Morgunblaðið - 28.01.1976, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.01.1976, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 13 Kafbátur laum- aðist inn í höfn- ina í Vladivostok Washington, 27. janúar. Reuter. BANDARÍSKAR leyniþjónustustofnanir verja allt að 10.000 milljónum dollara á ári til aðgerða sinna eða þrisvar til fjórum sinnum hærri upphæð en þær hafa viðurkennt fyrir bandarfska Þjóðþinginu að því er fram kemur í skýrslu sem ein nefnd fulltrúadeildarinnar hefur birt. Þar segir frá því að bandarísk- ur kafbátur hafi laumazt inn í höfnina í Vladivostok og leyni- þjónustustarfsmenn hafi hlerað símtöl milli sovézkra heryfirvalda þar og í Moskvu, að bandariskir kafbátar, sem hafi njósnað um sovézka eldflaugapalla innan rússneskrar landhelgi, hafi að minnsta kosti níu sinnum lent í árekstrum við rússnesk skip, að Framhald á bls. 27 EBE telur von- Kúbanskur hermaður sem berst með MPLA-hreyfingunni er nýtur stuönings Sovétríkjanna sést hér á dráttarvél ásamt nokkrum MPLA-hermönnum í Fazenda. Brottflutningur frá Angola enn óráðinn Höfðaborg, 27. janúar. Reuter. PIETER Botha landvarnaráðherra hefur í fyrsta skipti tilkynnt Suður- Afríkumönnum opinberlega að þeir hafi verið þátttakendur í stríðinu í Angola og 2» úr liði þeirra hafi fallið, en hann gat þess ekki f langri yfirlýsingu á þingi hvort suður-afríska herliðið yrði kvatt heim frá Angola. laust að berjast gegn 200 mílum Brtissel 27. janúar NTB STJORNARNEFND Efnahagsbandalagsins segir f skýrslu að ef út- færsla f 200 mflur verði almenn regla muni það hafa f för með sér verulegt efnahagslegt tjón fyrir aðildarlönd bandalagsins en þau skakkaföll muni koma misjafnlega hart niður hjá hinum einstöku rfkjum þess. Skýrslan er í athugun hjá ríkis- stjórnum aðildarlandanna og þær virðast yfirleitt vera sammála niðurstöðum hennar. Hún hefur þó ekki verið rædd í ráðherra- nefnd bandalagsins. Skýrslan var samin að tillögu ráðherranefndarinnar sem vildi fá yfirlit um áhrif 200 miina auð- lindalögsögu. Heimildir í BrUssel herma að sjávarútvegsmál verði eitt af höfuðviðfangsefnum ráð- herranefndarinnar fram á sumar. Framhald á bls. 27 Við því hafði verið búizt að hann lýsti þessu yfir þar sem hann tilkynnti í síðustu viku að Suður-Afríkumenn væru ekki reiðubúnir að berjast einir allra vestrænna þjóða í Suður- Afríku. Leiðtogi stjórnar- andstöðunnar, Sir de Villiers Graaf, hefur skorað á John Vorster forsætisráðherra að gefa þinginu skýrslu til að binda enda á ríkjandi óvissu. Að sögn talsmanns þjóðernis- sinnahreyfinganna FNLA og Unita í Angola berjast liðs- menn þeirra nú að baki víglínu marxistahreyfingarinnar MPLA sem nýtur stuðnings Rússa og Kúbumanna. Hann sagði að þótt MPLA hefði hafið stórsókn á suðurvígstöðvunum tækist hreyfingunni ekki að ná nokkrum bæjum á sitt vald vegna jarðsprengjubelta. 1 Washington sagði portú- galski sósíalistaforinginn Mario Soares að loknum viðræðum við Henry Kissinger utanríkisráð- herra að hann teldi ekki að stjórn Portúgals væri komin á fremsta hlunn með að viður- kenna stjórn MPLA í Angola. Hann kvaðst telja að stjórnin gæti ekki látið af hlutleysi sínu í Angola og sagði að Angola- menn ættu einir að leysa vanda- mál sín. I Havana hefur Kúbu- mönnum einnig verið tilkynnt í fyrsta sinn að kúbanskir hermenn berjist í Angola. Þetta kom fram þegar blaðið Granma birti orðsendingu sendiherra Kúbu hjá SÞ til Kurt Waldheim framkvæmdastjóra þar sem segir að kúbanskir hermenn hafi verið sendir til Angola til að hjálpa MPLA að berjast gegn árás Suður-Afríkumanna. I Washington hafa um 200 blökkumenn sem börðust i Vietnam skráð sig sem sjálf- boðaliða i hreyfingu andstæð- inga MPLA og þeir eru þess albúnir að fara til Angola 15. febrúar í flutningaflugvél sem bandarisk mannréttinda- samtök, CRE, láta í té. Flestir þessir menn börðust í sér- þjálfuðum sveitum og hafa átt erfitt með að samlagast borgaralegu lífi í Bandarikjun- • • Patty var dauð- hrædd allan tímann Washington, 27. jan. NTB. Reuter. RÉTTARHÖLD yfir Patty Hearst hófust I dag, en hún er ákærð fyrir aðild að bankaráni. Réttarhöldin fara fram í San Fransisco. Nú eru um það bil tvö ár síðan Patty Hearst var rænt af Simbionesisku frelsis- samtökunum, en siðar er talið að hún hafi gengið til liðs við samtökin og verið viðriðin ýmsa glæpi og hryðjuverk sem félagar úr samtökunum frömdu. Hún á yfir höfði sér að hljóta 25 ára fangelsisdóm og auk þess sérstakan dóm allt að tiu ár fyrir að bera vopn án lögmæts leyfis. Verjandi Patty Hearst, hinn frægi lögfræðingur F. Lee Baily, mun Ieggja á það áherzlu Framhald á bls. 27 Er hvorki bjart- sýnn né svartsýnn' — segir Austin Laing ÞEGAR Morgunblaðið hafði sam- band við Tom Nielson, Iramkvæmda- stjóra samtaka togarasjómanna i Hull, I gærkvöldi hafði hann enn engar fregnir haft af samninga- viðræðum Geirs Hallgrimssonar og Harolds Wilson i Lundúnum, en átti von á að fá vitneskju um viðræðurn- ar i dag. Þá sneri blaðið sér til Austin Laing. framkvæmdastjóra Samtaka togaraeigenda i Bretlandi. Var á hon- um að heyra. að hann vissi um gang viðræðnanna, en kvaðst ekki geta látið neitt uppi um þá vitneskju að sinni. Hann var að þvi spurður, hvort hann teldi sig hafa ástæðu til bjart- sýni eða svartsýni. Hann sagði: „Ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn." Oldungadeildin greiðir atkvæði um 200 mílur ENDANLEG atkvæðagreiðsla fer fram í öldungadeild bandarfska þingsins í dag, miðvikudag, um útfærslu bandarísku fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur og líklegt er talið að það verði samþykkt. Haraldur Kröyer sendiherra sagði í samtali við Mbl. að breytingatillögur hefðu verið ræddar í gær og atkvæði greidd um þær. Akveðið var að þriggja tíma umræða færi fram um frumvarpið í dag og til atkvæða á að ganga ekki síðar en kl. 12.15. „Andstæðingar frumvarpsins hafa eitthvað aukið fylgi sitt, en menn sem ég hef talað við nýlega álíta að ekki meira en 40 af 100 þingmönnum séu á móti því, “ sagði Haraldur Kröyer. Hann sagði að trúlega yrði góð þátttaka í atkvæðagreiðslunni. „Strax eftir þessa atkvæða- Mikið skrifað um deilu íslendinga og Breta í norsk blöð Auðvelt að egna ís- lendinga til reiði” FráGuðmundi Stefánssyni, Asi í Noregi 27.1. NORSKU blöðin hafa að undanförnu léð landhelgis- deilu tslcndinga og Breta tals- vert rúm f dálkum sfnum. Þannig hafa þessi mál vcrið rædd f leiðurum nokkurra blað- anna og f fréttum hefur verið greint frá framvindu mála á miðunum við Island og f dag frá fundum forsætisráðhcrra tslands og Bretlands. Aftenposten, stærsta blað Noregs, fjallaði um landhelgis- málið fyrir síðustu helgi og var þar m.a. sagt að það hlé sem nú hefði verið gert á þriðja þorska- stríðinu gæti orðið að raunveru- legum friði ef báðir aðilar legðu sig virkilega fram við að ná samkomulagi. Það ætti að vera hægt þvi ekki muni svo miklu á þvi sem Bretar krefjist að fá að veiða og því sem Is- lendingar séu fúsir til að «amþykkja nú þegar. Siðan seg- ir í leiðara Aftenposten: „Is- lendingar þurfa að sýna sam- komulagsvilja og mega ekki gleyma því að margir brezkir sjómenn verða atvinnulausir verði þeir útilokaðir frá hefð- bundnum fiskimiðum sínum. Framhald á bls. 27 greiðslu mun forsætisráðherra Israels, Yitzhak Rabin, ávarpa báðar þingdeildir. Hann er hér i opinberri heimsókn þannig að búast má við að flestallir þing- menn verði viðstaddir. Ég held að það sé nokkuð öruggt að frum- varpið fái nokkuð góðan meiri- hluta,“ sagði hann. Fulltrúadeildin hefur þegar samþykkt svipað frumvarp, en þau eru ekki alveg samhljóða, og sérstök samræmingarnefnd skip- uð fulltrúum úr báðum þingdeild um fær það hlutverk að bræða saman textana eins og hún hefur umboð til þegar efnislegur munur i frumvörpum er ekki mikill. Endanlegur texti fer siðan til Fords forseta. Haraldur Kröyer sagði að þetta gæti annað hvort tekið nokkra daga eða nokkrar vikur. Hann sagði að erfitt væri að spá um hvort frumvarpið fengi tvo þriðju atkvæða, sem væri ekki nauðsyn- legur meirihluti, en á hinn bóginn vísbending til forsetans um að það sé vafasamt fyrir hann að beita neitunarvaldi. Forsetinn sagði i svari við fyrir- spurn frá Mbl. í siðustu viku að hann teldi ekki líklegt að hann mundi beita neitunarvaldi. „Það er trúlegt að sú breytingartillaga, sem var samþykkt um að útfærsl- an taki ekki gildi fyrr en i árslok 1976, muni kannski hafa haft ein- Framhald á bls. 27 Verð- stöðvun í Finn- landi Hrlsinf>fors. 27. janúar NTB. FINNSKA stjórnin og aðilar vinnumarkaðarins hafa komizt að samkomulagi um að eftir væntanlegum launasamning- um f vor fylgi fimm mánaða verðstöðvun. Jafnframt verður verðlagseftirlit hert þegar verðstöðvun lýkur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.