Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 Minning: Sveinn Halldórsson fyrrv. skólastjóri Fæddur 13. janúar 1891 Dáinn 19. janúar 1976 Gamall kunningi minn og sam- starfsmaður um árabil, Sveinn Halldórsson fyrrverandi skóla- stjóri í Bolungavík og Garðinum, verður til moldar borinn frá Foss- vogskirkju í dag. Sveinn fæddist 13. janúar 1891 að Skeggjastöðum í Garði. Hann lauk kennaraprófi frá Kennara- skóla Íslands 1911. Kennsla varð siðan æfistarf Sveins. Hann kenndi fyrst á Berufjarðarströnd S-Múlasýslu 1911—1912. Frá 1911 —1943 kenndi hann við barnaskólann I Bolungavík, lengst af sem skólastjóri. Skóla- stjóri og kennari við barnaskól- ann i Gerðum Garði frá 1943— 1952. Eftir það starfaði hann sem skrifstofumaður við bæjarskrif- stofur Kópavogs. Sveinn giftist 1914 Guðrúnu Pálmadóttur ættaðri úr Bolunga- vík. Hún er látin fyrir nokkrum árum. Þeim varð fimm barna auð- ið. Einn sonur Baldur dó í bernsku. Hin sem á lífi eru, eru þessi: Haukur, Pálmi, Hulda og Kristin. Þetta er aðeins þurr upptaln- ing, stutt skýrsla um æfi þessa látna manns. Hún segir vitanlega fátt um gerð mannsins og ein- kenni eða neitt það, sem geymist i minningunni, það er þó það eina sem eftir er, er leiðír skilja. Ég þekkti Svein all-náið. Kynni okk- ar eru orðin löng, eða rúm fjöru- tíu ár. Hann var skólastjóri minn um tíu ára timabil og höfðum við þá náin samskifti sem að likum lætur. Eftir þvi sem árin færast yfir leita minningarnar fastar á. Sér- stæð atvik, menn og málefni verða manni hugstæðari. Þetta er eins og vörðubrot við veginn, eftir þeim rekur maður slóð minning- anna. Eg man enn, þótt nú séu meir en fjörutiu ár liðin frá fyrstu sam- fundum okkar Sveins. Mér eru þeir í eins föstu minni og þeir hefðu skeð í gær. Ég var nýkominn til Bolunga- víkur. Öllum ókunnur. Kominn í nýtt umhverfi. Landslag, atvinnu- hættir og þó sérstaklega viðhorf fólks voru með nokkuð öðrum hætti, en ég hafði vanist, sveita- drengurinn. Eg var að ganga mín fyrstu spor sem kennari. Ég var að hefja lífs- starfið. Eg man enn glöggt það sem gerðist í litlu stofunni hans Ágústs Elíassonar kaupmanns þetta fyrsta kvöld mitt í Bolunga- vfk. Sr. Páll Sigurðsson, formaður skólanefndar, mætti fyrstur til áð sjá þennan nýja liðsmann menntamála í þorpinu. Myndar- legur og virðulegur maður, með heimsborgaralegt fas. Svo birtist sjálfur skólastjór- inn. Mér varð strax starsýnt á manninn. Fannst hann sérkenni- legur. Hvass á brún. Svipurinn meitlaður, stálgrá augu nokkuð hörkulegur, en þó fannst mér eins og glettnisblikum bregða fyrir i svipnum öðru hvoru. Mér varð það strax ljóst að maðurinn var með afbrigðum orðglaður og sér- staklega orðheppinn. Meitlaður, hnitmiðaðar setningar flugu frá honum eins og skæðadrífa, ívafið hárbeitt fyndni. Það var kannski ekki neitt und- arlegt þótt ég veitti manninum nokkra athygli, með honum átti ég að starfa og það gat haft mikla þýðingu fyrir mig hvernig þau samskifti tækjust. Og svo byrjaði starfið. Mér varð strax Ijóst að Sveinn var miklu meira en meðal kennari. Dugnað- ur, kraftur og áhugi var með af- brigðum. En sérkennilegur fannst mér hann bæði í kennslu og utan. Hann var strangur kenn- ari oggekk ríkt eftir að nemendur gerðu skyldu sína. Eg held þó að öllum nemendum hans hafi verið vel við hann og virt hann mikils. Þeir fundu að undir hrjúfu yfir- borði sló heitt hjarta. Það var venja Sveins að miða kennsluna ekki síður við þá sem miður voru gefnir, hætta ekki við fyrr en reynt var til þrautar hvort allir höfðu skilið það sem tekið var til meðferðar hverju sinni. Kannski var það af þessu sem sú árátta hans stafaði að tvítaka oft það sem hann sagði. Hann var alltaf að kenna, einnig utan kennslustundanna. Hugurinn var svo rígbundinn starfinu. Það var ekki fátítt þótt Sveinn vekti fram á nætur við að útbúa verkefni, sem hann taldi sig þurfa næsta dag. Einn nemandi hans, sem sjálfur er löngu orðinn kennari, sagði mér: „Tímarnir hjá honum Sveini urðu mér ómetanlegir. Eiginlega er hann besti æfingakennarinn minn, og er þetta ekki sagt til að kasta rýrð á neinn.“ Ur því ég nú á kveðjustund er að minnast þessa horfna sam- starfsmanns mins er best að segja það strax og umbúðalaust, að hann er einn sérkennilegasti og sérstæðasti einstaklingur, sem ég hef kynnzt á lífsleiðinni. Ber margt til, jafnvel útlitj hreyfingar en þó um fram allt skaphöfn. Allt þetta var svo undarlega einkenni- lega samanslungið að úr varð fá- gætur persónuleiki. Engum datt í hug að frýja honum vits. Það er ekki ofmælt að hann var enginn meðalmaður. Ekki skal því leynt að hann var + Eiginmaður mmn, sonur og bróðir. + Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför STEFÁN INGIMUNDARSON, eiginmanns míns kaupmaður, ÓLAFS ÞÓRARINS MAGNÚSSONAR Vogagerði 8. Vogum, Melgerði 16, Reykjavfk andaðist aðfararnótt 26 janúar i Borgarspítalanum Sérstakar þakkir til góðra vina og vandamanna fyrir ómetanlega hjálp Guðrlður Sveinsdóttir, Abigael Halldórsdóttir, Guðrún Ingimundardóttir. og fyrirgreiðslu I veikindum hans Guðbjörg Hannesdóttir. + ÁGÚSTJÓHANNSSON. + Systir mln. Hrafnistu, MARGRÉT JÓHANNESDÓTTIR, áður til heimilis að Grettisgötu 46. lézt I Borgarspitalanum 25 janúar Fffuhvammsvegi 25. Kópavogi, Vandamenn. lézt á Landspitalanum 25 þ m Guðjónlna Jóhannesdóttir. + + Útför HERMANNSJÓNASSONAR Móðurbróðir okkar fyrrverandi forsætisráðherra EIRÍKUR ÞORBERGUR SIGURÐSSON. verður gerð frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 29 þ m kl. 1 3 30 fyrrverandi bifreiðarstjóri andaðist á Sólvangi I Hafnarfirði 26 janúar Guðrún Sigmundsdóttir, Sigurður Sigmundsson. Vigdfs Steingrfmsdóttir Steingrfmur Hermannsson Pálfna Hermannsdóttir. f Faðir okkar og fósturfaðir EGILL ÓLAFSSON andaðist að Hrafnistu 26 janúar Fyrir hönd systkina Ólafur Á. Egilsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar SIGURÐAR MAGNÚSSONAR frá Stardal GuSveig Sigurðardóttir Sigrlður Sigurðardóttir Anna Sigurðardóttir. + Útför + EYJÓLFS KOLBEINSSONAR Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginmanns Reynimel 43 míns, föður, tengdaföður, afa og bróður. fer fram frá Dómkirkju Krists-konungs, Landakoti fimmtudaginn 29 MARTINS TÓMASSONAR janúar 1976 kl. 10.30 árdegis Blóm er vinsamlegast afþökkuð, en forstjóra frá Vestmannaeyjum þeim sem vildu minnast hins látna, er bent á Dómkirkju Krists-konungs Landakoti Bertha Gfsladóttir Hulda Snæbjörnsdóttir Eyjólfur Martinsson Sigrlður Jakobsdóttir Rósa Martinsdóttir Ársæll Lárusson Ragnheiður Jóhanna Eyjólfsdóttir Emilfa Martinsdóttir Sigurður Skarphéðinsson Ágúst Kolbeinn Eyjóffsson barnabörn og systkini. ekki gallalaus, en hinu ekki gleymt að kostir voru yfirgnæf- andi. Menn með slíka skapgerð verða stundum minnstir í með- læti, en mestir i mótlæti. Svo var um Svein. Kraftur hans, orðfimi, gneistandi áhugi og einbeitni gerði manninn svo sérstæðan. Nánasti samstarfsmaður hans sagði eitt sinn um hann að hann vildi helzt framkvæma verkið áð- ur en hann hugsaði. Slíkur var áhugi hans. Þetta var þó mjög ranglega mælt. Vart gat vandvirk- ari mann um allt sem hann lét frá sér fara. Sá eðliskostur Sveins, sem mér er þó lang minnisstæðastur er fyndni hans og skopskyn. Skop- bragur sem hann orti vestur i Bolungavík fyrir fimmtfu árum lifir enn á vörum eldra fólks. Það var meðal annars vegna þessa sér- stæða hæfileika hans að hann gat aldrei orðið leiðinlégur kennari. Ég minnist margra stunda með Sveini, er við ræddum um hin margvislegustu málefni — örlög mannkynsins og hver framvindan yrði. Við ræddum oft um heims- vandamálin. Þetta var líka á tím- um ægilegasta hildarleiks, sem háður hefur verið í mannheimi. Á dögum seinni heimsstyrjaldarinn- ar. Gaman þótti okkur er við hitt- umst siðar að bera saman hvernig ágizkanir okkar komu heim við veruleikann. Þegar ég nú að leið- arlokum hugsa til þessa horfna kunningia kemur mér i hug vísan hans Hjartar Kristmundssonar, sem mér þykir svo falleg og sönn: Árin tifa, öldin rennur, ellin rifar seglin, hljóð. Fennir yfir orðasennur eftir lifir minning góð. Sveinn fór ekki varhluta af erf- iðleikum I Iffinu, frekar en svo margir er svo háum aldri ná. Strax í æsku mættu honum erfið- leikar. Hann missti foreldra sína í frumbernsku og var alinn upp hjá vandalausum. Hann sagði mér stundum brot úr sögu æskuár- anna. Og einu sinni sagði hann að einni frásögninni lokinni: „Já, það er nú kannski ekki að undra þótt einhverjir hraunkallar séu að skapgerðinni.1' Sveinn átti oft í miklum erfiðleikum. En aldrei sýndi hann betur en i slíkum hret- viðrum, hvílík hetja hann var. Það á vel við hann sem skáldið segir: „Brotnar aldrei, bognar i bylnum stóra seinast. Siðustu árin, eftir að Sveinn missti konu sina veitti Soffia Jó- hannesdóttir heimili hans for- stöðu. Hann lét oft i Ijós við mig mikla ánægju yfir að hafa fengið slika ágætismanneskju til að sjá um heimilið. „Ég fæ aldrei full- þakkað henni Soffíu,“ sagði hann eitt sinn við mig. Og víst er það að Soffía á mikla þökk skilið fyrir frábæra umönnun um þennan lífsþreytt^ gamla mann. Nú er striðinu lokið. Langferða- maðurinn hefur lokið göngu sinni. Ég óska honum fararheiila yfir i ókunna landið og þakka honum samfylgdina. Börnum hans og öðrum ná- komnum votta ég samúð mina. Ágúst Vigfússon. Afmælis- °g minning- argreinar ATHYGLI skal vakin á þvl, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verð- ur grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast I sfð- asta lagi fyrir hádegi á mánu- dag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.