Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 |Wi»r0iiwl>Wííl» Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavtk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson Ritstjórar Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. simi 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80 Áskriftargjald 800,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40,00 kr. eintakið. Engin kjarnorku- vopn á íslandi — bara spámenn! RARIK tekur nýja dísil- samstæðu í notkun á Höfn Nýja dfsilsamstæðan á Höfn f Hornafirði. Ljósm. Elías Jónsson. Ý slenzkir fjölmiðlar hafa Xverið nokkuð uppteknirvið það undanfarið að vitna í get- gátur heldur óábyrgra erlendra einkaaðila þess efnis, að á ís- landi séu geymd kjarnorku- vopn á vegum varnarliðsins- Jafnvel eftir að utanríkisráð- herra landsins upplýsti hér í blaðinu, að slíkar fullyrðingar væru úr lausu lofti gripnar, er enn reynt að gefa þetta í skyn, og er engu líkara en til séu þeir menn hér á landi, sem geta ekki hugsað sér annað en taka frekar mark á útlendingum en t.a.m. utanríkisráðherra. Hér í blaðinu hefur áður verið bent á, hve hlutverk fjöl- miðla er mikilvægt, en þess aftur á móti einnig getið, að því miður séu fréttamenn ekki alltaf jafnvandir að virðingu sinni, og fullyrðingar þeirra eru oft og einatt í öfugu hlutfalli við þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Fer það því miður í vöxt að íslenzkir fjölmiðlar haldi frémur f það, sem rangt er, en hafi það, er sannara reynist. Sýnir þetta m.a., að nauðsynlegt er að fréttamenn krefjist þess af sjálfum ser og samstarfsmönn- um sínum, að þeir leggi meiri rækt við starf sitt og umgangist staðreyndir með öðrum hætti en tíðkazt hefur í sorpblöðum, bæði hér og erlendis. En til þess að svo megi verða er nauðsynlegt, að fréttamenn eigi kost á beztu menntun, sem starfi þeirra hæfir, og þá helzt háskólamenntun, enda er stór hluti viðmælenda þeirra með mikla og staðgóða þekkingu, sem krefst góðrar menntunar, og nauðsynlegt að starfsmenn fjölmiðla séu ekki eftirbátar annarra í þeim efnum. Á þetta er minnzt að marg- gefnu tilefni, enda þótt augljóst sé öllum, sem við blöð vinna, að enginn umgengst sannleik- ann betur vegna menntunar einnar og blaðamennska verð- ur ekki lærð í skolum frekar en önnur huglæg störf ýmiss konar, sem henni eru náskyld. En vel mættu ýmsir íslenzkir blaðamenn, ekki síður en er- lendir, fara á námskeið i því að umgangast sannleikann, til- einka sér þekkingu og leggja alúð við staðreyndir, þótt þær séu ekki alltaf eins góður sölu- varningur, hvorki í pólitískri blaðamennsku né hasarblaða- mennsku af öðru tagi, eins og réttar upplýsingar einar saman. Þessar hugleiðingar eru því miður ekki ástæðulausar m.a. vegna þess moldviðris, sem reynt hefur verið að þyrla hér upp í sambandi við kjarnorku- vopn og fyrr er getið. Einar Ágústsson utanríkisráðherra hefur fullyrt að hér á landi séu engin kjarnorkuvopn og að sjálfsögðu sett heiður sinn að veði þeirri fullyrðingu og ættu þeir fjölmiðlar sem annað hafa fullyrt að geta haft þessa yfir- lýsingu ráðherrans nokkurn veginn rétt eftir. En það er síður en svo að allir íslenzkir fjölmiðlar hafi áhuga á því. Dylgjur og alls kyns vafasamar upplýsingar — eða jafnvel ein- hvers konar óskhyggja — kemur í veg fyrir það. Menn rembast eins og rjúpa við staur við að koma þvi inn hjá sem flestum að kjarnorkuvopn séu hér á landi — með þeim hörmulegu afleiðingum, sem slikt gæti haft í för með sér, ef Rússar t.a.m. tryðu þessu. Það væri þá helzt að við gætum bundið vonir okkar við að njósnanet þeirra hér á landi sé svo þétt, að þeir viti betur og hafi af eigin rammleik komizt að réttri niðurstöðu. Auk þess ættu KGB-mennirnir hér á landi að vera farnir að átta sig á því eins og margir aðrir, að íslenzkir fjölmiðlar eru misjafn- lega áreiðanlegir — og satt bezt að segja eru þeir farnir að þvaðra af slíku ábyrgðarleysi um alvarlegustu mál að leita verður langt aftur í tímann til að finna dæmi þessarar svo- nefndu „frjálsu, óháðu" blaða- mennsku. Nýleg dæmi þess eru t.a.m. fullyrðingar þess efnis, að ríkisstjórnin hafi í raun og veru aldrei ætlað að slíta stjórnmálasambandi við Breta — það hafi einungis verið blekking (!) — og íslendingar hafi leikið hvern afleikinn á fætur öðrum í viðræðunum í Lundúnum, enda þótt um þær liggi enn ekkert fyrir. Þannig tala þeir menn sem helzt vilja láta líta á sig sem einhverja nýja spámenn ! íslenzkri blaðamennsku. Nei, íslenzka þjóðin þarf á annars konar spámönnum að halda. Höfn 25. janúar. I GÆR kl. 17 var tekin í notkun hjá Rafmagnsveitum ríkisins á Höfn ný dísilvélasamstæða sem framleiðir tvær gigawattstund- ir á ári. Vélin er af gerðinni MWM 16 cyl. 2.800 hestöfl. Raf- afl er af gerðinni A.E.G. en stjórnboð frá E.G.A. í Noregi. Þessi nýja samstæða eykur framleiðslu rafmagns með dísil- afli um meira en helming en fyrir voru fjórar minni dísil- samstæður sem framleiddu samtals 1350 kw auk þess sem Smyrlabjargarárvirkjun er 1360 kw. Um aldamót voru á Höfn 11 íbúar, 1930 voru þeir 170, 1950 voru þeir 430, 1967 voru þeir orðnir 960 og 1974 bjuggu 1170 manns á Höfn í Hornafirði. Rafmagnsnotkun hefur verið sem hér segir: 1968 voru fram- leiddar 2.7 millj. kwst. með dís- ilafli eingöngu. Á næsta ári voru framleiddar 2.4 Gwst. með dísilafli, en þá kom Smyrla inn ÞANN 13. janúar s.I. tók Mynd- iðjan Astþór á móti hundrað þúsundasta viðskiptavini sfn- um. Af þessu tilefni var þess- um viðskiptavini færð Exakta Ijósmyndavél að gjöf, en sá heppni heitir Þorsteinn Frið- þjófsson frá Dalvík, nemandi f Tækniskólanum. „Þessar myndir sem ég tók og fór með í framköllun voru af hestinum mfnum og svo f jölskvldumynd- ir.“ sagði Þorsteinn. Myndiðjan Ástþór h.f. hóf starfsemi sína í júlí 1974 og var stofnkostnaður þess um 20 milljónir króna. 1 sumar var siðan opnuð ljósmyndavöru- verzlun í Hafnarstræti 17 og samhliða þessu hefur þróazt vaxandi heildsala. Fjöldi starfs- manna er nú 15 manns. Á þeim 18 mánuðum, sem Myndiðjan hefur starfað, hafa verið framkallaðar 1.652.000 lit- myndir. Til gamans má geta þessa að ef myndirnar væru lagðar hlið við hlið, væri sú vegalengd 180 kílómetrar, eða samsvarandi vegalengdinni milli Reykjavíkur og Vík í Mýr- Félög sjálfstæðismanna 1 Bakka- og Stekkjahverfi og Fella- og Hólahverfi hafa fengið góða húsnæðisaðstöðu fyrir starfsemi sína að Selja- braut 54 í Breiðholti verzlunar- húsi Kjöts og Fisks. Þar mun þriðja félagið, sem væntanlega verður stofnað innan skamms f Breiðholti II, einnig fá inni. Var þetta glæsilega húsnæði tekið f notkun laugardaginn 17. janúar og boðið þangað for- manni flokksins, formönnum annarra sjálfstæðisfélaga 1 borginni, borgarfulltrúum og alþingismönnum, stjórnum beggja Breiðholtsfélaganna og umdæmisformönnum f því hverfi. En um kvöldið var opið hús fyrir alla sjálfstæðismenn f hverfinu og dansað til kl. 2. Formaður húsnefndar, Magnús Jensson, bauð gesti vel- komna og sýndi húsnæðið. Þarna fá félögin þrjú skrif- stofur, og þau saman lítinn sal, en hafa auk þess forgangsrétt að stórum sal, þar sem rúm er fyrir 150 manns við borð. í myndina seint á árinu og skil- aði 700 þús. kwst. A árinu 1970 framleiddi Smyrla 3.8 GWst. en dísilvélarnar 100 þús. kwst. 1971 voru framleiddar 4.5 GWst dal. Ef einhver ætlaði að skoða þessar myndir í reglulegum vinnutíma tæki það tvö ár. Þá hefur fyrirtækið boðið nýja þjónustu. Er það svokall- aður „filmupoki" sem hægt er að kaupa í allflestum verzlun- Einar Bergmann kaupmaður f verzluninni Kjöt og fiskur hefur innréttað þetta húsnæði og veitt félögunum þar að- stöðu og var honum í ræðum þakkað mjög fyrir. I húsnefnd af hálfu sjálfstæðisfélaganna eru Magnús Jensson, Jón í virkjuninni en dísilstöðvarnar framleiddu o.5 GWst. Á síðasta ári framleiddi virkjunin 10 GWst, en dísilvélarnar 2.5 GWst. Elfas. um. Er filman sett í pokann og síðan getur hlutaðeigandi sett pokann ófrímerktan í póst. Síð- an er filman framkölluð hjá fyrirtækinu og að þvi loknu eru myndirnar sendar í pósti heim ásamt nýrri filmu. Grétar Guðmundsson, Ösk- ar Friðriksson, Edgar Guð- mundsson, Gunnar Bergmann og Grétar Hannesson. Heldur nefndin áfram að starfa og.mun skipuleggja starfið í húsinu. Er m.a. verið að undirbúa árshátíð Framhald á bls. 27 Tekur tvö ár að skoða mynd- imar í venjulegtmi vinnutíma Þorsteinn Friðþjófsson tekur við verðlaunaskjali úr hendi Hjartar Blöndalsrverzlunarstjóra Myndiðjunnar. Sjálfstæðisfélögin 1 Breið- holti f á glæsilegt húsnæði Frá opnun félagsheimilis sjálfstæðismanna 1 Breiðhoiti. Geir Hall- grfmsson, formaður flokksins, var meðal gesta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.