Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 Matti vitgranni „Þú færð ekki að fara yfir fyrr en þú hefir goldið toll,“ sagði Matti. „Ég á ekkert að borga með,“ sagði prangarinn. „Þú hefir þó líklega vörur?“ sagði Matti. Þá gaf farandsalinn honum nokkrar saumnálar, og fékk að fara yfir. Matti stakk nálunum inn í heyfangið og fór svo heim. Þegar þangað kom, sagði hann við móður sína: „Nú er ég búinn að fá toll og farinn að græða.“ „Hvað fékkstu?“ spurði móðir hans. „Æ, það komu þrir karlar, hver með sína heylest. Og þeir gáfu mér svolitla heytuggu hver, svo ég fékk fangið fullt, og svo fékk ég nokkrar saumnálar hjá farandsala. „Hvað gerðirðu við heyið?“ spurði móðir Matta. „O, ég smakkaði nú á því, en það var bara eins og gras á bragðið, svo ég henti þvi í ána,“ sagði Matti hróðugur. Þú hefðir átt að breiða heyið til þerris á hlöðugólfið," sagði móðir hans. „Það skal ég gera næst,“ sagði Matti. „En hvað varð um saumnálarnar?" „O, ég stakk þeim í heyið.“ „Æ, skelfing ertu heimskur,” sagði kerlingin, „þú áttir að stinga þeim í húfuna þína.“ „ó, vertu nú ekki að þessu mamma mín, það skal ég gera næst,“ sagði Matti. Daginn eftir, þegar Matti var við brúna, kom maður frá myllunni með klyfjaðan hest af mjöli og vildi fá að komast yfir. „Þú kemst ekki yfir, nema þú greiðir toll,“ sagði Matti. „Ég á enga peninga að borga með,“ sagði sá, er með mjölið fór. „Jæja, þá kemstu ekki yfir,“ kvað Matti, „en vörur eru góð borgun.“ Þá lét maðurinn hann hafa eitt pund af mjöli og svo fékk hann að fara sína leið yfir brúna. Ekki var langt um liðið, uns smiður nokkur kom með smíðisgripi sína og vildi fá að fara yfir, en hafði heldur ekki peninga að borga með, svo hann lét Matta hafa nafar einn, og fékk svo að fara yfir. Þegar piltur kom heim til móður sinnar, þá spurði hún strax um tollinn: „Hvað fékkstu í toll í dag?“ sagði hún. „Æ, það var einn, sem lét mig fá eitt pund af mjöli; hann var að koma frá myllunni, en smiður lét mig fá nafar,“ sagði Matti. „Og hvað gerðirðu við nafarinn?" spurði móðir hans. „Æ, ég boraði honum gegnum húfuna mína, eins og þú baðst mig um, mamma," sagði Matti. „Já, en það átti ég aldrei við,“ sagði konan, „honum áttirðu ekki að stinga í húfuna þína, heldur gastu geymt hann í erminni þinni.“ „Jæja, jæja mamma, ég skal muna það næst,“ sagði Matti óþolinmóður. „Og hvað gerðirðu svo við rnjölið?" spurði móðir hans. „Ég stráði því út um hlöðugólfið, eins og þú baðst mig um, mamma," sagði Matti hróðugur. „Aldrei hef ég heyrt annað eins,“ kveinaði móðir hans. „Þú áttir að fá þér fötu og bera það heim í henni.“ „Æ, vertu nú ekki að þessu, mamma,“ sagði Matti, „þetta skal ég gera næst.“ Daginn eftir var piltur aftur við brúna og átti að taka toll. Þá kom þar einn með hest klyfjaðan af brennivíni og vildi komast yfir. „Þú kemst ekki yfir fyrr en þú hefir borgað toll,“ sagði Matti. „Ég á ekki nokkurn eyri,“ sagði maður- inn með brennivínið. „Jæja, þá kemstu ekki yfir. En kannski þú hafir vörur?“ sagði Matti. Þá lét hinn hann hafa hálfan pott af brennivíni og því hellti Matti upp i ermina á sér. Rétt á eftir kom einn með geitaflokk og vildi fá að komast yfir. „Ekki færð þú að komast yfir, fyrr en þú borgar toll,“ sagði Matti. Ja, þessi var ekki ríkari en hinir, hann átti enga peninga, svo hann gaf Matta lítið geitarkið, og fékk svo að fara yfir með hópinn. En Matti tróð kiðinu ofan í fötu, sem hann hafði meðferðis. vú? MORöJKf RAFr/NU Ég bið yður afsökunar læknir, Það er þér að kenna að ég er hafi ég þreytt yður? ekki lengur einkabarn. Sfðan hann fékk hjá yður þessi gleraugu, er hann hættur að þola að sjá mig. Ég var aðeins að flýta mér hennar vegna — pabbi hennar kemur heim af vaktinni eftir hálftfma. Það átti að taka fyrir mjög sérstætt fjölkvænismál f rétt- inum. Þegar dómarinn kom inn í réttarsalinn voru áheyr- endabekkirnir þéttskipaðir konum. — Þeir áheyrendur, sem þegar eru komnir vita bersýni- lega ekki, hvaða mál á að taka fyrir hér, sagði dómarinn. Þess vegna tel ég það skyldu mfna að biðja allar heiðvirðar konur að ganga út úr réttarsalnum. Ekki ein einasta kvennanna hreyfði sig — þær sátu allar sem fastast. — Réttarþjónn, sagði þá dómarinn, nú hafa allar heið- virðar konur farið út — rekið hinar. X Einn fundarmanna greip fram f fyrir kvenframbjóð- anda á framboðsfundi f Eng- landi: — Ef ég væri maðurinn þinn myndi ég gefa þér inn eitur. Konan svaraði að bragði: — Og ef ég væri konan þfn myndi ég taka það inn. Hún var kosin. X Bónda, sem kom ofan úr sveit, varð það á að stfga ofan á kjólfald frúar f borginni. Frúin brást hin versta við og sagði: — Hefurðu ekki augun f hausnum, nautið þitt. — 1 sveitinni höfum við ekki kýr me.ð svona löngum hala, svaraði bóndi, og þvf varaði ég mig ekki. X — Ég get ekki lifað án þfn, fagra ungfrú. Viltu eiga mig? — Góði maður, það er ekki nema vika sfðan ég hryggbraut Þig- — Hamingjan góða, varst það þú? Meö kveöju frö hvrtum gesti Jóhanna Kristjóns- 32 og hringdi bjöllunni. Virðuleg miðaldra kona kom til dyra og Wexford spurði eftir frú Quadr- ant og tók fram nafnspjaldið sitt. — Frúin er að drekka te, sagði konan og virtist ekki kippa sér upp við myndugleika þann, sem Wexford taldi sig sýna. — Ég skal spyrja hana hvort hún vilji taka á móti yður. — Þér skuluð bara segja að ég vilji fá að tala við hana, sagði hann og bætti við kurteislega eins og allt bauð upp á hér: — Ef þér vilduð gjöra svo vel. Hann gekk inn I forstofuna og allt sem hér var inni vitnaði um auð, óhemju mikinn auð, þótt ekki væri þar með sagt að smekk- vfsi ogsamræmi sæti f fyrirrúmi. Hann heyrði konuna fara inn f stofuna og rödd kalla: — Hver er það Nanny? liann þekkti aftur rödd Fabiu Quadrants og minntist þess að kvöldið áður hafði hún brosað að kaidhæðni frú Missal, þótt haftn sæi litla ástæðu til kæti þá. Douglas og Fabia Quadram sátu við Iftið borð sem á var hvft- ur knipplingadúkur. Þau voru að drekka te og frú Quadrant hafði lagt frá sér bók á næsta stói. Silf- urbollar, silfurkanna. Allt var hér inni svo tignarlegt að við borð lá að Wexford yrði vandræðaleg- ur. Quadrant var að smyrja sér brauðsneið. — Þetta var óvænt ánægja, sagði hann og rels á fætur. Nú virtist allt fum af honum strokið -samanborið við kvöldið áður. Hann lagði bollann frá sér og bauð Wexford sæti I þægilegum hægindastól. — Þér hafið hitt konuna mfna? Hann minnti á kött, hugsaði Wexford. Slungin, óræðan kött sem maiaði á daginn og fór sínar eigin leiðir á nóttunni. Og stofan með allt sílfurtauið, postulfnið og flauelið. Og mitt I þessu öllu sat frú Fabia Quadrant, dökkhærð og klædd í svartan kjól og var að gefa kettinum sfnum rjómalögg að lepja. En þegar Ijósin yrðu kveikt myndi kötturinn læðast út að skemmta sér í rökkrinu ... — Má bjóða yður te, lögrcglu- foringi? Hún leit spyrjandi á hann. — Nei, þökk fvrir, ekki fyrir mig, sagði Wexford og virti hana fyrir sér. Hann var sannfærður um að strax í þernsku hefði hún verið frábrugðin jafnöldrum sfn um. Hún er falleg, hugsaði hann. En hún er ellileg, hún virðist miklu eldri en Helen Missal. Hún á engin börn, en nóg af peningum og ekkert að gera daginn inn og daginn út. Var hún sár vegna ótryggðar eiginmannsins? Eða vissi hún kannski ekkert um það? Wexford íhugaði með sjálfum sér hvort sú afbrýðissemi sem gerði Pete Missal rauðan og þrútinn hefði gert konu Douglas Quadr- ant eldri I útliti en árin sögðu hana vera. — Hvað get ég gert fyrir vður? spurði Quadrant. — Ég hafði nú eiginlega búiít við yður f dag. Mér skilst að ykk- ur miði Iftið ef marka má það sem stendur í blöðunum. Hann virtist hafa djúpa samúð með lögreglunni og bætti við: — Morðinginn er bæði slóttug- ur og sleipur. Það sýnist mér ekki leika vafi á. — Þessu miðar nokkuð, sagði Wexford seinlega. — Annars kom ég eiginlega til að tala við konuna yðar. — Við mig? Fabia Quadrant fitlaði við eyrnalokkana sfna og Wexford horfði á hvernig hálsæð- arnar stríkkuðu þegar hún hall- aði sér fram. — Ó, vegna þess að ég þekkti Margaret í gamla daga. Eða við vorum reyndar aldrei vinkonur. Það hljóta að vera einhverjar sem geta sagt yður meira um hana en £g- Gæti vel verið, sagði Wexford við sjálfan sig. Ef ég vissi bara hvar þær væri að finna. — Ég man ekki til ég sæi hana nokkurn tfma eftir að f jölskylda hennar fluttist frá Flagford. Ekki fyrr en fyrir nokkrum viKum. Við rákumst á hvor aðra f High Street og fengum okkur kaffi saman. Við komumst að þeirri niðurstöðu að við höfðum fátt átt sameigin- legt. Wexford bar saman f huganum húsið f Tabard Road saman við það sem hann var staddur f þessa stundina. Og það var vfst óhætt að segja að heimilin voru eins ólík og dagur og nótt. Og hann sá þennan fund þeirra fyrir sér, frú Quadrant með allt sitt skart og svo Margaret Parsons f hálfkauða- legu fötunum sfnum sem henni virtist þó hafa litizt bærilega á. Og svo rakst hún á gamla skóla- systur? Um hvað höfðu þær getað talað? — Um hvaðtalaði hún? — Ja, bara hvað bærinn hefði breytzt og fólkið sem við þekktum þegar við vorum f skóla og svo- leiðis. Við töluðum dálftið um kennarana. — Hafið þér hitt Anne Ives? — Eigið þér við frænku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.