Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 27 - Ekkert samningsuppkast Framhald af bls. 1 erum ekki svo ríkir að við höfum efni á einkavél fyrir hann — allra sízt eftir að þið hafið veitt allan þorskinn okkar,“ er haft eftir Eiríki Beneidikz. I fréttaskeytum frá Mike Smart í Hull segir að reiði sé þegar tekið að gæta meðal frammámanna í fiskiðnaði þar vegna þess að samkomulag hafi ekki náðst. Menn hafi áhyggjur af því að togararnir á tslandsmiðum taki á sig mikla áhættu með því að reyna að veiða fyrir framan nefið á íslenzku varðskipunum og undir lítilli vernd. Þá sé ekki talið að togararnir geti látið vera að veiða það sem eftir er vikunnar. Frá þvi hefur og verið skýrt að Harold Wilson forsætisráðherra muni gefa yfirlýsingu i Neðri málstofunni á morgun um kl. 15.30 og ef til vill láta uppskátt um hvort hann hafi vonir um að samkomulag náist. — Sahara Framhald af bls. 1 þykktu í Marokkó að Marokkó- menn og Máritaniumenn tækju við stjórn Vestur-Sahara i samein- ingu í lok næsta mánaðar. Gamalreyndum liðsmönnum úr baráttunni gegn Frökkum hefur verið skipað að vera við öllu búnir og Alsírsstjórn hefur aukið stuðn- ing sinn við frelsishreyfinguna Polisario sem berst gegn liðssveit- um Marokkó og Máritaníu i Vest- ur-Sahara. Polisario segir að Marokkó- menn hafi beitt flugher sínum í vaxandi mæli að undanförnu og að breytingar hafi verið gerðar á flugvellinum i E1 Aaiun, höfuð- borg Vestur-Sahara, þannig að herflugvélar geti notað hana. Gefst Aldo Moro upp? Rómaborg, 27. jan. Reuter. ALDO Moro, sem falið var að gera tilraun til að mynda ríkisstjórn á Itaifu, var f kvöld sagður f þann veginn að gefast upp við það verk. Sagði Reuter-fréttastofan, að hann myndi sennilega ganga á fund Italfuforseta á morgun og tjá honum að viðleitni hans hefði engan árangur borið. Kemur þetta nokkuð á óvart að sögn Reuters, þar sem ýmis sólarmerki bentu til þess að Moro myndi tak- ast að mynda minnihlutastjórn kristilegra demókrata. Sterkur kippur við Leirhnúk ENN eru jarðskjálftakippir við Kröflu og f gær voru þar stanz- lausir smákippir að þvf er Egill Hauksson jarðeðlisfræðingur tjáði Morgunblaðinu f gær. Hann sagði að kl. 21.08 í fyrra- kvöld hefði komið kippur sem mældist 4.3 stig á Richter-kvarða. Upptök hans reyndust vera 2 km vestan við virkjunarsvæðið í Kröflu eða rétt sunnan við Leir- hnúk. Enska ' knatt- spyrnan 1 gærkvöldi fóru fram tveir leikir f ensku bikarkeppninni f knattspyrnu og urðu úrslit þeirra þessi: Charlton Athletic — Portsmouth 3—0 Wolves — Ipswich Town 1—0 2. deild: Bolton Wanderes — Luton Town 3—0. Þá er sagt í fréttum Reuters að talið sé nær því öruggt að Wilson hafi gert miklar tilslakanir varð- andi árlegt aflamagn Breta á ts- landsmiðum, ef samningur yrði gerður milli ríkjanna. Þá segir í niðurlagi Reuterfréttar i kvöld að á meðan Geir Hallgrímsson og meðráðherrar hans séu að ræða árangur fundanna voni Bretar að ekki verði klippt á togvira hjá brezkum togurum. önnur ríki innan Atlandshafsbandalagsins séu og áfjáð i að samkomulag ná- ist þar sem það myndi binda enda á ósamkomulag innan bandalags- ins. — Vöruskipta- jöfnuðurinn Framhald af bls. 3. meðaltali 1974 til meðaltals 1975, kemur í ljós að, að útflutningur 1974 hefur verið 51,5 milljarðar króna, en innflutningur 82,3 milljarðar króna. Samkvæmt sam- bærilegu gengi hefur því vöru- skiptajöfnuður árið 1974 verið neikvæður um 30,8 milljarða króna eða 3,1 milljarði óhag- stæðari en á árinu 1975. Hefur því vöruskiptajöfnuðurinn sam- kvæmt þvi verið um 3% hag- stæðari árið 1975 en hann var árið 1974. — Loðna Framhald af bls. 3. son ÞH 390 lestir, Álftafeli SU 250 lestir, Höfrungur 3. AJ 200 lestir, Keflvíkingur KE 240 lestir, Kristbjörg VE 150 Iestir, Svanur RE 170 lestir, Þórður Jónasson EA 320 lestir, örn RE 260 lestir, Huginn VE 300 lestir, Hrafn Sveinbjarnarson GK 200 lestir, Loftur Baldvinsson EA 350 lestir, Bjarnarey VE 90 lestir, Bergur VE 180 lestir Helga Guðmunds- dóttir BA 400 lestir, Sæbjörg VE 230 Iestir, Gísli Arni RE 450 lestir Og Ásberg RE 370 lestir. Frá því um miðnætti í fyrradag til kl. 18 í gær tilkynntu eftirtalin skip um afla: Þorsteinn RE 330 lestir, Húnaröst AR 180 lestir, Bjarni Ölafsson AK 300 lestir, Hákon ÞH 410 lestir, Harpa RE 300 lestir, Jón Finnsson GK 460 lestir, Gunnar Jónsson VE 160 lestir, Sigurbjörg ÓF 210 lestir, Sveinn Sveinbjörnsson NK 70 lestir, Sigurður RE 950 lestir, Súlan EA 530 lestir, Hilmir SU 170 lestir, Faxi GK 100 lestir, Öskar Halldórsson RE 80 lestir, Eldborg GK 400 lestir og Fífill GK 300 lestir. — Akureyri Framhald af bls. 28 vextir af lánum 24, ýmis útgjöld 25. Samtals 864,368 millj. kr. Eignabreytingar 138 milljónir 132 þús. Meðalhækkun frá árinu 1975 er 39.6%. Seinni umræða fjárhags- áætlunarinnar er ákveðin þriðju- daginn 17. febrúar. Sv.P. — Friðrik Framhald af bls. 28 Tal fyrrverandi heimsmeistara. Teflt verður á morgun. Skák Friðriks var eina vinningsskákin í gær en jafntefli gerðu Boehm og Ree, Sosonko og Anderson, Tal og Dvorecki, Smejkal og Ljubojevic. Síðast- nefnda skákin fór í bið, en kapparnir sömdu jafntefli í gær- kvöldi. Skák Kurajica og Browne var frestað. Staðan er þá þannig að ólokinni einni umferð að Ljubojevic er með 7 vinninga, Friðrik 6V4, Tal og Smejkal 6, Kurajica 5!4 vinn- ing og eina skák óteflda, Smejkal 5, Langeweg, Sosonko, Anders- son, og Ree 4'A Browne 4, og eina skák ótefla, Dvorecki 4 og Boehm 3 vinninga. Friðri, Ólafsson hefur hlotið 3'A vinning af fjórum mögulegum í síðustu umferðunum. Hann hefur unnið Browne, Ree og Langeweg og gert jafntefli við Kurajicka. Friðrik er taplaus í mótinu. r — Urskurðaðir í gæzluvarðhald Framhald af bls. 28 hafa lent í átökum við Guðmund sem leiddu til dauða hans og fjórði maðurinn viðurkennt að hafa aðstoðað þá við að flytja Iík- ið. Vildu lögreglumennirnir ekki birta nöfn mannanna á þessu stigi. Morgunblaðið hafði í gær sam- band við Hauk Guðmundsson, rannsóknarlögreglumann í Kefla- vík, sem stjórnaði upphaflegri rannsókn Geirfinnsmálsins. Hann sagðist ekkert vinna við hina nýju rannsókn og kvaðst ekkert vita meira úm málið en hann hefði lesið í Morgunblaðinu um morguninn. Sér væri hins vegar kunnugt, að í sambandi við nýju rannsóknina hefði verið óskað eftir öllum þeim gögnum sem fyrir lágu frá fyrri rannsókn. — Geirfinns- rannsóknin Framhald af bls. 2 með lausu belti og var i ljósum tveedbuxum. Talið var, að hann væri um þrítugt. Strax og leir- myndin hafði verið birt í fjöl- miðlum, fóru upplýsingar að berast lögreglustöðvum víða um land, flestar til lögreglu- stöðva á höfuðborgarsvæðinu. Upphringingarnar urðu hátt á annað hundrað og um 70 nöfn voru nefnd. LÝST EFTIR MÖNNUM Víða var leitað upplýsinga m.a. upp við Sigöldu, þar sem Geirfinnur vann og austur á Héraði, þar sem hann dvaldi nokkur sumur. Miðvikudaginn 4. desember lét lögreglan auglýsa eftir tveimur mönnum vegna hvarfs Geirfinns. Annar þeirra hafði sézt á tali við Geirfinn í veit- ingahúsinu Klúbbnum sunnu- daginn áður en hann hvarf, en hinn hafði komið á smurstöð á Akureyri undir kvöld þann dag, sem myndin af leir- styttunni var birt, þ.e. 26. nóv. Var sá maður á Fiatbíl með G númeri og svaraði lýsing hans til leirmyndarinnar og klæðn- aðurinn var sá sami og manns- ins, sem kom í Hafnarbúðina. Laugardaginn 7. desember var enn auglýst eftir tveimur mönnum vegna málsins. ! fyrsta lagi var um að ræða mann, sem kom í Hafnarbúðina kl. 18.30 daginn, sem Geir- finnur hvarf, og fékk að hringja. Var hann á Ijósum Mercedes Benz sendibíl. 1 öðru lagi var auglýst eftir manni um tvítugt sem hafði farið úr landi daginn eftir að Geirfinnur hvarf, undir fölsku nafni. Kvaðst hann heita Jón Guðmundsson, Ketilsbraut 20, Húsavík, þegar hann keypti far- miða til Kaupmannahafnar hjá Utsýn í Reykjavík. Reyndist nafn og heimilisfang falsað, og aðrar upplýsingar sem hann gaf, reyndust rangar. Enginn þeirra manna sem auglýst var eftir í sambandi við Geirfinnsmálið gáfu sig fram. Hins vegar bárust viðbótar- upplýsingar m.a. um mennina á Mercedes Benz bílnum og Fiat- bílnum. Samkvæmt þeim benti margt til þess að sá sem kom i Hafnarbúðina kl. 18.30 og sá sem kom í þessa sömu búð kl. 22.30 hafi verið einn og sami maðurinn. Hati hann í fyrra skiptið hringt heim til Geir- finns, sem þá var einn heima, og boðað hann á stefnumótið og siðan hringt I Geirfinn eftir að hann var búinn að koma og boðað hann aftur. Kemur þá tvennt til greina, að maðurinn hafi orðið seinn fyrir á stefnu- mótið kl. 22, eða þá að hann hafi viljað kanna hvort Geir- finnur færi nákvæmlega eftir þeim fyrirmælum, sem honum voru gefin og hann var búinn að segja vinnufélaga sínum frá, þ.e. að koma einn og fót- gangandi til stefnumótsins. Þegar hann hafði verið búinn að ganga úr skugga um að Geir- finnur fór i einu og öllu eftir fyrirmælunum, hafi hann boð- að hann að nýju til stefnumóts í Hafnarbúðinni kl. 22.30. Þá gæti einkennileg framkoma mannsins á G bílnum bent til þess, að þar væri sami maður á ferð. Verður rannsókn málsins ekki rakin lengra, en hún varð árangurslaus þrátt fyrir að um væri að ræða umfangsmestu eftirgrennslan eftir nokkrum manni hérlendis. Rannsókninni var siðan hætt sumarið 1975. — EBE Framhald af bls. 13 1 skýrslunni segir að aðildar- löndin verði að ganga út frá þeirri grundvallarforsendu að þau verði að viðurkenna 200 mílna auð- lindalögsögu. Á það er bent að mörg lönd — þar á meðal Island — hafi þegar fært fiskveiðilög- sögu sína út í 200 mílur og haf- réttarráðstefnan muni taka fyrir almenna útfærslu i 200 milur þegar hún komi aftur saman 15. marz. ítrekaður er stuðningur við þá grundvallarreglu í skýrslunni að öll aðildarlöndin eigi að hafa jafn- an aðgang að fiskimiðum hvers annars. I skýrslunni segir að auð- lindalögsaga muni hafa veruleg áhrif á skipulag fiskveiða innan EBE þvi að verði fiskimönnum aðildarlandanna bægt frá öðrum miðum muni það hafa í för með sér aukna veiði á miðum EBE- landanna. Þannig segir í skýrslunni að verði haldið fast við megin- regluna um frjálsa og ótakmark- aða veiði geti það hæglega leitt til þess að fiskurinn hverfi af miðum bandalagsríkjanna. — Patty Framhald af bls. 13 i vörn sinni, að stúlkan hafi verið þvinguð til að taka þátt L ráninu. Bailey sagði i dag að Patty hefði allan timann verið dauðskelfd og ekki dirfst að andmæla leiðtogum samtak- anna, þar eð hún óttaðist að þeir myndu þá drepa hana. Mikill fjöldi blaðamanna úr öllum heimshornum fylgist með réttarhöldunum en álitið er að þau kunni að standa næstu tvo mánuði að minnsta kosti. Stjórn sjálfstæðisfélagsins í Bakka- og Stekkjahverfi skipa: Jón Grétar Guðmundsson, for- maður, Vilhjálmur Ingólfsson, Steindór Ulfarsson, Inga Magnúsdóttir, Grétar Hannes- son, Öskar Friðriksson og Stefán Aðalsteinsson. I stjórn Fella- og Hólahverfis eru: Berta Biering formaður, Björn Bjarnason, Edgar Guð- mundsson, Gunnar Hauksson, Helgi Árnason, Hilda Björk Jónsdóttir og Jónína Hansen. - Aðild íslands Framhald af bls. 16 vegna erlendra sérfræðinga og styrkþega. Jafnframt yrði athug- að um þátttöku í hugsanlegum stofnkostnaði, sem stæði i beinu sambandi við hinn alþjóðlega þátt starfseminnar." FastafuIItrúa Sameinuðu þjóð- anna hefur verið falið að koma erindi þessu á framfæri við Há- skólaS.Þ. . ........... — Auðvelt Framhald af bls. 13 Bretar hafa með því að senda herskip sín inn fyrir 200 mil- urnar egnt Islendinga til reiði, en það sé mjög auðvelt. Bretar ættu að sjá að innan skamms verður 200 mílna auðlindalög- saga viðurkennd á alþjóðavett- vangi. En skynsemisskortur Breta skyggir þó ekki á það að Islendingar sýndu óafsakan- lega óþolinmæði og brutu gild- andi þjóðarrétt er þeir færðu landhelgina einhliða út, en biðu ekki eftir úrskurði Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Þeir Norðmenn sem af hvað mestum ákafa fylgja einhliða útfærslu fiskveiðilögsögunnar ættu að geta dregið lærdóm af framvindu mála á tslands- miðum og séð að það borgar sig ekki að rasa um ráð fram. Við munum mæta minni skilningi á alþjóðavettvangi en tslend- ingar og ekki getum við hótað að segja okkur úr NATO.“ I Dagblaðinu norska er í dag fjallað um deilu Islendinga og Breta i leiðara undir fyrirsögn- inni „Þriðja þorskastríðið". Þar segir rn.a.: „Islendingar og Bretar hafa háð þrjú þorska- stríð og hafa Bretar tapað þeim öllum. Bretar hafa í öll skiptin gripið til hefðbundinna vopna nýlendutímans og sent vopnuð skip sín gegn varðskipunum íslenzku. Þorskastríðið nú mun leysast með samningum, en það er ekki brezku herskipunum að þakka." • • — Oldunga- deildin Framhald af bls. 13 hver áhrif á forsetann í þá átt,“ sagði Haraldur Kröyer sendi- herra. Hann sagði að þær breytingar- tillögur aðrar, sem hefðu verið ræddar, hefðu ekki verið mikil- vægar. „Þetta er ýmislegt sem varðar stjórn fiskveiðanna í hverju einstöku fylki fyrir sig og lögsögu þeirra en ekki aðalatriði málsins — lögsögu Banda- ríkjanna yfir 200 mílunum. “ — Kafbátur Framhald af bls. 13 sovézk skip hafi rúmlega 100 sinnum orðið vör við ferðir bandarískra kafbáta og því getað ráðizt á þá. William Colby, yfirmaður CIA, hefur farið hörðum orðum um þennan „leka“ sem hann segir grafa undan þeirri vernd, sem leyniaðgerðir eigi að njóta, Hvíta húsið segir að með lekanum hafi verið brotið samkomulag leyni- þjónustunefndar fulltrúadeildar- innar og Fords forseta um með- ferð leynilegra upplýsinga þannig að vafasamt sé hvort hægt sé að láta láta þínginu i té slíka vitn- eskju. Einnig kemur fram: 0 að CIA hafi veitt ýmsum ónafngreindum, erlendum leið- togum fjárhagsaðstoð. 0 að CIA hafi borgað fyrir vin- konur ýmissa ónafngreindra þjóð- höfðingja. 0 að CIA hafi framleitt klám- myndir i fjárkúgunarskyni. Á næstu vikum mun Ford for- seti skýra frá tillögum um endur- skipulagningu leyniþjónustunnar og talið er víst að hann reyni að tryggja að þingið þegi framvegis um gögn sem varða þjóðarhags- muni. — Sjálfstæðis- félögin Framhald af bls. 14 beggja félaganna fyrri hluta febrúar og er mikill hugur í félagsmönnum að nýta þessa góðu aðstöðu. Geir Hallgrímsson. forsætis- ráðherra, flutti við þetta tæki- færi ávarp og óskaði Breið- hyltingum til hamingju með þetta húsnæði, kvaðst ekki hafa verið trúaður á að tækist að koma upp svo giæsilegri að- stöðu er það var fyrst fært í tal og lýsti ánægju sinni með fram- takið. Þá talaði Magnús L. Sveinsson borgarfulltrúi. En einn stjórnarmanna, Stefán Aðalsteinsson, kastaði fram stöku: Félög réttum fljótt úr kút, fyrri dugnað sönnum. Hér við skulum unga út ótal góðum mönnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.