Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 Kolbeinn Pálsson — leik- reyndasti maður Islenzka landsliðsins. Körfu- knattleiks- landsliðið valið tslenzka körfuknattleiks- landsliðið sem keppa á við Englendinga 7. og 8. febrúar n.k. í Laugardalshöllinni hefur nú verið valið. Eru þrír nýliðar í liðinu, þeir Guðsteinn Ingi- marsson og Björn Magnússon úr Armanni og Jónas Jóhannesson úr Njarðvíkurlið- inu. Leikreyndasti maður liðs- ins er hins vegar Kolbeinn Pálsson úr KR, sem leikið hef- ur 41 landsleik. Islenzka liðið verður þannig skipað: Bakverðir: Kolbeinn Pálsson, KR (41) Kristinn Jörundsson, IR (17) Jón Sigurðsson, A (29) Kári Marísson, UMFN (14) Kolbeinn Kristinsson, IR (12) Guðsteinn Ingimarsson, Á (0) Framherjar: Gunnar Þorvarðarson, UMFN (12) Torfi Magnússon, Val (10) Stefán Bjarkason, UMFN (5) Bjarni Jóhannesson, KR (4) Birgir örn Birgis, A (32) Miðherjar: Jón Jörundsson, ÍR (5) Björn Magnússon, A (0) Jónas Jóhannesson, UMFN (0) Duncan þjálfar Reyni og Leiftur Enn á ný mun Skotinn Duncan MacDowell starfa að knatt- spyrnuþjálfun hér á landi. Hann þjálfðai FH og Vestmannaeyínga á sinum tima og s.l. sumar kom hann á miðju keppnistimabili og tók lið Reynis frá Árskógsströnd. sem gengið hafði fremur illa til þess tima i 2. deildinni, og forð- aði liðinu frá falli, sem margir höfðu orðið til þess að spá. Svo mikil ánægja rikti i herbúðum Reynis með Duncan að þeir hafa nú ráðið hann að nýju til starfa og mun hann að likindum koma hingað i byrjun febrúar. MacDowell mun auk þess að þjálfa knattspyrnumenn Reynis þjálfa 3. deildar lið Ólafsfirðinga, Leiftur. svo og yngri flokka félagsins. Félögin tvö, Reynir og Leiftur, hafa þar með brotið blað i sögunni þvi aldrei fyrr hefir það gerst i knattspyrnunni að sami þjálfari hafi verið með tvö lið I meistaraflokki. Að sjálfsögðu er það kostnaðurinn sem þarna spil- ar inn i, þvi hvorugt félagið treystist til þess að hafa erlendan þjálfara eitt út af fyrir sig. Segja má að þetta sé eitt merkasta skrefið sem stigið hefir verið í samvinnu íþróttafélaga hérlendis. og athugandi hvort ekki mundi unnt fyrir fleiri félög að taka upp samvinnu af sama eða svipuðu tagi. Lengi ttfír í gömmng 1 tUHJJI Jón Þ. varð Islandsmeistari í langstökki án atrennu FREMUR dauft var yfir Islands- meistaramótinu í atrennulausum stökkum sem fram fór að Laugar- vatni um helgina. Aðeins þrfr keppendur frá Reykjavík mættu þar til leiks og fór svo að þeir héldu heim með öll verðlaunin. Meðal þessara keppenda var Jón Þ. Ölafsson, sem er margfaldur methafi I þessum greinum og sá Islendingur sem haldið hefur merki þeirra hvað hæst á loft. Varð Jón Þ. Islandsmeistari I langstökki án atrennu og náði ágætum árangri, stökk 3,11 metra. Hélt Jón Þ. upp á 20 ára keppnisferil sinn með þessu af- reki sfnu. Friðrik Þór Öskarsson, IR, varð Islandsmeistari I tveimur grein- um, hástökki án atrennu og þrí- stökki án atrennu. Stökk hann 1,63 metra, en annar varð Islands- methafinn í spjótkasti, Óskar Jakobsson, sem stökk 1,60 metra og Jón Þ. varð þriðji, stökk einnig þá hæð. 1 þristökkinu stökk Friðrik Þór Óskarsson 9,41 metra. Ennfremur var keppt í langstökki kvenna, án atrennu, og i því sigraði Lára Sveinsdóttir, A, stökk 2,53 metra. Var ekki langt að fara fyrir Láru, þar sem hún dvelur í vetur við íþróttakennara- nám að Laugarvatni. Elías Sveinsson, sem verið hefur einna atkvæðamestur í þessum íþróttagreinum á undan- förnum árum, var ekki meðal keppenda á Laugarvatni. Heyrzt hefur að Elías sé nú að skipta um féiag og ganga í KR, Golf HAFNAR eru innanhússæfingar hjá Golfklúbbnum Keili I íþróttahúsinu Ásgarði I Garðabæ. Þorvaldur Ásgeirsson mun veita leiðsögn og er þeim sem hafa I hyggju að hefja golfiðkun sérstaklega bent á að hagnýta sér þetta. Aðstaða til æfinga er mjög góð og verður æft á laugardags- og sunnu- dagsmorgnum frá kl. 9 —12. Verður Ingemar Stenmark fyrstur Norðurlandabúa til þess að vinna heimsbikarinn í Alpagreinum? Ingemar Stenmark stigáæstar Austurríkismaðurinn Franz Klammer sigraði f bruni á skfða- móti sem fram fór f Kitzbuehel f Hvað gerir Grótta ? I KVÖLD fer fram f Hafnarfirði einn leikur f 1. deildar keppni Islandsmótsins f handknattleik. Mætast þar FH og Grótta og hefst leikurinn kl. 21.00. Bæði þessi lið hafa leikið 10 leiki f Islandsmót- inu til þessa og hafa FH-ingar hlotið 12 stig og eru f öðru sæti, en Grótta hefur hins vegar ekki nema 6 stig og er á botninum f deildinni. Þrátt fyrir þennan stigamun má búast við hörkuleik miiii félag- anna í kvöld, og er þess skemmst að minnast að í fyrri viku lagði Grótta Islandsmeistara Víkings af velli í leik i Hafnarfirði. Með sigri í leiknum I kvöld gæti Grótta bjargað sér úr bráðustu fallhætt- unni, en FH-ingar þurfa hins veg- ar á sigri að halda til þess að verða áfram með í keppninni um Islandsmeistaratitilinn. Það er því óhætt að slá því föstu að ekk- ert verður eftir gefið í leiknum í kvöld. Austurrfki um helgina. Keppni þessi var liður í heimsbikar- keppninni á skfðum. Tfmi Klammers var 2:03,79 mfn. Annar f bruninu varð Norðmaðurinn Erik Haker á 2:05,85 mfn, og þriðji varð Austurrfkismaðurinn Josef Walcher á 2:06,47 mfn. Fjórði varð svo Werner Griss- mann frá Austurrfki á 2:06,59 og f sjötta sæti hafnaði Bernhard Russi frá Sviss, en hann fékk tfmann 2:06.63 mfn. I svigkeppninni sigraði Svíinn Ingemar Stenmark á 0,36 sekúnd- um á undan ttalanum Gustavo Thoeni sem varð i öðru sæti. Eftir keppnina í Kitzbuehel hefur Ingemar Stenmark forystu í stigakeppninni í svigi, hefur hlotið þar 110 stig. Piere Gros frá Italiu er í öðru sæti með 85 stig, þriðji er Hans Hinterseer frá Austurríki með 56 stig og fjórði er Fausto Radici frá Italiu, en hann hefur hlotið 44 stig. I stigakeppninni í bruni hefur Franz Klammer hlotið flest stig, 120. Herbert Plank frá ítalíu er í öðru sæti með 71 stig, Bernhard Russi frá Sviss er I þriðja sæti með 66 stig. Philippe Reux frá Sviss fjórði með 63 stig, fimmti er Dave Irwin frá Kanada með 47 stig og sjötti er Klaus Eberhard frá Austurríki með 41 stig. I samanlögðu hefur svo Inge- mar Stenmark frá Svíþjóð enn forystuna, en hann hefur hlotið samtals 166 stig í keppninni i Alpagreinunum. Franz Klammer er i öðru sæti með 156 stig. Piere Gros í þriðja sæti með 155 stig. Gustavo Thoeni er i fjórða sæti með 140 stig, Walter Tresch frá Sviss í fimmta sæti með 90 stig og í sjötta sæti er Hans Hinterseer, Austurríki með 80 stig. I kvennakeppninni hefur Rosi Mittermaier frá Vestur- Þýzkalandi flest stig eftir keppni helgarinnar, samtals 204. 1 öðru sæti er Bernadette Zubriggen, Sviss með 153 stig. Þriðja er Lise- Marie Morerod frá Sviss með 145 stig, fjórða er Danielle Debernard frá Frakklandi með 124 stig, fimmta Brigitte Totschnig frá Austurríki með 119 stig og í sjötta sæti er Monika Kaserer frá Austurríki með 103 stig. Austurríki hefur svo forystu í þjóðakeppninni (karlar og kon- ur) er með 806 stig eftir keppni helgarinnar. Sviss er I öðru sæti með 664 stig. Italia i þriðja sæti með 576 stig, en síðan koma: Vest- ur-Þýzkaland 455 stig. Frakkland 279 stig, Bandarikin 171 stig, Svi- þjóð 168 stig, Kanada 160 stig og Liechtenstein 67 stig. Hlutavelta Margir júdómannanna sýndu það á mótinu að þeir eru f góðri þjálfun, enda veitir ekki af við Norðmenn á næstunni. Ljósm. Ólafur ólafsson. — landskeppm VGL HEFPIVAD AFMÆLISMÓT JSÍ FYRSTI hluti afmælismóts Júdó- sambands Islands fór fram f íþróttahúsi Hagaskólans s.l. sunnudag. Keppendur í mótinu voru 44 frá 6 félögum. Keppt var f öllum þyngdarflokkum karla og f tveimur þyngdarflokkum unglinga 15—17 ára. Meðal keppenda voru nú I fyrsta sinn 8 tsfirðingar, sem stofnað hafa júdódeild f Iþróttafélaginu Reyni á Hnífsdal. Helztu úrslit á mótinu urðu þessi: Léttvigt: Jóhannes Haraldsson, UMFG Sigurður Pálsson, JFR Eysteinn Sigurðsson, Á Styrmir Sigurðsson, Á Léttmillivigt: Ómar Sigurðsson, UMFK Gunnar Guðmundsson, UMFK Níels Hermannsson, Á Magnús Helgason, Isaf. Millivigt: Viðar Guðjohnsen, A Jónas Jónasson, Á Birgir Bachmann, JFR Hilmar Jónsson, Á Léttþungavigt: Gísli Þorsteinsson, Á Benedikt Pálsson, JFR Sigurjón Ingvarsson, A Finnur Finnsson, Isaf. Þungavigt: Svavar Carlsen, JFR Kristmundur Baldursson, UMFK Unglingar — léttari flokkur: Björn Leifsson, Isaf. Sveinbjörn Högnason, A Ivar Gunnarsson, Gerplu Unglingar — þyngri flokkur: Daði Daðason, UMFK Halldór Guðmundsson, Isaf. Gunnar Rúnarsson, UMFG. Svo sem sjá má keppti nú Viðar Guðjohnsen með að nýju, en hann hefur verið nokkuð frá vegna meiðsla að undanförnu. Hins veg- ar keppti Halldór Guðbjörnsson ekki í léttmillivigtarflokknum vegna smámeiðsla og í millivigar- flokkinn vantaði sterka júdó- menn, svo sem Halldór Guðnason, Garðar Skaptason og Kára Jakobsson. hjá KSÍ Knattspyrnusamband tslands efnir til hlutaveltu 8. febrúar n.k. Æði langt er siðan hlutavelta hef- ur verið haldin í Reykjavík, og má búast við mörgum eigulegum munum á hlutaveltu KSl. Þeir, sem vilja styrkja knatt- spyrnuhreyfinguna i landinu með því að gefa muni á hlutaveltuna, eru vinsamlegast beðnir að hringja í sima KSI kl. 13—15 og tilkynna það. Simanúmerið er 84444. Þá verða munirnir sóttir. Sú er von KSl að sem flestir slái á þráðinn. (Frétt frá KSl)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.