Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 3 TtíETlMES&t A^V Mai'i: Almenningsálitið réð klippingunni Teiegraph: Klippingin kom báðum aðilum á óvart Mr n ii ells tra vyíers to avoid ínfrontation "Cdífirg tiirejíen*" idun ne«o!Íjiion> XHETIMES 1— r :e ~1 vv itson '$m fishlng' call withdrawn Jp THE GUARDIAN F i i**K-*ry 3’ 19« Wilson cools it Bomb runner found uuiltv then sends back trawlers ‘Ádmiral’ Wilson ties yt) thö — * little mor Sýnishorn af forsfðum ýmissa helztu stórblaða f Bretlandi f gær. Frá Styrmi Gunnarssyni rit- stjóra Morgunblaðsins. TOGVlRAKLIPPING Týs og viðræður Geirs Hallgrfmssonar og Wilsons eru aðalfréttir Guardian og Times f morgun og forsfðufréttin f Daily Telegrapb og Financial Times. Tónninn f fréttum blaðanna er yfirleitt sá, að klipping þessi hafi stofn- að viðræðunum f hættu, en að Wilson hafi forðað þvf að þær færu út um þúfur vegna þessa atburðar með fyrirmælum tíl brezku togaranna um að hætta veiðum, sem eitt blaðanna seg- ir einstætt f sögu þriggja þorskastrfða. I Guardian birtist forsíðu- frétt skrifuð af Patrick Keatley og Richard Norton-Taylor. I fréttinni segir, að atburðirnir á miðunum hafi valdið báðum forsætisráðherrunum erfiðleik- um, og að fyrir síðasta viðræðu- fundinn, sem hófst í Downing- stræti 10 i morgun hafi báðir aðilar verið búnir að sætta sig við að viðræður færu út um þúfur og þorskastríð hæfist á ný. Meginefni fréttarinnar er lýsing á atburðunum á Islands- miðum og orðsendingu Wil- sons en síðan segir: „Yfirlýsing frá íslenzku landhelgisgæzl- unni í gærkvöldi sýndi, að haukarnir í islenzku ríkis- stjórninni og sjávarútveginum beita aðferðum, sem miða að því að koma í veg fyrir hvers konar samninga, sem Geir Hall- grímsson kynni að vilja gera.“ Þá segir ennfremur i frétt þessari, að „við lok viðræðna í gær, laugardag, hafi brezku ráðherrarnir verið byrjaðir að gera sér Ijóst, að mikill þrýst- ingur væri á Geir Hallgrimsson að gera ekki of hagstæða samn- inga og að það kynni að vera pólitfskt sterkara fyrir hann að snúa heim og lýsa því yfir, að samningar væru útilokaðir, að minnsta kosti um sinn.“ Þá segir i frétt Guardian: „Ef Wilson ætlar að bjarga ein- hverju á þriðja fundinum í dag verður hann að hugleiða að fall- ast á kvóta, sem er töluvert fyrir neðan það magn, sem ráð- herrar hans af bjartsýni töldu samkomulagsgrundvöll þegar viðræðurnar fóru út um þúfur i nóvember." I forsíðufrétt Times segir Roger Berthold, að íslenzka sendiráðið i Lundúnum hafi enga skýringu haft á reiðum höndum á þvi, hvers vegna tog- víraklipping átti sér stað meðan á viðkvæmum samkomulagstil- raunum stóð. Síðan segir: „Is- lendingar stungu fyrst upp á niðurskurði úr 130 þús. tonnum í 65 þús. tonn, en nú er talið víst, að þeir þrýsti á um mun lægri tölu.“ I Daily Telegraph segir Vincent Ryder að fyrirmælin frá Downingstræti til togar- anna hafi átt að koma í veg fyrir fleiri atburði, sem gætu stofnað í hættu hinum erfiðu samningaviðræðum. Geir Hall- grimsson hafi haft samband við Reykjavik og gefið skipherrum varðskipanna fyrirmæli um að hafa hægt um sig. Þá segir þessi fréttamaður, að ef sam- komulag náist muni það byggja á flóknum atriðum, svo sem möskvastærð, fjölda togara og veiðisvæðum. Þótt samkomulag muni takast verði það ekki kunnugt fyrr en Geir Hallgrímsson hafi snúið til Reykjavíkur og ráðfært sig við rikisstjórnina. Fréttamaður Daily Telegraph í Reykjavik segir: „I London hafði verið búizt við þvi, að ekkert slíkt mundi gerast (þ.e. víraklipping) meðan á viðræð- um stæði og á laugardag var íslenzkum varðskipum skipað að klippa ekki, en þessum fyrir- mælum var breytt eftir laugar- daginn. Mér skilst að aðgerðirn- ar í gær hafi verið samkvæmt sérstökum fyrirmælum Ólafs Jóhannessonar dómsmálaráð- herra, sem hefur með höndum yfirstjórn landhelgisgæzlunn- ar. Ef andrúmsloftið á Islandi er haft í huga þegar um fisk er að ræða og pólitiskt jafnvægis- leysi hlýtur þessari klippingu að hafa verið ætlað sérstakt hlutverk gagnvart almennings- álitinu." I Financial Times segir, að samkvæmt islenzkum heimild- um hafi Geir Hallgrímsson sent persónuleg fyrirmæli til skip- herrans á Tý um að ekki skyldi klippa, en að orðsending hans hafi komið fimm minútum of seint. Svo virðist sem Geir Haltgrímsson hafi sannfært brezka ráðherra um, að hann hafi verið í góðri trú og að héðan í frá verði fyrirmælum hans fylgt meðan viðræðurnar standa yfir, segir blaðið. Frétta- maður Financial Times í Hull segir: „Ljóst er að sumir togaraeigendur eru þeirrar skoðunar, að fiskimiðin við Island séu töpuð. Þeir benda á að hugsanlegt samkomulag milli Geirs Hallgrímssonar og Wilsons geti ekki staðið lengur en til næstu kosninga á Islandi. Jafnvel annar tveggja ára samningur við íslendinga sé af sumum talinn skipta litlu máli samanborið við þá langtíma stefnu togaraeigenda að fisk- veiðimörk Breta verði færð út i 200 milur og að Bretar einir ráði yfir 200 milunum. Einn togaraeigandi sagði við mig í gær: „Island er of mikið i sviðs- ljósinu. Hættan er sú að brezka stjórnin teldi sig hafa gert nóg fyrir togaraútgerðina ef hún næði of góðum samningum við Islendinga." Daily Mail birtir frétt undir fyrirsögninni: Wilson aðmíráll bindur togaraflotann. I frétt- inni segir, að togviraklippingin hafi valdið því að báðir aðilar á samningafundinum í Downing- stræti hafi orðið agndofa. Wil- son hafi snúið sér til Geirs Hallgrímssonar og spurt hvað hann ætlaði að gera. Geir Hallgrimsson hafi þegar hringt til Reykjavíkur frá skrifstofu Wilsons og skipað landhelgis- gæzlunni að hafa hægt um sig. Þá segir ennfremur, að hvorug- ur forsætisráðherranna hafi látið i ljós von um samkomu- Iag.“ „V-þýzkir togarar róta upp þorski í NA-kanti Berufjarðaráls” # /■'1 » i ' V ctunHir ni — segir Gudmundur I. Gíslason á Ljósafelli „Vestur-þýzkir togarar hafa legið í þorskinum u.þ.b. 8 mílur NA af Berufjarðarál og hafa aflað álíka mikið af honum og við á fslenzku togurunum, a.m.k. held ég varla að þorskur- inn flýi þegar þýzkur togari er á yfirborðinu,“ sagði Guðmundur tsleifur Gfslason skipstjóri á Ljósafellinu frá Fáskrúðsfirði þegar hann hafði samband við Morgunblaðið f g*r. Guðmundur sagði, að tveir v- þýzkir togarar hefðu stillt sér upp við hliðina á Ljósafellinu NA af Berufjarðarál og togað á sömu slóðum og L'ósafellið. Sfðan hefði þriðji togarinn bætzt við um tfma. Ljósafellið hefði verið á þessum slóðum f tvo sólarhringa og 8 klukku- stundir og Þjóðverjarnir verið allan tfmann. „Mér finnst allt í lagi að láta forstjóra Hafrann- sóknastofnunarinnar og alþing- ismenn víta af þessu. Cg og fleiri íslenzkir skipstjórar höf- um lengi haldið þvf fram, að þorskur héldi sig mikið á þessu svæði við Berufjarðarálinn á þessum árstfma.** Guðmundur sagði, að þeir á Ljósafellinu hefðu svo til ein- göngu fengið fallegan þorsk við Beruf jarðarálinn að þessu sinni. Vöruskiptajöfnuðurinn 1975 óhagstæður um 27,6 milljarða HAFSTOFA Islands hefur sent frá sér tölur yfir vöruskipta- jöfnuð á árinu 1975 og reyndist hann óhagstæður um 27,6 millj- arða króna, eða 40% óhagstæðari, en árið 1974, er hann var óhag- stæður um 19,7 milljarða króna. Alls var flutt út *á árinu 1975 fyrir 47,4 milljarða króna, þar af var ál og álmelmi af andvirði um 5 milljarðar króna. Inn var flutt fyrir 75,1 milljarð, þar af skip og prammar fyrir 2,1 milljarð króna og flugvélar fyrir tæplega einn milljarð króna, en þar vega mest tvær þotur Flugleiða, sem teknar voru á innflutningsskýrslur árið 1971. Eins og í upphafi þessarar fréttar er getið er vöruskipta- jöfnuðurinn allmiklu óhagstæðar‘ árið 1975, en hann var árið 1974. Sé hins vegar verðlag ársins 1974 fært upp um 56,5% eða svarandi til þess, sem erlent gjaldeyris- gengi er talið hafa hækkað að Framhald á bls. 27 Góð loðnuveiði úti af Vopnafirði: 15 þús. lestir á 2 sólarhringum GÓÐ loðnuveiði hefur verið s.l. tvær nætur 60—70 mílur úti af Vopnafirði. 1 fyrradag fengu 29 skip afla á þessu svæði alls 10.140 lestir og frá þvf um miðnætti í fyrrinótt þar til kl. 15 f gær höfðu 17 skip tilkynnt um afla alls 5280 lestir Er þvf afli tveggja daga 15.320 iestir. Flest hafa skipin farið til Seyðisfjarðar, en þar eru nú allar þrær orðnar fullar og þróarrými losnar þar ekki fyrr en eftir þrjá sólarhringa. Þá eru þrær á Eskifirði og Reyðarfirði að fyllast. Gert er ráð fyrir að á næstu dögum haldi skipin mest fjarðar. Mestan afla þeirra skipa, sem tilkynnt hafa um afla, fengu Sig- urður RE 950 lestir, Guðmundur RE 750 lestir og Börkur NK 700 lestir. Eftirtalin skip tilkynntu um afla frá því um miðnætti á sunnu- dagskvöld til miðnættis í fyrra- kvöld: Asgeir RE 380 lestir. Hrafn GK 250 lestir, Grindvíkingur GK 600 lestir Guðmundur RE 750 lestir MagnúsNK2701estir. HelgaRE 270 lestir, Náttfari ÞH 270 lestir. Isleifur VE 260 lestir, Vörður Þlí 220 lestir, Reykjaborg RE 35(* l lestir, Börkur NK 700 lestir Helga 2. RE 230 lestir.Pétur Jóns Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.