Morgunblaðið - 28.01.1976, Síða 25

Morgunblaðið - 28.01.1976, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JANUAR 1976 25 Velvakandi svarar í slma 10-100 kl. 14— 1 5, frá mánudegi til föstu- dags. 0 Virkjanir og stóriðja Ingjaldur Tómasson hefur sent Velvakanda langt bréf, þar sem hann ræðir um sjónvarps- þáttinn, þegar Jón Sólnes sat fyrir svörum um Kröfluvirkjun og deilir á stjórnendur hans. Þá ræðir hann stóriðju og virkjanir i sambandi við hana, og segir: Þjórsárvirkjun við Búrfell og álverið eru ómetanleg þjóðþrifa- fyrirtæki. Merkur skólameistari talaði um dag og veg í útvarpið nýlega, þar sem hann fordæmdi virkjun Þjórsár og álverið í Straumsvík. Hann talaði mikið um mengun álversins, en minnt- ist ekki á aðra stórkostlega meng- un annars iðjuvers, kolsýring frá bílum, vinnutækjum og frá- rennsli, t.d. héðan af Faxaflóa- svæðinu. Hann gerði lítið úr gjaldeyrisöflun álversins. Þó hlýt- ur þessi hámenntaði maður að vita að álverið er búið að færa þjóðinni 51 millj. bandaríkjadala i hreinar gjaldeyristekjur. Yfir 600 íslenzkir menn hafa stöðuga atvinnu við álverið. Fjöldi fyrir- tækja nýtur stuðnings af álver- inu. Hafnarfjarðarbær hefir haft mjög miklar tekjur af þvi. Byggðasjóður hefir að stórum hluta tekjur sinar þaðan. Það er fullvíst að efnahagur þjóðarinnar væri miklu verri, ef framsýnum mönnum hefði ekki tekist að brjótast gegn um þyrnigerði aftur haldsins gegn virkjunum með virkjun Þjórsár við Búrfell. 0 Horfið á ljósadýrðina Ég vil ráðieggja and- stæðingum virkjana að hópa sig á góðri útsýnishæð hér við Reykja- vík í góðu veðri eitthvert kvöldið og sjá allt Ijósahafið á Faxaflóa- svæðinu. Þgir gætu svo reiknað út hvað öll þessi ljósadýrð myndi kosta, ef Ijósmetið væri rússnesk olia. Þó er þetta ekki nema litið brot af þeim auðæfum í orku, sem Sog og Þjórsá færa okkur. Og þó er mestur hluti orkulinda okkar óbeizlaður, næstum við hvers manns dyr. Það orkar tvímælis hvort þeir hópar, sem stöðugt krefjast aukinna fjárframlaga af þjóðinni til margs konar þarfa og óþurftarmála séu yfirleitt með fullu viti. Allir ættu nú að vita að það sem krafist er, er ekki til. Þess vegna ættu þessir kröfu- menn ekki að setja sig upp á móti virkjunum og stóriðnaði til gjald- eyrisöflunar. Allra síst ættu skólamenn að vinna gegn því að Margaret? Nel, ég hef aldrei séð hana. Hún var ekki með okkur f skðia. Hún vann ð einhverri skrif- stofu held ég. Quadrant sat og hiustaði og honum virtist skemmt vegna yfir- lætis konu sinnar. Hann lauk úr bolianum, bögglaði saman servf- ettunni og túk upp sfgarettu. Wexford sá að hann tðk eld- spýtnastokk upp úr vasa sfnum og kveikti á einni. Eldspýtur! Það var skrftið. Hann hefði átt að hafa gullsleginn kveikjara við hvert tækifæri. Það hafði reyndar fund- izt ein hálfbrennd eldspýta við ifk Margaret Parsons. — Munið þér eftir einhverjum piitum sem voru kunnugir frú Parsons? Hann hallaði sér fram eins og til að leggja áherzlu á hversu mikilvæg spurningin væri. Hann sá bregða fyrir glampa f augum hennar sem hann gat ekki skilið. Svo hvarf þessi glampi og hann velti fyrir sér hvort það gæti ver- ið rétt að f honum hefði brugðið fyrir illkvittni. Quadrant virtist varpa öndinni feginsamlega. — Ég man eftir einum pilti, sagði hún. aflað sé gjaldeyris til skólamála og batnandi hags kennara og nem- enda. % Hávaðamúsik á átthaga- skemmtunum Ingvar Agnarsson skrifar: I Reykjavík er mikill fjöldi fólks samankominn úr ýmsum byggðum landsins. Þetta fólk vill gjarna hittast við og við til að sjá hvert annað, ræðast við og rifja upp sitthvað frá liðnum dögum. í þessum tilgangi hafa verið stofnuð mörg átthagafélög i Reykjavík, i þeim tilgangi að gefa fólki, einkum miðaldra og rosknu fólki, kost á að hittast kvöldstund i viðkunnanlegum salarkynnum, þar sem það gæti rabbað saman yfir veitingum og auk þess skemmt sér við spil og dans. Á slíka staði eru ráðnar hljóm- sveitir til að leika fyrir dansi. En svo virðist sem flestar þessara hljómsveita misskilji gjörsamlega tilganginn með nærveru sinni. Það er engu líkara, en að hljóm- sveitarmennirnir haldi, að þeirra eina hlutverk sé, að framleiða svo mikinn hávaða að skeri i eyrun svo að enginn geti talað saman stakt orð. Um samtal yfir borðum getur alls ekki verið að ræða, vegna hins yfirþyrmandi hávaða. Og þótt forráðamenn þessara sam- koma biðji hljómsveitarmenn að lækka hávaðann, fást þeir yfir- leitt ekki til þess og bregðast jafn- vel illa við slíkum óskum. Eldra fólk þolir ekki þennan ógnar hávaða, og oft er það, á slíkum samkomum, að margir neyðast til að fara heim, jafnvel i byrjun skemmtunarinnar, af þessum sökum, og þá auðvitað sáróánægðir. Fyrir hvern halda hljómsveita- menn eiginlega að þeir séu að leika? Geta þeir ekki skilið, að þeir eru fengnir til að leika fyrir fólkið, sem sækir þessar skemmtanir, en ekki að þeir séu að leika bara fyrir sjálfa sig? Þeim ætti að geta skilist, að á samkomum eldra fólks, verður hávaðanum að vera meir í hóf stillt, en á samkomum unglinga, sem finnst að hávaði á dans- leikjum sé aldrei nógu mikill. Þessar broshýru vinkonur hitti ljósmyndari Mbl. nýlega í skólaat- hvarfinu i Austurbæjarskólanum og smellti á þær mynd. Velvak- anda finnst vel við eiga að hressa upp á mjög alvarleg bréf í dálkun- um i dag með þvi færa lesendum dálkanna mynd af þeim. Fræðsla fyrir foreldra þroskaheftra barna SUNNUDAGINN 1. febrúar hefst námskeið fyrir foreldra þroska- heftra barna. Þá mun dr. Ingrid Liljeroth, sálfræðingur frá Sví- þjóð, halda fyrsta fyrirlestur námskeiðsins. Aðrir fyrirlesarar verða m.a. læknarnir Sævar Hall- dórsson og Sverrir Bjarnason, sem munu ræða um orsakir þroskaheftis og um geðheilsu, Magnús Kristinsson iektor, sem talar um atferlismótun, Anna Þórarinsdóttir sjúkraþjálfari, — Minning Einar Framhald af bls. 19 færi á að leiða þau til þekkingar og þroska. Þau komu víðs vegar að, og hurfu flest aftur út í fjarsk- ann, en án efa muna þau vel kennarann og prestinn í Reyk- holti. Séra Einar var mikill bóka- maður og viðlesinn. Hann var sögumaður ágætur og fróður á flestum sviðum. Hann átti bóka- safn mikið og gott. — Séra Einar Guðnason mun jafn- an verða talinn meðal öndvegis- klerka sinnar samtíðar. Hann var vel virður og ástsæll af sóknar- börnum sínum, og naut trausts stéttarbræðra sinna svo mikils, að margir þeirra töldu hann verðug- an þeirrar virðingar, er þeir gátu veitt honum mesta. Hjá honum fannst enginn þverbrestur milli prestsins og mannsins. Hann var vammlaus maður, ef slfkt má segja um nokkurn mann. Hann vandaði kenningu sína eins og sitt eigið dagfar og líferni allt, og mætti vel segja að hann lifði svo sem hann kenndi eða kenndi eins og hann lifði; ræða hans var flutt í trú á það góða í mönnunum og í auðmýkt og lotningu frammi fyrir höfundi alls lifs. Það var gott til hans að leita á þungri sorgarstund. Hann var góður þeim sem áttu erfitt, barn- góður mjög og laðaði börnin að sér, ef til vill fann hann til skyld- leika með þeim, og vist mátti um hann hafa það sem sagt var um annan ágætan Islending löngu dáinn: „Hann var barnslega góður og lítillátur af hjarta.“ Séra Einar sótti aldrei burt frá Reykholti. Þegar svo margir prestar úr strjálbýlinu leituðu í fjölmennið, hélt hann kyrru fyrir. Hann var bundinn fólkinu, byggðarlaginu, skóla og stað, þeim böndum, sem hann vildi ekki slíta, meðan þau máttu hald- ast heil. Við þetta allt hafði hann búið svo lengi. Börnin, sem hann skýrði sem nývígður prestur voru kominn á miðjan aldur og hann hafði skírt og fermt þeirra börn. Hann hafði fylgst með lifi og starfi tveggja kynslóða og meira þó. Hann mátti vel finna að hann var hvarvetna aufúsugestur. Hann blandaði geði við fólkið og gaf séra tíma til að ræða stundarkorn við þá sem viðstadd- ir voru yfir kaffiborði að lokinni guðsþjónustu. Hann brast þá aldrei umræðuefni, var skemmti- legur og viðræðuglaður og fylgd- ist óvenjuvel með því, sem var að gerast utanlands og innan. Hann var áhugasamur um málefni lands og þjóðar og gat — er rætt var um málefni dagsins — hlaupið kapp í kinn, því hann var enginn geðleysingi. Mætti segja að hann hefði, að hætti fornra sem ræðir um sjúkraþjálfun barna, Gréta Bachmann forstöðu- kona, sem ræðir um daglega um- önnun, Þorsteinn Sigurðsson sér- kennslufulltrúi, Magnús Magnús- son skólastjóri, Jóhann Guð- mundsson læknir, Margrét Mar- geirsdóttir félagsráðgjafi, sem einnig mun stýra umræðum á eftir öllum fyrirlestrunum. Námskeiðið fer fram í Stjörnu- gróf 9 á miðvikudagskvöldum kl. 20.30 til 23. skörunga í prestastétt, prédikað bæði „í stól og á stéttum". Það hefur ávallt verið hlut- skipti prestsins, og heyrir til starfi hans, að standa hið næsta fólkinu á sorgarstundum þess. Það er alveg vfst að séra Einari var löngum þung gangan, er hann fylgdi sóknarbörnum til grafar, svo viðkvæmur og hjartahlýr sem hann var. Sjálfur þekkti hann — þessi mikli hamingjumaður — sorgina og söknuðinn af eigin raun. En sú reynsla, svo sár sem hún er, á ekkert skylt við óhamingju, og kannski er hún mannanna börnum jafn nauðsyn- leg eins og regnið er jörðinni. Séra Einar unni mjög staðnum í Reykholti og efalítið fannst honum og þeim hjónum sárt að hverfa þaðan, þó gott væri að líta yfir farinn veg. Hann er nú aftur fluttur þangað heim. Þar er honum búin hinsta hvila meðal margra ágætra manna, Reykholts- presta og annarra þeirra, er þar hafa gert garðinn frægan fyrr og siðar. Þar fylgja nú fyrrverandi sóknarbörn hans og aðrir vinir honum siðasta áfanga i hljóðri eftirsjá og votta honum af heilum huga virðingu sína og þökk. Sigurður Snorrason. Kveðja frá sóknarbarni. Þegar ég heyrði lát sr. Einars Guðnasonar, varð mér við líkt og ég hefði misst einhvern mér ná- kominn. Eg minnist með þakklæti allra þeirra stunda, sem ég og fjölskylda mfn áttum með hon- um, bæði í kirkju og utan. Helgistundirnar f litlu kirkj- unni i Sfðumúla eða stundum f stofunni þeirra Ingibjargar og Andrésar verða okkur ógleymanlegar. Litillæti og hjarta-hlýja þessa stórmenntaða og óvenju fróða manns var ein- stök. Eg minnist sumardags, þegar við hjónin vorum stödd f Reykholti ásamt útlendingum, sem við hugðumst sýna staðinn. Af tilviljun hittum við sr. Einar á hlaðinu og ekki var að orðlengja það, að hann tók okkur og fræddi svo vel um sögu og staðhætti að ég, sem þóttist vera kunnug stað- háttum, sá allt i alveg nýju ljósi. Ég veit að ég er áreiðanlega ekki ein um það að hafa séð hlutinn I nýju ljósi eftir uppfræðandi sam- verustundir með sr. Einari, þvf að hann var óspar á það að miðla öðrum af visku sinni. Eg kvaddi sr. Einar siðast glaðan og reifan fyrir rúmu ári og þannig mun ég minnast hans. Frú önnu og börn- um hennar sendi ég innilegar samúðarkveðjur minar og fjöl- skyldu minnar og þakka henni einnig fyrir þær gleðistundir sem við höfum átt saman. Guð blessi séra Einar Guðnason. Þorbjörg Pétursdóttir. SIGGA V/GGA í ý/LVEgAW Í6 \JIL ÍVóAM \iÁWA OG ENáAN Á Vl£9/1M VIN6HA9(Jtf ÍNN ER VÍERMA \' MEíHSoYn MM' OKKúft! W \I£R9I9 A9 fOTA (JH 0G ‘oÁMr^EfT\M , 'bmmwáAKt)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.