Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 150 þúsund- um stolið í Selfossi 150 þúsund krónum var í gær stolió um borð i Selfossi í Reykja- víkurhöfn. Peningarnir voru í eigu eins skipverja. Málið er í rannsókn. Togaralandanir 1 Siglufirði Siglufirði 26. janúar. STÁLVlK kom hingað með 75 tonn af fiski í morgun til lönd- unar. Þá er Dagný væntanleg í fyrramálið með góðan afla. — mj. Stanzlaus loðnu- löndun á EskifirS Eskifirði 27. jan. STANZLAUS loðnulöndun hefur verió hér frá því á hádegi í gær til hádegis í dag. Alls hefur verið landað um 3500 lestum úr 14 bát- um. Byrjað verður aftur að landa núna seinnipartinn en þá fara bátar að koma inn aftur. Línubátar voru með sæmilegan afla í gær og eru allir á sjó í dag. Þá landaði Hólmatindur 60—70 lestum í gær. — Ævar. Loðna til Fá- skrúðsfjarðar Fáskrúðsfirði, 27. janúar. FYRSTA loðnan kom til Fáskrúðsfjarðar I gær. Kristbjörg VE og Helga Guðmundsdóttir BA komu með rúmar 500 lestir sam- tals. Að minnsta kosti einn bátur er væntanlegur I kvöld með rúmar 400 lestir. Skuttogarinn Ljósafeil landaði hér um 90 lestum í gær og hefur hann aflað núna í tveimur veiði- ferðum um 270 lestum. Megnið af aflanum var þorskur. Asahláka er hér á Fáskrúðsfirði í dag. Kemur það sér mjög vel fyrir vegagerðina, en Fáskrúðs- fjörður hefur verið í hálfgerðu svelti með samgöngur að undan- förnu, því aðeins er ýtt hér á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar tvisvar í viku. — Albert. Fyrsta loðnan til Reyðarfjarðar Reyðarfirði 26. janúar FYRSTU loðnuskipin eru komin til Reyðarjfarðar en þau eru: Helga 2. frá Reykjavík með 200 lestir og Börkur frá Neskaupstað með 700 lestir. Tvö önnur skip, Svanur RE með 140 lestir og Helga Guðmundsdóttir BA með 400 lestir, eru á leið hingað. Samtals koma þessi skip með 1470 lestir. — Greta. Karlakórinn Svanir 60 ára KARLAKÖRINN Svanir heldur um þessar mundir upp á 60 ára starfsafmæli sitt. Heldur kórinn í því tilefni afmælissamsöng í sal Menntaskólans við Hamrahlíð n.k. sunnudag. Karlakórinn Svanir var stofn- aður á Akranesi árið 1915 að til- hlutan nokkurra söngáhuga- manna þar. Hefur kórinn verið starfræktur síðan nema eitt ár sem starfsemi lá niðri. Á afmælistónleikunum eru ein- söngvarar með kórnum Ágúst -Guðmundsson og Kristinn Halls- son óperusöngvari. Undirleikari er frú Fríða Lárusdóttir. Stjórnandi kórsins er Haukur Guðlaugsson. 10 ær bornar í Volaseli í Lóni^ 67,1% samdráttur í bílainnflutningi MJÖG mikill samdráttur gefur út og unnið er upp úr hefur orðið í bifreiðainn- flutningi til landsins miili áranna 1974 til 1975. Á árinu 1975 voru alls fluttir inn 3.494 bflar, en á árinu 1974 voru fluttir inn 10.633 bílar. Bílainnflutningur- inn á árinu 1975 var þann- ig aðeins 32,9% af innflutningi bíla árið áður. Samdrátturinn nemur því 67,1% í bflainnflutningi til landsins. Þessar upplýsingar komu frá fréttabréfi, sem Hagstofa Islands skýrslum um bifreiðar, sem toll- afgreiddar eru i janúar til desem- ber að báðum mánuðum meðtöld- um. Auk tollafgreiddra bíla er einnig tekið tillit til bíla, sem sala varnarliðseigna afhendir til skráningar. Sú tegund bíla, sem mest var flutt inn af, var Ford Cortina, 226 bifreiðar, næst kemur Mazda 929 meó 144 bifreiðar, þriðja sölu- hæsta tegundin er Land-Rover Diesel með 117 bifreiðar, þá Ford Escort með 109 bifreiðar og Austin Mini með 102 bifreiðar. Aðrar tegundir náði ekki tölunni 100 á tollaskýrslum. þrátt fyrir að 2-3 mánuðir séu í sauðburð Lítið sem ekkert veitt á miðunum SU NVLUNDA hefur gerst, að hjá bóndanum 1 Volaseli 1 Lóni, Benedikt Egilssyni, hafa 10 ær þegar borið 14 lömbum, og eru samt 2—3 mánuðir 1 sauðburð. Sagði Benedikt í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann byggist jafnvel við þvf að fleiri kindur myndu bera á næstu dögum. Sagðist Benedikt enga skýringu kunna á þessu fyrir- bæri, en öll eru lömbin, hin fallegustu og eðlileg að stærð og sköpulagi. „Ef allt væri eðlilegt ættu ærnar ekki að byrja að bera fyrr en í apríl," sagði Benedikt í samtalinu við Morgunblaðið, en hann hefur um 300 ær á fóðrum í vetur. Kvaðst hann Viðskiptaráðuneytið gaf í dag út reglugerð, sem fel- ur í sér þá breytingu, að innflutningur á kexi og brauðvörum verði fram- vegis háður innflutnings- og gjaldeyrisleyfum, en undanfarið hefur innflutn- ingur þessara vara verið frjáls, og á s.l. ári fluttu íslendingar þessar vörur ætla að hafa samband við búnaðarráðunaut vegna þessa máls og Ieita hjá þeim skýringa og ráða, en það er vitanlega óheppilegt þegar mikil brögð eru á því að ær beri svo snemma. Sagði Benedikt að hann vissi ekki til þess að um- ræddar ær hefðu beitt óvenju- lega snemma, en ær ganga að jafnaði með lömb í 140 daga. Tilfelli svipuó þessu hafa áður, komið upp en þess munu ekki dæmi að svo margar ær hafi borið í janúar á sama bæ og nú. Fyrir nokkrum árum kom slíkt óeðli upp í ám á bæ einum í Borgarfirði og var þá gripið til þess ráðs að skera stofninn og skipta um stofn. inn fyrir um 300 milljónir króna, að því er Björgvin Guðmundsson, skrifstofu- stjóri í viðskiptaráðuneyt- inu, tjáði Morgunblaðinu f I gærkvöldi. I reglugerðinni segir, að innflutningskvótar fyrir þessar vörutegundir verði ákveðnir síðar. Björgvin Guðmundsson TÆPLEGA 40 togarar voru 1 gær á svæðinu við Rifsbanka, sem er norðnorðvestur af Langanesi, og héldu tvö varðskip, Týr og Óðinn, togurunum frá veiðum allan dag- inn og 1 gærkveldi var enn óbreytt ástand þótt Óðinn þyrfti að skreppa til Húsavfkur og sækja vatn. Nokkru utan við hóp- inn voru 4 til 5 togarar og var ekki vitað um hvað þeir aðhöfðust og var jafnvel talið að þeir væru að veiðum. Togararnir fengu fyrirmæli í fyrrakvöld um að halda sig saman sagði, að til kextegund- anna, teldist ennfremur súkkulaðikex, en það væri í sömu tollnúmerum og aðrar kextegundir. Aðspurður sagði Björgvin, að hann vissi ekki til að fleiri aðgerða væri að vænta á næstunni varðandi frilistavörur. í hóp og samkvæmt upplýsingum Péturs Sigurðssonar var auðvelt fyrir varðskipin að hafa stjórn á hlutunum á miðunum. Fengu togararnir fyrirmæli um að hífa, ef þeir settu veiðarfæri í sjó og hlýddu þeir. Varðskipin biðu átekta og hið sama gerðu togararnir. Ekki reyndist unnt að senda varðskip til þess að aðgæta um hegðan togaranna, sem voru utan við hópinn, þar sem talið var að þeir myndu hefja veiðar, hyrfi eitt varðskip frá hópnum. Landhelgisgæzluflugvélin SÝR fór ekki i könnunarflug í gær þar sem flugvélin er í skoðun. 1 dag mun Landhelgisgæzlan þó fara í gæzluflug og hefur leigt til þess Blikfaxa, eina af Fokker Friend- ship-flugvélum Flugfélags Islands h.f. Er sú flugvél útbúin ratsjá og sett verður í hana loran- tæki. Er þetta í fyrsta skipti í fiskveiðideilunni, sem Land- helgisgæzlan leigir flugvél hjá Flugfélaginu, en áður hefur hún oft tekið Flugfélagsvélar á leigu. Yfirnefndin fjallar um loðnu- og fiskverð YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins kom saman til fundar í gær til að fjalla um fisk- verð það, sem á að taka gildi eftir 1. febrúar n.k., en sem kunnugt er gengur fiskverð úr gildi þá og ennfremur loðnuverð. Enginn árangur mun hafa náðst á fundinum í gær. Kex og brauð: Innflutningur fram- vegis háður leyfum Flutt inn fyrir 300 millj. kr. sl. ár Geirfinnsrannsóknin ein sú umfangsmesta hér á landi VEGNA hinna nýju viðhorfa I Geirfinnsmálinu svonefnda þykir Morgunblaðinu rétt að rifja hér aðeins upp hvernig hvarf hans bar að 19. nóvember 1974 og rannsókn þess, ei óhætt er að fullyrða að fá mál hafi vakið jafn mikla athygli almennings sem þetta mál: Rannsóknin beindist fyrst að því að kanna ævi Geirfinns og allt það, sem honum við kom, svo og kanna hvað gerðist dag- inn, sem hann hvarf. I því sam- bandi voru mjög margir yfir- heyrðir, fjölskyldumeðlimir, vinir, vinnufélagar, afgreiðslu- stúlkurnar 1 Hafnarbúðinni og fl. og fl. Samkvæmt framburði vinnufélaga Geirfinns ætluðu þeir saman í bíó þetta umrædda kvöld. Geirfinnur var einn heima hjá sér milli kl. 18 og 20, og á þessu tímabili er talið, að hann hafi fengið símhringingu, sem breytti þessum áformum, því þegar vinnufélaginn kemur kl. 21, segist Geirfinnur ekki hafa tök á því að fara 1 bíóið því hann eigi stefnumót við óþekktan aðila í Hafnarbúðinni kl. 22. Kvaðst hann ekki vita hver það væri, aðeins það, að hann ætti að koma einn og fót- gangandi. Ök vinnufélagi Geir- finns honum á stefnumótið. Hann hitti engan í þeirri ferð og sneri heim kl. 22,15 og er nýkominn heim þegar hann fær hringingu og segir. ,,Ég er búinn að koma“ og stuttu síðar „ég kem“ og heldur til stefnu- mótssins á ný, nú á sínum eigin bíl. Síðan hefur ekkert til hans spurzt. LEIRMYNDIN Um sama leyti og Geirfinnur fær hringinguna kemur karl- Leirmyndin, sem mótuð var samkvæmt lýsingu á manni þeim, sem kom I Hafnarbúðina og talið var að ætti stefnumót við Geirfinn. maður inn i Hafnarbúðina, gengur stutta stund um gólf en fær svo að hringja. Ef þessi maður hefur hringt í Geirfinn eins og talið er, hefur hann þekkt símanúmerið, því nafn Geirfinns var ekki að finna 1 símaskrá. Lögreglan fékk strax augastað á þessum manni og auglýstu eftir honum f fjölmiðl- um. Ekki bar það árangur og var þá gerð af honum mynd að fyrirsögn sjónarvotta og síðan leirmynd, sem birt var f fjöl- miðlum þriðjudaginn 26. nóvember, viku eftir hvarf Geirfinns, Jafnframt var gefin út lýsing á manni þessum. Hann var sagður rúmlega meðalmaður á hæð, ljós yfirlit- um með skollitað hár, sem náði niður fyrir eyru. Hann var klæddur ljósbrúnum leður- eða leðurlfkisjakka, nokkuð sfðum, Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.