Morgunblaðið - 28.01.1976, Page 12

Morgunblaðið - 28.01.1976, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 Fisksölusamstarf við Belgíumenn: Flugflutningur Keflavíkur og á fiski milli Ostende Viðskipta- ráðherra svarar fyrirspurnum Oddur Olafsson (S), þingmaður Reyknesinga, flutti á sínum tfma tillögu til þingsályktunar um fisk- sölusamstarf við Belga, en til- tekin fiskmóttökuhöfn þar í landi Ostende væri talin „hliðið“ að fiskmörkuðum í Mið-Evrópu. í framhaldi af þessari þingsálykt- un, sem rakin hefur verið ítarlega hér á þingsíðunni, lagði hann fram svohljóðandi fyrirspurnir til viðskiptamálaráðherra: 0 Hvað líður framkvæmd á þingsályktun, sem samþykkt var á siðasta Alþingi, um fisksölusam- starf við belgíumenn? 0 Eru söluerfiðleikar á þeim fisktegundum, sem seljanlegar munu í Mið-Evrópu, er bókun 6 kemur til framkvæmda? 0 Telur ráðuneytið ástæðu til þess að hraða athugun þeirri, er þingsályktunin gerir ráð fyrir nú þegar hillir undir hagstæðari viðskiptakjör við Mið-Evrópu? Olafur Jóhannesson viðskipta- ráðherra svaraði fyrirspurnunum á þessa leið: Svör við áðurgreindum spurn- ingum eru svohljóðandi: Svar við 1. lið fyrirspurnar- innar: Viðskiptaráðuneytið efndi til fundar með nokkrum aðilum, sem þetta mál er skylt, til að ræða og kanna viðhorf manna til efnis- atriða þess, en þeir voru fulltrúar frá Landssambandi íslenskra út- vegsmanna, (Félag ísl. botn- vörpuskipaeigenda), Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Sambandi ísl. samvinnufélaga og tveir einstakl- ingar, sem stundað hafa sölu á fiski, sem fluttur hefur verið með flugvélum á erlenda markaði. Ennfremur var þar mættur hátt- virtur flutningsmaður þingsálykt- unartillögunnar, Oddur Olafsson, samkvæmt ósk ráðuneytisins. A fundinum kom fram það álit, að ekki væri ástæða til að leita eftir sérstöku samstarfi við belgíumenn um þau atriði í heild, sem þingsályktunin fjallar um, eins og málum væri nú háttað. Flestir þeirra, sem til fundarins voru boðaðir, virtust þeirrar skoð- unar. Menn voru sammála um, að sjálfsagt væri að vinna áfram að þvf að fá lækkaðan sölu- og lönd- unarkostnað i Belgíu. í þvf sam- Oddur Olafsson Olafur Jóhannesson bandi má geta þess, að nýlega hafa farið fram viðræður að hálfu íslenskra stjórnvalda við belgfu- menn um niðurfellingu og endur- greiðslu markaðsgjalds, sem Is- lendingum hefur verið gert að greiða af lönduðum fsfiski í Belgíu, og rennur til lágmarks- verðssjóðs, sem útgerðarsamtök Efnahagsbandalagslanda eru aðilar að, en íslensk útgerðarfélög njóta ekki góðs af. En varðandi þá þætti tillög- unnar, sem kveða á um, að leitað verði eftir samstarfi við belgíu- menn um myndun fyrirtækis, er Gunnar Thoroddsen. Svava Jakobsdóttir. Vilborg Harðardóttir. Félagsmálaráðherra: Frumvarp til laga um jafnstöðu kynja á næstu grösum AIÞIflGI hafi það verkefni að dreifa og selja ferskan og frystan íslenskan fisk í Mið-Evrópulöndum, og ennfremur um samstarf um möguleika á flugflutningi á fiski milli Keflavíkur og Ostende með dreifingu þaðan um Mið-Evrópu f huga, reynast ekki vera fyrir hendi heppileg skilyrði til að byggja á. Á það var bent, að ekki væri sama sölufyrirkomulag á freðfiski og fsfiski á þessu markaðssvæði. í>á ættu viðskipti með fisk, sem fluttur er á markað með flugvélum, ekki ávallt samleið með verslun á ísfiski úr skipum, sem landa afla f erlend- um höfnum. Æskilegt væri að greiða fyrir flugflutningum á fiski milli Keflavíkur og Ostende, en sá flutningamáti á fiski yfir hafið ætti, af óviðráðanlegum ástæðum, enn langt í land með að verða svo nokkru verulegu næmi. Þær ástæður séu þó ekki tengdar löndunaráðstöðu flutningaflug- véla á meginlandi Evrópu. Þess má geta hér, að sú skoðun kom fram frá einum aðila á fund- inum, að yrði út i samstarf farið við erlend fyrirtæki af svipuðu tagi og rætt er um f þingsályktun- inni, stæði næst að efna til þess við Þjóðverja. Af því sem á undan hefur verið rakið er ekki að svo stöddu talinn grundvöllur fyrir samvinnu um framkvæmd þeirra atriða í heild, sem þingsályktunin tekur tii, að áliti þeirra sem hér koma helst við sögu. Svar við 2. lið fyrirspurnarinnar: Svar við þeirri spurningu er játandi. Sem dæmi um fiskteg- undir, sem líkur eru til að seljanlegri verði f Mið- Evrópulöndum, eftir að bókun 6 um tollafvilnanir kemur til fram- kvæmda, má nefna lagmeti, rækju, ufsa og karfa. Að áliti útflytjenda á freðfiski, má reikna með að söluerfiðleikar á frystum ufsa og karfa séu úr sögunni á þessu ári ef bókun 6 kemur til framkvæmda og Sovét- menn kaupa þær afurðir, svo sem gildandi rammasamningur um viðskipti milli landanna gerir ráð fyrir á árinu 1975. Svar við 3. lið fyrirspurnarinnar: Með hliðsjón af þeim undirtekt- um, sem þingsályktunin fékk á umræddum fundi f viðskiptaráðu- neytinu, hefur ekki verið frekar aðhafst í málinu í bili. Það er nauðsynleg forsenda fyrir árangri í þessum efnum, að takast megi að fá samvinnu um framkvæmdir við áðurgreinda útflutningsaðila. Um slfkt er ekki að ræða, eins og sakir standa og vísast f þvf efni til þess, sem áður er sagt. En undir þá hugsun skal tekið sem vafalaust liggur að baki þess- arar þingsályktunar, að nauðsyn- legt sé að leita allra tiltækra og skynsamlegra ráða til að styrkja stöðu hinna ýmsu útflutnings- greina á erlendum mörkuðum. Að því ber að vinna eftir þvf sem unnt er og hagkvæmt getur talist á hverjum tíma. Og vissulega koma til nýir möguleikar og batnandi aðstaða á mörkuðum Mið-Evrópu, ef og þegar bókun 6 kemur til framkvæmda. Þá verður að nýta eftir því sem frekast eru tök á. Gylfi Þ. Gfslason (A) mælti í gær fyrir þingsályktunartillögu, sem að efni til felur ríkisstjórn- inni að semja frumvarp um jafn- stöðu karla og kvenna, er m.a. taki mið af nýjungum á þessum Fyrirspurn á Alþingi: Síma- og útvarps- þjónusta Eyjólfur Konráð Jóns- son (S), þing- maður Norður- Iandskjördæm- is vestra, lagði í gær fram svo- hljóðandi fyrirspurnir á Alþingi: Eyjólfur K. Jónsson. 0 1. Hvernig verður sfma- þjónustu í strjálbýlinu háttað við áframhaldandi dreifingu sjálfvirka kerfisins? 0 2. Hvenær verður neyðar- þjónustu sfma komið á f Skaga- firði? 0 3. Hvenær má gera ráð fyrir stækkun sjálfvirku stöðvanna á Siglufirði og Sauðárkróki? 0 4. Hvenær má vænta úrbóta hlustunarskilyrða útvarps í Skagafirði? vettvangi í erlendri löggjöf sem og nýlegu lagafrumvarpi í norska þinginu. Gunnar Thoroddsen félags- málaráðherra sagði, að þegar f júlfmánuði sl. (þingsályktunar- tillagan var flutt í desember sl.) hafi hann, f.h. rfkisstjórnarinnar, látið hefja störf að samningu frumvarps til laga um jafnstöðu karla og kvenna. Hefði f þvf efni m.a. verið höfð hliðsjón af ábentu norsku stjðrnarfrumvarpi. Drög að þessu frumvarpi hefðu legið fyrir þegar f desember sl. en þá ekki þótt rétt, sökum þinganna, að leggja það fram fyrr en eftir áramót. Væri þess nú vart langt að bfða að þingmenn fengju það f hendur. Svava Jakobsdóttir (k) fagnaði þeim áhuga, sem fram kæmi í flutningi þingsályktunar og samn- ingu lagafrumvarps um þetta efni. Hins vegar saknaði hún þess, að efnisatriði frumvarpsins lægju ekki fyrir við þessa um- ræðu. Þá ræddi hún nokkuð um jafnlaunaráð, sem sett var á stofn með löggjöf árið 1973, en hefði ekki getað sinnt störfum sem skyldi, sökum ónógra fjárveitinga úr rfkissjóði. Vilborg Harðardóttir (k) taldi norska jafnstöðufrumvarpið ekki gallalaust og spurning væri, hvort ekki væri nær að semja frumvarp til laga um bann við misrétti (kynja) fremur en jafnstöðu. Utanríkisráðherra á Alþingi: Aldrei kjarnavopn á Keflavíkur- flugvelli, hvorki fyrr né síðar Gils Guðmundsson (k) kvaddi sér hljóðs í sameinuðu þingi í gær, utan dagskrár, og bar fram nokkrar fyrirspurnir til utanrfkisráðherra, varðandi skrif tveggja íslenzkra blaða, Þjóðvilj- ans og Dagblaðsins, um hugsanleg kjarnavopn á Keflavfkurflugvelli. Þingmaðurinn gat þess, að heimild þessara blaða væru orð og skrif bandarísks greinahöfundar, Barry nokkurs Sohneider, og vildi fá skýr svör við því, hvort kjarnavopn væru á vellinum, eða f flugvélum, sem þar lentu, í-nálægð íslenzkra farþegavéla; með hvaða hætti islenzk stjórn- völd könnuðu réttmæti fram- kominna staðhæfinga hér um, eða hvað væri fyrirhugað í því efni. Hann ræddi og um nýjar vörugeymslur, sem byggðar væru á þann hátt, sem full- nægði öryggiskröfum, sem gerðar væru til geymslustaða kjarnavopna. Einar Ágústsson utanrfkis- ráðherra sagði m.a.: Kvittur um kjarnavopn á Keflavíkurflug- velli hefur af og til stungið upp kolli á undanförnum árum, nú siðast í Dagblaðinu, byggður á orðum bandarfsks dálka- höfundar, Barry Schneider. Sá hafi gert kort af þeim stöðum, sem hann teldi liklega til að geyma bandarfsk kjarnavopn, og meðal þessara Ifklegu staða væri Island talið. Hafi hann síð- an sýnt nokkrum bandarískum þingmönnum lfkindakort sitt og þeir ekki hreyft við athuga- semdum. Af þeim ástæðum dragi hann sfðan þá ályktun, að „mjög sterk rök hnígi að þvf, að hér væru geymd kjarnavopn." Röksemdafærslan sé ekki sannfærandi, enda sé utanríkis- ráðuneytinu kunnugt um, að hér hafi aldrei verið geymd kjarnavopn, hvorki fyrr né síð- ar. Nær væri að fullyrðendur í Gfls Guðmundsson. Einar Ágústsson. Jónas Árnason. þessu efni sönnuðu mál sitt bet- ur, áður en þeir drægju í efa réttmætar upplýsingar íslenzkra stjórnvalda. Til þess hins vegar að kveða þennan orðróm niður, I eitt skipti fyrir öll, hafi hann ákveðið að láta athuga, hvort Geislavarnir ríkisins og/eða aðrir fslenzkir vísindamenn geti með geisla- mælingum gengið úr skugga um þetta efni. Um heimildarmanninn Barry Schneider sagði ráðherra tvennt: 1) Barry Schneider er ekki á neinn hátt í tengslum við bandarfsk yfirvöld. Hann til- heyrir hópi, sem berst gegn bandarískum vopnabúnaði, sem hann hefur að sjálfsögðu fullt leyfi til, en hinsvegar er naumast ástæða til að taka orð hans trúanleg fremur yfir- lýsingum íslenzkra stjórnvalda í þessu efni. 2) Engin bandarísk þing- skýrsla er til um, hvar Banda- ríkjamenn geyma kjarnavopn. Þær upplýsingar, sem umrædd- ur greinarhöfundur telur sig hafa frá bandarfskum þing- mönnum hljóta því að orka tví- mælis, þó ekki sé meira sagt. Jónas Arnason (k) ræddi nokkrum orðum framangreind- ar fullyrðingar, sem hann vildi ekki gera jafn lítið úr og utan- ríkisráðherra. Taldi hann og ástæðu til að rannsaka starf- semi bandarísku leyniþjónust- unnar hér á landi, „og til að fyrirbyggja útúrsnúninga" einnig þeirrar rússnesku og jafnvel frá öðru stórveldi enn lengra í austri. Aðeins væri þó ein leið til, sem tryggði ótví- rætt, að ekki væru geymd kjarnavopn hér á landi, eða eyddi grunsemdum þar um; það væri að loka „herstöðinni." Gils Guðmundsson (k) þakk- aði ráðherra eftir atvikum skýr svör og tók undir lokaorð Jónasar. Hann benti á þann möguleika, að við leituðum til Norðurlanda, ráðuneyta eða rannsóknarstofnana um sann- reynslu fullyrðinga um kjarna- vopn á K-velli. Einar Agústsson utanrfkis- ráðherra sagðist hafa gegnt þessu embætti í tveimur ríkis- stjórnum, sem sannreynt hafi eftir sömu reglum og aðferðum, að ekki væru geymd slík vopn á vellinum. Er lokun herstöðvar hafi verið á dagskrá, í tíð vinstri stjórnar, og Ieitað hafi verið eftir hliðstæðum sérhæfð- um leiðbeiningum Norður-' landa, hafi þau hvergi viljað nálægt koma, enda talið þetta mál Islands, Bandarfkjanna og Nato.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.