnahagur landsins að 90% á fiski. 1 AP-frétt segir að viðræðunum hafi orðið að ljúka i dag, þriðju- dag, ella hefði forsætisráðherra ekki komist heim fyrr en með næsta áætlunarflugi frá London sem sé á laugardag, að sögn Eiriks Benidikz sendiráðunauts. „Við Framhald á bls. 27 Myndin er tekin er Geir Hallgrfmsson gengur út úr húsi brezka forsætisráðherrans að Downingstræti 10, að loknum fundi með Harold Wilson f gær. Að baki honum er Björn Bjarnason, skrifstofustjóri f forsætisráðuneytinu. Hörð orrusta 1 Vestur-Sahara Algelrsborg, 27. janúar. Reuter. HÖRÐ orrusta geisaði f Vestur- Sahara f dag milli herliðs frá Marokkó og Alsfr að sögn alsfrsku fréttastofunnar. Þetta eru fyrstu fréttir er borizt hafa um bein hernaðarátök milli landanna sfðan deilur þeirra um Vestur- Sahara komust á alvarlegt stig í haust. Alsírska fréttastofan segir að herlið frá Marokkó hafi ráðizt á alsírska liðssveit, sem hafi verið að flytja matvæli og hjúkrunar- gögn til íbúa Sahara á Amgala- svæðinu, vin í eyðimörkinni norð- an við bæinn Guelta skammt frá landamærum Máritaníu. I Rabat er sagt að alsírskt herlið hafi sótt 300 kílómetra inn í hluta Vestur-Sahara sem Marokkó ráði samkvæmt samningum við Spán- verja. Embættismenn í Rabat gátu ekki staðfest frétt alsírsku fréttastofunnar sem sögðu að ef hún væri rétt hefðu Alsirsmenn gerzt sekir um árás á marokkóskt yfirráðasvæði. Af alsirskri hálfu hefur ekki verið viðurkennt að alsírskt her- lið hafi sótt inn i Vestur-Sahara fyrr en nú er alsirska fréttastofan segir frá bardögum hersveita frá Alsir og Marokkó. Þessi lönd háðu landamærastríð 1963 og það stóð i einn mánuð. Alsírska stjórnin hefur sent mikinn Iiðsauka til landamæra Marokkó siðan Spánverjar sam- Framhald á bls. 27 Ekkert uppkast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.