Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 15 Þórður Einarsson, deildarstjóri upplýsinga- og menntamáladeildar utanrfkisráðu- neytisins. Starfið orðið eitt kapphlaup við tímann — segir Þórður Einarsson, deildarstjóri upplýsinga- og menningarmáladeildar utanríkisráðuneytisins, sem sér um að koma fréttum af miðunum til fjölmiðla erlendis EIN af deildum utanrfkisráðuneytisins er upplýsinga- og menningarmáladeild, sem Þórður Einarsson, blaðafuiltrúi ráðuneytisins, veitir forstöðu. Þessi deild, sem þó hefur aðeins tvo starfs- menn, hefur haft I mörgu að snúast að undanförnu og á hennar herðum hefur sú ábyrgð hvilt að fréttir af ástandinu á miðunum berist fljótt og vel til útlanda. A ýmsu hefur gengið og gagnrýnin verið hávær, en nú siðustu vikur hefur upplýs- ingamiðlunin tekizt svo vel, að Islend- ingar hafa verið á undan Bretum með sjónarmið sin I brezkum fjölmiðlum. Hefur það allt að segja f þvi upplýsinga- stríði, sem háð er, þar sem fyrstu hug- hrif fréttanna hafa mest að segja. Morgunblaðið ræddi nú nýlega við Þórð Einarsson um starfsemi deildar hans og það verk, sem hann þar vinnur. Þórður sagði, að jafnframt þvi að vera deildarstjóri væri hluti starfsins fólginn I þvi að vera blaðafulltrúi ráðuneytisins. Samkvæmt reglugerð á deildin að annast ýmislegt fleira en upplýsingastarfsemi I sambandi við fiskveiðideiluna og atburði á miðunum, en hann kvað ástand eins og rfkt hefði að undanförnu, skapa mjög sérstök skilyrði og hætt væri við að upp- lýsingamiðlun vegna þess tæki mest alla starfskrafta deildarinnar, en þó verður eftir sem áður að sinna öðrum málum. „A árinu, sem leið, bæði áður en þorskastrfðið hófst og eftir,“ sagði Þórður Einarsson, „hefur verið hingað til lands stöðugur straumur fréttamanna og erlendra blaðamanna. Telst mér til að á siðastlinu ári hafi komið hingað um 130 blaðamenn og hafa þeir flestir haft samband við okkur oftar en einu sinni. Höfum við reynt að gera allt sem I okkar valdi hefur staðið til þess að greiða götu þeirra og veita þeim upplýsingar." „Þessi straumur fréttamanna hófst með komu Svfakonungs á síðastliðnu sumri, en þá komu um 20 sænskir blaða- menn. I mafmánuði komu einnig fjöl- margir danskir blaðamenn og frá þvi er reglugerðin um 200 milna fiskveiðilög- söguna var gefin út, 15. júlf, með gildis- töku 15. október hefur sivaxandi fjöldi erlendra fréttamanna komið til landsins. Mesta aukningin varð þó er bráðabirgða- samningurinn við Breta rann út. Flestir hafa þessir fréttamenn haft þá ósk að komast um borð i varðskip, þeir hafa óskað eftir viðtölum við ráðherra, for- sætisráðherra, utanríkisráðherra, sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráð- herra. Fyrst framan af var ógerningur að verða við óskinni um að fara um borð í varðskip og mér er engin launung á þvf,“ sagði Þórður Einarsson, „að eftir að leyfi fékkst til þess að blaðamenn yrðu um borð f varðskipum, hefur það haft mjög jákvæð áhrif. Þó virðist liggja f augum uppi, að það er ýmsum ann- mörkum háð fyrir Landhelgisgæzluna að taka við miklum fjölda fréttamanna, þar sem skipin eru fá og lftil. Jafnframt hefur verið kappkostað að gæta jafn- vægis milli fréttastofnana." „Til þess að ná þessu takmarki — að koma fréttamönnum um borð og upp- fylla aðrar óskir þeirra — hefur upplýs- ingadeild utanrfkisráðuneytisins átt góða samvinnu við Landhelgisgæzluna og dómsmálaráðuneytið. Það hefur hjálpað mikið til þess að svara kröfum blaðamannanna, að frá upphafi hefur gæzluflugvélin SÝR staðið blaðamönn- um opin. 1 mörgum tilfellum hefur það nægt mönnum og þeir verið ánægðir með þá afgreiðslu. Fer það mjög eftir eðli fjölmiðlis hverjar óskir hann hefur fram að færa. Sem dæmi get ég tekið BBC og ITN. Þetta eru fjölmiðlar f mjög harðri samkeppni og vilja þeir þvf ekkert nema þreifa á púlsinum sjálfum og finna slög hans. Báðar þessar frétta- stofur hafa einnig verið um borð f varð- skipum nú að undanförnu." „Það er mjög mikilvægt að haldið sé uppi góðri þjónustu við erlenda frétta- menn,“ sagði Þórður Einarsson. „Við höfum í þvf sambandi gengizt fyrir blaðamannafundum i sambandi við fisk- veiðideiluna. Lögð hefur verið áherzla á hvers konar fyrirgreiðslu, ekki sfzt við erlendu fréttamennina, því að á meðan þetta ástand varir, er það árangursrfkast í upplýsingabaráttunni. Með sæmilegri fyrirgreiðslu við þessa menn getum við einmitt nýtt þá þjónustu, sem þeir hafa upp á að bjóða með tiltölulega litlum tilkostnaði. A það verður að lfta þegar fjárhagurinn er fremur þröngur." Þórður Einarsson sagði að þar fyrir utan væri það hlutverk upplýsinga- og menningarmáladeildar utanrfkisráðu- neytisins að senda almennt kynningar- efni um land og þjóð til 11 sendiráða og fastanefnda hjá alþjóðastofnunum er- lendis. „Þegar eitthvað hefur gerzt á miðunum," sagði Þórður, „hef ég jafn- framt átt að sjá um, að strax og upplýs- ingarnar koma frá Landhelgisgæzlunni, verði þær samstundis sendar sendi- ráðunum og þá fyrst og fremst til sendi- ráðsins f London. Þar liggur mikið við að fslenzka frásögnin komi fyrst á frétta- markaðinn. Allt byggist þó það, sem ég sendi, á frumfréttum Landhelgisgæzl- unnar, sem stjórnstöð hennar berst frá varðskipunum." Þar sem þetta starf hefur nú gengið mun betur en það áður gerði, spurði Mbl. Þórð hvað ylli. Þórður sagði: „Ég læt liggja milli hluta hvernig okkur tókst til áður, en aukin samvinna að undanförnu hefur gert okkur kleyft í sameiningu að koma fréttunum það fljótt á vettvang f London, til sendiráðs- ins og til brezkra fjölmiðla að fslenzka hliðin hefur orðið á undan hinni brezku. Þetta hefur tekizt með þvf að starfsmenn Landhelgisgæzlunnar hafa hringt til mfn strax og þeir hafa fengið fyrstu fréttir og ég hef sent upplýsingarnar beint á telex eða hringt beint. Samstarfið hefur auk- izt og einnig hefur Landhelgisgæzlan haft nú sfðustu vikur sérstakan blaða- fulltrúa sem hefur unnið gott starf og flýtt fyrir gangi mála.“ „Þetta starf er i rauninni alltaf kapphlaup við tfmann. Hitt er svo annað mál að starfið útheimtir það, að upplýs- ingar séu áreiðanlegar. Blaðamaður, sem sendir út ranga frétt, getur alltaf komið á framfæri leiðréttingu, en við höfum t.d. samband við fréttastofur, sem dreifa fréttinni út um allan heim, t.d. eins og AP, Reuter o.fl. — og verði einhverjar villur, getur verið svo til útilokað að leiðrétta þær. Það er þvf lífsnauðsyn að sú frumheimild sem við dreifum, sé bæði rétt og fai staðizt." En hvernig hafa svo fréttamennirnir látið af þeirri þjónustu sem þeir hafa fengið? Þórður segir: „Þeir erlendu fréttamenn, sem fengið hafa að fara í gæzluferð, t.d. með varðskipum, hafa allir rómað mjög viðtökur um borð. Þeír telja þá reynslu, sem þeir hafa orðið fyrir I ferðinni, merkilega og viðburða- ríka. Þeir hafa allir sem einn rómað móttökur skipherra og alla gestrisni um borð.“ Það er Ijóst að starf upplýsingadeildar utanríkisráðuneytisins er mjög mikil- vægur þáttur í sköpun almenningsálits- ins í þeirri deilu, sem Islendingar eiga i vegna fiskveiðilögsögunnar. Sendiráðin erlendis og fjölmiðlar verða að fá traustar og áreiðanlegar upplýsingar um viðburði — en eins og Þórður segir, þá er alltaf dálftil hætta fólgin i þeim mikla flýti, sem þarf að vera á upplýsinga- miðluninni — en hverjir eru aðrir þættir f starfsemi upplýsinga- og menningar- máladeildar utanríkisráðuneytisins. Þórður svarar: „Deildin þarf lfka að sinna menningar- samskiptum við önnur lönd. Stöðugt ber- ast bréf, sem svara þarf, og óskir um almennar upplýsingar um tsland. Þá berast orðsendingar frá erlendum rfkis- stjórnum um námsstyrki, sem við send- um áfram til menntamálaráðuneytisins og þeir svara sfðan til baka um okkur. Það er ávallt allmikill fjöldi landa sem býður slíka námsstyrki. Á sviði menn- ingarmála berst ótrúlega mikill fjöldi fyrirspurna, sem annast þarf og deildin annast algjörlega mál er varða Evrópu- ráðið og ég sem deildarstjóri er ritari þingmannanefndar, sem sækir fundi ráðgjafarþings Evrópuráðsins. Þetta ráð- gjafarþing er hluti Evrópuráðsins, en hefur ekki löggjafarvald, aðeins ráðgef- andi vald. Þetta þing sitja aðeins þing- menn og frá tslandi eru þrir alþingis- menn í nefndinni. Á vegum Evrópuráðs- ins eru skipulagðir alls konar fundir um heilbrigðismál, dómsmál, löggjafarmál, menningarmál og félagsmál og berast erindi til okkar, sem við svo sendum til viðkomandi ráðuneytis og svörum aftur fyrir þess hönd. Erum við í upplýsinga- deildinni þvf eins konar millistöð sam- skipta við Evrópuráðið. Einnig dreifum við reglulega almenn- um upplýsingum um tsland. Við kaupum t.d. verulegt upplag af ritinu Iceland Review og dreifum til sendiráða, sem aftur dreifa um ræðismannsskrifstofur. Sömuleiðis er dreift fréttaritinu News from Iceland, svo og margs konar bækl- ingum. Þrátt fyrir viðamikið starf hef ég aðeins eina stúlku mér til aðstoðar. Ráðuneytið er fámennt, en þó fáum við aðstoð, þegar allir eru að drukkna f verkefnum. A móti veitum við aðstoð, þegar okkur er auðið. Við hjálpum hver öðrum og hlaupum f hvað sem er,“ sagði Þórður Einarsson. Við spurðum hann svo að lokum, hvernig hann kynni við starfið, sem er svo erilsamt. Þórður sagði: „Mér finnst þetta starf ákaflega áhugavert og hef ánægju af að vinna með mönnum, sem vinna við fjöl- miðla. Ekki skortir á fjölbreytnina f starfinu og það er mjög lifandi. Þar sem ráðuneytið er fámennt og menn þurfa að hlaupa f hitt og þetta, eykst fjölbreytni starfsins, þótt það kannski ergi mann á stundum. Starfið getur verið ónæðissamt, en við þvf er ekkert að segja. Ég hefi ekkert nema gott eitt að segja um viðskipti mín við þá aðila, sem ég þarf að vera f sambandi við, og á ég þar ekki sizt við fréttamennina," sagði Þórður Einarsson að lokum. — mf. • 'M , ■*»- r Survival of °n the fittest Fears of more # _ ono* --u— ugiy incl‘Andromeda rjafM8 8S-SS^a?fgSg5á!fe! ;\l A« TMÍ todaÍ^ea' ‘A ^ ^ >wrri» - ■<* . COLLISION AFTER COD WAR BATTLE THE ROYAL NAVY fr • - the Icelandic patrol b yesterday with minor minute battle of tactia trawler fleet east of Ice Eight time8 they each other before th< collided with the bow attempting to force tl ICELANDIC^' BREAK ' ‘NEAR’ captain in n<> doubt training s . 1 on rammina * '“"raodinj .. 5* ;:».er “s grJ • « *TW s* * ro!• <* VJé.t.lxn- - _ 3Sf,&V'u.’níí»''» W-VMSTOCK comnu^- =L&—— ric " THX " wB1.C Kh.r'ou"' " . ,B.I uui.'a 1 ,, Bumbw. Uirou«V' . I Tter* T1..R- '-‘rlTr.pi N. Sýnishorn af úrklippum úr brezkum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.